Hægfara endalok sjónvarps útsendinga fyrir móttöku á loftneti á Íslandi Jón Frímann Jónsson skrifar 20. september 2025 10:00 Móttaka sjónvarps hefur verið að breytast mjög mikið síðustu ár á Íslandi. Þessi þróun er bæði hröð á Íslandi og í samræmi við þá þróun sem hefur átt sér stað í Evrópu á sama tíma. Notkun á útsendingum fyrir loftnet á Íslandi Á Íslandi hefur notkun á móttöku á útsendingum yfir loftnet dregist saman mjög hratt. Árið 1999 var notkun á móttöku á loftneti í kringum 99,5% á Íslandi. Það voru einhver svæði á höfuðborgarsvæðinu með kapalkerfi (hliðrænt, síðan í skamman tíma dvb-c kerfi). Kannanir milli áranna 2020 til 2022 sýndu að aðeins um 1% fólks á Íslandi notaði sjónvarps merkið sem næst um loftnet. Nýjasta könnun Fjarskiptastofu (September 2025) sýnir að aðeins 0,6% íslendinga nota útsendingar sem nást yfir loftnet í dag. Sýn er búið að slökkva á DVB-T útsendingum á Íslandi. Þannig að núna eru bara DVB-T2 útsendingar í gangi. Þetta þýðir einnig að stöðvum sem nást yfir loftnet hefur fækkað mjög mikið. Ég veit ekki alveg hvaða sjónvarpsstöðvar eru sendar út í dag en mig grunar að það sé bara Rúv og síðan mögulega Sýn. Það er engar upplýsingar að finna á heimasíðu Sýnar um hvaða rásir eru sendar um loftnet í dag. Rúv hætti útsendingum yfir gervihnött í ár vegna kostnaðar. Ég reikna einnig að þegar núverandi samningur rennur út, sem er í kringum árið 2030, þá verði útsendingum fyrir móttöku á sjónvarpi yfir loftneti hætt vegna kostnaðar í kringum árið 2029 til 2030. Enda virðist vera mjög mikill kostnaður vera í rekstri á DVB-T2 dreifikerfinu. Ég fann ekki nýlegar tölur um kostnaðinn á rekstri dreifikerfinu sem þjónustar móttöku á sjónvarpsmerki yfir loftneti. Þróunin í Evrópu Þessi þróun mála þegar það kemur að móttöku á sjónvarpi er ekki eingöngu bundin við Ísland. Í Bretlandi er reiknað með að gervihnattaútsendingum Sky og BBC verði hætt í kringum árið 2029 eða 2030. Í staðinn fara þessar á útsendingar á internetið í Bretlandi. Þar er verið að horfa til kostnaðar varðandi gervihnattaútsendingar, sem hleypur á milljónum punda á ári. Það sama á að gera við sjónvarpsútsendingar yfir loftnet í Bretlandi, það mun líklega taka lengri tíma og er reiknað með að þær útsendingar verði í Bretlandi mögulega til ársins 2035 til 2040 en það kann að breytast á næstu árum. Í Svíþjóð er hætt að senda út áskriftarsjónvarp yfir loftnet og búið að færa það allt á internetið í streymi. SVT sendir ennþá út sjónvarpsmerki sem næst með loftneti. Eftir því sem ég fann, þá er ekki reiknað með að þeim útsendingum verði hætt á næstu árum. Ég veit ekki hvernig áætlunin er með útsendingar yfir gervihnött í Svíþjóð. Í Sviss er hætt að senda út ríkissjónvarp yfir loftnet, fyrir utan einn sendi við landamærin að Austurríki sem er notaður fyrir móttöku fyrir kapalkerfi í Austurríki. Fólki hefur verið sagt að nota internetið, kapalsjónvarp eða gervihnattaútsendingar til þess að horfa á ríkissjónvarpið í Sviss. Áskriftarsjónvarp er ennþá sent út yfir loftnet en ég fann ekki upplýsingar um það hversu lengi þær útsendingar munu vara. Slökkt var á útsendingum í Sviss vegna kostnaðar og fárra notenda. Þeir sem horfðu á ríkissjónvarpið höfðu tekið aðrar leiðir í notkun til þess að horfa á ríkissjónvarpið í Sviss. Í Danmörku verða útsendingar fyrir móttöku með loftneti haldið áfram fram til ársins 2029. Fyrirtæki sem hafa verið að selja gervihnattasjónvarps pakka og síðan sjónvarps pakka yfir kapalkerfi verið að flytja nýja áskrifendur yfir á internetið með sjónvarpsáskriftir. Það er ennþá hægt að kaupa áskriftir fyrir hefðbundna gervihnattamóttöku en það virðist vera dýrari möguleiki miðað við streymi. Það sama á við með sjónvarpsútsendingar yfir kapalkerfi, sem hefur hingað til verið algengasta móttakan á sjónvarpi í Danmörku. Þar eru fyrirtækin á þeim markaði farin að beina fólki að kaupa áskriftir sem eru streymi áskriftir frekar en móttaka á sjónvarpsmerki yfir coax kapal, sem er búið að taka úr notkun á einstaka stöðum. *Ljósleiðari er einnig notaður til þess að senda út sjónvarpsmerki í Danmörku. Ég þekki ekki stöðuna í Noregi eða Finnlandi varðandi sjónvarpsútsendingar fyrir móttöku með loftneti eða færslu á áskrifendum þar yfir á internet lausnir til þess að horfa á sjónvarp. Tæknibreytingar verða alltaf til staðar Tæknibreytingar og þróun eru hluti af lífinu og þar á meðal breytingar á móttöku sjónvarps á Íslandi og í heiminum. Þetta er ekki í fyrsta skipti sem þetta gerist. Frá því að sjónvarp kom fyrst fram, þá voru gerðar talsverðar breytingar á sjónvarps útsendingum milli 1950 til 1980. Stærsta breytingin var koma lita sjónvarps á Íslandi, síðan kom Víðóma sjónvarp (Nicam Stereo) á Íslandi (sem var bara bundið við Reykjavík og nágrenni. Auk nokkura staða úti á landi á sínum tíma). Síðan kom textavarpið. Síðan kom fyrsta kynslóð af stafrænu sjónvarpi sem var send út fyrir DVB-T í hefðbundinni upplausn (480i). Síðan kom háskerpa, fyrst 720p og síðan 1080i útsending. Hvort að 4K sjónvarp kemur á Íslandi veit ég ekki en það er ljóst að ef slíkri útsendingu verður. Þá verður hún send út yfir internetið. Ég reikna með að hluti af fólki sem eingöngu notar móttöku á sjónvarpi yfir loftneti einfaldlega hætti að horfa á sjónvarp eða færi sig yfir í að horfa á dvd og blu-ray diska, sem eru ennþá talsvert notaðir í dag. Þar sem fólk sem notar eingöngu loftnet til þess að horfa á sjónvarp er ekki líklegt til þess að kaupa sér streymi þjónustu til þess að horfa á sjónvarpsefni eftir að útsendingum fyrir móttöku á sjónvarpi yfir loftnet verður hætt. Höfundur er rithöfundur og hefur alltaf verið forvitinn um tækni og þróun tækni. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Jón Frímann Jónsson Fjölmiðlar Tækni Mest lesið Hjúkrunarheimili í Þorlákshöfn Gestur Þór Kristjánsson,Sigurbjörg Jenný Jónsdóttir,Grétar Ingi Erlendsson,Erla Sif Markúsdóttir Skoðun Hálfrar aldar svívirða Stefán Pálsson Skoðun Óvenjulegt fólk Helgi Brynjarsson Skoðun Við erum búin að missa tökin Ása Berglind Hjálmarsdóttir Skoðun Hver greiðir fyrir breytingarnar? Svanfríður G. Bergvinsdóttir Skoðun Hrekkjavaka á Landakoti Kristófer Ingi Svavarsson Skoðun Stöndum vörð um Héraðsvötnin! Rakel Hinriksdóttir Skoðun Rýr húsnæðispakki Magnea Gná Jóhannsdóttir Skoðun Um Liverpool, Diogo Jota, áföll og sorgina – hugleiðingar sálfræðings Andri Hrafn Sigurðsson Skoðun Martin bakari flýgur heim með látum frá leikvelli auðmanna í Vatnsmýrinni Daði Rafnsson,Haukur Magnússon,Kristján Vigfússon,Margrét Manda Jónsdóttir Skoðun Skoðun Skoðun Dauðsföll í Gaza-stríðinu og Mogginn Egill Þórir Einarsson skrifar Skoðun Eyðum óvissunni Stefán Vagn Stefánsson skrifar Skoðun Opinberi geirinn og stjórnunarráðgjafar: ástarsaga Adeel Akmal skrifar Skoðun Ættbálkahegðun á stafrænu formi Martha Árnadóttir skrifar Skoðun Kirkjurnar standa en stoðirnar eru sveltar Anton Guðmundsson skrifar Skoðun Martin bakari flýgur heim með látum frá leikvelli auðmanna í Vatnsmýrinni Daði Rafnsson,Haukur Magnússon,Kristján Vigfússon,Margrét Manda Jónsdóttir skrifar Skoðun Stytta þarf veiðitíma svartfugla strax Hólmfríður Arnardóttir,Helga Ögmundardóttir skrifar Skoðun Hver greiðir fyrir breytingarnar? Svanfríður G. Bergvinsdóttir skrifar Skoðun Um Liverpool, Diogo Jota, áföll og sorgina – hugleiðingar sálfræðings Andri Hrafn Sigurðsson skrifar Skoðun Stöndum vörð um Héraðsvötnin! Rakel Hinriksdóttir skrifar Skoðun Við erum búin að missa tökin Ása Berglind Hjálmarsdóttir skrifar Skoðun Hjúkrunarheimili í Þorlákshöfn Gestur Þór Kristjánsson,Sigurbjörg Jenný Jónsdóttir,Grétar Ingi Erlendsson,Erla Sif Markúsdóttir skrifar Skoðun Stöðug uppbygging orkuinnviða Adrian Pike,Bjarni Þórður Bjarnason,Tómas Már Sigurðsson skrifar Skoðun Rýr húsnæðispakki Magnea Gná Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Hrekkjavaka á Landakoti Kristófer Ingi Svavarsson skrifar Skoðun Óvenjulegt fólk Helgi Brynjarsson skrifar Skoðun Hálfrar aldar svívirða Stefán Pálsson skrifar Skoðun $€tjum í$lensku á (mat) $€ðilinn! Ólafur Guðsteinn Kristjánsson skrifar Skoðun Minna tal, meiri uppbygging Guðrún Hafsteinsdóttir skrifar Skoðun Tvöföld mismunun kvenna í hópi innflytjenda Sigríður Ingibjörg Ingadóttir,Steinunn Bragadóttir skrifar Skoðun Ný nálgun – sama markmið: Heimili fyrir fólkið í borginni Heiða Björg Hilmisdóttir skrifar Skoðun Geymt en ekki gleymt Ástþór Ólafsson skrifar Skoðun Tækni og ungmenni: Hvar liggur ábyrgðin og hvað getum við gert? Stefán Þorri Helgason skrifar Skoðun Hvað gerir brjóstakrabbamein að ólæknandi brjóstakrabbameini? Helga Tryggvadóttir,Ólöf Kristjana Bjarnadóttir skrifar Skoðun „Lánin hækka – framtíðin minnkar“ Sveinn Óskar Sigurðsson skrifar Skoðun Hey Pawels í harðindunum Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Land rutt fyrir þúsundir íbúða í Úlfarsárdal Ragnar Þór Ingólfsson skrifar Skoðun Dýrmæt þjóðfélagsgerð Eva Björk Valdimarsdóttir skrifar Skoðun Hver er þessi Davíð Oddsson? Daði Freyr Ólafsson skrifar Skoðun Hugsanlega löglegt, en siðlaust og grimmt — af hundsráni í GOGG Kristinn Ka. Nína Sigríðarson skrifar Sjá meira
Móttaka sjónvarps hefur verið að breytast mjög mikið síðustu ár á Íslandi. Þessi þróun er bæði hröð á Íslandi og í samræmi við þá þróun sem hefur átt sér stað í Evrópu á sama tíma. Notkun á útsendingum fyrir loftnet á Íslandi Á Íslandi hefur notkun á móttöku á útsendingum yfir loftnet dregist saman mjög hratt. Árið 1999 var notkun á móttöku á loftneti í kringum 99,5% á Íslandi. Það voru einhver svæði á höfuðborgarsvæðinu með kapalkerfi (hliðrænt, síðan í skamman tíma dvb-c kerfi). Kannanir milli áranna 2020 til 2022 sýndu að aðeins um 1% fólks á Íslandi notaði sjónvarps merkið sem næst um loftnet. Nýjasta könnun Fjarskiptastofu (September 2025) sýnir að aðeins 0,6% íslendinga nota útsendingar sem nást yfir loftnet í dag. Sýn er búið að slökkva á DVB-T útsendingum á Íslandi. Þannig að núna eru bara DVB-T2 útsendingar í gangi. Þetta þýðir einnig að stöðvum sem nást yfir loftnet hefur fækkað mjög mikið. Ég veit ekki alveg hvaða sjónvarpsstöðvar eru sendar út í dag en mig grunar að það sé bara Rúv og síðan mögulega Sýn. Það er engar upplýsingar að finna á heimasíðu Sýnar um hvaða rásir eru sendar um loftnet í dag. Rúv hætti útsendingum yfir gervihnött í ár vegna kostnaðar. Ég reikna einnig að þegar núverandi samningur rennur út, sem er í kringum árið 2030, þá verði útsendingum fyrir móttöku á sjónvarpi yfir loftneti hætt vegna kostnaðar í kringum árið 2029 til 2030. Enda virðist vera mjög mikill kostnaður vera í rekstri á DVB-T2 dreifikerfinu. Ég fann ekki nýlegar tölur um kostnaðinn á rekstri dreifikerfinu sem þjónustar móttöku á sjónvarpsmerki yfir loftneti. Þróunin í Evrópu Þessi þróun mála þegar það kemur að móttöku á sjónvarpi er ekki eingöngu bundin við Ísland. Í Bretlandi er reiknað með að gervihnattaútsendingum Sky og BBC verði hætt í kringum árið 2029 eða 2030. Í staðinn fara þessar á útsendingar á internetið í Bretlandi. Þar er verið að horfa til kostnaðar varðandi gervihnattaútsendingar, sem hleypur á milljónum punda á ári. Það sama á að gera við sjónvarpsútsendingar yfir loftnet í Bretlandi, það mun líklega taka lengri tíma og er reiknað með að þær útsendingar verði í Bretlandi mögulega til ársins 2035 til 2040 en það kann að breytast á næstu árum. Í Svíþjóð er hætt að senda út áskriftarsjónvarp yfir loftnet og búið að færa það allt á internetið í streymi. SVT sendir ennþá út sjónvarpsmerki sem næst með loftneti. Eftir því sem ég fann, þá er ekki reiknað með að þeim útsendingum verði hætt á næstu árum. Ég veit ekki hvernig áætlunin er með útsendingar yfir gervihnött í Svíþjóð. Í Sviss er hætt að senda út ríkissjónvarp yfir loftnet, fyrir utan einn sendi við landamærin að Austurríki sem er notaður fyrir móttöku fyrir kapalkerfi í Austurríki. Fólki hefur verið sagt að nota internetið, kapalsjónvarp eða gervihnattaútsendingar til þess að horfa á ríkissjónvarpið í Sviss. Áskriftarsjónvarp er ennþá sent út yfir loftnet en ég fann ekki upplýsingar um það hversu lengi þær útsendingar munu vara. Slökkt var á útsendingum í Sviss vegna kostnaðar og fárra notenda. Þeir sem horfðu á ríkissjónvarpið höfðu tekið aðrar leiðir í notkun til þess að horfa á ríkissjónvarpið í Sviss. Í Danmörku verða útsendingar fyrir móttöku með loftneti haldið áfram fram til ársins 2029. Fyrirtæki sem hafa verið að selja gervihnattasjónvarps pakka og síðan sjónvarps pakka yfir kapalkerfi verið að flytja nýja áskrifendur yfir á internetið með sjónvarpsáskriftir. Það er ennþá hægt að kaupa áskriftir fyrir hefðbundna gervihnattamóttöku en það virðist vera dýrari möguleiki miðað við streymi. Það sama á við með sjónvarpsútsendingar yfir kapalkerfi, sem hefur hingað til verið algengasta móttakan á sjónvarpi í Danmörku. Þar eru fyrirtækin á þeim markaði farin að beina fólki að kaupa áskriftir sem eru streymi áskriftir frekar en móttaka á sjónvarpsmerki yfir coax kapal, sem er búið að taka úr notkun á einstaka stöðum. *Ljósleiðari er einnig notaður til þess að senda út sjónvarpsmerki í Danmörku. Ég þekki ekki stöðuna í Noregi eða Finnlandi varðandi sjónvarpsútsendingar fyrir móttöku með loftneti eða færslu á áskrifendum þar yfir á internet lausnir til þess að horfa á sjónvarp. Tæknibreytingar verða alltaf til staðar Tæknibreytingar og þróun eru hluti af lífinu og þar á meðal breytingar á móttöku sjónvarps á Íslandi og í heiminum. Þetta er ekki í fyrsta skipti sem þetta gerist. Frá því að sjónvarp kom fyrst fram, þá voru gerðar talsverðar breytingar á sjónvarps útsendingum milli 1950 til 1980. Stærsta breytingin var koma lita sjónvarps á Íslandi, síðan kom Víðóma sjónvarp (Nicam Stereo) á Íslandi (sem var bara bundið við Reykjavík og nágrenni. Auk nokkura staða úti á landi á sínum tíma). Síðan kom textavarpið. Síðan kom fyrsta kynslóð af stafrænu sjónvarpi sem var send út fyrir DVB-T í hefðbundinni upplausn (480i). Síðan kom háskerpa, fyrst 720p og síðan 1080i útsending. Hvort að 4K sjónvarp kemur á Íslandi veit ég ekki en það er ljóst að ef slíkri útsendingu verður. Þá verður hún send út yfir internetið. Ég reikna með að hluti af fólki sem eingöngu notar móttöku á sjónvarpi yfir loftneti einfaldlega hætti að horfa á sjónvarp eða færi sig yfir í að horfa á dvd og blu-ray diska, sem eru ennþá talsvert notaðir í dag. Þar sem fólk sem notar eingöngu loftnet til þess að horfa á sjónvarp er ekki líklegt til þess að kaupa sér streymi þjónustu til þess að horfa á sjónvarpsefni eftir að útsendingum fyrir móttöku á sjónvarpi yfir loftnet verður hætt. Höfundur er rithöfundur og hefur alltaf verið forvitinn um tækni og þróun tækni.
Hjúkrunarheimili í Þorlákshöfn Gestur Þór Kristjánsson,Sigurbjörg Jenný Jónsdóttir,Grétar Ingi Erlendsson,Erla Sif Markúsdóttir Skoðun
Um Liverpool, Diogo Jota, áföll og sorgina – hugleiðingar sálfræðings Andri Hrafn Sigurðsson Skoðun
Martin bakari flýgur heim með látum frá leikvelli auðmanna í Vatnsmýrinni Daði Rafnsson,Haukur Magnússon,Kristján Vigfússon,Margrét Manda Jónsdóttir Skoðun
Skoðun Martin bakari flýgur heim með látum frá leikvelli auðmanna í Vatnsmýrinni Daði Rafnsson,Haukur Magnússon,Kristján Vigfússon,Margrét Manda Jónsdóttir skrifar
Skoðun Um Liverpool, Diogo Jota, áföll og sorgina – hugleiðingar sálfræðings Andri Hrafn Sigurðsson skrifar
Skoðun Hjúkrunarheimili í Þorlákshöfn Gestur Þór Kristjánsson,Sigurbjörg Jenný Jónsdóttir,Grétar Ingi Erlendsson,Erla Sif Markúsdóttir skrifar
Skoðun Stöðug uppbygging orkuinnviða Adrian Pike,Bjarni Þórður Bjarnason,Tómas Már Sigurðsson skrifar
Skoðun Tvöföld mismunun kvenna í hópi innflytjenda Sigríður Ingibjörg Ingadóttir,Steinunn Bragadóttir skrifar
Skoðun Tækni og ungmenni: Hvar liggur ábyrgðin og hvað getum við gert? Stefán Þorri Helgason skrifar
Skoðun Hvað gerir brjóstakrabbamein að ólæknandi brjóstakrabbameini? Helga Tryggvadóttir,Ólöf Kristjana Bjarnadóttir skrifar
Skoðun Hugsanlega löglegt, en siðlaust og grimmt — af hundsráni í GOGG Kristinn Ka. Nína Sigríðarson skrifar
Hjúkrunarheimili í Þorlákshöfn Gestur Þór Kristjánsson,Sigurbjörg Jenný Jónsdóttir,Grétar Ingi Erlendsson,Erla Sif Markúsdóttir Skoðun
Um Liverpool, Diogo Jota, áföll og sorgina – hugleiðingar sálfræðings Andri Hrafn Sigurðsson Skoðun
Martin bakari flýgur heim með látum frá leikvelli auðmanna í Vatnsmýrinni Daði Rafnsson,Haukur Magnússon,Kristján Vigfússon,Margrét Manda Jónsdóttir Skoðun