Viðreisn lætur verkin tala Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir skrifar 20. september 2025 12:02 Sá tími kemur í lífum okkar allra að við höfum náð markmiði sem við settum okkur. Prófgráðan er komin í hús, þú kemur í mark í langhlaupinu eða starfið sem var fjarlægur draumur er nú þitt. Mörg okkar upplifa að ánægjan er skammvinn og við setjum þegar í stað nýtt, erfiðara markmið. Stundum náum við jafnvel markmiðum okkar án þess að taka eftir því og það er ekki fyrr en einhver bendir okkur á það að við áttum okkur á því að við erum þegar á þeim stað sem við ætluðum okkur. Við höfum öll gott af því að staldra við, líta yfir farinn veg og fagna þeim áföngum sem er náð. Þannig líður mér eftir fyrstu mánuði ríkisstjórnar Viðreisnar, Flokks fólksins og Samfylkingar. Verkstjórninni hefur tekist að ná stórum áföngum, sem voru fjarlægir fyrir aðeins nokkrum mánuðum, án ósættis eða vandræðagangs sem einkenndi stjórnmálin árin á undan. Vel heppnuð bankasala Þannig átti salan á Íslandsbanka til fólksins í landinu sér stað í góðri sátt. Hvorki átök um skipulagið, ásakanir um ósanngjarnar ívilnanir eða klíkuskap né kvartanir vegna framkvæmdarinnar. Munurinn á þessum vinnubrögðum og fyrri sölu hluta í bankanum, undir stjórn ríkisstjórnar Sjálfstæðisflokks, Framsóknar og Vinstri grænna, er eftirtektarverður. Verkstjórn Daða Más Kristóferssonar fjármálaráðherra er fumlaus. Uppgjör án átaka Á sama tíma var snjóhengjan vegna uppgjörs ÍL-sjóðs losuð án átaka eða ósættis. Þetta vandamál hefur hangið yfir íslensku efnahagslífi í mörg ár. Fyrri ríkisstjórnir hafa ýtt vandamálinu á undan sér með talsverðum tilkostnaði en nú er það úr sögunni og afgreitt í sátt, þökk sé samkomulagi ríkisins, undir forystu fjármálaráðherra, við stærstan hluta kröfuhafa. Verðbólga og vextir á réttri leið Með hagsýni og margskonar sparnaðaraðgerðum hefur tekist að móta og framkvæma ábyrga fjármálaáætlun. Hagræðing og sparnaður í ríkisrekstri gengur betur en bjartsýnustu áætlanir gerðu ráð fyrir. Hallinn verður 15 milljarðar á næsta ári og hallalaus fjárlög nást árið 2027. Tekist hefur að lækka skuldir ríkissjóðs úr 59.3% af landsframleiðslu í fyrra í 50.9% á því næsta. Ýmsir þættir hafa áhrif á verðbólgu og vexti og margir þeirra eru, til að gæta allrar sanngirni, fyrir utan valdsvið ríkisstjórnar. En þær ákvarðanir og aðgerðir sem ríkisstjórnin hefur á valdi sínu hafa sannarlega verið teknar og framkvæmdar, sem á þátt í því að vextir hafa lækkað um 1.5% frá því frá síðustu ríkisstjórn sem þýðir að heimili með meðalskuldir borgar rúmlega 500 þúsund krónur minna í vexti á ári. Sanngjörn veiðigjöld Annar mikilvægur áfangi sem þjóðin hefur beðið eftir lengi er að tryggja sanngjarnari arð fyrir fólkið í landinu af sjávarútvegsauðlindinni. Breyting á veiðigjöldum er ekki aðeins sanngjörn, hún er einnig réttlát og hófsöm aðgerð til að leiðrétta óeðlilega framkvæmd á útreikningi gjaldanna. Ég er sannfærð um að þessi breyting muni ekki aðeins skila sér í eðlilegum greiðslum fyrir aðgang að auðlindinni heldur einnig í meiri sátt um þessa mikilvægu atvinnugrein. Þessi breyting hefur dregið fram með skýrum hætti hver standa með þjóðinni og hver standa með sérhagsmunum. Þar hefur Hanna Katrín Friðriksson atvinnuvegaráðherra staðið í stafni og haldið á lofti stefnu okkar í Viðreisn um almannahagsmuni framar sérhagsmunum. Uppbygging og öryggi Þorbjörg Sigríður Gunnlaugsdóttir dómsmálaráðherra hefur tekið stór skref í átt að öruggara samfélagi fyrir okkur öll. Löggæsla hefur verið styrkt bæði með fleiri lögreglumönnum og með styrkingu Landhelgisgæslunnar. Það skiptir máli á tímum sem þessum, enda eru borgaralegir innviðir fyrsta lína varnar. Sömuleiðis hefur ráðherrann einsett sér að taka vel utan um þolendur ofbeldis og áreitis og stigið fast niður fæti. Mikilvægar lagabreytingar hafa verið gerðar og fleiri eru á þingmálaskrá til að tryggja öryggi á landamærum. Dómsmálaráðherra er með fjölda útlendingamála á dagskrá til að samræma reglur við nágrannaríki okkar. Það mun draga verulega úr kostnaði ríkissjóðs. Viðreisn stendur með öryggi borgaranna. Verkgleði Á sama tíma og þessi stóru verkefni hafa verið unnin farsællega, hefur samkomulag ríkis og sveitarfélaga, undir forystu fjármálaráðherra, vegna barna með fjölþættan vanda lagt grunninn að bættri þjónustu, teknar hafa verið ákvarðanir um uppbyggingu hjúkrunarheimila, ráðist í aðgerðir til að styðja við heilbrigðisþjónustu og sérstaklega bráðamóttöku, og loks hefur ný varnar- og öryggisstefna verið mótuð. Verkstjórnin er í vinnunni. Næstu fjallstindar Viðreisn er stolt af fyrstu mánuðum nýrrar ríkisstjórnar og af okkar sterka ráðherraliði og samhenta þingflokki. Framundan eru spennandi verkefni. Meðal þeirra er að nýta arðinn af breytingu veiðigjalda til þess að byggja upp innviði sem hafa verið vanræktir allt, allt of lengi um allt land. Einnig að undirbúa þjóðaratkvæðagreiðslu þar sem fólkið í landinu ákveður sjálft hvort aðildarviðræðum við Evrópusambandið verði haldið áfram þannig að við fáum upp á borðið þær lausnir sem er í boði. Nýr og spennandi þingvetur er nýhafinn og fjölmörg verkefni eru í fullum gangi til að styðja við börn og unglinga í vanda, auka öryggi samfélagsins okkar og styðja við heimilin. Um helgina er landsþing Viðreisnar. Við hlökkum til að halda áfram að byggja upp flokkinn okkar og stækka hann til að vinna fyrir fólkið í landinu. Koma Íslandi áfram. Og að sjálfsögðu bjóðum við öll velkomin að taka þátt í að byggja betra samfélag. Höfundur er formaður Viðreisnar og utanríkisráðherra Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir Viðreisn Ríkisstjórn Kristrúnar Frostadóttur Mest lesið Íslenska er leiðinleg Nói Pétur Á Guðnason Skoðun Árásir á gyðinga í skugga þjóðarmorðs Helen Ólafsdóttir Skoðun Hverjum voru ráðherrann og RÚV að refsa? Júlíus Valsson Skoðun Djöfulsins, helvítis, andskotans pakk Vilhjálmur H. Vilhjálmsson Skoðun „Quiet, piggy“ Harpa Kristbergsdóttir Skoðun Um ólaunaða vinnu, velsæld og nýja sýn á hagkerfið Dóra Guðrún Guðmundsdóttir,Soffía S. Sigurgeirsdóttir,Elva Rakel Jónsdóttir Skoðun Kjósið reið og óupplýst! Ragnheiður Kristín Finnbogadóttir Skoðun Þrjú slys á sama stað en svarið er: Það er allt í lagi hér! Róbert Ragnarsson Skoðun Réttar upplýsingar um rekstur og fjármögnun RÚV Stefán Eiríksson,Björn Þór Hermannsson Skoðun Ísland er ekki í hópi þeirra sem standa sig best í loftslagsmálum Eyþór Eðvarðsson Skoðun Skoðun Skoðun Hverjum voru ráðherrann og RÚV að refsa? Júlíus Valsson skrifar Skoðun Íslenska er leiðinleg Nói Pétur Á Guðnason skrifar Skoðun Þrjú slys á sama stað en svarið er: Það er allt í lagi hér! Róbert Ragnarsson skrifar Skoðun Réttar upplýsingar um rekstur og fjármögnun RÚV Stefán Eiríksson,Björn Þór Hermannsson skrifar Skoðun Kjósið reið og óupplýst! Ragnheiður Kristín Finnbogadóttir skrifar Skoðun Ekkert barn á Íslandi á að búa við fátækt Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir skrifar Skoðun Árásir á gyðinga í skugga þjóðarmorðs Helen Ólafsdóttir skrifar Skoðun Hundrað doktorsgráður Ólafur Eysteinn Sigurjónsson skrifar Skoðun EES: ekki slagorð — heldur réttindi Yngvi Ómar Sigrúnarson skrifar Skoðun Að þjóna íþróttum Rögnvaldur Hreiðarsson skrifar Skoðun „Quiet, piggy“ Harpa Kristbergsdóttir skrifar Skoðun Ísland er ekki í hópi þeirra sem standa sig best í loftslagsmálum Eyþór Eðvarðsson skrifar Skoðun Ísland, öryggi og almennur viðbúnaður Magnús Árni Skjöld Magnússon skrifar Skoðun Um ólaunaða vinnu, velsæld og nýja sýn á hagkerfið Dóra Guðrún Guðmundsdóttir,Soffía S. Sigurgeirsdóttir,Elva Rakel Jónsdóttir skrifar Skoðun Leysum húsnæðisvandann Guðjón Sigurbjartsson skrifar Skoðun Hugleiðing um jól, fæðingu Krists og inngilding á Íslandi Nicole Leigh Mosty skrifar Skoðun Betri en við höldum Hjálmar Gíslason skrifar Skoðun Draumurinn um ESB-samning er uppgjöf – Ekki fórna framtíðinni fyrir falsöryggi Eggert Sigurbergsson skrifar Skoðun Setjum við Ísland í fyrsta sæti? Júlíus Valsson skrifar Skoðun Misskilningur Viðreisnar um áhrif EES-úrsagnar á Íslendinga erlendis Eggert Sigurbergsson skrifar Skoðun Skattahækkanir í felum – árás á heimilin Lóa Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Að fyrirgefa sjálfum sér Sigurður Árni Reynisson skrifar Skoðun Hér starfa líka (alls konar) konur Selma Svavarsdóttir skrifar Skoðun Kílómetragjald í blindgötu – þegar stjórnvöld misskilja ferðaþjónustuna Þórir Garðarsson skrifar Skoðun 5 vaxtalækkanir á einu ári Arna Lára Jónsdóttir skrifar Skoðun Falskur finnst mér tónninn Kristján Fr. Friðbertsson skrifar Skoðun Treystir Viðreisn þjóðinni í raun? Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Frá sr. Friðriki til Eurovision: Sama woke-frásagnarvélin, sama niðurrifsverkefni gegn gyðing-kristnum rótum Vesturlanda Hilmar Kristinsson skrifar Skoðun Þingmaður með hálfsannleik um voffann Úffa Árni Stefán Árnason skrifar Skoðun Allt fyrir ekkert – eða ekkert fyrir allt? Eggert Sigurbergsson skrifar Sjá meira
Sá tími kemur í lífum okkar allra að við höfum náð markmiði sem við settum okkur. Prófgráðan er komin í hús, þú kemur í mark í langhlaupinu eða starfið sem var fjarlægur draumur er nú þitt. Mörg okkar upplifa að ánægjan er skammvinn og við setjum þegar í stað nýtt, erfiðara markmið. Stundum náum við jafnvel markmiðum okkar án þess að taka eftir því og það er ekki fyrr en einhver bendir okkur á það að við áttum okkur á því að við erum þegar á þeim stað sem við ætluðum okkur. Við höfum öll gott af því að staldra við, líta yfir farinn veg og fagna þeim áföngum sem er náð. Þannig líður mér eftir fyrstu mánuði ríkisstjórnar Viðreisnar, Flokks fólksins og Samfylkingar. Verkstjórninni hefur tekist að ná stórum áföngum, sem voru fjarlægir fyrir aðeins nokkrum mánuðum, án ósættis eða vandræðagangs sem einkenndi stjórnmálin árin á undan. Vel heppnuð bankasala Þannig átti salan á Íslandsbanka til fólksins í landinu sér stað í góðri sátt. Hvorki átök um skipulagið, ásakanir um ósanngjarnar ívilnanir eða klíkuskap né kvartanir vegna framkvæmdarinnar. Munurinn á þessum vinnubrögðum og fyrri sölu hluta í bankanum, undir stjórn ríkisstjórnar Sjálfstæðisflokks, Framsóknar og Vinstri grænna, er eftirtektarverður. Verkstjórn Daða Más Kristóferssonar fjármálaráðherra er fumlaus. Uppgjör án átaka Á sama tíma var snjóhengjan vegna uppgjörs ÍL-sjóðs losuð án átaka eða ósættis. Þetta vandamál hefur hangið yfir íslensku efnahagslífi í mörg ár. Fyrri ríkisstjórnir hafa ýtt vandamálinu á undan sér með talsverðum tilkostnaði en nú er það úr sögunni og afgreitt í sátt, þökk sé samkomulagi ríkisins, undir forystu fjármálaráðherra, við stærstan hluta kröfuhafa. Verðbólga og vextir á réttri leið Með hagsýni og margskonar sparnaðaraðgerðum hefur tekist að móta og framkvæma ábyrga fjármálaáætlun. Hagræðing og sparnaður í ríkisrekstri gengur betur en bjartsýnustu áætlanir gerðu ráð fyrir. Hallinn verður 15 milljarðar á næsta ári og hallalaus fjárlög nást árið 2027. Tekist hefur að lækka skuldir ríkissjóðs úr 59.3% af landsframleiðslu í fyrra í 50.9% á því næsta. Ýmsir þættir hafa áhrif á verðbólgu og vexti og margir þeirra eru, til að gæta allrar sanngirni, fyrir utan valdsvið ríkisstjórnar. En þær ákvarðanir og aðgerðir sem ríkisstjórnin hefur á valdi sínu hafa sannarlega verið teknar og framkvæmdar, sem á þátt í því að vextir hafa lækkað um 1.5% frá því frá síðustu ríkisstjórn sem þýðir að heimili með meðalskuldir borgar rúmlega 500 þúsund krónur minna í vexti á ári. Sanngjörn veiðigjöld Annar mikilvægur áfangi sem þjóðin hefur beðið eftir lengi er að tryggja sanngjarnari arð fyrir fólkið í landinu af sjávarútvegsauðlindinni. Breyting á veiðigjöldum er ekki aðeins sanngjörn, hún er einnig réttlát og hófsöm aðgerð til að leiðrétta óeðlilega framkvæmd á útreikningi gjaldanna. Ég er sannfærð um að þessi breyting muni ekki aðeins skila sér í eðlilegum greiðslum fyrir aðgang að auðlindinni heldur einnig í meiri sátt um þessa mikilvægu atvinnugrein. Þessi breyting hefur dregið fram með skýrum hætti hver standa með þjóðinni og hver standa með sérhagsmunum. Þar hefur Hanna Katrín Friðriksson atvinnuvegaráðherra staðið í stafni og haldið á lofti stefnu okkar í Viðreisn um almannahagsmuni framar sérhagsmunum. Uppbygging og öryggi Þorbjörg Sigríður Gunnlaugsdóttir dómsmálaráðherra hefur tekið stór skref í átt að öruggara samfélagi fyrir okkur öll. Löggæsla hefur verið styrkt bæði með fleiri lögreglumönnum og með styrkingu Landhelgisgæslunnar. Það skiptir máli á tímum sem þessum, enda eru borgaralegir innviðir fyrsta lína varnar. Sömuleiðis hefur ráðherrann einsett sér að taka vel utan um þolendur ofbeldis og áreitis og stigið fast niður fæti. Mikilvægar lagabreytingar hafa verið gerðar og fleiri eru á þingmálaskrá til að tryggja öryggi á landamærum. Dómsmálaráðherra er með fjölda útlendingamála á dagskrá til að samræma reglur við nágrannaríki okkar. Það mun draga verulega úr kostnaði ríkissjóðs. Viðreisn stendur með öryggi borgaranna. Verkgleði Á sama tíma og þessi stóru verkefni hafa verið unnin farsællega, hefur samkomulag ríkis og sveitarfélaga, undir forystu fjármálaráðherra, vegna barna með fjölþættan vanda lagt grunninn að bættri þjónustu, teknar hafa verið ákvarðanir um uppbyggingu hjúkrunarheimila, ráðist í aðgerðir til að styðja við heilbrigðisþjónustu og sérstaklega bráðamóttöku, og loks hefur ný varnar- og öryggisstefna verið mótuð. Verkstjórnin er í vinnunni. Næstu fjallstindar Viðreisn er stolt af fyrstu mánuðum nýrrar ríkisstjórnar og af okkar sterka ráðherraliði og samhenta þingflokki. Framundan eru spennandi verkefni. Meðal þeirra er að nýta arðinn af breytingu veiðigjalda til þess að byggja upp innviði sem hafa verið vanræktir allt, allt of lengi um allt land. Einnig að undirbúa þjóðaratkvæðagreiðslu þar sem fólkið í landinu ákveður sjálft hvort aðildarviðræðum við Evrópusambandið verði haldið áfram þannig að við fáum upp á borðið þær lausnir sem er í boði. Nýr og spennandi þingvetur er nýhafinn og fjölmörg verkefni eru í fullum gangi til að styðja við börn og unglinga í vanda, auka öryggi samfélagsins okkar og styðja við heimilin. Um helgina er landsþing Viðreisnar. Við hlökkum til að halda áfram að byggja upp flokkinn okkar og stækka hann til að vinna fyrir fólkið í landinu. Koma Íslandi áfram. Og að sjálfsögðu bjóðum við öll velkomin að taka þátt í að byggja betra samfélag. Höfundur er formaður Viðreisnar og utanríkisráðherra
Um ólaunaða vinnu, velsæld og nýja sýn á hagkerfið Dóra Guðrún Guðmundsdóttir,Soffía S. Sigurgeirsdóttir,Elva Rakel Jónsdóttir Skoðun
Skoðun Réttar upplýsingar um rekstur og fjármögnun RÚV Stefán Eiríksson,Björn Þór Hermannsson skrifar
Skoðun Um ólaunaða vinnu, velsæld og nýja sýn á hagkerfið Dóra Guðrún Guðmundsdóttir,Soffía S. Sigurgeirsdóttir,Elva Rakel Jónsdóttir skrifar
Skoðun Draumurinn um ESB-samning er uppgjöf – Ekki fórna framtíðinni fyrir falsöryggi Eggert Sigurbergsson skrifar
Skoðun Misskilningur Viðreisnar um áhrif EES-úrsagnar á Íslendinga erlendis Eggert Sigurbergsson skrifar
Skoðun Kílómetragjald í blindgötu – þegar stjórnvöld misskilja ferðaþjónustuna Þórir Garðarsson skrifar
Skoðun Frá sr. Friðriki til Eurovision: Sama woke-frásagnarvélin, sama niðurrifsverkefni gegn gyðing-kristnum rótum Vesturlanda Hilmar Kristinsson skrifar
Um ólaunaða vinnu, velsæld og nýja sýn á hagkerfið Dóra Guðrún Guðmundsdóttir,Soffía S. Sigurgeirsdóttir,Elva Rakel Jónsdóttir Skoðun