„Vissi ekki hvernig ég ætti að haga mér“ Hjörvar Ólafsson skrifar 20. september 2025 17:28 Berglind Björg Þorvaldsdóttir var í banastuði fyrir Blika í dag. Vísir/Óskar Ófeigur Berglind Björg Þorvaldsdóttir gerði sér lítið fyrir og skoraði fimm mörk í glæsilegum sigri Breiðabliks á móti Þór/KA í Bestu-deild kvenna í fótbolta á Kópavogsvelli í dag. „Við spiluðum vel í þessum leik og vorum síógnandi allan leikinn. Ég náði að nýta færin sem samherjarnir voru að skapa fyrir mig. Það er gríðarlega gaman að vera hluti af þessu liði þegar hlutirnir ganga upp. Við fengum framlag frá mörgum leikmönnum í sóknarleiknum og þá er erfitt að ráða við okkur,“ sagði Berglind Björg sem varð í dag markahæsti leikmaður í sögu Breiðbliks. Berglind Björg komst upp fyrir Ástu B. Gunnlaugsdóttur á toppi þess lista. Ásta skoraði 195 mörk í 189 leikjum á sínum tíma en Berglind Björg er núna komin með 198 mörk fyrir Blika. „Þetta er stór áfangi sem að ég er auðvitað ofboðslega stolt af. Það er mikll heiður að vera nefnd í sömu setningu og Ásta B. Gunnlaugsdóttir sem er auðvitað bara goðsögn hja bæði Breiðablik og í íslenskum fótbolta. Ég vissi ekkert hvernig ég ætti að haga mér þegar þetta var tilkynnt í hátalarakerfinu og ég heyrði köllin úr stúkunni. Þetta var mjög skemmtileg og eftirminnileg stund,“ sagði Berglind um tilfinninguna að vera komin á þennan stall. „Ég man ekki eftir því að hafa skorað fimm mörk áður í leik í meistaraflokki og þetta var bara mjög gaman. Ég er með góða leikmenn í kringum mig sem aðstoða mig við að skora þessi mörk. Eins og áður segir þá var sóknarleikurinn frábær að þessu sinni,“ sagði markadrottningin sem er nú markahæst í deildinni með 20 mörk. Besta deild kvenna Breiðablik Mest lesið Miðvarðaæði Liverpool Enski boltinn Frakkland - Ísland | Hita upp gegn Evrópumeisturunum Handbolti Ljósmyndari pompaði á rassinn eftir öskur Kane Körfubolti Gekk í skrokk á liðsfélaga í miðjum leik Fótbolti Martinelli og hornspyrnur hetjurnar Enski boltinn „Elli“ gerði Alfreð og hans mönnum lífið leitt Handbolti Minntust nýlátins félaga og foreldrarnir mættu í klefann Enski boltinn Dagskráin: Arsenal og Man. Utd á ferð og NFL-veislan heldur áfram Sport Þriðji Kaninn mættur til bjargar nýliðunum Körfubolti Draumaprinsinn Benoný sendi aðdáendum kveðju Enski boltinn Fleiri fréttir Nkunku braut hjörtu Alberts og félaga Man. United - Brighton | Tækifæri til að lýsa upp myrkrið í Manchester Tómas áfram á toppnum Martinelli og hornspyrnur hetjurnar Bradley frá út tímabilið | Fer Liverpool á markaðinn? Viðsnúningur hjá Leeds sem fer áfram Miðvarðaæði Liverpool Gekk í skrokk á liðsfélaga í miðjum leik Minntust nýlátins félaga og foreldrarnir mættu í klefann Nýr stjóri Chelsea fékk óskabyrjun Salah sendi Egypta áfram í undanúrslit Hildur lenti í ótrúlegri hakkavél Draumur Villa lifir en eru dagar Franks taldir? Draumaprinsinn Benoný sendi aðdáendum kveðju Zidane gat ekki stöðvað för Nígeríu í undanúrslit Semenyo skoraði eitt af tíu og Hákon hélt hreinu Newcastle áfram eftir bráðabana og mikla dramatík Róbert með þrennu í sigri KR Varði öll þrjú vítin og Sunderland áfram Stoltur af litla bróður eftir sögulegt afrek Benoný tryggði sigurinn á ögurstundu Utandeildarlið henti meisturunum úr keppni Fram lagði Leiknismenn Glódís þarf að sjá á eftir vinkonu Dyche æfur eftir tapið Alfreð aðstoðaði Frey á Spáni Utan vallar: Dauði knattspyrnustjórans Solskjær hittir forráðamenn Man. Utd Hollywood-endir þegar Forest féll úr bikarnum Orri sá sigurmark á síðustu sekúndu Sjá meira
„Við spiluðum vel í þessum leik og vorum síógnandi allan leikinn. Ég náði að nýta færin sem samherjarnir voru að skapa fyrir mig. Það er gríðarlega gaman að vera hluti af þessu liði þegar hlutirnir ganga upp. Við fengum framlag frá mörgum leikmönnum í sóknarleiknum og þá er erfitt að ráða við okkur,“ sagði Berglind Björg sem varð í dag markahæsti leikmaður í sögu Breiðbliks. Berglind Björg komst upp fyrir Ástu B. Gunnlaugsdóttur á toppi þess lista. Ásta skoraði 195 mörk í 189 leikjum á sínum tíma en Berglind Björg er núna komin með 198 mörk fyrir Blika. „Þetta er stór áfangi sem að ég er auðvitað ofboðslega stolt af. Það er mikll heiður að vera nefnd í sömu setningu og Ásta B. Gunnlaugsdóttir sem er auðvitað bara goðsögn hja bæði Breiðablik og í íslenskum fótbolta. Ég vissi ekkert hvernig ég ætti að haga mér þegar þetta var tilkynnt í hátalarakerfinu og ég heyrði köllin úr stúkunni. Þetta var mjög skemmtileg og eftirminnileg stund,“ sagði Berglind um tilfinninguna að vera komin á þennan stall. „Ég man ekki eftir því að hafa skorað fimm mörk áður í leik í meistaraflokki og þetta var bara mjög gaman. Ég er með góða leikmenn í kringum mig sem aðstoða mig við að skora þessi mörk. Eins og áður segir þá var sóknarleikurinn frábær að þessu sinni,“ sagði markadrottningin sem er nú markahæst í deildinni með 20 mörk.
Besta deild kvenna Breiðablik Mest lesið Miðvarðaæði Liverpool Enski boltinn Frakkland - Ísland | Hita upp gegn Evrópumeisturunum Handbolti Ljósmyndari pompaði á rassinn eftir öskur Kane Körfubolti Gekk í skrokk á liðsfélaga í miðjum leik Fótbolti Martinelli og hornspyrnur hetjurnar Enski boltinn „Elli“ gerði Alfreð og hans mönnum lífið leitt Handbolti Minntust nýlátins félaga og foreldrarnir mættu í klefann Enski boltinn Dagskráin: Arsenal og Man. Utd á ferð og NFL-veislan heldur áfram Sport Þriðji Kaninn mættur til bjargar nýliðunum Körfubolti Draumaprinsinn Benoný sendi aðdáendum kveðju Enski boltinn Fleiri fréttir Nkunku braut hjörtu Alberts og félaga Man. United - Brighton | Tækifæri til að lýsa upp myrkrið í Manchester Tómas áfram á toppnum Martinelli og hornspyrnur hetjurnar Bradley frá út tímabilið | Fer Liverpool á markaðinn? Viðsnúningur hjá Leeds sem fer áfram Miðvarðaæði Liverpool Gekk í skrokk á liðsfélaga í miðjum leik Minntust nýlátins félaga og foreldrarnir mættu í klefann Nýr stjóri Chelsea fékk óskabyrjun Salah sendi Egypta áfram í undanúrslit Hildur lenti í ótrúlegri hakkavél Draumur Villa lifir en eru dagar Franks taldir? Draumaprinsinn Benoný sendi aðdáendum kveðju Zidane gat ekki stöðvað för Nígeríu í undanúrslit Semenyo skoraði eitt af tíu og Hákon hélt hreinu Newcastle áfram eftir bráðabana og mikla dramatík Róbert með þrennu í sigri KR Varði öll þrjú vítin og Sunderland áfram Stoltur af litla bróður eftir sögulegt afrek Benoný tryggði sigurinn á ögurstundu Utandeildarlið henti meisturunum úr keppni Fram lagði Leiknismenn Glódís þarf að sjá á eftir vinkonu Dyche æfur eftir tapið Alfreð aðstoðaði Frey á Spáni Utan vallar: Dauði knattspyrnustjórans Solskjær hittir forráðamenn Man. Utd Hollywood-endir þegar Forest féll úr bikarnum Orri sá sigurmark á síðustu sekúndu Sjá meira