Reyna allt til að stöðva að UEFA setji Ísrael í bann Sindri Sverrisson skrifar 22. september 2025 08:36 Ísrael er með í undankeppni HM, í riðli með Erling Haaland og félögum í norska landsliðinu. Heimaleikur Ísraela við Noreg fór þó fram í Ungverjalandi. Getty/Sebastian Frej Forkólfar ísraelska knattspyrnusambandsins eru sagðir vinna að því hörðum höndum að koma í veg fyrir atkvæðagreiðslu framkvæmdastjórnar UEFA, knattspyrnusambands Evrópu, á morgun um að banna ísraelsk fótboltalið frá keppnum á vegum UEFA. Rússnesk fótboltalið hafa verið í banni frá alþjóðlegri keppni síðan 28. febrúar 2022, vegna innrásar Rússa í Úkraínu og stríðsins sem enn geisar þar. Hernaðaraðgerðir Ísraelsmanna á Gaza, sem í skýrslu rannsóknarnefndar Sameinuðu þjóðanna er lýst sem þjóðarmorði, hafa hins vegar hingað til ekki leitt til keppnisbanns fyrir Ísraela. Landslið og félagslið Ísraels hafa þó ekki mátt spila heimaleiki sína í Ísrael, í keppnum á vegum UEFA, síðan í október 2023. Ísraelar óttast að nú muni framkvæmdastjórn UEFA láta undan þrýstingi um að setja Ísraela í algjört bann. Samkvæmt ísraelskum miðlum er mikil pressa á UEFA frá Katar, einum helsta styrktaraðila UEFA, eftir að Ísraelsher gerði sprengjuárás í Doha sem beinast átti gegn háttsettum Hamas-liðum. Treysta á hjálp Þýskalands og Ungverjalands Tuttugu lönd eiga fulltrúa í framkvæmdastjórn UEFA og samkvæmt ísraelskum miðlum er talið að aðeins tvö eða þrjú þeirra séu staðföst á móti því að banna Ísrael frá evrópskum fótbolta. Israel Hayom hefur eftir heimildamanni innan ísraelska knattspyrnusambandsins að því sé nú allt reynt til þess að engin kosning fari fram, og að treyst sé á að Þýskaland og Ungverjaland hjálpi til við það. Ísrael er í miðri undankeppni fyrir HM karla sem fram fer í Bandaríkjunum, Mexíkó og Kanada næsta sumar. Liðið er í baráttu við Ítalíu og Noreg um möguleikann á að komast á HM en undankeppninni lýkur ekki fyrr en um miðjan nóvember. Þá er Maccabi Tel Aviv að byrja keppni í Evrópudeildinni á miðvikudaginn, með leik við PAOK frá Grikklandi. Undrandi á að Ísrael fái enn að keppa Fótbolti er vinsælasta íþróttin í Ísrael og ljóst að bann frá UEFA hefði gífurleg áhrif á fótboltann í landinu, auk þess sem aðrar íþróttir gætu fylgt fordæmi fótboltans, að mati Shlomi Barzel samskiptastjóra ísraelska knattspyrnusambandsins. „Það kemur á óvart að við séum enn í alþjóðlegum keppnum. Að mörgu leyti er það kraftaverk. Í gegnum söguna hafa lið farið í bann fyrir mun minna,“ sagði Barzel en taldi líklegt að Ísrael fengi þó að klára yfirstandandi undankeppni HM. Það væri þó alveg ljóst að ef að leyfð hefði verið opin atkvæðagreiðsla aðildarsambanda innan UEFA eða FIFA þá væru Ísraelar nú þegar komnir í bann. HM 2026 í fótbolta Átök í Ísrael og Palestínu UEFA Evrópudeild UEFA Tengdar fréttir Mo Salah krefur UEFA um svör vegna Palestínu Pele Mohamed Salah, framherji Liverpool, hefur gagnrýnt Knattspyrnusamband Evrópu með því að setja spurningarmerki við tilkynningu UEFA um andlát palestínska knattspyrnumannsins Suleiman al-Obeid. 10. ágúst 2025 08:32 Myndi kannski hlusta ef þeir gætu bent á Gasa á korti Óhætt er að segja að ákveðin togstreita ríki fyrir leik Ísraels og Noregs í kvöld, í undankeppni HM karla í fótbolta. Óvíst er að leikmenn liðanna skiptist á treyjum eftir leik, eins og gjarnan er gert. 25. mars 2025 08:02 Gefa Gaza allan gróðann af leik á móti ísraelsku félagi Norska úrvalsdeildarfélagið Bodö/Glimt ætlar að gefa allar tekjur sínar af Evrópudeildarleik sínum á móti ísraelska félaginu Maccabi Tel Aviv. 1. febrúar 2025 08:31 Leyniþjónustan með í för, bauluðu á fórnarlömb flóða á Spáni og fengu á baukinn Stuðningsmenn ísraelska liðsins Maccabi Tel Aviv fóru sneypuför til Amsterdam á dögunum þar sem liðið tapaði 5-0 fyrir Kristian Nökkva Hlynssyni og félögum í Ajax. 9. nóvember 2024 09:01 FIFA tekur enn enga ákvörðun um að banna Ísrael Alþjóða knattspyrnusambandið hefur seinkað því að taka á beiðni Palestínumanna um að banna Ísrael frá alþjóðlegum fótbolta. 1. september 2024 11:45 Mest lesið „Feginn að þú lifðir krabbameinið af svo þú gætir séð skítaliðið þitt fara niður“ Handbolti Farin frá Braga eftir aðeins hálft ár Fótbolti Mest lesið í innlenda sportinu: Danskar bullur, oddaleikur á Króknum og miskátir hlauparar Sport Segir dómarana bara hafa verið að giska Enski boltinn „Mér var bara tjáð að þeir ætluðu að leita eitthvað annað“ Íslenski boltinn Alveg sama um úrvalsdeildina og ætlar í veiði eftir HM Sport Alls ekki síðasti leikur Semenyo Enski boltinn Réttlætti Zirkzee-skiptinguna: „Stundum sækirðu betur með færri framherja“ Enski boltinn Heimsmeistarinn ekki hrifinn af HM yfir jólahátíðina Sport Neyðarlegt jafntefli United gegn Úlfunum Enski boltinn Fleiri fréttir Sjáðu allt það besta úr enska boltanum á árinu 2025 Fyrirliðinn áreitti dómara og mátti ekki spila lokaleikinn „Hann sér framtíðina fyrir sér hjá Napoli“ Mbappé þurfti að játa sig sigraðan Alls ekki síðasti leikur Semenyo Segir dómarana bara hafa verið að giska Stuðningsmaður stendur heilu leikina eins og stytta „Mér var bara tjáð að þeir ætluðu að leita eitthvað annað“ Sjáðu Arsenal rúlla yfir Villa og Úlfana ná í stig á Old Trafford Farin frá Braga eftir aðeins hálft ár Réttlætti Zirkzee-skiptinguna: „Stundum sækirðu betur með færri framherja“ Arsenal rústaði Villa og náði fimm stiga forskoti Neyðarlegt jafntefli United gegn Úlfunum Welbeck skoraði úr einu víti og brenndi af öðru Fékk á sig víti í mögulegum kveðjuleik Senegal vann riðilinn en missti Koulibaly í bann Nígeríumenn snöggir að nýta sér liðsmuninn og fengu fullt hús „Þetta er rebbabragð sem ég vissi nú reyndar ekki að hann kynni“ Elsti atvinnumaður heims fer í nýtt lið Nýi þjálfarinn fær strax að njóta krafta Orra Liðið sem gerir stólpagrín að xG Þjálfari Liverpool í föstum leikatriðum látinn fara Arnar vill læra af mistökum gullkynslóðarinnar og gera landsliðið sjálfbærara Gleymdi Íslendingurinn fékk loks að spila: „Ég er ekki vitlaus“ „Fróðari menn segja að maður eigi ekki að láta tilfinningarnar ráða“ Fótboltaþjálfari og þrjú börn hans létust í jólafríinu „Ég hélt ég myndi deyja“ Nottingham Forest vill fá að heyra samtöl dómaranna Ekki góð ferð til Rómarborgar í kvöld Heimamenn í ham og El Kaabi skoraði aftur með hjólhestaspyrnu Sjá meira
Rússnesk fótboltalið hafa verið í banni frá alþjóðlegri keppni síðan 28. febrúar 2022, vegna innrásar Rússa í Úkraínu og stríðsins sem enn geisar þar. Hernaðaraðgerðir Ísraelsmanna á Gaza, sem í skýrslu rannsóknarnefndar Sameinuðu þjóðanna er lýst sem þjóðarmorði, hafa hins vegar hingað til ekki leitt til keppnisbanns fyrir Ísraela. Landslið og félagslið Ísraels hafa þó ekki mátt spila heimaleiki sína í Ísrael, í keppnum á vegum UEFA, síðan í október 2023. Ísraelar óttast að nú muni framkvæmdastjórn UEFA láta undan þrýstingi um að setja Ísraela í algjört bann. Samkvæmt ísraelskum miðlum er mikil pressa á UEFA frá Katar, einum helsta styrktaraðila UEFA, eftir að Ísraelsher gerði sprengjuárás í Doha sem beinast átti gegn háttsettum Hamas-liðum. Treysta á hjálp Þýskalands og Ungverjalands Tuttugu lönd eiga fulltrúa í framkvæmdastjórn UEFA og samkvæmt ísraelskum miðlum er talið að aðeins tvö eða þrjú þeirra séu staðföst á móti því að banna Ísrael frá evrópskum fótbolta. Israel Hayom hefur eftir heimildamanni innan ísraelska knattspyrnusambandsins að því sé nú allt reynt til þess að engin kosning fari fram, og að treyst sé á að Þýskaland og Ungverjaland hjálpi til við það. Ísrael er í miðri undankeppni fyrir HM karla sem fram fer í Bandaríkjunum, Mexíkó og Kanada næsta sumar. Liðið er í baráttu við Ítalíu og Noreg um möguleikann á að komast á HM en undankeppninni lýkur ekki fyrr en um miðjan nóvember. Þá er Maccabi Tel Aviv að byrja keppni í Evrópudeildinni á miðvikudaginn, með leik við PAOK frá Grikklandi. Undrandi á að Ísrael fái enn að keppa Fótbolti er vinsælasta íþróttin í Ísrael og ljóst að bann frá UEFA hefði gífurleg áhrif á fótboltann í landinu, auk þess sem aðrar íþróttir gætu fylgt fordæmi fótboltans, að mati Shlomi Barzel samskiptastjóra ísraelska knattspyrnusambandsins. „Það kemur á óvart að við séum enn í alþjóðlegum keppnum. Að mörgu leyti er það kraftaverk. Í gegnum söguna hafa lið farið í bann fyrir mun minna,“ sagði Barzel en taldi líklegt að Ísrael fengi þó að klára yfirstandandi undankeppni HM. Það væri þó alveg ljóst að ef að leyfð hefði verið opin atkvæðagreiðsla aðildarsambanda innan UEFA eða FIFA þá væru Ísraelar nú þegar komnir í bann.
HM 2026 í fótbolta Átök í Ísrael og Palestínu UEFA Evrópudeild UEFA Tengdar fréttir Mo Salah krefur UEFA um svör vegna Palestínu Pele Mohamed Salah, framherji Liverpool, hefur gagnrýnt Knattspyrnusamband Evrópu með því að setja spurningarmerki við tilkynningu UEFA um andlát palestínska knattspyrnumannsins Suleiman al-Obeid. 10. ágúst 2025 08:32 Myndi kannski hlusta ef þeir gætu bent á Gasa á korti Óhætt er að segja að ákveðin togstreita ríki fyrir leik Ísraels og Noregs í kvöld, í undankeppni HM karla í fótbolta. Óvíst er að leikmenn liðanna skiptist á treyjum eftir leik, eins og gjarnan er gert. 25. mars 2025 08:02 Gefa Gaza allan gróðann af leik á móti ísraelsku félagi Norska úrvalsdeildarfélagið Bodö/Glimt ætlar að gefa allar tekjur sínar af Evrópudeildarleik sínum á móti ísraelska félaginu Maccabi Tel Aviv. 1. febrúar 2025 08:31 Leyniþjónustan með í för, bauluðu á fórnarlömb flóða á Spáni og fengu á baukinn Stuðningsmenn ísraelska liðsins Maccabi Tel Aviv fóru sneypuför til Amsterdam á dögunum þar sem liðið tapaði 5-0 fyrir Kristian Nökkva Hlynssyni og félögum í Ajax. 9. nóvember 2024 09:01 FIFA tekur enn enga ákvörðun um að banna Ísrael Alþjóða knattspyrnusambandið hefur seinkað því að taka á beiðni Palestínumanna um að banna Ísrael frá alþjóðlegum fótbolta. 1. september 2024 11:45 Mest lesið „Feginn að þú lifðir krabbameinið af svo þú gætir séð skítaliðið þitt fara niður“ Handbolti Farin frá Braga eftir aðeins hálft ár Fótbolti Mest lesið í innlenda sportinu: Danskar bullur, oddaleikur á Króknum og miskátir hlauparar Sport Segir dómarana bara hafa verið að giska Enski boltinn „Mér var bara tjáð að þeir ætluðu að leita eitthvað annað“ Íslenski boltinn Alveg sama um úrvalsdeildina og ætlar í veiði eftir HM Sport Alls ekki síðasti leikur Semenyo Enski boltinn Réttlætti Zirkzee-skiptinguna: „Stundum sækirðu betur með færri framherja“ Enski boltinn Heimsmeistarinn ekki hrifinn af HM yfir jólahátíðina Sport Neyðarlegt jafntefli United gegn Úlfunum Enski boltinn Fleiri fréttir Sjáðu allt það besta úr enska boltanum á árinu 2025 Fyrirliðinn áreitti dómara og mátti ekki spila lokaleikinn „Hann sér framtíðina fyrir sér hjá Napoli“ Mbappé þurfti að játa sig sigraðan Alls ekki síðasti leikur Semenyo Segir dómarana bara hafa verið að giska Stuðningsmaður stendur heilu leikina eins og stytta „Mér var bara tjáð að þeir ætluðu að leita eitthvað annað“ Sjáðu Arsenal rúlla yfir Villa og Úlfana ná í stig á Old Trafford Farin frá Braga eftir aðeins hálft ár Réttlætti Zirkzee-skiptinguna: „Stundum sækirðu betur með færri framherja“ Arsenal rústaði Villa og náði fimm stiga forskoti Neyðarlegt jafntefli United gegn Úlfunum Welbeck skoraði úr einu víti og brenndi af öðru Fékk á sig víti í mögulegum kveðjuleik Senegal vann riðilinn en missti Koulibaly í bann Nígeríumenn snöggir að nýta sér liðsmuninn og fengu fullt hús „Þetta er rebbabragð sem ég vissi nú reyndar ekki að hann kynni“ Elsti atvinnumaður heims fer í nýtt lið Nýi þjálfarinn fær strax að njóta krafta Orra Liðið sem gerir stólpagrín að xG Þjálfari Liverpool í föstum leikatriðum látinn fara Arnar vill læra af mistökum gullkynslóðarinnar og gera landsliðið sjálfbærara Gleymdi Íslendingurinn fékk loks að spila: „Ég er ekki vitlaus“ „Fróðari menn segja að maður eigi ekki að láta tilfinningarnar ráða“ Fótboltaþjálfari og þrjú börn hans létust í jólafríinu „Ég hélt ég myndi deyja“ Nottingham Forest vill fá að heyra samtöl dómaranna Ekki góð ferð til Rómarborgar í kvöld Heimamenn í ham og El Kaabi skoraði aftur með hjólhestaspyrnu Sjá meira
Mo Salah krefur UEFA um svör vegna Palestínu Pele Mohamed Salah, framherji Liverpool, hefur gagnrýnt Knattspyrnusamband Evrópu með því að setja spurningarmerki við tilkynningu UEFA um andlát palestínska knattspyrnumannsins Suleiman al-Obeid. 10. ágúst 2025 08:32
Myndi kannski hlusta ef þeir gætu bent á Gasa á korti Óhætt er að segja að ákveðin togstreita ríki fyrir leik Ísraels og Noregs í kvöld, í undankeppni HM karla í fótbolta. Óvíst er að leikmenn liðanna skiptist á treyjum eftir leik, eins og gjarnan er gert. 25. mars 2025 08:02
Gefa Gaza allan gróðann af leik á móti ísraelsku félagi Norska úrvalsdeildarfélagið Bodö/Glimt ætlar að gefa allar tekjur sínar af Evrópudeildarleik sínum á móti ísraelska félaginu Maccabi Tel Aviv. 1. febrúar 2025 08:31
Leyniþjónustan með í för, bauluðu á fórnarlömb flóða á Spáni og fengu á baukinn Stuðningsmenn ísraelska liðsins Maccabi Tel Aviv fóru sneypuför til Amsterdam á dögunum þar sem liðið tapaði 5-0 fyrir Kristian Nökkva Hlynssyni og félögum í Ajax. 9. nóvember 2024 09:01
FIFA tekur enn enga ákvörðun um að banna Ísrael Alþjóða knattspyrnusambandið hefur seinkað því að taka á beiðni Palestínumanna um að banna Ísrael frá alþjóðlegum fótbolta. 1. september 2024 11:45