Mikilvægi aukinnar verndunar hafsvæða og leiðrétting Hrönn Egilsdóttir skrifar 22. september 2025 11:47 Í viðtali í kvöldfréttum RÚV þann 16. september hefði ég mátt vanda mál mitt betur og vil því nýta þetta tækifæri til að leiðrétta og skýra orðræðuna. Ég fór rangt með þegar ég sagði að ekki væru stundaðar togveiðar innan 12 sjómílna. Þetta leiðréttist hér með. Það rétta er að það eru vissulega stundaðar togveiðar innan 12 mílna eins og sjá glöggt má í kortasjánni Hafsjá og í annarri kortasjáHÉR. Hefðbundnar botnvörpuveiðar eru þó bannaðar innan 12 mílna frá Bjargtöngum að Lóni í Öræfum og innan fjarða og flóa, við Suðurströndina liggja mörkin einkum við 3 mílur. Í viðtalinu nefndi ég að fiskveiðistjórnunarkerfið væri “gott” en átti þar við að það væri gott í samanburði við fjölda annara fiskveiðistjórnunarkerfa á heimsvísu en raunin er að okkar helstu nytjastofnar eru stöndugri heldur en systurstofnar við strendur annara landa. Benda má á nýlega umfjöllun Hafrannsóknastofnunar um stöðu þorsksstofnsins við Ísland í alþjóðlegu samhengi. Vildi ég í viðtalinu koma á framfæri að í núverandi kerfi felst ákveðin „vernd“ nú þegar þótt hún sé takmörkuð en til þess þarf að horfa til þegar tekin verða stór skref í átt að aukinni vernd líkt og áformað er. Merkja má ákall um aukna vernd hafsvæða í samfélagslegri umræðu og er full þörf á að fara í aðgerðir til að auka vernd hafsbotns og vistkerfa. Í gegn um tíðina hefur veiðiálag haft mikil áhrif á vistkerfi sjávar og ekki er hægt að deila um það að botnsnertanleg veiðarfæri hafa valdið verulegu raski á hafsbotni og vistkerfum sjávar. Mesti skaðinn varð á síðustu öld þegar fyrst var togað yfir áður ósnert svæði og ofveiði var jafnframt vandamál. Um ráðgjöf Hafrannsóknastofnunnar um verndun hafsvæða Það er yfirlýst stefna stjórnvalda að vernda 30% af hafsvæði Íslands fyrir enda árs 2030, einkum með það að markmiði að vernda líffræðilega fjölbreytni. Ef vel á að takast til er verk að vinna og vanda þarf til verka. Hlutverk Hafrannsóknastofnunnar er að veita ráðgjöf um verndun hafsvæða á grunni vísindalegrar þekkingar. Á Hafrannsóknastofnun starfar öflugur hópur fólks sem vinnur að því að skapa þekkingu og veita ráðgjöf um sjálfbæra nýtingu hafs og vatna. Til að undirbyggja ráðgjöf um aukna vernd hefur stofnunin eflt verkefni um kortlagningu búsvæða og er hún þátttakandi í nokkrum alþjóðlegum samstarfsverkefnum sem styrkt eru af rannsóknasjóðum Evrópusambandsins. Fjallað er um þau verkefni HÉR. Benda má á nýlegt viðtal við sérfræðing Hafrannsóknastofnunar um mikilvægi kortlagningar búsvæða til að undirbyggja ákvarðanatöku um stjórnun svæða HÉR. Síðustu ár hefur verið í forgangi Hafrannsóknastofnunnar að kortleggja og leggja til verndun á viðkvæmum vistkerfum, líkt og á kórala-, svampa- og neðansjávarhverasvæðum. Nú er einnig horft til annara þátta eins og hvort verndun geti aukið þol vistkerfa vegna umhverfisbreytinga af manna völdum og hvernig vernda megi ólíkrar gerðir líffræðilegrar fjölbreytni. Fæst verndarsvæði á heimsvísu fela í sér fulla vernd gagnvart öllum mannlegum athöfnum en getur vernd til dæmis falist í að banna ákveðna gerð veiða og/eða öðru raski á hafsbotni, s.s námuvinnslu. Skilgreina þarf hvert markmiðið með vernd hvers hafsvæðis eða hafsvæða er, og út frá því ákveða afmörkun svæðis eða svæða, og skilgreina þær takmarkanir ættu að gilda fyrir tiltekin verndarsvæði. Verkefnið sjálft er umfangsmikið, það þarf að huga að mörgum þáttum og oft er þekkingu ábótavant. Leiðin að lokaniðurstöðu um vernd svæða út frá ólíkum verndarsjónarmiðum kallar vissulega á víðtækt samstarf og samtal. Það verður að teljast jákvætt fyrir framtíð íslenska hafsvæðisins hve margir láta sig málið varða og þótt eðlilega séu skiptar skoðanir á áherslum og aðferðum, þá tala flestir fyrir því að okkar samfélag eigi að standa vörð um sjávarauðlindina. Höfundur er sviðsstjóri á Umhverfissviði Hafrannsóknastofnunnar. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Umhverfismál Hafið Vísindi Hafrannsóknastofnun Mest lesið Takk Sigurður Ingi Helgi Héðinsson Skoðun Krónan býr sig ekki til sjálf Hjörtur J. Guðmundsson Skoðun Íslensk fátækt er bara kjaftæði Unnur Hrefna Jóhannsdóttir Skoðun Læknaeiðurinn og dánaraðstoð: Hvað þýðir „að valda ekki skaða“? Ingrid Kuhlman Skoðun Fyrrverandi lögreglumaður heyrir enn röddina Sigurður Árni Reynisson Skoðun Stöndum saman fyrir íslenskan flugrekstur Bogi Nils Bogason Skoðun Af hverju hafa Danir það svona óþolandi gott? Björn Teitsson Skoðun Fyrst heimsfaraldur, svo náttúruhamfarir, þá gjaldþrot og nú verkföll! Sigríður Margrét Oddsdóttir Skoðun Baráttan heldur áfram! Hjálmtýr Heiðdal Skoðun Hömpum morðingjunum sem hetjum Salvör Gullbrá Þórarinsdóttir. Skoðun Skoðun Skoðun Læknaeiðurinn og dánaraðstoð: Hvað þýðir „að valda ekki skaða“? Ingrid Kuhlman skrifar Skoðun Takk Sigurður Ingi Helgi Héðinsson skrifar Skoðun Krónan býr sig ekki til sjálf Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Stöndum saman fyrir íslenskan flugrekstur Bogi Nils Bogason skrifar Skoðun ,,Gallaður" hundur - söluhluturinn hundur - um úrskurð Kærunefndar vöru- og þjónustukaupa Árni Stefán Árnason skrifar Skoðun Fyrst heimsfaraldur, svo náttúruhamfarir, þá gjaldþrot og nú verkföll! Sigríður Margrét Oddsdóttir skrifar Skoðun Baráttan heldur áfram! Hjálmtýr Heiðdal skrifar Skoðun Hvers virði er líf barns? Jón Pétur Zimsen skrifar Skoðun Hvernig hljómar tilboðið einn fyrir þrjá? Davíð Már Sigurðsson skrifar Skoðun Fyrrverandi lögreglumaður heyrir enn röddina Sigurður Árni Reynisson skrifar Skoðun Bætum lífsgæði þeirra sem lifa með krabbameini Sigríður Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Offita á krossgötum Guðrún Þuríður Höskuldsdóttir,Tryggvi Helgason skrifar Skoðun Fórnir verið færðar fyrir okkur Björn Ólafsson skrifar Skoðun Launaþjófaður – vanmetinn glæpur á vinnumarkaði Kristjana Fenger skrifar Skoðun Áfram veginn í Reykjavík Gísli Garðarsson,Steinunn Rögnvaldsdóttir skrifar Skoðun Fjölgun kennara er allra hagur Haraldur Freyr Gíslason skrifar Skoðun Deilt og drottnað í umræðu um leikskólamál Halla Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Af hverju hafa Danir það svona óþolandi gott? Björn Teitsson skrifar Skoðun Fjárfestum í framtíðinni Bryngeir Valdimarsson skrifar Skoðun Togstreita, sveigjanleiki og fjölskyldur Sólveig Rán Stefánsdóttir skrifar Skoðun Hvað kostar gjaldtakan? Hildur Hauksdóttir skrifar Skoðun Víðerni verndar og virkjana Björg Eva Erlendsdóttir skrifar Skoðun Blóðpeningar vestrænna yfirvalda Bergljót T. Gunnlaugsdóttir skrifar Skoðun Eigindlegar rannsóknir og umræðan um jafnrétti Stefan C. Hardonk skrifar Skoðun Þegar heilbrigðiskerfið molnar og ráðherrann horfir bara á Elín A. Eyfjörð Ármannsdóttir skrifar Skoðun Íslensk fátækt er bara kjaftæði Unnur Hrefna Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Börn í fangelsi við landamærin Inger Erla Thomsen skrifar Skoðun Tíminn er núna, fjarheilbrigðisþjónusta sem lykill að jafnræði og sjálfbærni í heilbrigðiskerfinu Helga Dagný Sigurjónsdóttir skrifar Skoðun Breytum fánalögunum og notum fánann meira Rósa Guðbjartsdóttir skrifar Skoðun Samtal um launajafnrétti og virðismat starfa í tilefni af Kvennaári Helga Björg O. Ragnarsdóttir skrifar Sjá meira
Í viðtali í kvöldfréttum RÚV þann 16. september hefði ég mátt vanda mál mitt betur og vil því nýta þetta tækifæri til að leiðrétta og skýra orðræðuna. Ég fór rangt með þegar ég sagði að ekki væru stundaðar togveiðar innan 12 sjómílna. Þetta leiðréttist hér með. Það rétta er að það eru vissulega stundaðar togveiðar innan 12 mílna eins og sjá glöggt má í kortasjánni Hafsjá og í annarri kortasjáHÉR. Hefðbundnar botnvörpuveiðar eru þó bannaðar innan 12 mílna frá Bjargtöngum að Lóni í Öræfum og innan fjarða og flóa, við Suðurströndina liggja mörkin einkum við 3 mílur. Í viðtalinu nefndi ég að fiskveiðistjórnunarkerfið væri “gott” en átti þar við að það væri gott í samanburði við fjölda annara fiskveiðistjórnunarkerfa á heimsvísu en raunin er að okkar helstu nytjastofnar eru stöndugri heldur en systurstofnar við strendur annara landa. Benda má á nýlega umfjöllun Hafrannsóknastofnunar um stöðu þorsksstofnsins við Ísland í alþjóðlegu samhengi. Vildi ég í viðtalinu koma á framfæri að í núverandi kerfi felst ákveðin „vernd“ nú þegar þótt hún sé takmörkuð en til þess þarf að horfa til þegar tekin verða stór skref í átt að aukinni vernd líkt og áformað er. Merkja má ákall um aukna vernd hafsvæða í samfélagslegri umræðu og er full þörf á að fara í aðgerðir til að auka vernd hafsbotns og vistkerfa. Í gegn um tíðina hefur veiðiálag haft mikil áhrif á vistkerfi sjávar og ekki er hægt að deila um það að botnsnertanleg veiðarfæri hafa valdið verulegu raski á hafsbotni og vistkerfum sjávar. Mesti skaðinn varð á síðustu öld þegar fyrst var togað yfir áður ósnert svæði og ofveiði var jafnframt vandamál. Um ráðgjöf Hafrannsóknastofnunnar um verndun hafsvæða Það er yfirlýst stefna stjórnvalda að vernda 30% af hafsvæði Íslands fyrir enda árs 2030, einkum með það að markmiði að vernda líffræðilega fjölbreytni. Ef vel á að takast til er verk að vinna og vanda þarf til verka. Hlutverk Hafrannsóknastofnunnar er að veita ráðgjöf um verndun hafsvæða á grunni vísindalegrar þekkingar. Á Hafrannsóknastofnun starfar öflugur hópur fólks sem vinnur að því að skapa þekkingu og veita ráðgjöf um sjálfbæra nýtingu hafs og vatna. Til að undirbyggja ráðgjöf um aukna vernd hefur stofnunin eflt verkefni um kortlagningu búsvæða og er hún þátttakandi í nokkrum alþjóðlegum samstarfsverkefnum sem styrkt eru af rannsóknasjóðum Evrópusambandsins. Fjallað er um þau verkefni HÉR. Benda má á nýlegt viðtal við sérfræðing Hafrannsóknastofnunar um mikilvægi kortlagningar búsvæða til að undirbyggja ákvarðanatöku um stjórnun svæða HÉR. Síðustu ár hefur verið í forgangi Hafrannsóknastofnunnar að kortleggja og leggja til verndun á viðkvæmum vistkerfum, líkt og á kórala-, svampa- og neðansjávarhverasvæðum. Nú er einnig horft til annara þátta eins og hvort verndun geti aukið þol vistkerfa vegna umhverfisbreytinga af manna völdum og hvernig vernda megi ólíkrar gerðir líffræðilegrar fjölbreytni. Fæst verndarsvæði á heimsvísu fela í sér fulla vernd gagnvart öllum mannlegum athöfnum en getur vernd til dæmis falist í að banna ákveðna gerð veiða og/eða öðru raski á hafsbotni, s.s námuvinnslu. Skilgreina þarf hvert markmiðið með vernd hvers hafsvæðis eða hafsvæða er, og út frá því ákveða afmörkun svæðis eða svæða, og skilgreina þær takmarkanir ættu að gilda fyrir tiltekin verndarsvæði. Verkefnið sjálft er umfangsmikið, það þarf að huga að mörgum þáttum og oft er þekkingu ábótavant. Leiðin að lokaniðurstöðu um vernd svæða út frá ólíkum verndarsjónarmiðum kallar vissulega á víðtækt samstarf og samtal. Það verður að teljast jákvætt fyrir framtíð íslenska hafsvæðisins hve margir láta sig málið varða og þótt eðlilega séu skiptar skoðanir á áherslum og aðferðum, þá tala flestir fyrir því að okkar samfélag eigi að standa vörð um sjávarauðlindina. Höfundur er sviðsstjóri á Umhverfissviði Hafrannsóknastofnunnar.
Fyrst heimsfaraldur, svo náttúruhamfarir, þá gjaldþrot og nú verkföll! Sigríður Margrét Oddsdóttir Skoðun
Skoðun ,,Gallaður" hundur - söluhluturinn hundur - um úrskurð Kærunefndar vöru- og þjónustukaupa Árni Stefán Árnason skrifar
Skoðun Fyrst heimsfaraldur, svo náttúruhamfarir, þá gjaldþrot og nú verkföll! Sigríður Margrét Oddsdóttir skrifar
Skoðun Þegar heilbrigðiskerfið molnar og ráðherrann horfir bara á Elín A. Eyfjörð Ármannsdóttir skrifar
Skoðun Tíminn er núna, fjarheilbrigðisþjónusta sem lykill að jafnræði og sjálfbærni í heilbrigðiskerfinu Helga Dagný Sigurjónsdóttir skrifar
Skoðun Samtal um launajafnrétti og virðismat starfa í tilefni af Kvennaári Helga Björg O. Ragnarsdóttir skrifar
Fyrst heimsfaraldur, svo náttúruhamfarir, þá gjaldþrot og nú verkföll! Sigríður Margrét Oddsdóttir Skoðun