Gekk ósátt af fundi KSÍ: „Hefði viljað að útkoman væri önnur“ Valur Páll Eiríksson skrifar 23. september 2025 09:30 Elísabet Gunnarsdóttir hefur verið þjálfari belgíska kvennalandsliðsins í fótbolta síðan í janúar og stefnir á HM 2027. Vísir/Getty Elísabet Gunnarsdóttir var ósátt við svör KSÍ þegar gengið var framhjá henni við val á landsliðsþjálfara kvenna í ársbyrjun 2021. Í dag er hún þó sátt í Belgíu og stefnir á HM eftir tvö ár. KSÍ leitaði landsliðsþjálfara eftir að Jóni Þór Haukssyni var sagt upp störfum í árslok 2020. Elísabet fór í starfsviðtal hjá KSÍ en tjáði sambandinu að hún gæti ekki horfið frá félagsliði sínu Kristianstad fyrr en um vorið. Hún gæti stýrt báðum samhliða fyrst um sinn. Ekki var fallist á það og Þorsteinn Halldórsson var í hennar stað ráðinn í janúar 2021. Elísabet ræddi ferlið við Helenu Ólafsdóttur í Bestu mörkunum. „Ég fór í tvö viðtöl. Ef ég man þetta rétt þá var þetta þannig að það var Covid ár. Það voru eitt eða tvö landsliðsverkefni eftir það ár. Því það var ekkert í gangi á þessum tíma og maður gat ekki farið í nein ferðalög,“ segir Elísabet sem stýrði þá liði Kristianstad í Svíþjóð í fyrsta sinn á stóra sviðinu í Evrópu. „Við [í Kristianstad] vorum að spila í Evrópukeppni í fyrsta skipti. Ég sagði að það kæmi ekki til greina fyrir mig að sleppa því. Ég vildi taka við landsliðinu en fá að klára tímabilið með Kristianstad og síðan myndi ég hætta með liðið og fara alfarið í landsliðið. Það var sá möguleiki sem var til staðar frá minni hendi,“ Mark Parsons ásamt Lieke Mertens er hann stýrir Hollandi. Stjórnendum hjá KNVB, hollenska knattspyrnusambandinu, þótti ekki líta illa út að hann stýrði liðinu samhliða Portland Thorns um nokkurra mánaða skeið.Getty/Rico Brouwer „Svörin voru einfaldlega þannig að það myndi líta illa út, út á við, að landsliðsþjálfari Íslands væri ekki í 100 prósent starfi fyrir landsliðið. Á sama tíma var Mark Parsons að þjálfa eitt stærsta lið í heimi í Portland og tók við Hollandi. Hann kláraði tímabilið með Portland og tók við Hollandi sem voru Evrópumeistarar á þeim tíma,“ segir Elísabet sem sætti sig því illa við svörin frá stjórn KSÍ, sem var þá undir formennsku Guðna Bergssonar. „Þannig að ég var ekki sátt við þessi svör, ég get alveg verið hreinskilin með það. Ég hefði viljað að útkoman væri önnur.“ Ætlar að koma Belgum á HM í fyrsta sinn Elísabet hætti hjá Kristianstad eftir 15 ára veru hjá félaginu í fyrra. Í kjölfarið átti hún í viðræðum meðal annars við Chelsea á Englandi og norska kvennalandsliðið en tók svo við liði Belga í byrjun þessa árs. Margur hefur kallað eftir henni í landsliðsþjálfarastarf Íslands undanfarin ár og var heitt undir sitjandi landsliðsþjálfara, Þorsteini Halldórssyni, eftir EM í sumar þar sem árangur var undir væntingum. Aðstoðarþjálfarar hans voru látnir taka poka sinn eftir mótið en Elísabet segist engan áhuga hafa á starfinu eins og sakir standa. Ef þú yrðir beðin um að taka við íslenska landsliðinu í dag, myndirðu taka því? „Ég er þannig sem persóna og þjálfari að ég er all in í því sem ég er að gera. Nú er ég að þjálfa Belgíu og elska þetta lið út af lífinu nú þegar. Finnst æðislegt að vinna með leikmönnum og mínu starfsliði og númer 1, 2 og 3 í mínum huga er að koma Belgíu á HM í fyrsta skipti. Þjóðin hefur aldrei komist á HM, ég var ráðin til að gera það. Þannig að ég er bara á fullu í því,“ segir Elísabet. Ummælin má sjá í spilaranum að ofan. Viðtalið í heild má sjá í Bestu mörkunum á Sýn Sport Ísland klukkan 20:00 í kvöld. KSÍ Landslið kvenna í fótbolta Fótbolti Sænski boltinn Belgíski boltinn Íslendingar erlendis Mest lesið Segir dökk ský yfir íslensku knattspyrnuhreyfingunni Íslenski boltinn Tryggði Tottenham stigið með hjólhestaspyrnu Enski boltinn Skýrsla Ágústs: Svart var það sannarlega og sést vonandi aldrei aftur Handbolti Brasilíumenn byrja vel undir stjórn Menezes - myndband Fótbolti Zlatan mun hlaupa um með Ólympíueldinn Sport Leið yfir sjónvarpskonu í beinni en Ian Wright greip hana Fótbolti Sú besta í heimi missir af Íslandsleik og jafnvel báðum leikjum Fótbolti Lögreglumenn hefðu verið ákærðir vegna Hillsborough-slyssins Enski boltinn Sögulegt kvöld hjá Haaland endaði næstum því með algjöru klúðri Enski boltinn Keishana: Allir sigrar eru yfirlýsing Körfubolti Fleiri fréttir Lögreglumenn hefðu verið ákærðir vegna Hillsborough-slyssins Sú besta í heimi missir af Íslandsleik og jafnvel báðum leikjum Tryggði Tottenham stigið með hjólhestaspyrnu Börsungar lentu undir og klúðruðu víti en unnu samt Leið yfir sjónvarpskonu í beinni en Ian Wright greip hana Sjóðheitur Andri Lucas áfram á skotskónum Sögulegt kvöld hjá Haaland endaði næstum því með algjöru klúðri Segir dökk ský yfir íslensku knattspyrnuhreyfingunni Algjör Pina fyrir þær þýsku í seinni og Spánn Þjóðadeildarmeistari Trump mætir á HM-dráttinn þar sem fyrstu friðarverðlaunin verða afhent Rúnar sækir gamlan félaga sinn inn í þjálfarateymið Fyrrverandi enskur landsliðsmaður handtekinn grunaður um nauðgun Kláruðu leikinn tveimur sólarhringum eftir að hann hófst FC Mávar færa Ólafi Jóhanni montrétt á FM Ásakanir um blekkingaleik og þjálfarinn rekinn Heiða frá meisturunum til nýliða í Svíþjóð Segir viðbrögð Salah eðlileg: „Ekki sá eini sem var óánægður“ Handtekinn á flugvelli grunaður um nauðgun „Ein leiðin að gera hann nógu fúlan til að heimta að fá að fara“ Vilja ekki feta í fótspor Söru: „Aðrir hlutir skipta meira máli en peningar“ Hetja Heimis Hallgríms var skúrkur um helgina Fór frá því að mæta á landsliðsæfingu í það að vera fárveikur í öndunarvél Segir að Wirtz hafi verið plataður til Liverpool Þurftu að teipa bikarinn eftir fagnaðarlætin 38 ára gamall Vardy í markastuði í Seríu A Arsenal að fá Arnar og Bjarka þeirra í Ekvador Siggi Raggi fetar í fótspor Gauja Þórðar Réðust á sína eigin leikmenn Hjálpaði liði sínu að vinna fyrsta titilinn síðan löngu áður en hann fæddist Andre Onana skilinn eftir heima Sjá meira
KSÍ leitaði landsliðsþjálfara eftir að Jóni Þór Haukssyni var sagt upp störfum í árslok 2020. Elísabet fór í starfsviðtal hjá KSÍ en tjáði sambandinu að hún gæti ekki horfið frá félagsliði sínu Kristianstad fyrr en um vorið. Hún gæti stýrt báðum samhliða fyrst um sinn. Ekki var fallist á það og Þorsteinn Halldórsson var í hennar stað ráðinn í janúar 2021. Elísabet ræddi ferlið við Helenu Ólafsdóttur í Bestu mörkunum. „Ég fór í tvö viðtöl. Ef ég man þetta rétt þá var þetta þannig að það var Covid ár. Það voru eitt eða tvö landsliðsverkefni eftir það ár. Því það var ekkert í gangi á þessum tíma og maður gat ekki farið í nein ferðalög,“ segir Elísabet sem stýrði þá liði Kristianstad í Svíþjóð í fyrsta sinn á stóra sviðinu í Evrópu. „Við [í Kristianstad] vorum að spila í Evrópukeppni í fyrsta skipti. Ég sagði að það kæmi ekki til greina fyrir mig að sleppa því. Ég vildi taka við landsliðinu en fá að klára tímabilið með Kristianstad og síðan myndi ég hætta með liðið og fara alfarið í landsliðið. Það var sá möguleiki sem var til staðar frá minni hendi,“ Mark Parsons ásamt Lieke Mertens er hann stýrir Hollandi. Stjórnendum hjá KNVB, hollenska knattspyrnusambandinu, þótti ekki líta illa út að hann stýrði liðinu samhliða Portland Thorns um nokkurra mánaða skeið.Getty/Rico Brouwer „Svörin voru einfaldlega þannig að það myndi líta illa út, út á við, að landsliðsþjálfari Íslands væri ekki í 100 prósent starfi fyrir landsliðið. Á sama tíma var Mark Parsons að þjálfa eitt stærsta lið í heimi í Portland og tók við Hollandi. Hann kláraði tímabilið með Portland og tók við Hollandi sem voru Evrópumeistarar á þeim tíma,“ segir Elísabet sem sætti sig því illa við svörin frá stjórn KSÍ, sem var þá undir formennsku Guðna Bergssonar. „Þannig að ég var ekki sátt við þessi svör, ég get alveg verið hreinskilin með það. Ég hefði viljað að útkoman væri önnur.“ Ætlar að koma Belgum á HM í fyrsta sinn Elísabet hætti hjá Kristianstad eftir 15 ára veru hjá félaginu í fyrra. Í kjölfarið átti hún í viðræðum meðal annars við Chelsea á Englandi og norska kvennalandsliðið en tók svo við liði Belga í byrjun þessa árs. Margur hefur kallað eftir henni í landsliðsþjálfarastarf Íslands undanfarin ár og var heitt undir sitjandi landsliðsþjálfara, Þorsteini Halldórssyni, eftir EM í sumar þar sem árangur var undir væntingum. Aðstoðarþjálfarar hans voru látnir taka poka sinn eftir mótið en Elísabet segist engan áhuga hafa á starfinu eins og sakir standa. Ef þú yrðir beðin um að taka við íslenska landsliðinu í dag, myndirðu taka því? „Ég er þannig sem persóna og þjálfari að ég er all in í því sem ég er að gera. Nú er ég að þjálfa Belgíu og elska þetta lið út af lífinu nú þegar. Finnst æðislegt að vinna með leikmönnum og mínu starfsliði og númer 1, 2 og 3 í mínum huga er að koma Belgíu á HM í fyrsta skipti. Þjóðin hefur aldrei komist á HM, ég var ráðin til að gera það. Þannig að ég er bara á fullu í því,“ segir Elísabet. Ummælin má sjá í spilaranum að ofan. Viðtalið í heild má sjá í Bestu mörkunum á Sýn Sport Ísland klukkan 20:00 í kvöld.
KSÍ Landslið kvenna í fótbolta Fótbolti Sænski boltinn Belgíski boltinn Íslendingar erlendis Mest lesið Segir dökk ský yfir íslensku knattspyrnuhreyfingunni Íslenski boltinn Tryggði Tottenham stigið með hjólhestaspyrnu Enski boltinn Skýrsla Ágústs: Svart var það sannarlega og sést vonandi aldrei aftur Handbolti Brasilíumenn byrja vel undir stjórn Menezes - myndband Fótbolti Zlatan mun hlaupa um með Ólympíueldinn Sport Leið yfir sjónvarpskonu í beinni en Ian Wright greip hana Fótbolti Sú besta í heimi missir af Íslandsleik og jafnvel báðum leikjum Fótbolti Lögreglumenn hefðu verið ákærðir vegna Hillsborough-slyssins Enski boltinn Sögulegt kvöld hjá Haaland endaði næstum því með algjöru klúðri Enski boltinn Keishana: Allir sigrar eru yfirlýsing Körfubolti Fleiri fréttir Lögreglumenn hefðu verið ákærðir vegna Hillsborough-slyssins Sú besta í heimi missir af Íslandsleik og jafnvel báðum leikjum Tryggði Tottenham stigið með hjólhestaspyrnu Börsungar lentu undir og klúðruðu víti en unnu samt Leið yfir sjónvarpskonu í beinni en Ian Wright greip hana Sjóðheitur Andri Lucas áfram á skotskónum Sögulegt kvöld hjá Haaland endaði næstum því með algjöru klúðri Segir dökk ský yfir íslensku knattspyrnuhreyfingunni Algjör Pina fyrir þær þýsku í seinni og Spánn Þjóðadeildarmeistari Trump mætir á HM-dráttinn þar sem fyrstu friðarverðlaunin verða afhent Rúnar sækir gamlan félaga sinn inn í þjálfarateymið Fyrrverandi enskur landsliðsmaður handtekinn grunaður um nauðgun Kláruðu leikinn tveimur sólarhringum eftir að hann hófst FC Mávar færa Ólafi Jóhanni montrétt á FM Ásakanir um blekkingaleik og þjálfarinn rekinn Heiða frá meisturunum til nýliða í Svíþjóð Segir viðbrögð Salah eðlileg: „Ekki sá eini sem var óánægður“ Handtekinn á flugvelli grunaður um nauðgun „Ein leiðin að gera hann nógu fúlan til að heimta að fá að fara“ Vilja ekki feta í fótspor Söru: „Aðrir hlutir skipta meira máli en peningar“ Hetja Heimis Hallgríms var skúrkur um helgina Fór frá því að mæta á landsliðsæfingu í það að vera fárveikur í öndunarvél Segir að Wirtz hafi verið plataður til Liverpool Þurftu að teipa bikarinn eftir fagnaðarlætin 38 ára gamall Vardy í markastuði í Seríu A Arsenal að fá Arnar og Bjarka þeirra í Ekvador Siggi Raggi fetar í fótspor Gauja Þórðar Réðust á sína eigin leikmenn Hjálpaði liði sínu að vinna fyrsta titilinn síðan löngu áður en hann fæddist Andre Onana skilinn eftir heima Sjá meira