Starfandi forsætisráðherra lítur drónabrölt „grafalvarlegum augum“ Magnús Jochum Pálsson og Lillý Valgerður Pétursdóttir skrifa 23. september 2025 11:59 Inga Sæland, félags- og húsnæðismálaráðherra, hefur áhyggjur af stöðu mála í Evrópu. Vísir/Lýður Starfandi forsætisráðherra lítur ólöglega drónaumferð í Evrópu grafalvarlegum augum. Hún segir Íslendinga þurfa að átta sig á gjörbreyttu landslagi og vera vel á verði. Fréttamaður náði tali af Ingu Sæland, félags- og húsnæðismálaráðherra sem er einnig starfandi forsætisráðherra í fjarveru Kristrúnar Frostadóttur, eftir ríkisstjórnarfund. Einhver viðbrögð við þessum drónum í Danmörku sem stöðvuðu flug um Kastrup í gærkvöldi? „Að sjálfsögðu lítum við þetta grafalvarlegum augum. Eins og forsætisráðherra Danmerkur segir sjálf: ,Þetta er grafalvarlegt mál'. Drónar fóru líka inn við Gardemoen í Noregi í gærkvöldi. Við vitum svosem ekki hvaðan þeir koma en auðvitað grunar mann ýmislegt, við erum að sjá að Rússar hafa verið að fara inn með dróna í Pólland og fleiri lönd,“ segir Inga. „Þetta er farið að færast nær okkur ansi mikið þannig við verðum einfaldlega að átta okkur á því að það er gjörbreytt landslag hvað lýtur að heimsmálunum og stöðu samfélaganna núna eins og staðan er.“ Eru einhver viðbrögð eða eitthvað sem þarf að gera hér á landi ef til svona árásar gæti komið? „Ég treysti utanríkisráðherranum okkar algjörlega í þeim efnum, hún er með þessi mál á sínum höndum og við styðjum hana. Það er hér verið að efla öryggisvarnir landsins eins og kostur er með tilliti til þess að við erum herlaus þjóð. Við erum í NATO og við treystum á þau bönd, við erum að styrkja samskipti okkar bæði hvað lýtur að Evrópu og vinum okkar í Bandaríkjunum,“ segir Inga. Finnst þér þetta þýða að við þurfum að herða og efla varnir okkar? „Við þurfum allavega að vera mjög vel á verði gagnvart þeirri þróun sem er að eiga sér stað núna í Evrópu,“ segir Inga. Flokkur fólksins Ríkisstjórn Kristrúnar Frostadóttur Rússland Danmörk Noregur Fréttir af flugi Öryggis- og varnarmál Drónaumferð á dönskum flugvöllum Tengdar fréttir „Alvarlegasta árásin gegn dönskum innviðum til þessa“ Ekki liggur fyrir hver stýrði drónunum sem urðu þess valdandi að lokað var fyrir alla flugumferð á Kastrup flugvelli í Kaupmannahöfn í fleiri klukkutíma í gærkvöldi, hvaðan þeir komu eða hvert þeir fóru. Úkraínuforseti segir Rússa bera ábyrgð en danska lögreglan segist ekki vita hvort svo sé. Það sé meðal annars til rannsóknar, en ljóst sé að „gerandi með getu“ hafi verið á ferðinni. Rússar hafna hins vegar ábyrgð. 23. september 2025 07:34 Mest lesið Vill alla Sómala á brott: „Landið ykkar er glatað og við viljum þá ekki í okkar landi“ Erlent Meirihlutinn fallinn í borginni Innlent Vilja koma á óhollustuskatti Innlent Fjárlaganefnd upplýsir um næstu verkefni í vegagerð Innlent Engin niðurstaða á annars „gagnlegum“ fundi Erlent Þota hreinsaði nánast upp biðlista í Egilsstaðafluginu Innlent Reiði vegna myndbands úr brúðkaupi Erlent Gekk út af fíknigeðdeild og fannst látinn sólarhring síðar Innlent Segist tilbúinn í stríð við Evrópu Erlent Annað sinn sem læknir lýgur um krabbamein: „Þetta mun fara á versta veg“ Innlent Fleiri fréttir Vilja koma á óhollustuskatti Fjárlaganefnd upplýsir um næstu verkefni í vegagerð Þota hreinsaði nánast upp biðlista í Egilsstaðafluginu Lengsta goshléið frá upphafi hrinunnar „Vona að við sjáum eitthvað á þessum nótum í kosningunum“ Menningarráð vill lundabyggð í gömlu selalaugina Meirihlutinn fallinn í borginni Glæný könnun, oddvitar í beinni og óhollustuskattur Lögmaðurinn áfram í varðhaldi „Virðulegi forseti, ég segi bara Jesús Kristur“ Ekki fallist á að Haukur Ægir hafi reynt að myrða „skutlarann“ Ökumaður og farþegi á gjörgæslu Um vikutöf á tæmingu djúpgáma vegna bruna sorphirðubíls Mætti til Íslands með tvö kíló af kókaíni í bakpoka Þingmenn mæta í vinnuna á laugardögum í desember Bíða með að skipa lögreglustjóra á Suðurnesjum á meðan nýs ríkislögreglustjóra er leitað Hvetja Seðlabankann til að rýmka lánþegaskilyrði enn frekar Parísar- og Rómarferð fjárlaganefndar sætir gagnrýni Vita enn ekki hvernig maðurinn lést Gott sé að draga úr notkun einkabílsins í dag og næstu daga „Íslendingar eru allt of þungir“ „Öll kosningaloforð eru svikin“ Halldór frá ASÍ til ríkisstjórnarinnar Fjárlögin tekið miklum breytingum fyrir aðra umræðu Með kíló af kókaíni í bakpokanum Skipaður forstöðumaður Stafrænnar heilsu Ekkert prófkjör hjá Sjálfstæðismönnum í Garðabæ Alvarlegt umferðarslys á Suðurstrandarvegi Gekk út af fíknigeðdeild og fannst látinn sólarhring síðar Leggja til breytingar um hærri útgjöld og meiri skatttekjur Sjá meira
Fréttamaður náði tali af Ingu Sæland, félags- og húsnæðismálaráðherra sem er einnig starfandi forsætisráðherra í fjarveru Kristrúnar Frostadóttur, eftir ríkisstjórnarfund. Einhver viðbrögð við þessum drónum í Danmörku sem stöðvuðu flug um Kastrup í gærkvöldi? „Að sjálfsögðu lítum við þetta grafalvarlegum augum. Eins og forsætisráðherra Danmerkur segir sjálf: ,Þetta er grafalvarlegt mál'. Drónar fóru líka inn við Gardemoen í Noregi í gærkvöldi. Við vitum svosem ekki hvaðan þeir koma en auðvitað grunar mann ýmislegt, við erum að sjá að Rússar hafa verið að fara inn með dróna í Pólland og fleiri lönd,“ segir Inga. „Þetta er farið að færast nær okkur ansi mikið þannig við verðum einfaldlega að átta okkur á því að það er gjörbreytt landslag hvað lýtur að heimsmálunum og stöðu samfélaganna núna eins og staðan er.“ Eru einhver viðbrögð eða eitthvað sem þarf að gera hér á landi ef til svona árásar gæti komið? „Ég treysti utanríkisráðherranum okkar algjörlega í þeim efnum, hún er með þessi mál á sínum höndum og við styðjum hana. Það er hér verið að efla öryggisvarnir landsins eins og kostur er með tilliti til þess að við erum herlaus þjóð. Við erum í NATO og við treystum á þau bönd, við erum að styrkja samskipti okkar bæði hvað lýtur að Evrópu og vinum okkar í Bandaríkjunum,“ segir Inga. Finnst þér þetta þýða að við þurfum að herða og efla varnir okkar? „Við þurfum allavega að vera mjög vel á verði gagnvart þeirri þróun sem er að eiga sér stað núna í Evrópu,“ segir Inga.
Flokkur fólksins Ríkisstjórn Kristrúnar Frostadóttur Rússland Danmörk Noregur Fréttir af flugi Öryggis- og varnarmál Drónaumferð á dönskum flugvöllum Tengdar fréttir „Alvarlegasta árásin gegn dönskum innviðum til þessa“ Ekki liggur fyrir hver stýrði drónunum sem urðu þess valdandi að lokað var fyrir alla flugumferð á Kastrup flugvelli í Kaupmannahöfn í fleiri klukkutíma í gærkvöldi, hvaðan þeir komu eða hvert þeir fóru. Úkraínuforseti segir Rússa bera ábyrgð en danska lögreglan segist ekki vita hvort svo sé. Það sé meðal annars til rannsóknar, en ljóst sé að „gerandi með getu“ hafi verið á ferðinni. Rússar hafna hins vegar ábyrgð. 23. september 2025 07:34 Mest lesið Vill alla Sómala á brott: „Landið ykkar er glatað og við viljum þá ekki í okkar landi“ Erlent Meirihlutinn fallinn í borginni Innlent Vilja koma á óhollustuskatti Innlent Fjárlaganefnd upplýsir um næstu verkefni í vegagerð Innlent Engin niðurstaða á annars „gagnlegum“ fundi Erlent Þota hreinsaði nánast upp biðlista í Egilsstaðafluginu Innlent Reiði vegna myndbands úr brúðkaupi Erlent Gekk út af fíknigeðdeild og fannst látinn sólarhring síðar Innlent Segist tilbúinn í stríð við Evrópu Erlent Annað sinn sem læknir lýgur um krabbamein: „Þetta mun fara á versta veg“ Innlent Fleiri fréttir Vilja koma á óhollustuskatti Fjárlaganefnd upplýsir um næstu verkefni í vegagerð Þota hreinsaði nánast upp biðlista í Egilsstaðafluginu Lengsta goshléið frá upphafi hrinunnar „Vona að við sjáum eitthvað á þessum nótum í kosningunum“ Menningarráð vill lundabyggð í gömlu selalaugina Meirihlutinn fallinn í borginni Glæný könnun, oddvitar í beinni og óhollustuskattur Lögmaðurinn áfram í varðhaldi „Virðulegi forseti, ég segi bara Jesús Kristur“ Ekki fallist á að Haukur Ægir hafi reynt að myrða „skutlarann“ Ökumaður og farþegi á gjörgæslu Um vikutöf á tæmingu djúpgáma vegna bruna sorphirðubíls Mætti til Íslands með tvö kíló af kókaíni í bakpoka Þingmenn mæta í vinnuna á laugardögum í desember Bíða með að skipa lögreglustjóra á Suðurnesjum á meðan nýs ríkislögreglustjóra er leitað Hvetja Seðlabankann til að rýmka lánþegaskilyrði enn frekar Parísar- og Rómarferð fjárlaganefndar sætir gagnrýni Vita enn ekki hvernig maðurinn lést Gott sé að draga úr notkun einkabílsins í dag og næstu daga „Íslendingar eru allt of þungir“ „Öll kosningaloforð eru svikin“ Halldór frá ASÍ til ríkisstjórnarinnar Fjárlögin tekið miklum breytingum fyrir aðra umræðu Með kíló af kókaíni í bakpokanum Skipaður forstöðumaður Stafrænnar heilsu Ekkert prófkjör hjá Sjálfstæðismönnum í Garðabæ Alvarlegt umferðarslys á Suðurstrandarvegi Gekk út af fíknigeðdeild og fannst látinn sólarhring síðar Leggja til breytingar um hærri útgjöld og meiri skatttekjur Sjá meira
„Alvarlegasta árásin gegn dönskum innviðum til þessa“ Ekki liggur fyrir hver stýrði drónunum sem urðu þess valdandi að lokað var fyrir alla flugumferð á Kastrup flugvelli í Kaupmannahöfn í fleiri klukkutíma í gærkvöldi, hvaðan þeir komu eða hvert þeir fóru. Úkraínuforseti segir Rússa bera ábyrgð en danska lögreglan segist ekki vita hvort svo sé. Það sé meðal annars til rannsóknar, en ljóst sé að „gerandi með getu“ hafi verið á ferðinni. Rússar hafna hins vegar ábyrgð. 23. september 2025 07:34