Örlög hjartanna enn óráðin Atli Ísleifsson skrifar 23. september 2025 14:01 Eyjólfur Ármannsson innviðaráðherra sagði í júlí að málið væri komið inn á borð í ráðuneytinu og væri þar til skoðunar. Vísir Málefni hjartanna á umferðarljósunum á Akureyri eru enn til skoðunar í innviðaráðuneytinu. Þetta staðfestir upplýsingafulltrúi ráðuneytisins í samtali við fréttastofu. Athygli vakti í júní síðastliðinn þegar Vegagerðin óskaði eftir því við skipulagsráð Akureyrarbæjar að hjörtun í umferðarljósum, sem einkennt hafi bæinn um árabil, yrðu fjarlægð. Taldi Vegagerðin að hjörtun ógnuðu umferðaröryggi. Ljóst er að mörgum er annt um hjörtun og var málið tekið upp á þingi í júlí þar sem Ingibjörg Isaksen, þingflokksformaður Framsóknar, spurði Eyjólf Ármannsson innviðaráðherra út í hjörtun í tegslum við umræðu um umferðaröryggismál. „Það sem hins vegar vekur upp spurningar er að ljósin hafa verið með þessum hætti frá árinu 2008, í sautján ár. Þau voru sett upp þegar miklir erfiðleikar voru í samfélaginu vegna fjármálahrunsins og það þótti þörf á að smita jákvæðni og bjartsýni til íbúa,“ sagði Ingibjörg. Ingibjörg sagðist skilja að Vegagerðin beri að huga að umferðaröryggi og sagðist hún hafa fullan skilning á því. „En maður veltir því hins vegar fyrir sér þegar verið er að bera saman hjörtun og til dæmis beygjuörvarnar að þá getur það jafnvel verið svo að beygjuörvarnar séu óskýrari en hjörtun í umferðarljósunum á Akureyri,“ sagði Ingibjörg og spurði svo hvort ráðherrann myndi leggjast á árarnar með fólki sem vilji halda hjartaumferðarljósunum óbreyttum. Málið til skoðunar Eyjólfur sagðist þá fagna fyrirspurninni og sagði málið vera komið inn á borð í ráðuneytinu og væri þar til skoðunar. „Ég veit að þetta er vinsælt ferðamannatákn á Akureyri og ég veit líka að það var tekinn niður ákveðinn staður sem var mjög vinsæll til myndatöku og það hefur jafnvel leitt til þess að ferðamenn hafa verið að fara út á umferðareyjur til þess,“ sagði Eyjólfur. „En ég veit það líka að þetta hefur ekki valdið neinu slysi beinlínis að hafa þessi hjörtu og það ber náttúrlega að hafa það í huga í þessari skoðun. En mér finnst þetta mjög skemmtilegt og þakka fyrir skemmtilega fyrirspurn, við erum með þetta til skoðunar og ég geri bara svona,“ sagði Eyjólfur og myndaði hjartatákn sem nokkrum erfiðleikum. Þá hló þingheimur, líkt og sjá má í spilaranum að neðan. Akureyri Umferðaröryggi Ríkisstjórn Kristrúnar Frostadóttur Tengdar fréttir Vegagerðin vill hjörtun burt Vegagerðin hefur óskað eftir því við skipulagsráð Akureyrarbæjar að hjörtu í umferðarljósum, sem einkennt hafa bæinn um árabil, verði fjarlægð. Stofnunin segir hjörtun ógna umferðaröryggi. 26. júní 2025 16:22 Will Smith hrifinn af akureyrsku hjartaljósunum Stórleikarinn Will Smith virðist hrifinn af hjartalöguðu umferðarljósunum sem einkenna Akureyri ef marka má myndband sem hann birti á Instagram á mánudaginn. 25. apríl 2024 14:59 Mest lesið Forstjóri Deloitte ákærður fyrir kynferðisbrot Innlent Keyrði á móti umferð á Reykjanesbraut Innlent Forstjóri Deloitte: Sver af sér allar sakir en stígur til hliðar Innlent Sendiherraefnið biðst afsökunar Innlent Kallar fulltrúa sendiráðsins á teppið: „Mér er ekki skemmt“ Innlent Viðsnúningur og Helgi Bjartur færður bak við lás og slá Innlent Borgin segir upp leigusamningi og 54 barna leikskóla að óbreyttu lokað Innlent Akademískir starfsmenn lýsa yfir vantrausti á rektor Innlent Kallar eftir upplýsingum um kínverska strætisvagna á Íslandi Innlent „Markmiðið var aldrei að kaupa eign til að selja með hagnaði“ Innlent Fleiri fréttir Safna undirskriftum og segja Þorgerði að taka sendiherraefninu opnum örmum Loðin svör gervigreindar sem brjóti gegn höfundarrétti: „Engin þakklæti til stofnunarinnar“ Hér sést hvar jarðgöngin eiga að opnast á Heimaey Dómari skapað hættulegt fordæmi fyrir ofbeldismenn Fjöldi kynferðisbrota í fyrra heldur yfir meðaltali Borgin segir upp leigusamningi og 54 barna leikskóla að óbreyttu lokað Finnur vill oddvitasæti VG í Reykjavík og bjóða fram með öðrum flokkum Ólga á norðurslóðum, Eyjagöng og nýr íþróttaálfur Kallar fulltrúa sendiráðsins á teppið: „Mér er ekki skemmt“ Kallar eftir upplýsingum um kínverska strætisvagna á Íslandi Forstjóri Deloitte: Sver af sér allar sakir en stígur til hliðar Lá við árekstri flugvélar og „kústa“ vegna gleymsku flugumferðarstjóra Sendiherraefnið biðst afsökunar „Við höfum ekkert að fela“ Forstjóri Deloitte ákærður fyrir kynferðisbrot Krónan standi í vegi fyrir innviðaframkvæmdum Fífilsgata verður Túnfífilsgata en ekki Hlíðarfótur „Þarna var ákveðið að verja ekki börnin“ Börnin hafi ekki sætt illri meðferð í skilningi laga „Markmiðið var aldrei að kaupa eign til að selja með hagnaði“ Bein útsending: Kynna skýrslu um starfsemi vöggustofu Grín sendiherrans ógni Íslandi Stórstjörnur í briddsheiminum á leið til landsins Vægur dómur yfir ofbeldismanni gagnrýndur og Bandaríkjamenn sakaðir um virðingarleysi Fékk 69 milljónir króna fyrir söluna Fyrrverandi þingmaður vill oddvitasæti á Akureyri Vilja stækka friðlýst svæði á Gróttu og Seltjörn Rúmlega tveir af hverjum þremur Mýrdælingum erlendir Leggja afnám áminningarskyldu fyrir þingið Keyrði á móti umferð á Reykjanesbraut Sjá meira
Þetta staðfestir upplýsingafulltrúi ráðuneytisins í samtali við fréttastofu. Athygli vakti í júní síðastliðinn þegar Vegagerðin óskaði eftir því við skipulagsráð Akureyrarbæjar að hjörtun í umferðarljósum, sem einkennt hafi bæinn um árabil, yrðu fjarlægð. Taldi Vegagerðin að hjörtun ógnuðu umferðaröryggi. Ljóst er að mörgum er annt um hjörtun og var málið tekið upp á þingi í júlí þar sem Ingibjörg Isaksen, þingflokksformaður Framsóknar, spurði Eyjólf Ármannsson innviðaráðherra út í hjörtun í tegslum við umræðu um umferðaröryggismál. „Það sem hins vegar vekur upp spurningar er að ljósin hafa verið með þessum hætti frá árinu 2008, í sautján ár. Þau voru sett upp þegar miklir erfiðleikar voru í samfélaginu vegna fjármálahrunsins og það þótti þörf á að smita jákvæðni og bjartsýni til íbúa,“ sagði Ingibjörg. Ingibjörg sagðist skilja að Vegagerðin beri að huga að umferðaröryggi og sagðist hún hafa fullan skilning á því. „En maður veltir því hins vegar fyrir sér þegar verið er að bera saman hjörtun og til dæmis beygjuörvarnar að þá getur það jafnvel verið svo að beygjuörvarnar séu óskýrari en hjörtun í umferðarljósunum á Akureyri,“ sagði Ingibjörg og spurði svo hvort ráðherrann myndi leggjast á árarnar með fólki sem vilji halda hjartaumferðarljósunum óbreyttum. Málið til skoðunar Eyjólfur sagðist þá fagna fyrirspurninni og sagði málið vera komið inn á borð í ráðuneytinu og væri þar til skoðunar. „Ég veit að þetta er vinsælt ferðamannatákn á Akureyri og ég veit líka að það var tekinn niður ákveðinn staður sem var mjög vinsæll til myndatöku og það hefur jafnvel leitt til þess að ferðamenn hafa verið að fara út á umferðareyjur til þess,“ sagði Eyjólfur. „En ég veit það líka að þetta hefur ekki valdið neinu slysi beinlínis að hafa þessi hjörtu og það ber náttúrlega að hafa það í huga í þessari skoðun. En mér finnst þetta mjög skemmtilegt og þakka fyrir skemmtilega fyrirspurn, við erum með þetta til skoðunar og ég geri bara svona,“ sagði Eyjólfur og myndaði hjartatákn sem nokkrum erfiðleikum. Þá hló þingheimur, líkt og sjá má í spilaranum að neðan.
Akureyri Umferðaröryggi Ríkisstjórn Kristrúnar Frostadóttur Tengdar fréttir Vegagerðin vill hjörtun burt Vegagerðin hefur óskað eftir því við skipulagsráð Akureyrarbæjar að hjörtu í umferðarljósum, sem einkennt hafa bæinn um árabil, verði fjarlægð. Stofnunin segir hjörtun ógna umferðaröryggi. 26. júní 2025 16:22 Will Smith hrifinn af akureyrsku hjartaljósunum Stórleikarinn Will Smith virðist hrifinn af hjartalöguðu umferðarljósunum sem einkenna Akureyri ef marka má myndband sem hann birti á Instagram á mánudaginn. 25. apríl 2024 14:59 Mest lesið Forstjóri Deloitte ákærður fyrir kynferðisbrot Innlent Keyrði á móti umferð á Reykjanesbraut Innlent Forstjóri Deloitte: Sver af sér allar sakir en stígur til hliðar Innlent Sendiherraefnið biðst afsökunar Innlent Kallar fulltrúa sendiráðsins á teppið: „Mér er ekki skemmt“ Innlent Viðsnúningur og Helgi Bjartur færður bak við lás og slá Innlent Borgin segir upp leigusamningi og 54 barna leikskóla að óbreyttu lokað Innlent Akademískir starfsmenn lýsa yfir vantrausti á rektor Innlent Kallar eftir upplýsingum um kínverska strætisvagna á Íslandi Innlent „Markmiðið var aldrei að kaupa eign til að selja með hagnaði“ Innlent Fleiri fréttir Safna undirskriftum og segja Þorgerði að taka sendiherraefninu opnum örmum Loðin svör gervigreindar sem brjóti gegn höfundarrétti: „Engin þakklæti til stofnunarinnar“ Hér sést hvar jarðgöngin eiga að opnast á Heimaey Dómari skapað hættulegt fordæmi fyrir ofbeldismenn Fjöldi kynferðisbrota í fyrra heldur yfir meðaltali Borgin segir upp leigusamningi og 54 barna leikskóla að óbreyttu lokað Finnur vill oddvitasæti VG í Reykjavík og bjóða fram með öðrum flokkum Ólga á norðurslóðum, Eyjagöng og nýr íþróttaálfur Kallar fulltrúa sendiráðsins á teppið: „Mér er ekki skemmt“ Kallar eftir upplýsingum um kínverska strætisvagna á Íslandi Forstjóri Deloitte: Sver af sér allar sakir en stígur til hliðar Lá við árekstri flugvélar og „kústa“ vegna gleymsku flugumferðarstjóra Sendiherraefnið biðst afsökunar „Við höfum ekkert að fela“ Forstjóri Deloitte ákærður fyrir kynferðisbrot Krónan standi í vegi fyrir innviðaframkvæmdum Fífilsgata verður Túnfífilsgata en ekki Hlíðarfótur „Þarna var ákveðið að verja ekki börnin“ Börnin hafi ekki sætt illri meðferð í skilningi laga „Markmiðið var aldrei að kaupa eign til að selja með hagnaði“ Bein útsending: Kynna skýrslu um starfsemi vöggustofu Grín sendiherrans ógni Íslandi Stórstjörnur í briddsheiminum á leið til landsins Vægur dómur yfir ofbeldismanni gagnrýndur og Bandaríkjamenn sakaðir um virðingarleysi Fékk 69 milljónir króna fyrir söluna Fyrrverandi þingmaður vill oddvitasæti á Akureyri Vilja stækka friðlýst svæði á Gróttu og Seltjörn Rúmlega tveir af hverjum þremur Mýrdælingum erlendir Leggja afnám áminningarskyldu fyrir þingið Keyrði á móti umferð á Reykjanesbraut Sjá meira
Vegagerðin vill hjörtun burt Vegagerðin hefur óskað eftir því við skipulagsráð Akureyrarbæjar að hjörtu í umferðarljósum, sem einkennt hafa bæinn um árabil, verði fjarlægð. Stofnunin segir hjörtun ógna umferðaröryggi. 26. júní 2025 16:22
Will Smith hrifinn af akureyrsku hjartaljósunum Stórleikarinn Will Smith virðist hrifinn af hjartalöguðu umferðarljósunum sem einkenna Akureyri ef marka má myndband sem hann birti á Instagram á mánudaginn. 25. apríl 2024 14:59