Örlög hjartanna enn óráðin Atli Ísleifsson skrifar 23. september 2025 14:01 Eyjólfur Ármannsson innviðaráðherra sagði í júlí að málið væri komið inn á borð í ráðuneytinu og væri þar til skoðunar. Vísir Málefni hjartanna á umferðarljósunum á Akureyri eru enn til skoðunar í innviðaráðuneytinu. Þetta staðfestir upplýsingafulltrúi ráðuneytisins í samtali við fréttastofu. Athygli vakti í júní síðastliðinn þegar Vegagerðin óskaði eftir því við skipulagsráð Akureyrarbæjar að hjörtun í umferðarljósum, sem einkennt hafi bæinn um árabil, yrðu fjarlægð. Taldi Vegagerðin að hjörtun ógnuðu umferðaröryggi. Ljóst er að mörgum er annt um hjörtun og var málið tekið upp á þingi í júlí þar sem Ingibjörg Isaksen, þingflokksformaður Framsóknar, spurði Eyjólf Ármannsson innviðaráðherra út í hjörtun í tegslum við umræðu um umferðaröryggismál. „Það sem hins vegar vekur upp spurningar er að ljósin hafa verið með þessum hætti frá árinu 2008, í sautján ár. Þau voru sett upp þegar miklir erfiðleikar voru í samfélaginu vegna fjármálahrunsins og það þótti þörf á að smita jákvæðni og bjartsýni til íbúa,“ sagði Ingibjörg. Ingibjörg sagðist skilja að Vegagerðin beri að huga að umferðaröryggi og sagðist hún hafa fullan skilning á því. „En maður veltir því hins vegar fyrir sér þegar verið er að bera saman hjörtun og til dæmis beygjuörvarnar að þá getur það jafnvel verið svo að beygjuörvarnar séu óskýrari en hjörtun í umferðarljósunum á Akureyri,“ sagði Ingibjörg og spurði svo hvort ráðherrann myndi leggjast á árarnar með fólki sem vilji halda hjartaumferðarljósunum óbreyttum. Málið til skoðunar Eyjólfur sagðist þá fagna fyrirspurninni og sagði málið vera komið inn á borð í ráðuneytinu og væri þar til skoðunar. „Ég veit að þetta er vinsælt ferðamannatákn á Akureyri og ég veit líka að það var tekinn niður ákveðinn staður sem var mjög vinsæll til myndatöku og það hefur jafnvel leitt til þess að ferðamenn hafa verið að fara út á umferðareyjur til þess,“ sagði Eyjólfur. „En ég veit það líka að þetta hefur ekki valdið neinu slysi beinlínis að hafa þessi hjörtu og það ber náttúrlega að hafa það í huga í þessari skoðun. En mér finnst þetta mjög skemmtilegt og þakka fyrir skemmtilega fyrirspurn, við erum með þetta til skoðunar og ég geri bara svona,“ sagði Eyjólfur og myndaði hjartatákn sem nokkrum erfiðleikum. Þá hló þingheimur, líkt og sjá má í spilaranum að neðan. Akureyri Umferðaröryggi Ríkisstjórn Kristrúnar Frostadóttur Tengdar fréttir Vegagerðin vill hjörtun burt Vegagerðin hefur óskað eftir því við skipulagsráð Akureyrarbæjar að hjörtu í umferðarljósum, sem einkennt hafa bæinn um árabil, verði fjarlægð. Stofnunin segir hjörtun ógna umferðaröryggi. 26. júní 2025 16:22 Will Smith hrifinn af akureyrsku hjartaljósunum Stórleikarinn Will Smith virðist hrifinn af hjartalöguðu umferðarljósunum sem einkenna Akureyri ef marka má myndband sem hann birti á Instagram á mánudaginn. 25. apríl 2024 14:59 Mest lesið Komst ekki á toppinn og bótakröfunni hafnað Innlent Tap upp á 130 milljónir og neikvætt eigið fé upp á aðrar 26 Innlent Fyrstu þreifingar áramótaveðurspár Veður Töpuðu tæpum hundrað milljónum Innlent Þau kvöddu á árinu 2025 Erlent Fær íshellaferð ekki endurgreidda Innlent Rússar opna leikhúsið í Maríupól á ný Erlent Milljónir í sekt fyrir að bakka á konu Innlent Fátækari eftir að hafa svindlað á ferðakonum Innlent Gefur lítið fyrir staðhæfingar um nýfallið hitamet Veður Fleiri fréttir Komst ekki á toppinn og bótakröfunni hafnað Tap upp á 130 milljónir og neikvætt eigið fé upp á aðrar 26 Fær íshellaferð ekki endurgreidda Umferðin róleg í kirkjugörðunum Töpuðu tæpum hundrað milljónum Milljónir í sekt fyrir að bakka á konu Þörf á að skerpa á verklagi spítalans í heimilisofbeldismálum Engin jólamessa vegna rafmagnsleysis Klæðning fauk af Stjórnsýsluhúsinu og skemmdi bíla Gleðileg jól, kæru lesendur Einn fluttur á sjúkrahús eftir bílslys Skiluðu hagnaði á kosningaári Hátíðarveisla á kaffistofu Samhjálpar: „Það er ró og friður yfir fólki“ Björgunarsveitin kölluð út í fokverkefni Grjóthrun undir Eyjafjöllum Fátækari eftir að hafa svindlað á ferðakonum Arion banki varar við svikaherferð Innanlandsflugi aflýst Foreldrar skipverjans fá áheyrn í Hæstarétti Hvar er opið á aðfangadag? Innflytjendamálin almenningi efst í huga Bæta við allt að 200 íbúðum og mathöll í Spöngina Maður í umferðarslysi reyndist fíkniefnasali Minni rekstrarkostnaður fyrir eigendur bensínháka Hafnar „jólakveðju“ ríkisins Hefði þurft hjólbörur undir öll verðlaunin sín Ýmis ráð til taugatrekktra á Þorláksmessu Ekkert því til fyrirstöðu að Ásthildur Lóa verði aftur ráðherra Óvissa um ráðherraskipan og skata fyrir byrjendur Maðurinn fundinn Sjá meira
Þetta staðfestir upplýsingafulltrúi ráðuneytisins í samtali við fréttastofu. Athygli vakti í júní síðastliðinn þegar Vegagerðin óskaði eftir því við skipulagsráð Akureyrarbæjar að hjörtun í umferðarljósum, sem einkennt hafi bæinn um árabil, yrðu fjarlægð. Taldi Vegagerðin að hjörtun ógnuðu umferðaröryggi. Ljóst er að mörgum er annt um hjörtun og var málið tekið upp á þingi í júlí þar sem Ingibjörg Isaksen, þingflokksformaður Framsóknar, spurði Eyjólf Ármannsson innviðaráðherra út í hjörtun í tegslum við umræðu um umferðaröryggismál. „Það sem hins vegar vekur upp spurningar er að ljósin hafa verið með þessum hætti frá árinu 2008, í sautján ár. Þau voru sett upp þegar miklir erfiðleikar voru í samfélaginu vegna fjármálahrunsins og það þótti þörf á að smita jákvæðni og bjartsýni til íbúa,“ sagði Ingibjörg. Ingibjörg sagðist skilja að Vegagerðin beri að huga að umferðaröryggi og sagðist hún hafa fullan skilning á því. „En maður veltir því hins vegar fyrir sér þegar verið er að bera saman hjörtun og til dæmis beygjuörvarnar að þá getur það jafnvel verið svo að beygjuörvarnar séu óskýrari en hjörtun í umferðarljósunum á Akureyri,“ sagði Ingibjörg og spurði svo hvort ráðherrann myndi leggjast á árarnar með fólki sem vilji halda hjartaumferðarljósunum óbreyttum. Málið til skoðunar Eyjólfur sagðist þá fagna fyrirspurninni og sagði málið vera komið inn á borð í ráðuneytinu og væri þar til skoðunar. „Ég veit að þetta er vinsælt ferðamannatákn á Akureyri og ég veit líka að það var tekinn niður ákveðinn staður sem var mjög vinsæll til myndatöku og það hefur jafnvel leitt til þess að ferðamenn hafa verið að fara út á umferðareyjur til þess,“ sagði Eyjólfur. „En ég veit það líka að þetta hefur ekki valdið neinu slysi beinlínis að hafa þessi hjörtu og það ber náttúrlega að hafa það í huga í þessari skoðun. En mér finnst þetta mjög skemmtilegt og þakka fyrir skemmtilega fyrirspurn, við erum með þetta til skoðunar og ég geri bara svona,“ sagði Eyjólfur og myndaði hjartatákn sem nokkrum erfiðleikum. Þá hló þingheimur, líkt og sjá má í spilaranum að neðan.
Akureyri Umferðaröryggi Ríkisstjórn Kristrúnar Frostadóttur Tengdar fréttir Vegagerðin vill hjörtun burt Vegagerðin hefur óskað eftir því við skipulagsráð Akureyrarbæjar að hjörtu í umferðarljósum, sem einkennt hafa bæinn um árabil, verði fjarlægð. Stofnunin segir hjörtun ógna umferðaröryggi. 26. júní 2025 16:22 Will Smith hrifinn af akureyrsku hjartaljósunum Stórleikarinn Will Smith virðist hrifinn af hjartalöguðu umferðarljósunum sem einkenna Akureyri ef marka má myndband sem hann birti á Instagram á mánudaginn. 25. apríl 2024 14:59 Mest lesið Komst ekki á toppinn og bótakröfunni hafnað Innlent Tap upp á 130 milljónir og neikvætt eigið fé upp á aðrar 26 Innlent Fyrstu þreifingar áramótaveðurspár Veður Töpuðu tæpum hundrað milljónum Innlent Þau kvöddu á árinu 2025 Erlent Fær íshellaferð ekki endurgreidda Innlent Rússar opna leikhúsið í Maríupól á ný Erlent Milljónir í sekt fyrir að bakka á konu Innlent Fátækari eftir að hafa svindlað á ferðakonum Innlent Gefur lítið fyrir staðhæfingar um nýfallið hitamet Veður Fleiri fréttir Komst ekki á toppinn og bótakröfunni hafnað Tap upp á 130 milljónir og neikvætt eigið fé upp á aðrar 26 Fær íshellaferð ekki endurgreidda Umferðin róleg í kirkjugörðunum Töpuðu tæpum hundrað milljónum Milljónir í sekt fyrir að bakka á konu Þörf á að skerpa á verklagi spítalans í heimilisofbeldismálum Engin jólamessa vegna rafmagnsleysis Klæðning fauk af Stjórnsýsluhúsinu og skemmdi bíla Gleðileg jól, kæru lesendur Einn fluttur á sjúkrahús eftir bílslys Skiluðu hagnaði á kosningaári Hátíðarveisla á kaffistofu Samhjálpar: „Það er ró og friður yfir fólki“ Björgunarsveitin kölluð út í fokverkefni Grjóthrun undir Eyjafjöllum Fátækari eftir að hafa svindlað á ferðakonum Arion banki varar við svikaherferð Innanlandsflugi aflýst Foreldrar skipverjans fá áheyrn í Hæstarétti Hvar er opið á aðfangadag? Innflytjendamálin almenningi efst í huga Bæta við allt að 200 íbúðum og mathöll í Spöngina Maður í umferðarslysi reyndist fíkniefnasali Minni rekstrarkostnaður fyrir eigendur bensínháka Hafnar „jólakveðju“ ríkisins Hefði þurft hjólbörur undir öll verðlaunin sín Ýmis ráð til taugatrekktra á Þorláksmessu Ekkert því til fyrirstöðu að Ásthildur Lóa verði aftur ráðherra Óvissa um ráðherraskipan og skata fyrir byrjendur Maðurinn fundinn Sjá meira
Vegagerðin vill hjörtun burt Vegagerðin hefur óskað eftir því við skipulagsráð Akureyrarbæjar að hjörtu í umferðarljósum, sem einkennt hafa bæinn um árabil, verði fjarlægð. Stofnunin segir hjörtun ógna umferðaröryggi. 26. júní 2025 16:22
Will Smith hrifinn af akureyrsku hjartaljósunum Stórleikarinn Will Smith virðist hrifinn af hjartalöguðu umferðarljósunum sem einkenna Akureyri ef marka má myndband sem hann birti á Instagram á mánudaginn. 25. apríl 2024 14:59