Miðstýrt skólakerfi eða fjölbreytni með samræmdu gæðamati? Bogi Ragnarsson skrifar 25. september 2025 10:02 Ætlum við að byggja miðstýrt skólakerfi þar sem allt nám verður eins alls staðar, eða viljum við viðhalda fjölbreyttu framhaldsskólastigi sem tryggir jafnt gæðamat en gefur líka svigrúm til sérhæfingar og nýsköpunar? Nú stendur til að gera breytingar á framhaldsskólastigi. Hugmyndin er að stofnaðar verða svæðisskrifstofur sem taka yfir stjórnsýslu og rekstur, en jafnframt er rætt um aukið samræmi í námi og áföngum. Markmiðið er ekki endilega að fullu ljóst en leiðin sem valin verður skiptir öllu máli. Í Kastljósi 22. september sagði Guðmundur Ingi Kristinsson, mennta- og barnamálaráðherra: „Það er svolítið skrítið, ef þú ert að læra á náttúrufræðibraut á einum stað og náttúrufræðibraut á öðrum stað, að það sé ekki sama náttúrufræðibrautin. Það gengur ekki upp.“ Með þessum orðum kallar ráðherra í raun eftir kerfi þar sem sama braut lítur eins út í öllum skólum. Vandinn við núverandi fyrirkomulag Í dag er kjarni námsbrauta um 70% af heildinni. Það hljómar eins og sterkt samræmi, en í raun er kjarninn ekki samræmdur á milli skóla. Hver skóli hefur haft frelsi til að ákveða hvaða áfangar teljast til kjarna, og því getur „náttúrufræðibraut“ í einum skóla verið með aðrar áherslur og annan undirbúning en í öðrum. Þannig er boðið upp á fjölbreytni og svigrúm sem kann að koma niður á samræmi í námi. Vilji ráðherra virðist vera að samræma allt nám á milli skóla. Það væri mjög miðstýrt kerfi sem gæti þurrkað út sérstöðu skólanna og dregið úr svigrúmi til að þróa eigið námsframboð og hvata kennara til sköpunar. Tillaga að nýju jafnvægi Betra væri að samræma aðeins kjarnann milli stofnana en minnka hlutfall kjarna til að skapa svigrúm fyrir frelsi og sérstöðu. Þannig hefðu allir nemendur sama grunn undir háskólanám – en skólunum veitt svigrúm til að móta bundið val og frjálst val sjálfir. Hlutföllin gætu verið þessi: Kjarni (sameiginlegur á milli allra skóla): 50% Bundið val (áfangar innan brauta): 40% Frjálst val: 10% Í félagsfræði gæti þetta til dæmis þýtt: Á 2. þrepi væri sameiginlegur kjarni, t.d. Inngangur að félagsfræði og Nútímafélagsfræði. Á 3. þrepi væru mismunandi framhaldsáfangar sem teljast bundið val, t.d. Kenningar í félagsfræði eða Afbrotafræði. Að lokum hefði nemandinn 10% frjálst val til að velja áfanga eftir eigin áhuga. Með þessu fyrirkomulagi fengju allir nemendur sama grunn, en skólar hefðu áfram svigrúm til að móta sérhæfingu og áherslur sem endurspegla styrkleika þeirra og þarfir samfélagsins. Nemendur með erlendan bakgrunn Nemendur með erlendan bakgrunn sem eru að ná tökum á íslensku þurfa raunhæfan tímaramma til að fóta sig í náminu. Ef þeir fara beint í hefðbundið þriggja ára nám án viðbótarstuðnings, er hætta á að þeir dragist aftur úr eða hætti námi. Raunsæ lausn væri að bjóða upp á fjögurra ára leið, þar sem fyrsta árið væri t.d. sérsniðið að tungumáli, samfélagsþekkingu og samskiptum. Að loknu slíku aðlögunarári kæmu nemendur inn í almennt nám á sömu forsendum og aðrir. Þannig fengju þeir raunhæfan grunn til að takast á við kjarna, bundið val og frjálst val – með mun sterkari stöðu til að ljúka stúdentsprófi. Slíkt fyrirkomulag myndi bæði draga úr brotthvarfi og auka líkur á að fleiri nemendur með erlendan bakgrunn ljúki námi. Það styrkir ekki aðeins stöðu þeirra heldur samfélagið allt, þar sem fjölbreytni í menntakerfinu verður styrkur þegar allir fá raunhæft tækifæri til að ná árangri. Starfsbrautir Starfsbrautir lúta öðrum lögmálum en almennt bóknám eða verknám. Markmið þeirra er ekki háskólaundirbúningur heldur að undirbúa nemendur undir daglegt líf, samfélagsþátttöku og atvinnu. Þess vegna væri hvorki raunhæft né sanngjarnt að þröngva starfsbrautum inn í samræmt kerfi sem miðast við bóknám. Þar sem nemendahópurinn er fjölbreyttur þurfa starfsbrautir mikið svigrúm til að þróa nám í takt við þarfir nemenda og aðstæður á hverjum stað. Ef starfsbrautir yrðu settar í sama mót og bóknám, myndi það grafa undan tilgangi þeirra – að mæta fjölbreyttum þörfum með sveigjanlegu námi. Skólarnir sjálfir, í samstarfi við kennara, sérfræðinga og atvinnulífið á svæðinu, eru best til þess fallnir að móta slíkt nám. Samræming ætti því aðeins að takmarkast við lágmarksgrunn í læsi, samskiptum og samfélagsþátttöku. Að lokum Samræming getur skapað jafnræði en miðstýring getur skapað einsleitni. Ef við stillum jafnvægið rétt – með samræmdum kjarna en svigrúmi til bundins og frjáls vals – tryggjum við bæði jöfn tækifæri og lifandi framhaldsskólakerfi sem nýtist öllum nemendum: þeim sem stefna í háskóla, þeim sem eiga erfiðara með nám og þeim sem eru að ná tökum á tungumálinu. Höfundur er kennari og stofnandi bókaútgáfu. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Bogi Ragnarsson Skóla- og menntamál Mest lesið Hvað vilja sumarbústaðaeigendur í Grímsnes- og Grafningshreppi? Bergdís Linda Kjartansdóttir Skoðun Ég þarf ekki að læra íslensku til að búa hérna Halla Hrund Logadóttir Skoðun „Þú þarft ekki að skilja, bara virða“ Hanna Birna Valdimarsdóttir Skoðun Stjórnmálaklækir og hræsni Salvör Gullbrá Þórarinsdóttir Skoðun Tár, kvár og kvennafrídagurinn Kristína Ösp Steinke Skoðun Hærri skattar á ferðamenn draga úr tekjum ríkissjóðs Þórir Garðarsson Skoðun Lífsstílsvísindi og breytingaskeiðið Harpa Lind Hilmarsdóttir Skoðun Ósýnilegu bjargráð lögreglumannsins Sigurður Árni Reynisson Skoðun Þetta er ekki tölfræði, heldu líf fólks Sandra B. Franks Skoðun Óttast Þorgerður úrskurð EFTA-dómstólsins? Hjörtur J. Guðmundsson Skoðun Skoðun Skoðun Hvað vilja sumarbústaðaeigendur í Grímsnes- og Grafningshreppi? Bergdís Linda Kjartansdóttir skrifar Skoðun Lýðræði og samfélagsmiðlar Ása Berglind Hjálmarsdóttir skrifar Skoðun „Þú þarft ekki að skilja, bara virða“ Hanna Birna Valdimarsdóttir skrifar Skoðun Þetta er ekki tölfræði, heldu líf fólks Sandra B. Franks skrifar Skoðun Stjórnmálaklækir og hræsni Salvör Gullbrá Þórarinsdóttir skrifar Skoðun Samfélag sem stendur saman Benóný Valur Jakobsson skrifar Skoðun Er biðin á enda? Halla Thoroddsen skrifar Skoðun Lífsstílsvísindi og breytingaskeiðið Harpa Lind Hilmarsdóttir skrifar Skoðun Hærri skattar á ferðamenn draga úr tekjum ríkissjóðs Þórir Garðarsson skrifar Skoðun Ég þarf ekki að læra íslensku til að búa hérna Halla Hrund Logadóttir skrifar Skoðun Ósýnilegu bjargráð lögreglumannsins Sigurður Árni Reynisson skrifar Skoðun Allt á einum stað – framtíð stafrænnar þjónustu ríkis og sveitarfélaga Einar Sveinbjörn Guðmundsson skrifar Skoðun Óttast Þorgerður úrskurð EFTA-dómstólsins? Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Jafnréttisþjóðin sem gleymdi dansinum Brogan Davison,Pétur Ármannsson skrifar Skoðun Hver er að væla? Guðríður Eldey Arnardóttir skrifar Skoðun Tár, kvár og kvennafrídagurinn Kristína Ösp Steinke skrifar Skoðun Skattaæfingar tengdar landbúnaðarstarfsemi Björn Bjarki Þorsteinsson skrifar Skoðun Konan - Vinnan - Kjörin í 40 ár Sara Björg Sigurðardóttir skrifar Skoðun Rangfærslur og hræðsluáróður meirihluta sveitarstjórnar Grímsnes- og Grafningshrepps í nafni lýðræðis Ragna Ívarsdóttir,Guðrún Margrét Njálsdóttir,Þröstur Sverrisson skrifar Skoðun Íslenskur her og íslensk leyniþjónusta Steingrímur Jónsson skrifar Skoðun Er jafnrétti fyrir allar? Anna Bergþórsdóttir skrifar Skoðun Ættu konur að fara í háskólanám? Lísa Margrét Gunnarsdóttir,Íris Björk Ágústsdóttir skrifar Skoðun Enn einn dagur í baráttunni Ásta F. Flosadóttir skrifar Skoðun Verðmætasköpunarlaust haust Jón Gunnarsson skrifar Skoðun Enginn grunnur fyrir nýju starfsleyfi Ísteka Rósa Líf Darradóttir,Guðrún Scheving Thorsteinsson skrifar Skoðun Krafan sem kvennahreyfingin gleymdi Guðmundur Ingi Þóroddsson skrifar Skoðun Börn geta ekki beðið – krefjumst tafarlausra aðgerða! Elín H. Hinriksdóttir,Bóas Valdórsson,Árný Ingvarsdóttir,,Anna Lára Steindal,Alma Ýr Ingólfsdóttir skrifar Skoðun Einfaldar lausnir á vaxtamálavanda bankanna Guðmundur Ásgeirsson skrifar Skoðun Sættum okkur ekki við óbreytt ástand - tillögur Sjálfstæðisflokksins um úrbætur Diljá Mist Einarsdóttir skrifar Skoðun Hvað er sköpun í skólastarfi? Bryngeir Valdimarsson skrifar Sjá meira
Ætlum við að byggja miðstýrt skólakerfi þar sem allt nám verður eins alls staðar, eða viljum við viðhalda fjölbreyttu framhaldsskólastigi sem tryggir jafnt gæðamat en gefur líka svigrúm til sérhæfingar og nýsköpunar? Nú stendur til að gera breytingar á framhaldsskólastigi. Hugmyndin er að stofnaðar verða svæðisskrifstofur sem taka yfir stjórnsýslu og rekstur, en jafnframt er rætt um aukið samræmi í námi og áföngum. Markmiðið er ekki endilega að fullu ljóst en leiðin sem valin verður skiptir öllu máli. Í Kastljósi 22. september sagði Guðmundur Ingi Kristinsson, mennta- og barnamálaráðherra: „Það er svolítið skrítið, ef þú ert að læra á náttúrufræðibraut á einum stað og náttúrufræðibraut á öðrum stað, að það sé ekki sama náttúrufræðibrautin. Það gengur ekki upp.“ Með þessum orðum kallar ráðherra í raun eftir kerfi þar sem sama braut lítur eins út í öllum skólum. Vandinn við núverandi fyrirkomulag Í dag er kjarni námsbrauta um 70% af heildinni. Það hljómar eins og sterkt samræmi, en í raun er kjarninn ekki samræmdur á milli skóla. Hver skóli hefur haft frelsi til að ákveða hvaða áfangar teljast til kjarna, og því getur „náttúrufræðibraut“ í einum skóla verið með aðrar áherslur og annan undirbúning en í öðrum. Þannig er boðið upp á fjölbreytni og svigrúm sem kann að koma niður á samræmi í námi. Vilji ráðherra virðist vera að samræma allt nám á milli skóla. Það væri mjög miðstýrt kerfi sem gæti þurrkað út sérstöðu skólanna og dregið úr svigrúmi til að þróa eigið námsframboð og hvata kennara til sköpunar. Tillaga að nýju jafnvægi Betra væri að samræma aðeins kjarnann milli stofnana en minnka hlutfall kjarna til að skapa svigrúm fyrir frelsi og sérstöðu. Þannig hefðu allir nemendur sama grunn undir háskólanám – en skólunum veitt svigrúm til að móta bundið val og frjálst val sjálfir. Hlutföllin gætu verið þessi: Kjarni (sameiginlegur á milli allra skóla): 50% Bundið val (áfangar innan brauta): 40% Frjálst val: 10% Í félagsfræði gæti þetta til dæmis þýtt: Á 2. þrepi væri sameiginlegur kjarni, t.d. Inngangur að félagsfræði og Nútímafélagsfræði. Á 3. þrepi væru mismunandi framhaldsáfangar sem teljast bundið val, t.d. Kenningar í félagsfræði eða Afbrotafræði. Að lokum hefði nemandinn 10% frjálst val til að velja áfanga eftir eigin áhuga. Með þessu fyrirkomulagi fengju allir nemendur sama grunn, en skólar hefðu áfram svigrúm til að móta sérhæfingu og áherslur sem endurspegla styrkleika þeirra og þarfir samfélagsins. Nemendur með erlendan bakgrunn Nemendur með erlendan bakgrunn sem eru að ná tökum á íslensku þurfa raunhæfan tímaramma til að fóta sig í náminu. Ef þeir fara beint í hefðbundið þriggja ára nám án viðbótarstuðnings, er hætta á að þeir dragist aftur úr eða hætti námi. Raunsæ lausn væri að bjóða upp á fjögurra ára leið, þar sem fyrsta árið væri t.d. sérsniðið að tungumáli, samfélagsþekkingu og samskiptum. Að loknu slíku aðlögunarári kæmu nemendur inn í almennt nám á sömu forsendum og aðrir. Þannig fengju þeir raunhæfan grunn til að takast á við kjarna, bundið val og frjálst val – með mun sterkari stöðu til að ljúka stúdentsprófi. Slíkt fyrirkomulag myndi bæði draga úr brotthvarfi og auka líkur á að fleiri nemendur með erlendan bakgrunn ljúki námi. Það styrkir ekki aðeins stöðu þeirra heldur samfélagið allt, þar sem fjölbreytni í menntakerfinu verður styrkur þegar allir fá raunhæft tækifæri til að ná árangri. Starfsbrautir Starfsbrautir lúta öðrum lögmálum en almennt bóknám eða verknám. Markmið þeirra er ekki háskólaundirbúningur heldur að undirbúa nemendur undir daglegt líf, samfélagsþátttöku og atvinnu. Þess vegna væri hvorki raunhæft né sanngjarnt að þröngva starfsbrautum inn í samræmt kerfi sem miðast við bóknám. Þar sem nemendahópurinn er fjölbreyttur þurfa starfsbrautir mikið svigrúm til að þróa nám í takt við þarfir nemenda og aðstæður á hverjum stað. Ef starfsbrautir yrðu settar í sama mót og bóknám, myndi það grafa undan tilgangi þeirra – að mæta fjölbreyttum þörfum með sveigjanlegu námi. Skólarnir sjálfir, í samstarfi við kennara, sérfræðinga og atvinnulífið á svæðinu, eru best til þess fallnir að móta slíkt nám. Samræming ætti því aðeins að takmarkast við lágmarksgrunn í læsi, samskiptum og samfélagsþátttöku. Að lokum Samræming getur skapað jafnræði en miðstýring getur skapað einsleitni. Ef við stillum jafnvægið rétt – með samræmdum kjarna en svigrúmi til bundins og frjáls vals – tryggjum við bæði jöfn tækifæri og lifandi framhaldsskólakerfi sem nýtist öllum nemendum: þeim sem stefna í háskóla, þeim sem eiga erfiðara með nám og þeim sem eru að ná tökum á tungumálinu. Höfundur er kennari og stofnandi bókaútgáfu.
Hvað vilja sumarbústaðaeigendur í Grímsnes- og Grafningshreppi? Bergdís Linda Kjartansdóttir Skoðun
Skoðun Hvað vilja sumarbústaðaeigendur í Grímsnes- og Grafningshreppi? Bergdís Linda Kjartansdóttir skrifar
Skoðun Allt á einum stað – framtíð stafrænnar þjónustu ríkis og sveitarfélaga Einar Sveinbjörn Guðmundsson skrifar
Skoðun Rangfærslur og hræðsluáróður meirihluta sveitarstjórnar Grímsnes- og Grafningshrepps í nafni lýðræðis Ragna Ívarsdóttir,Guðrún Margrét Njálsdóttir,Þröstur Sverrisson skrifar
Skoðun Enginn grunnur fyrir nýju starfsleyfi Ísteka Rósa Líf Darradóttir,Guðrún Scheving Thorsteinsson skrifar
Skoðun Börn geta ekki beðið – krefjumst tafarlausra aðgerða! Elín H. Hinriksdóttir,Bóas Valdórsson,Árný Ingvarsdóttir,,Anna Lára Steindal,Alma Ýr Ingólfsdóttir skrifar
Skoðun Sættum okkur ekki við óbreytt ástand - tillögur Sjálfstæðisflokksins um úrbætur Diljá Mist Einarsdóttir skrifar
Hvað vilja sumarbústaðaeigendur í Grímsnes- og Grafningshreppi? Bergdís Linda Kjartansdóttir Skoðun