Græðgin í forgrunni Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir skrifar 25. september 2025 11:15 Ólögleg veðmálastarfsemi hefur farið vaxandi í íslensku samfélagi og án nokkurs vafa með afdrifaríkum afleiðingum fyrir marga og samfélagið í heild. Lítið hefur verið aðhafst og umræðan oft á tíðum mótsagnakennd. Íþróttahreyfingin, Háskóli Íslands, Rauði krossinn og Landsbjörg, hafa þannig opinberlega gagnrýnt ólöglega veðmálastarfsemi en hafa sjálf verið leiðandi í rekstri fjárhættuspila á Íslandi. Þessir aðilar hafa stuðlað að útbreiðslu spilakassa og annarra fjárhættuspila sem eru sérstaklega hönnuð til að hafa fé af fólki. Horft hefur verið fram hjá vanda þess fólks sem haldið er spilafíkn og sækir í þessa kassa. Sagt er að starfsfólk sérleyfishafa hafi jafnvel sótt fjárhættuspilaráðstefnur í Las Vegas til að kynna sér nýjustu tæki og leiðir til að draga fólk að kössunum. Ég hef heyrt að Íslandsspil, sem eru í eigu Rauða krossins og Landsbjargar, hafi fengið viðkvæma hópa fólks með spilafíkn í eins konar tilraunasal til að rannsaka hvaða spilakassar og leikir eru líklegastir til að tryggja sem mestar tekjur. Það er athyglivert að mestu áhyggjur innlendra sérleyfishafa og stofnana, eins og Háskóli Íslands, snúast um innkomu erlendra aðila á spilamarkaðinn sem ekki hafa fengið leyfi íslenskra stjórnvalda til starfseminnar. Þessir aðilar vilja sem sagt verja sína stöðu gangvart íslenskum spilafíklum en hafa litlar sem engar áhyggjur af afleiðingum starfseminnar. Þetta er gríðarlega arðbær starfsemi og ekki skal dregið í efa að innlendir rekstraraðilar hennar þurfa á fjármunum að halda. En þetta er ákaflega skaðleg starfsemi og það ber fyrst og fremst að hafa í huga varðandi allar leyfisveitingar. Hvernig má það vera að sára sjaldan er talað um fólkið sem fjármagnar þennan gróða? Hvers vegna vilja stofnanir eins og Háskóli Íslands, Rauði krossinn og Landsbjörg opna fjárhættuspil á netinu, þrátt fyrir að skaðsemi þeirra sé vel skjalfest og vel þekkt? Hagsmunir þessara aðila virðast settir ofar samfélagslegri ábyrgð. Eða er gróðahyggjan ein og sér göfug? Rannsóknir samhljóða Rannsóknir meðal ungmenna á aldrinum 16–18 ára árið 2004 sýndu að fjárhættuspil eru gríðarlega útbreidd: Um 97 prósent ungmenna höfðu spilað peningaspil á síðustu 12 mánuðum, 79 prósent einu sinni eða oftar á sama tímabili og 10 prósent spiluðu vikulega eða oftar. Áætlað er að um 2,7 prósent ungmenna glími við verulegan spilavanda. Mín eigin rannsókn sem ég gerði í samstarfi við prófessor Daníel Þór Ólason o.fl. leiddi í ljós að 16 prósent nemenda höfðu veðjað á netinu. Niðurstöður sýndu vaxandi áhættu tengda fjárhættuspilum og veðmálum á netinu. Þetta voru niðurstöðurnar árin 2004 en 2005 síðan þá hefur aðgengi og algengi fjárhættuspila margfaldast. Það skiptir spilafíkilinn engu máli hvort veðmálin eða fjárhættuspilin eru á vegum innlendra eða erlendra aðila. Hvort starfsemin er lögleg eða ólögleg. Það er aðgangurinn sem skiptir öllu máli. Eignarhald og lögmæti spilastarfseminni ræður því ekki hvort fólk verður háð fjárhættuspilum. Tómatur er alltaf tómatur hvort sem hann er innlendur eða erlendur – löglegur eða ólöglegur. Ólögleg veðmálastarfsemi krefst skýrra viðbragða og aðgerða. Það er nauðsynlegt að stöðva auglýsingar um fjárhættuspil og veðmál, greiðslumiðlun og starfsemi erlendra ólöglegra fyrirtækja sem beina starfsemi sinni að íslenskum notendum. Sérstaklega þarf að vernda börn og ungmenni fyrir þessum freistingum. Það er líka nauðsynlegt að varpa ljósi á hvers vegna íslensk fjármálafyrirtæki, jafnvel banki í ríkiseigu, eru milliliðir í greiðslum til ólöglegra fyrirtækja. Hvers vegna lögregla og eftirlit virðist ekki grípa inn í þessa starfsemi með fullnægjandi hætti. Horfumst í augu við staðreyndir Spilakassar og fjárhættuspil eru sama tóbakið. Skaðsemin er mikil. Flokkur fólksins vill að tekið verði á þessum málum. Í tíð minni sem borgarfulltrúi ræddi ég þessi mál ítrekað í borgarstjórn. Í mars 2021 lagði ég fram tillögu í borgarráði um „Að ráðist verði í endurskoðun á reglum og samþykktum borgarinnar um spilakassa í Reykjavík með það að markmiði að koma í veg fyrir skaðlegar afleiðingar slíks reksturs.“ Tillagan var felld. Samtök áhugafólks um spilafíkn hafa dregið fram reynslusögur spilafíkla og aðstandenda þeirra sem sýna svart á hvítu hve miklum skaða spilafíkn veldur einstaklingum, fjölskyldum og samfélaginu. Samtökin berjast fyrir því að spilasölum og spilakössum verði lokað. Fram hefur komið að einhverjir áskilji sér jafnvel rétt til að leita réttar síns gagnvart Happdrætti Háskólans, Háspennu ehf. og íslenska ríkinu og krefjist skaðabóta eða viðurkenningar á skaðabótaskyldu vegna tjóns sem rekstur spilakassa hefur valdið einstaklingum og fjölskyldum. Þetta eitt segir okkur hversu alvarleg þessi mál eru. Höfundur er sálfræðingur og þingmaður Flokks fólksins. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir Fíkn Fjárhættuspil Mest lesið Heilbrigðiskerfi Íslands - landsbyggðin, lýðheilsa og lækningar Victor Guðmundsson Skoðun Falleg heimasíða — tóm kirkja Hilmar Kristinsson Skoðun Að fá óvæntan skatt í jólagjöf Tina Paic Skoðun Ég á þetta ég má þetta Arnar Atlason Skoðun Erfðafjárskattur og vondir skattar Helgi Tómasson Skoðun Er komið að næsta skrefi í jafnréttisbaráttu kvenna? Guðmundur Ingi Þóroddsson Skoðun Hækkaði Sjálfstæðisflokkurinn erfðafjárskatt um 6,3 milljarða? Þórður Snær Júlíusson Skoðun Framlög aukin til fjölmargra málaflokka Ragnar Þór Ingólfsson Skoðun Er ekki bara best að sleppa hagræðingu þegar kemur að líðan barna og ungmenna? Bjarnveig Birta Bjarnadóttir Skoðun Ríkisstjórn Kristrúnar Frostadóttur grefur undan EES Diljá Mist Einarsdóttir Skoðun Skoðun Skoðun Meðferð ungmenna í vanda er miklu meira en takmörkuð sálfræðimeðferð og lyfjagjafir. Davíð Bergmann skrifar Skoðun Lesblindir og vinnustaður framtíðarinnar Guðmundur S. Johnsen skrifar Skoðun Réttarríki barna: Færum tálmun úr geðþótta í lögbundið ferli Halldóra Lillý Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Kaffistofa Samhjálpar og minnstu bræður okkar Einar Baldvin skrifar Skoðun Erfðafjárskattur og vondir skattar Helgi Tómasson skrifar Skoðun Sagan um þorskinn og sjálfstæðið Svanur Guðmundsson skrifar Skoðun Hvatning til Seðlabankans um að slaka á lánþegaskilyrðum Halla Gunnarsdóttir,Sigurður Hannesson skrifar Skoðun Réttlæti í almannatryggingum Eggert Sigurbergsson skrifar Skoðun Veljum íslensk jólatré – styðjum skógrækt og umhverfið Ragnhildur Freysteinsdóttir skrifar Skoðun Er komið að næsta skrefi í jafnréttisbaráttu kvenna? Guðmundur Ingi Þóroddsson skrifar Skoðun Mikilvægi málumhverfis í leikskólum Kristín Kolbrún Waage Kolbeinsdóttir skrifar Skoðun Heilbrigðiskerfi Íslands - landsbyggðin, lýðheilsa og lækningar Victor Guðmundsson skrifar Skoðun Framlög aukin til fjölmargra málaflokka Ragnar Þór Ingólfsson skrifar Skoðun Er ekki bara best að sleppa hagræðingu þegar kemur að líðan barna og ungmenna? Bjarnveig Birta Bjarnadóttir skrifar Skoðun Hver á nektarmynd af þér? Lísa Margrét Gunnarsdóttir,Íris Björk Ágústsdóttir skrifar Skoðun Spörum við áfram aurinn og hendum krónunni? Kristján Ra. Kristjánsson skrifar Skoðun Ríkisstjórn Kristrúnar Frostadóttur grefur undan EES Diljá Mist Einarsdóttir skrifar Skoðun Samvirkni íslenskrar ferðaþjónustu mun fyrst nást með skemmtiferðaskipum Unnur Elva Arnardóttir,Emma Kjartansdóttir skrifar Skoðun Áhyggjur af stöðu tónlistarmenntunar á degi tónlistar Aron Örn Óskarsson,Edda Austmann,Sigrún Grendal skrifar Skoðun Hækkaði Sjálfstæðisflokkurinn erfðafjárskatt um 6,3 milljarða? Þórður Snær Júlíusson skrifar Skoðun Að fá óvæntan skatt í jólagjöf Tina Paic skrifar Skoðun Falleg heimasíða — tóm kirkja Hilmar Kristinsson skrifar Skoðun Samvera er heilsuefling Þröstur V. Söring skrifar Skoðun Skuldaskellir, nýr jólasveinn sveitarfélaga? Þuríður Harpa Sigurðardóttir skrifar Skoðun Fullveldi á okkar forsendum Guðrún Hafsteinsdóttir skrifar Skoðun Ferðaþjónustan er ekki vandamálið – hún heldur hjólum landsins gangandi Þórir Garðarsson skrifar Skoðun Gagnaver – reynsla frá Danmörku Hallgrímur Óskarsson skrifar Skoðun Ofbeldi barna og verkferlar Kennarasambandsins Ásdís Bergþórsdóttir skrifar Skoðun Móðurást milli rimlanna Rósa Líf Darradóttir,Darri Gunnarsson skrifar Skoðun Sögulegur dagur Inga Lind Karlsdóttir skrifar Sjá meira
Ólögleg veðmálastarfsemi hefur farið vaxandi í íslensku samfélagi og án nokkurs vafa með afdrifaríkum afleiðingum fyrir marga og samfélagið í heild. Lítið hefur verið aðhafst og umræðan oft á tíðum mótsagnakennd. Íþróttahreyfingin, Háskóli Íslands, Rauði krossinn og Landsbjörg, hafa þannig opinberlega gagnrýnt ólöglega veðmálastarfsemi en hafa sjálf verið leiðandi í rekstri fjárhættuspila á Íslandi. Þessir aðilar hafa stuðlað að útbreiðslu spilakassa og annarra fjárhættuspila sem eru sérstaklega hönnuð til að hafa fé af fólki. Horft hefur verið fram hjá vanda þess fólks sem haldið er spilafíkn og sækir í þessa kassa. Sagt er að starfsfólk sérleyfishafa hafi jafnvel sótt fjárhættuspilaráðstefnur í Las Vegas til að kynna sér nýjustu tæki og leiðir til að draga fólk að kössunum. Ég hef heyrt að Íslandsspil, sem eru í eigu Rauða krossins og Landsbjargar, hafi fengið viðkvæma hópa fólks með spilafíkn í eins konar tilraunasal til að rannsaka hvaða spilakassar og leikir eru líklegastir til að tryggja sem mestar tekjur. Það er athyglivert að mestu áhyggjur innlendra sérleyfishafa og stofnana, eins og Háskóli Íslands, snúast um innkomu erlendra aðila á spilamarkaðinn sem ekki hafa fengið leyfi íslenskra stjórnvalda til starfseminnar. Þessir aðilar vilja sem sagt verja sína stöðu gangvart íslenskum spilafíklum en hafa litlar sem engar áhyggjur af afleiðingum starfseminnar. Þetta er gríðarlega arðbær starfsemi og ekki skal dregið í efa að innlendir rekstraraðilar hennar þurfa á fjármunum að halda. En þetta er ákaflega skaðleg starfsemi og það ber fyrst og fremst að hafa í huga varðandi allar leyfisveitingar. Hvernig má það vera að sára sjaldan er talað um fólkið sem fjármagnar þennan gróða? Hvers vegna vilja stofnanir eins og Háskóli Íslands, Rauði krossinn og Landsbjörg opna fjárhættuspil á netinu, þrátt fyrir að skaðsemi þeirra sé vel skjalfest og vel þekkt? Hagsmunir þessara aðila virðast settir ofar samfélagslegri ábyrgð. Eða er gróðahyggjan ein og sér göfug? Rannsóknir samhljóða Rannsóknir meðal ungmenna á aldrinum 16–18 ára árið 2004 sýndu að fjárhættuspil eru gríðarlega útbreidd: Um 97 prósent ungmenna höfðu spilað peningaspil á síðustu 12 mánuðum, 79 prósent einu sinni eða oftar á sama tímabili og 10 prósent spiluðu vikulega eða oftar. Áætlað er að um 2,7 prósent ungmenna glími við verulegan spilavanda. Mín eigin rannsókn sem ég gerði í samstarfi við prófessor Daníel Þór Ólason o.fl. leiddi í ljós að 16 prósent nemenda höfðu veðjað á netinu. Niðurstöður sýndu vaxandi áhættu tengda fjárhættuspilum og veðmálum á netinu. Þetta voru niðurstöðurnar árin 2004 en 2005 síðan þá hefur aðgengi og algengi fjárhættuspila margfaldast. Það skiptir spilafíkilinn engu máli hvort veðmálin eða fjárhættuspilin eru á vegum innlendra eða erlendra aðila. Hvort starfsemin er lögleg eða ólögleg. Það er aðgangurinn sem skiptir öllu máli. Eignarhald og lögmæti spilastarfseminni ræður því ekki hvort fólk verður háð fjárhættuspilum. Tómatur er alltaf tómatur hvort sem hann er innlendur eða erlendur – löglegur eða ólöglegur. Ólögleg veðmálastarfsemi krefst skýrra viðbragða og aðgerða. Það er nauðsynlegt að stöðva auglýsingar um fjárhættuspil og veðmál, greiðslumiðlun og starfsemi erlendra ólöglegra fyrirtækja sem beina starfsemi sinni að íslenskum notendum. Sérstaklega þarf að vernda börn og ungmenni fyrir þessum freistingum. Það er líka nauðsynlegt að varpa ljósi á hvers vegna íslensk fjármálafyrirtæki, jafnvel banki í ríkiseigu, eru milliliðir í greiðslum til ólöglegra fyrirtækja. Hvers vegna lögregla og eftirlit virðist ekki grípa inn í þessa starfsemi með fullnægjandi hætti. Horfumst í augu við staðreyndir Spilakassar og fjárhættuspil eru sama tóbakið. Skaðsemin er mikil. Flokkur fólksins vill að tekið verði á þessum málum. Í tíð minni sem borgarfulltrúi ræddi ég þessi mál ítrekað í borgarstjórn. Í mars 2021 lagði ég fram tillögu í borgarráði um „Að ráðist verði í endurskoðun á reglum og samþykktum borgarinnar um spilakassa í Reykjavík með það að markmiði að koma í veg fyrir skaðlegar afleiðingar slíks reksturs.“ Tillagan var felld. Samtök áhugafólks um spilafíkn hafa dregið fram reynslusögur spilafíkla og aðstandenda þeirra sem sýna svart á hvítu hve miklum skaða spilafíkn veldur einstaklingum, fjölskyldum og samfélaginu. Samtökin berjast fyrir því að spilasölum og spilakössum verði lokað. Fram hefur komið að einhverjir áskilji sér jafnvel rétt til að leita réttar síns gagnvart Happdrætti Háskólans, Háspennu ehf. og íslenska ríkinu og krefjist skaðabóta eða viðurkenningar á skaðabótaskyldu vegna tjóns sem rekstur spilakassa hefur valdið einstaklingum og fjölskyldum. Þetta eitt segir okkur hversu alvarleg þessi mál eru. Höfundur er sálfræðingur og þingmaður Flokks fólksins.
Er ekki bara best að sleppa hagræðingu þegar kemur að líðan barna og ungmenna? Bjarnveig Birta Bjarnadóttir Skoðun
Skoðun Meðferð ungmenna í vanda er miklu meira en takmörkuð sálfræðimeðferð og lyfjagjafir. Davíð Bergmann skrifar
Skoðun Réttarríki barna: Færum tálmun úr geðþótta í lögbundið ferli Halldóra Lillý Jóhannsdóttir skrifar
Skoðun Hvatning til Seðlabankans um að slaka á lánþegaskilyrðum Halla Gunnarsdóttir,Sigurður Hannesson skrifar
Skoðun Veljum íslensk jólatré – styðjum skógrækt og umhverfið Ragnhildur Freysteinsdóttir skrifar
Skoðun Heilbrigðiskerfi Íslands - landsbyggðin, lýðheilsa og lækningar Victor Guðmundsson skrifar
Skoðun Er ekki bara best að sleppa hagræðingu þegar kemur að líðan barna og ungmenna? Bjarnveig Birta Bjarnadóttir skrifar
Skoðun Samvirkni íslenskrar ferðaþjónustu mun fyrst nást með skemmtiferðaskipum Unnur Elva Arnardóttir,Emma Kjartansdóttir skrifar
Skoðun Áhyggjur af stöðu tónlistarmenntunar á degi tónlistar Aron Örn Óskarsson,Edda Austmann,Sigrún Grendal skrifar
Skoðun Hækkaði Sjálfstæðisflokkurinn erfðafjárskatt um 6,3 milljarða? Þórður Snær Júlíusson skrifar
Skoðun Ferðaþjónustan er ekki vandamálið – hún heldur hjólum landsins gangandi Þórir Garðarsson skrifar
Er ekki bara best að sleppa hagræðingu þegar kemur að líðan barna og ungmenna? Bjarnveig Birta Bjarnadóttir Skoðun