Vímuefnaneysla talin meginorsök banaslyss við Hraunsnef Kjartan Kjartansson skrifar 26. september 2025 11:08 Yfirlitsmynd af slysstaðnum sem sýnir akstursáttir bifreiðanna og staðsetingu eftir slysið. Rannsóknarnefnd samgönguslysa Mikið magn fíkniefnis greindist í blóði ungs ökumanns sem lést í árekstri tveggja fólksbifreiða á hringveginum við Hraunsnef í Borgarfirði í júní í fyrra. Rannsóknarnefnd samgönguslysa telur fíkniefnaneyslu ökumannsins meginorsök slyssins. Tuttugu og fjögurra ára gamall ökumaður Mercedes Benz-fólksbifreiðar lést á staðnum þegar bifreiðin lenti framan á Toyota Land Cruiser á Vesturlandsvegi norðan við Hraunsnef í Borgarfirði að kvöldi 9. júní 2024. Tveir sem voru um borð í Land Cruiser-bifreiðinni voru fluttir alvarlega slasaðir með þyrlu Landhelgisgæslunnar á sjúkrahús í Reykjavík. Samkvæmt atvikalýsingu í skýrslu rannsóknarnefndar samgönguslysa var Mercedes Benz-bifreiðinni ekið yfir á gagnstæðan vegarhelming og framan á Toyota-bifreiðina um 3,7 kílómetra norðan við Bifröst. Ökumaður Toyota-bifreiðarinnar sagðist ekki hafa tekið eftir hinni fyrr en rétt fyrir slysið og ekki haft svigrúm til að bregðast við áður en bifreiðarnar lentu saman. Rannsóknarnefnd samgönguslysa starfar samkvæmt lögum um rannsókn samgönguslysa. Markmið laganna er að fækka slysum og auka öryggi í samgöngum með því að efla og bæta slysarannsóknir. Rannsókn samkvæmt lögunum skal eingöngu miða að því að leiða í ljós orsakir samgönguslysa og samgönguatvika, en ekki að skipta sök eða ábyrgð, með það að markmiði að draga úr hættu á sams konar slysum og atvikum og afleiðingum sambærilegra slysa. Ökumaður Benz-bifreiðarinnar lést af völdum fjöláverka. Ekki var hægt að greina hraða bifreiðarinnar en áfengis- og lyfjarannsókn leiddi í ljós að mikið magn fíkniefnis var í blóði ökumannsins. Meginorsök slyssins er talin sú að ökumaðurinn hafi verið óhæfur til að stjórna bílnum vegna áhrifa fíkniefnisins. Þá hafi ökumaðurinn ekið yfir á vinstri vegarhelming án þess að ganga úr skugga um að það væri hægt án hættu gagnvart annarri umferð. Slysið varð skammt norðan við Hraunsnef í Borgarfirði.Rannsóknarnefnd samgönguslysa Rannsóknarnefndin bendir á að akstur undir áhrifum áfengis, vímuefna og lyfja sé alvarlegt vandamál í umferðinni. Af tuttugu og sjö banaslysum í umferðinni á árunum 2021 til 2023 hafi ökumenn í sjö þeirra verið undir áhrifum. Það hafi áhrif á dómgreind ökumanna og skynjun á umhverfi. Nauðsynlegt sé að koma þeim skilaboðum á framfæri við ökumenn að þeir aki ekki undir neinum kringumstæðum eftir slíka neyslu. Samgönguslys Borgarbyggð Umferð Umferðaröryggi Tengdar fréttir Karlmaður á þrítugsaldri lést í slysinu á Vesturlandsvegi Ökumaður fólksbifreiðarinnar sem lést í umferðarslysi á Vesturlandsvegi í Borgarfirði, skammt frá Hraunsnefi í Norðurárdal, var Íslendingur á þrítugsaldri. Hann fæddist árið 1999 og var búsettur hér á landi. 11. júní 2024 15:59 Banaslys á Vesturlandsvegi í Borgarfirði Banaslys varð á Vesturlandsvegi skammt frá Hraunsnefi í Norðurárdal í Borgarfirði á níunda tímanum í gær. Þetta kemur fram í tilkynningu frá lögreglu. 10. júní 2024 10:25 Tveir fluttir á sjúkrahús: Þriðja útkallið á einum sólarhring Þyrlusveit Landhelgisgæslunnar var kölluð út að beiðni Lögreglunnar á Vesturlandi í kvöld vegna umferðarslyss á þjóðvegi 1 við Hraunsnef í Borgarfirði. Tveir voru fluttir með þyrlunni, sem lenti við Landspítalann í Fossvogi um klukkan 22:15. 9. júní 2024 22:54 Mest lesið Skýrt ákall um heilsdagsverkfall á kvennafrídegi í ár Innlent Klórar sér í kollinum yfir kvennaverkfallinu Innlent „Það getur einhver verið að tæla barnið þitt fyrir framan þig“ Innlent Gerðu árás á rússneska efnaverksmiðju í Bryansk Erlent Lýstu yfir hættustigi vegna flugvélar í vanda Innlent „Alvarlegt áfall á Grundartanga” sem beri að bregðast við hratt Innlent Hálfsdagslokun leikskóla skyndilega orðin að heilsdagslokun Innlent Kynfræðsla ekki endilega forgangsatriði í fermingarfræðslu Innlent Trump gæti veitt sjálfum sér tugi milljarða í bætur frá eigin stjórn Erlent Fjölgun á þeim sem lögregla fylgir úr landi Innlent Fleiri fréttir „Vonbrigði hvað kom lítið út úr fundinum í gær“ Fangavörður rekinn fyrir að stela af fanga Óvissa á Grundartanga og flugumferðarstjórar funda Hafsteinn Dan tekur við formennsku í refsiréttarnefnd Klórar sér í kollinum yfir kvennaverkfallinu Hálfsdagslokun leikskóla skyndilega orðin að heilsdagslokun „Alvarlegt áfall á Grundartanga” sem beri að bregðast við hratt Ný samnorræn og baltnesk gervigreindarmiðstöð opnuð í dag „Það getur einhver verið að tæla barnið þitt fyrir framan þig“ Lýstu yfir hættustigi vegna flugvélar í vanda Fjölgun á þeim sem lögregla fylgir úr landi Skýrt ákall um heilsdagsverkfall á kvennafrídegi í ár Kynfræðsla ekki endilega forgangsatriði í fermingarfræðslu Fleiri stöðugildi sjúkraþjálfara muni fara í skriffinnsku „Þessi starfsemi er komin til að vera“ Samþykktu leiðtogaprófkjör hjá Viðreisn í Reykjavík Kannast ekki við gagnrýni á fegurðarsamkeppni ungmenna Ekki sé gagnlegt að etja Krabbameinsfélaginu og Ljósinu saman Stöðva framleiðslu í álverinu á Grundartanga Óvissustig vegna snjóflóðahættu í Ólafsfjarðarmúla Olíuboranir að hefjast beint norður af Íslandi Óttast afleiðingar þess að fjársterkari kaupendur sitji einir að markaðnum Fermingarfræðslan umdeilda stappi nærri sturlun Fundi frestað þar til á morgun Stopp á fasteignamarkaði, Miðflokkur á flugi og fegurðarsamkeppni Barn flutt á sjúkrahús eftir að hafa lent undir bíl Flugvél snúið til Keflavíkur vegna bilunar Skipta út hraðhleðslustöðinni vegna bilunar Verktakar hyggjast leita réttar síns eftir að ríkið rifti samningi Fuglaflensa greinist í refum Sjá meira
Tuttugu og fjögurra ára gamall ökumaður Mercedes Benz-fólksbifreiðar lést á staðnum þegar bifreiðin lenti framan á Toyota Land Cruiser á Vesturlandsvegi norðan við Hraunsnef í Borgarfirði að kvöldi 9. júní 2024. Tveir sem voru um borð í Land Cruiser-bifreiðinni voru fluttir alvarlega slasaðir með þyrlu Landhelgisgæslunnar á sjúkrahús í Reykjavík. Samkvæmt atvikalýsingu í skýrslu rannsóknarnefndar samgönguslysa var Mercedes Benz-bifreiðinni ekið yfir á gagnstæðan vegarhelming og framan á Toyota-bifreiðina um 3,7 kílómetra norðan við Bifröst. Ökumaður Toyota-bifreiðarinnar sagðist ekki hafa tekið eftir hinni fyrr en rétt fyrir slysið og ekki haft svigrúm til að bregðast við áður en bifreiðarnar lentu saman. Rannsóknarnefnd samgönguslysa starfar samkvæmt lögum um rannsókn samgönguslysa. Markmið laganna er að fækka slysum og auka öryggi í samgöngum með því að efla og bæta slysarannsóknir. Rannsókn samkvæmt lögunum skal eingöngu miða að því að leiða í ljós orsakir samgönguslysa og samgönguatvika, en ekki að skipta sök eða ábyrgð, með það að markmiði að draga úr hættu á sams konar slysum og atvikum og afleiðingum sambærilegra slysa. Ökumaður Benz-bifreiðarinnar lést af völdum fjöláverka. Ekki var hægt að greina hraða bifreiðarinnar en áfengis- og lyfjarannsókn leiddi í ljós að mikið magn fíkniefnis var í blóði ökumannsins. Meginorsök slyssins er talin sú að ökumaðurinn hafi verið óhæfur til að stjórna bílnum vegna áhrifa fíkniefnisins. Þá hafi ökumaðurinn ekið yfir á vinstri vegarhelming án þess að ganga úr skugga um að það væri hægt án hættu gagnvart annarri umferð. Slysið varð skammt norðan við Hraunsnef í Borgarfirði.Rannsóknarnefnd samgönguslysa Rannsóknarnefndin bendir á að akstur undir áhrifum áfengis, vímuefna og lyfja sé alvarlegt vandamál í umferðinni. Af tuttugu og sjö banaslysum í umferðinni á árunum 2021 til 2023 hafi ökumenn í sjö þeirra verið undir áhrifum. Það hafi áhrif á dómgreind ökumanna og skynjun á umhverfi. Nauðsynlegt sé að koma þeim skilaboðum á framfæri við ökumenn að þeir aki ekki undir neinum kringumstæðum eftir slíka neyslu.
Rannsóknarnefnd samgönguslysa starfar samkvæmt lögum um rannsókn samgönguslysa. Markmið laganna er að fækka slysum og auka öryggi í samgöngum með því að efla og bæta slysarannsóknir. Rannsókn samkvæmt lögunum skal eingöngu miða að því að leiða í ljós orsakir samgönguslysa og samgönguatvika, en ekki að skipta sök eða ábyrgð, með það að markmiði að draga úr hættu á sams konar slysum og atvikum og afleiðingum sambærilegra slysa.
Samgönguslys Borgarbyggð Umferð Umferðaröryggi Tengdar fréttir Karlmaður á þrítugsaldri lést í slysinu á Vesturlandsvegi Ökumaður fólksbifreiðarinnar sem lést í umferðarslysi á Vesturlandsvegi í Borgarfirði, skammt frá Hraunsnefi í Norðurárdal, var Íslendingur á þrítugsaldri. Hann fæddist árið 1999 og var búsettur hér á landi. 11. júní 2024 15:59 Banaslys á Vesturlandsvegi í Borgarfirði Banaslys varð á Vesturlandsvegi skammt frá Hraunsnefi í Norðurárdal í Borgarfirði á níunda tímanum í gær. Þetta kemur fram í tilkynningu frá lögreglu. 10. júní 2024 10:25 Tveir fluttir á sjúkrahús: Þriðja útkallið á einum sólarhring Þyrlusveit Landhelgisgæslunnar var kölluð út að beiðni Lögreglunnar á Vesturlandi í kvöld vegna umferðarslyss á þjóðvegi 1 við Hraunsnef í Borgarfirði. Tveir voru fluttir með þyrlunni, sem lenti við Landspítalann í Fossvogi um klukkan 22:15. 9. júní 2024 22:54 Mest lesið Skýrt ákall um heilsdagsverkfall á kvennafrídegi í ár Innlent Klórar sér í kollinum yfir kvennaverkfallinu Innlent „Það getur einhver verið að tæla barnið þitt fyrir framan þig“ Innlent Gerðu árás á rússneska efnaverksmiðju í Bryansk Erlent Lýstu yfir hættustigi vegna flugvélar í vanda Innlent „Alvarlegt áfall á Grundartanga” sem beri að bregðast við hratt Innlent Hálfsdagslokun leikskóla skyndilega orðin að heilsdagslokun Innlent Kynfræðsla ekki endilega forgangsatriði í fermingarfræðslu Innlent Trump gæti veitt sjálfum sér tugi milljarða í bætur frá eigin stjórn Erlent Fjölgun á þeim sem lögregla fylgir úr landi Innlent Fleiri fréttir „Vonbrigði hvað kom lítið út úr fundinum í gær“ Fangavörður rekinn fyrir að stela af fanga Óvissa á Grundartanga og flugumferðarstjórar funda Hafsteinn Dan tekur við formennsku í refsiréttarnefnd Klórar sér í kollinum yfir kvennaverkfallinu Hálfsdagslokun leikskóla skyndilega orðin að heilsdagslokun „Alvarlegt áfall á Grundartanga” sem beri að bregðast við hratt Ný samnorræn og baltnesk gervigreindarmiðstöð opnuð í dag „Það getur einhver verið að tæla barnið þitt fyrir framan þig“ Lýstu yfir hættustigi vegna flugvélar í vanda Fjölgun á þeim sem lögregla fylgir úr landi Skýrt ákall um heilsdagsverkfall á kvennafrídegi í ár Kynfræðsla ekki endilega forgangsatriði í fermingarfræðslu Fleiri stöðugildi sjúkraþjálfara muni fara í skriffinnsku „Þessi starfsemi er komin til að vera“ Samþykktu leiðtogaprófkjör hjá Viðreisn í Reykjavík Kannast ekki við gagnrýni á fegurðarsamkeppni ungmenna Ekki sé gagnlegt að etja Krabbameinsfélaginu og Ljósinu saman Stöðva framleiðslu í álverinu á Grundartanga Óvissustig vegna snjóflóðahættu í Ólafsfjarðarmúla Olíuboranir að hefjast beint norður af Íslandi Óttast afleiðingar þess að fjársterkari kaupendur sitji einir að markaðnum Fermingarfræðslan umdeilda stappi nærri sturlun Fundi frestað þar til á morgun Stopp á fasteignamarkaði, Miðflokkur á flugi og fegurðarsamkeppni Barn flutt á sjúkrahús eftir að hafa lent undir bíl Flugvél snúið til Keflavíkur vegna bilunar Skipta út hraðhleðslustöðinni vegna bilunar Verktakar hyggjast leita réttar síns eftir að ríkið rifti samningi Fuglaflensa greinist í refum Sjá meira
Karlmaður á þrítugsaldri lést í slysinu á Vesturlandsvegi Ökumaður fólksbifreiðarinnar sem lést í umferðarslysi á Vesturlandsvegi í Borgarfirði, skammt frá Hraunsnefi í Norðurárdal, var Íslendingur á þrítugsaldri. Hann fæddist árið 1999 og var búsettur hér á landi. 11. júní 2024 15:59
Banaslys á Vesturlandsvegi í Borgarfirði Banaslys varð á Vesturlandsvegi skammt frá Hraunsnefi í Norðurárdal í Borgarfirði á níunda tímanum í gær. Þetta kemur fram í tilkynningu frá lögreglu. 10. júní 2024 10:25
Tveir fluttir á sjúkrahús: Þriðja útkallið á einum sólarhring Þyrlusveit Landhelgisgæslunnar var kölluð út að beiðni Lögreglunnar á Vesturlandi í kvöld vegna umferðarslyss á þjóðvegi 1 við Hraunsnef í Borgarfirði. Tveir voru fluttir með þyrlunni, sem lenti við Landspítalann í Fossvogi um klukkan 22:15. 9. júní 2024 22:54