Hringvegurinn opnaður á ný klukkan 17 Rafn Ágúst Ragnarsson og Tómas Arnar Þorláksson skrifa 27. september 2025 13:52 Vegurinn fór í sundur á fimmtíu metra kafla. Vegagerðin Mjög vel hefur gengið að lagfæra skemmdir á varnargörðum og Hringveginum vestan Jökulsár í Lóni og reiknar Vegagerðin með því að hægt verði að hleypa umferð á veginn klukkan 17:00 síðdegis í dag ef ekkert óvænt kemur upp á. Hringvegurinn við Jökulsá í Lóni rétt austan við Höfn fór í sundur í gær á 50 metra kafla vegna gífurlegar vatnavaxta sem fylgdu fyrstu haustlægðinni sem gekk yfir í gær. Varnargarðurinn við veginn fór einnig í sundur á um 100 metra kafla og var hringveginum lokað frá Höfn í Hornafirði og að Djúpavogi. Allt á fullu Í tilkynningu frá Vegagerðinni kemur fram að klukkan fimm í dag verði þeim bílum sem eru á staðnum hleypt yfir í fylgd en unnið áfram til klukkan sjö til að ganga frá bráðabirgðaviðgerð þannig að umferðin geti farið um veginn. Vegurinn verður alveg opinn frá og með klukkan sjö Gauti Árnason, verkstjóri Vegagerðarinnar á vettvangi, segir í samtali við fréttastofu að vel hafi gengið og að allt sé á fullu. „Hér eru alveg allir verktakar af okkar svæði eru hér á fullu og fullt af gröfum og vörubílum og búkollum og alls konar tæki og tól,“ segir hann. Vegurinn fór einnig í sundur á svipuðum slóðum síðast vetur vegna vatnavaxta. Til stóð að bæta varnargarðinn á umræddum slóðum en ekki var ráðist í það. Gauti segir að nú verði varnargarðurinn loks bættur. Vinnu haldið áfram á morgun Er hægt að segja eitthvað hvernig viðbætur er um að ræða? „Nei, það verður bara að koma í ljós en við erum að bæta við og lengja þennan garð allavega til að byrja með, því það er spáð aftur úrkomu á mánudaginn,“ segir Gauti. Enn sé töluvert af vatni í ánni þó það sé mikið gengið niður. „Það er bara vinnufriður, fallegt veður eins og er alltaf hér í Lóni og þurrt og gott veður,“ sagði Gauti Árnason, verkstjóri Vegagerðarinnar á vettvangi. Á morgun verður vinnu haldið áfram og því má búast við að tafir geti orðið samkvæmt Vegagerðinni. Umferðin ætti þó að mestu að ganga greitt fyrir sig um það sem þá verður vinnusvæði. Vatnið í Jökulsánni sjatnaði töluvert hratt i nótt og í morgun þannig að aðstæður til að athafna sig á staðnum voru betri en búast mátti við, að sögn Vegagerðarinnar. Sveitarfélagið Hornafjörður Samgöngur Veður Mest lesið Aðdragandinn að endinum hjá ríkislögreglustjóra Innlent Hótar að kæra BBC fyrir einn milljarð dala Erlent Héldu samverustund þar sem að tvö ár eru liðin Innlent Fellaskóli vann Skrekk Innlent Bjarga Gunnfaxa með því að flytja inn samskonar flugvél Innlent Breytingar á húsaleigulögum samþykktar sem lög Innlent Reynt sé að grafa undan BBC sem þó hafi gert mistök Erlent Dómsmálaráðherra verði að segja satt og rétt frá Innlent Farsæll ferill eða í meira lagi umdeildur? Innlent Arndís Soffía tekur við af Grími Innlent Fleiri fréttir Héldu samverustund þar sem að tvö ár eru liðin Fellaskóli vann Skrekk Aðdragandinn að endinum hjá ríkislögreglustjóra Bjarga Gunnfaxa með því að flytja inn samskonar flugvél Hvatningarverðlaun gegn einelti afhent á Laugarvatni Tekist á um afgreiðslu velferðarnefndar Dómsmálaráðherra verði að segja satt og rétt frá Leiðtogaprófkjör hjá Sjálfstæðisflokknum í Reykjavík Mælist nú ekki með eins jákvætt viðhorf til kvenleiðtoga Nýr lögreglustjóri fljótur að ákveða sig og nýir vextir hjá Arion Breytingar á húsaleigulögum samþykktar sem lög Arndís Soffía tekur við af Grími Strætisvagni ekið á leikskólastarfsmann og barn Farsæll ferill eða í meira lagi umdeildur? Skyggnst inn í Hegningarhúsið Enginn gleymir þessum degi fyrir tveimur árum Heldur fullum launum Sigríður Björk hverfur á braut og umboðsmaður vill endurskoða meðferðarheimilin Flestum þykir Guðrún og Sigmundur hafa staðið sig illa Sigríður Björk segir af sér Ósammála lækni og greiðir fyrir aðgerðina sjálfur Bein útsending: Heimsþing kvenleiðtoga – fyrri dagur Rússar nýta samsæriskenningar til að réttlæta innrásina í Úkraínu Ekki lengur vonlaust tilfelli sem enginn hefur trú á Hálfur annar tími og þrjú ólík farartæki til að sækja slasaðan göngumann Öll gögn á ensku annars ógildist krafan Lestir 205 steypubíla fóru í nýja brú yfir Breiðholtsbraut Íslandsbanki ríður á vaðið og svipast um í Hegningarhúsinu „Gramsaði í munum“ og ók síðan brott á stolnum bíl undir áhrifum Vill leiða Sjálfstæðisflokkinn í Reykjanesbæ Sjá meira
Hringvegurinn við Jökulsá í Lóni rétt austan við Höfn fór í sundur í gær á 50 metra kafla vegna gífurlegar vatnavaxta sem fylgdu fyrstu haustlægðinni sem gekk yfir í gær. Varnargarðurinn við veginn fór einnig í sundur á um 100 metra kafla og var hringveginum lokað frá Höfn í Hornafirði og að Djúpavogi. Allt á fullu Í tilkynningu frá Vegagerðinni kemur fram að klukkan fimm í dag verði þeim bílum sem eru á staðnum hleypt yfir í fylgd en unnið áfram til klukkan sjö til að ganga frá bráðabirgðaviðgerð þannig að umferðin geti farið um veginn. Vegurinn verður alveg opinn frá og með klukkan sjö Gauti Árnason, verkstjóri Vegagerðarinnar á vettvangi, segir í samtali við fréttastofu að vel hafi gengið og að allt sé á fullu. „Hér eru alveg allir verktakar af okkar svæði eru hér á fullu og fullt af gröfum og vörubílum og búkollum og alls konar tæki og tól,“ segir hann. Vegurinn fór einnig í sundur á svipuðum slóðum síðast vetur vegna vatnavaxta. Til stóð að bæta varnargarðinn á umræddum slóðum en ekki var ráðist í það. Gauti segir að nú verði varnargarðurinn loks bættur. Vinnu haldið áfram á morgun Er hægt að segja eitthvað hvernig viðbætur er um að ræða? „Nei, það verður bara að koma í ljós en við erum að bæta við og lengja þennan garð allavega til að byrja með, því það er spáð aftur úrkomu á mánudaginn,“ segir Gauti. Enn sé töluvert af vatni í ánni þó það sé mikið gengið niður. „Það er bara vinnufriður, fallegt veður eins og er alltaf hér í Lóni og þurrt og gott veður,“ sagði Gauti Árnason, verkstjóri Vegagerðarinnar á vettvangi. Á morgun verður vinnu haldið áfram og því má búast við að tafir geti orðið samkvæmt Vegagerðinni. Umferðin ætti þó að mestu að ganga greitt fyrir sig um það sem þá verður vinnusvæði. Vatnið í Jökulsánni sjatnaði töluvert hratt i nótt og í morgun þannig að aðstæður til að athafna sig á staðnum voru betri en búast mátti við, að sögn Vegagerðarinnar.
Sveitarfélagið Hornafjörður Samgöngur Veður Mest lesið Aðdragandinn að endinum hjá ríkislögreglustjóra Innlent Hótar að kæra BBC fyrir einn milljarð dala Erlent Héldu samverustund þar sem að tvö ár eru liðin Innlent Fellaskóli vann Skrekk Innlent Bjarga Gunnfaxa með því að flytja inn samskonar flugvél Innlent Breytingar á húsaleigulögum samþykktar sem lög Innlent Reynt sé að grafa undan BBC sem þó hafi gert mistök Erlent Dómsmálaráðherra verði að segja satt og rétt frá Innlent Farsæll ferill eða í meira lagi umdeildur? Innlent Arndís Soffía tekur við af Grími Innlent Fleiri fréttir Héldu samverustund þar sem að tvö ár eru liðin Fellaskóli vann Skrekk Aðdragandinn að endinum hjá ríkislögreglustjóra Bjarga Gunnfaxa með því að flytja inn samskonar flugvél Hvatningarverðlaun gegn einelti afhent á Laugarvatni Tekist á um afgreiðslu velferðarnefndar Dómsmálaráðherra verði að segja satt og rétt frá Leiðtogaprófkjör hjá Sjálfstæðisflokknum í Reykjavík Mælist nú ekki með eins jákvætt viðhorf til kvenleiðtoga Nýr lögreglustjóri fljótur að ákveða sig og nýir vextir hjá Arion Breytingar á húsaleigulögum samþykktar sem lög Arndís Soffía tekur við af Grími Strætisvagni ekið á leikskólastarfsmann og barn Farsæll ferill eða í meira lagi umdeildur? Skyggnst inn í Hegningarhúsið Enginn gleymir þessum degi fyrir tveimur árum Heldur fullum launum Sigríður Björk hverfur á braut og umboðsmaður vill endurskoða meðferðarheimilin Flestum þykir Guðrún og Sigmundur hafa staðið sig illa Sigríður Björk segir af sér Ósammála lækni og greiðir fyrir aðgerðina sjálfur Bein útsending: Heimsþing kvenleiðtoga – fyrri dagur Rússar nýta samsæriskenningar til að réttlæta innrásina í Úkraínu Ekki lengur vonlaust tilfelli sem enginn hefur trú á Hálfur annar tími og þrjú ólík farartæki til að sækja slasaðan göngumann Öll gögn á ensku annars ógildist krafan Lestir 205 steypubíla fóru í nýja brú yfir Breiðholtsbraut Íslandsbanki ríður á vaðið og svipast um í Hegningarhúsinu „Gramsaði í munum“ og ók síðan brott á stolnum bíl undir áhrifum Vill leiða Sjálfstæðisflokkinn í Reykjanesbæ Sjá meira