Tilkynnt um dróna yfir Keflavíkurflugvelli Agnar Már Másson skrifar 29. september 2025 18:16 Frá Keflavíkurflugvelli. Vísir/Vilhelm Lögreglan hefur að minnsta kosti tvisvar á síðustu tveimur vikum brugðist við tilkynningu um dróna á sveimi við Keflavíkurflugvöll, annars vegar innan haftasvæðisins og hins vegar utan þess. Í báðum tilfellum fann lögreglan ekki meinta dróna. Lögreglustjóri segist samt ekki merkja nokkra fjölgun á slíkum atvikum. Fimmtudagskvöldið 18. september — fjórum dögum áður en drónar sáust sveima yfir Kastrúpflugvelli í Kaupmannahöfn — fékk lögregla tilkynningu um mögulega drónaumferð yfir haftasvæði Keflavíkurflugvallar, að sögn lögreglu. Samkvæmt upplýsingum frá Isavia var tilkynnt um drónann milli klukkan 21 og 22 þetta kvöld. Veistu meira um málið? Sendu línu á ritstjorn@visir.is. Þú getur einnig sent okkur fréttaskot hér. Fullum trúnaði er heitið. Ómar Mehmet Annisius, aðstoðaryfirlögregluþjónn á flugstöðvardeild, segir í skriflegu svari til Vísis að lögreglan hafi brugðist við útkallinu og leitað bæði innan og utan athafnarsvæðis flugvallarins með aðstoð dróna. En lögreglan fann ekki flygildið. „Lögreglan var ekki vör við grunsamlega aðila nálægt Keflavíkurflugvelli né kom auga á drónann sem tilkynnt var um,“ segir Ómar. Tilkynnt um annan dróna viku síðar Rúmlega viku síðar var aftur tilkynnt um mögulega drónaumferð á svæðinu, þegar á laugardag síðastliðinn var tilkynnt um mögulegan dróna á sveimi fyrir utan haftasvæðið síðastliðinn. Þetta staðfestir Guðjón Helgason, upplýsingafulltrúi Isavia, í samtali við Vísi en Rúv greindi frá atvikinu um helgina. Lögregla hafi rannsakað málið en orðið einskis vör. Frá aðgerðum lögreglunnar í Danmörku við Kastrup fyrir einmitt viku síðan.Steven Knap/Ritzau Scanpix/AP Margrét Kristín Pálsdóttir, settur lögreglustjóri á Suðurnesjum, segir við Vísi að lögreglan þurfi af og til að bregðast við tilkynningum um dróna en að engin marktæk aukning virðist hafa átt sér stað að undanförnu, þrátt fyrir aukið drónabrölt í nágrannaríkjum. „Við erum ekki að merkja neina aukningu,“ tekur Margrét fram. Skandínavar á tánum Drónabrölt hefur vakið ugg meðal íbúa á Norðurlöndum undanfarna daga en þar hafa spjótin beinst að Rússum. Danir hafa neyðst til að loka fjölda flugvalla um tíma eftir að drónum var flogið yfir þá. Drónar hafa einnig sést yfir borpöllum og öðrum stöðum í Danmörku. Forsætisráðherra Dana hefur kallað ástandið fjölþátta stríð. Í gærkvöldi flaug Danaher orrustuþotum yfir Borgundarhólm í Eystrasaltinu. Lögreglan kallaði aðgerðina fælingarviðbragð. Tvisvar í gær þurfti að snúa flugvélum í Noregi við vegna drónaumferðar, annars vegar við Brunneyjarsund og hins vegar við Bardufoss. Aðkoma Rússa að drónunum yfir Danmörku hefur ekki verið staðfest en spjótin hafa beinst að þeim. Ráðamenn í Moskvu þvertaka fyrir að hafa gert nokkuð af sér. Í dag greindu danskir miðlar frá því að fjöldi hermanna hefði verið herkvaddur í skyndi í gær vegna drónabröltsins (TV2). Enn fremur hefur danska lögreglan aukið viðbúnað sinn gegn drónum, einnig á Grænlandi, að sögn Sermitisiaq. Keflavíkurflugvöllur Öryggis- og varnarmál Noregur Danmörk Drónaumferð á dönskum flugvöllum Rússland Fréttir af flugi Öryggi á ferðamannastöðum Mest lesið Vill alla Sómala á brott: „Landið ykkar er glatað og við viljum þá ekki í okkar landi“ Erlent Meirihlutinn fallinn í borginni Innlent Vilja koma á óhollustuskatti Innlent Fjárlaganefnd upplýsir um næstu verkefni í vegagerð Innlent Engin niðurstaða á annars „gagnlegum“ fundi Erlent Gekk út af fíknigeðdeild og fannst látinn sólarhring síðar Innlent Annað sinn sem læknir lýgur um krabbamein: „Þetta mun fara á versta veg“ Innlent Þota hreinsaði nánast upp biðlista í Egilsstaðafluginu Innlent Leitar bróður sem hún hefur aldrei hitt Innlent Segist tilbúinn í stríð við Evrópu Erlent Fleiri fréttir Vilja koma á óhollustuskatti Fjárlaganefnd upplýsir um næstu verkefni í vegagerð Þota hreinsaði nánast upp biðlista í Egilsstaðafluginu Lengsta goshléið frá upphafi hrinunnar „Vona að við sjáum eitthvað á þessum nótum í kosningunum“ Menningarráð vill lundabyggð í gömlu selalaugina Meirihlutinn fallinn í borginni Glæný könnun, oddvitar í beinni og óhollustuskattur Lögmaðurinn áfram í varðhaldi „Virðulegi forseti, ég segi bara Jesús Kristur“ Ekki fallist á að Haukur Ægir hafi reynt að myrða „skutlarann“ Ökumaður og farþegi á gjörgæslu Um vikutöf á tæmingu djúpgáma vegna bruna sorphirðubíls Mætti til Íslands með tvö kíló af kókaíni í bakpoka Þingmenn mæta í vinnuna á laugardögum í desember Bíða með að skipa lögreglustjóra á Suðurnesjum á meðan nýs ríkislögreglustjóra er leitað Hvetja Seðlabankann til að rýmka lánþegaskilyrði enn frekar Parísar- og Rómarferð fjárlaganefndar sætir gagnrýni Vita enn ekki hvernig maðurinn lést Gott sé að draga úr notkun einkabílsins í dag og næstu daga „Íslendingar eru allt of þungir“ „Öll kosningaloforð eru svikin“ Halldór frá ASÍ til ríkisstjórnarinnar Fjárlögin tekið miklum breytingum fyrir aðra umræðu Með kíló af kókaíni í bakpokanum Skipaður forstöðumaður Stafrænnar heilsu Ekkert prófkjör hjá Sjálfstæðismönnum í Garðabæ Alvarlegt umferðarslys á Suðurstrandarvegi Gekk út af fíknigeðdeild og fannst látinn sólarhring síðar Leggja til breytingar um hærri útgjöld og meiri skatttekjur Sjá meira
Fimmtudagskvöldið 18. september — fjórum dögum áður en drónar sáust sveima yfir Kastrúpflugvelli í Kaupmannahöfn — fékk lögregla tilkynningu um mögulega drónaumferð yfir haftasvæði Keflavíkurflugvallar, að sögn lögreglu. Samkvæmt upplýsingum frá Isavia var tilkynnt um drónann milli klukkan 21 og 22 þetta kvöld. Veistu meira um málið? Sendu línu á ritstjorn@visir.is. Þú getur einnig sent okkur fréttaskot hér. Fullum trúnaði er heitið. Ómar Mehmet Annisius, aðstoðaryfirlögregluþjónn á flugstöðvardeild, segir í skriflegu svari til Vísis að lögreglan hafi brugðist við útkallinu og leitað bæði innan og utan athafnarsvæðis flugvallarins með aðstoð dróna. En lögreglan fann ekki flygildið. „Lögreglan var ekki vör við grunsamlega aðila nálægt Keflavíkurflugvelli né kom auga á drónann sem tilkynnt var um,“ segir Ómar. Tilkynnt um annan dróna viku síðar Rúmlega viku síðar var aftur tilkynnt um mögulega drónaumferð á svæðinu, þegar á laugardag síðastliðinn var tilkynnt um mögulegan dróna á sveimi fyrir utan haftasvæðið síðastliðinn. Þetta staðfestir Guðjón Helgason, upplýsingafulltrúi Isavia, í samtali við Vísi en Rúv greindi frá atvikinu um helgina. Lögregla hafi rannsakað málið en orðið einskis vör. Frá aðgerðum lögreglunnar í Danmörku við Kastrup fyrir einmitt viku síðan.Steven Knap/Ritzau Scanpix/AP Margrét Kristín Pálsdóttir, settur lögreglustjóri á Suðurnesjum, segir við Vísi að lögreglan þurfi af og til að bregðast við tilkynningum um dróna en að engin marktæk aukning virðist hafa átt sér stað að undanförnu, þrátt fyrir aukið drónabrölt í nágrannaríkjum. „Við erum ekki að merkja neina aukningu,“ tekur Margrét fram. Skandínavar á tánum Drónabrölt hefur vakið ugg meðal íbúa á Norðurlöndum undanfarna daga en þar hafa spjótin beinst að Rússum. Danir hafa neyðst til að loka fjölda flugvalla um tíma eftir að drónum var flogið yfir þá. Drónar hafa einnig sést yfir borpöllum og öðrum stöðum í Danmörku. Forsætisráðherra Dana hefur kallað ástandið fjölþátta stríð. Í gærkvöldi flaug Danaher orrustuþotum yfir Borgundarhólm í Eystrasaltinu. Lögreglan kallaði aðgerðina fælingarviðbragð. Tvisvar í gær þurfti að snúa flugvélum í Noregi við vegna drónaumferðar, annars vegar við Brunneyjarsund og hins vegar við Bardufoss. Aðkoma Rússa að drónunum yfir Danmörku hefur ekki verið staðfest en spjótin hafa beinst að þeim. Ráðamenn í Moskvu þvertaka fyrir að hafa gert nokkuð af sér. Í dag greindu danskir miðlar frá því að fjöldi hermanna hefði verið herkvaddur í skyndi í gær vegna drónabröltsins (TV2). Enn fremur hefur danska lögreglan aukið viðbúnað sinn gegn drónum, einnig á Grænlandi, að sögn Sermitisiaq.
Veistu meira um málið? Sendu línu á ritstjorn@visir.is. Þú getur einnig sent okkur fréttaskot hér. Fullum trúnaði er heitið.
Keflavíkurflugvöllur Öryggis- og varnarmál Noregur Danmörk Drónaumferð á dönskum flugvöllum Rússland Fréttir af flugi Öryggi á ferðamannastöðum Mest lesið Vill alla Sómala á brott: „Landið ykkar er glatað og við viljum þá ekki í okkar landi“ Erlent Meirihlutinn fallinn í borginni Innlent Vilja koma á óhollustuskatti Innlent Fjárlaganefnd upplýsir um næstu verkefni í vegagerð Innlent Engin niðurstaða á annars „gagnlegum“ fundi Erlent Gekk út af fíknigeðdeild og fannst látinn sólarhring síðar Innlent Annað sinn sem læknir lýgur um krabbamein: „Þetta mun fara á versta veg“ Innlent Þota hreinsaði nánast upp biðlista í Egilsstaðafluginu Innlent Leitar bróður sem hún hefur aldrei hitt Innlent Segist tilbúinn í stríð við Evrópu Erlent Fleiri fréttir Vilja koma á óhollustuskatti Fjárlaganefnd upplýsir um næstu verkefni í vegagerð Þota hreinsaði nánast upp biðlista í Egilsstaðafluginu Lengsta goshléið frá upphafi hrinunnar „Vona að við sjáum eitthvað á þessum nótum í kosningunum“ Menningarráð vill lundabyggð í gömlu selalaugina Meirihlutinn fallinn í borginni Glæný könnun, oddvitar í beinni og óhollustuskattur Lögmaðurinn áfram í varðhaldi „Virðulegi forseti, ég segi bara Jesús Kristur“ Ekki fallist á að Haukur Ægir hafi reynt að myrða „skutlarann“ Ökumaður og farþegi á gjörgæslu Um vikutöf á tæmingu djúpgáma vegna bruna sorphirðubíls Mætti til Íslands með tvö kíló af kókaíni í bakpoka Þingmenn mæta í vinnuna á laugardögum í desember Bíða með að skipa lögreglustjóra á Suðurnesjum á meðan nýs ríkislögreglustjóra er leitað Hvetja Seðlabankann til að rýmka lánþegaskilyrði enn frekar Parísar- og Rómarferð fjárlaganefndar sætir gagnrýni Vita enn ekki hvernig maðurinn lést Gott sé að draga úr notkun einkabílsins í dag og næstu daga „Íslendingar eru allt of þungir“ „Öll kosningaloforð eru svikin“ Halldór frá ASÍ til ríkisstjórnarinnar Fjárlögin tekið miklum breytingum fyrir aðra umræðu Með kíló af kókaíni í bakpokanum Skipaður forstöðumaður Stafrænnar heilsu Ekkert prófkjör hjá Sjálfstæðismönnum í Garðabæ Alvarlegt umferðarslys á Suðurstrandarvegi Gekk út af fíknigeðdeild og fannst látinn sólarhring síðar Leggja til breytingar um hærri útgjöld og meiri skatttekjur Sjá meira