„Við erum ekki með öll eggin í sömu körfu“ Árni Sæberg skrifar 29. september 2025 11:45 Daði Már Kristófersson er fjármála- og efnahagsráðherra. Vísir/Anton Brink Fjármálaráðherra segir tíðindi af gjaldþroti Play í morgun ekki góð. Aftur á móti fljúgi fjöldi flugfélaga til og frá Íslandi og því séu ekki öll eggin í sömu körfu hvað það varðar. Þá segir hann ríkið vel í stakk búið til að takast á við áfallið. Daði Már Kristófersson, fjármála- og efnahagsráðherra, ræddi stöðvun rekstrar Play við Berghildi Erlu Bernharðsdóttur fréttamann. Viðtalið við hann má sjá í spilaranum hér að neðan. „Það er alltaf þannig þegar svona atburðir gerast þá er það nú kannski fyrst og fremst starfsfólkið sem við hugsum til með meðaumkun. Þetta er auðvitað erfitt, að missa vinnuna, og að missa vinnuna með stuttum fyrirvara. Það fara í gang ákveðin kerfi til þess að takast á við það. Síðan auðvitað þeir farþegar sem eru á ferðalögum, þar fer líka í gang ákveðið kerfi hjá hinu opinbera.“ Starfsfólk þurfi ekki að hafa áhyggjur Daði Már segir ríkið í mjög góðri stöðu til þess að bregðast við því að fjöldi fólks missi vinnuna á einu bretti. Starfsfólk þurfi ekki að hafa áhyggjur af því að fá ekki greidd laun. Ísland hafi upplifað mikinn stöðugleika á undanförnum árum og staða Ábyrgðarsjóðs launa sé góð. Þá segir hann að borgaraþjónusta utanríkisráðuneytisins hafi verið virkjuð til þess að veita þeim farþegum sem sitja fastir erlendis upplýsingar um réttindi þeirra vegna stöðvunar reksturs Play. Þær upplýsingar má einnig nálgast hér. „Það er auðvitað þannig að það eru mörg félög sem eru með flug til Íslands. Ísland er í mjög góðu sambandi við umheiminn. Það verður bara að leita allra leiða til að finna lausn á málum allra sem eru strandaglópar.“ Högg fyrir ferðaþjónustuna Hann segir ljóst að gjaldþrot flugfélags geti auðvitað verið ákveðið högg fyrir ferðaþjónustuna. Flestir muna eftir gjaldþroti Wow air árið 2019, sem hafði mikil áhrif á þjóðarbúið. Daði Már segir stöðuna nú aðra að því leytinu til að nú hafi fleiri og fleiri flugfélög hafið flug til og frá Íslandi. „Það er auðvitað ákveðin trygging fyrir okkur. Það þýðir að við erum ekki með öll eggin í einni körfu. Varðandi til dæmis næsta sumar, mun markaðurinn örugglega leysa það. Við þurfum að horfa bara til næstu daga hins vegar. Þetta setur strik í reikninginn hjá þeim sem eru á ferðalagi núna eða hyggja á ferðalög og áttu bókaða ferð með Play. Áhrifin af því þurfum við að meta og bregðast við þeim eins og þau falla til.“ Reikna með áföllum Spurður út í áhrif gjaldþrots Play á rekstur ríkisins og fjárlög næsta árs segir hann að ríkið hafi alltaf svigrúm til þess að bregðast við áföllum sem þessu. „Það er bara einfaldlega þannig að það er alltaf gert ráð fyrir því hjá hinu opinbera að ófyrirséð hlutir geti gerst. Þannig að við tökum sérstaklega frá fyrir atburði eins og þessa. Við þurfum síðan bara að skoða hvert umfang aðgerðanna verður. En það þarf enginn að hafa áhyggjur af því að ríkið hafi ekki svigrúm til þess.“ Gjaldþrot Play Play Fréttir af flugi Ríkisstjórn Kristrúnar Frostadóttur Rekstur hins opinbera Gjaldþrot Mest lesið Play er gjaldþrota Viðskipti innlent Þetta eru réttindi þeirra sem eiga bókað með Play Neytendur Kveðjubréf Einars forstjóra til starfsfólks Viðskipti innlent Farþegar Play í Keflavík klóra sér í kollinum Viðskipti innlent Fargjöld ekki hækkuð af ásettu ráði Viðskipti innlent „Við erum ekki með öll eggin í sömu körfu“ Viðskipti innlent „Hver fyrir sig hvað það varðar“ Viðskipti innlent Samgöngustofa fundaði nýlega með Play og fékk gögn frá KPMG Viðskipti innlent „Höfum aldrei þurft að hugsa um þetta áður“ Atvinnulíf Norðlensk framleiðsla sem er að slá í gegn á Íslandi Samstarf Fleiri fréttir Sömu miðarnir kosti nú 370 þúsund Koma fólkinu heim með fimmtán milljóna króna leiguflugi Fargjöld ekki hækkuð af ásettu ráði Samgöngustofa fundaði nýlega með Play og fékk gögn frá KPMG „Við erum ekki með öll eggin í sömu körfu“ „Hver fyrir sig hvað það varðar“ Farþegar Play í Keflavík klóra sér í kollinum Ráðin sölu- og markaðsstjóri hjá Alfreð Kveðjubréf Einars forstjóra til starfsfólks Play er gjaldþrota Bein útsending: Staða aðfluttra á húsnæðismarkaði Spennandi tími til að opna nýjan fjölmiðill Lífsverk og Almenni lífeyrissjóðurinn í eina sæng Lagning gjaldþrota Fyrrverandi bankastjóri nýr forstjóri Thor landeldis Edda María leiðir stafræna markaðsþjónustu Vettvangs Uppsagnir hjá Fjársýslunni Guðný ráðin fræðslustjóri og Kristófer Orri í gjaldeyrismiðlun Kostaði tvo milljarða að selja Íslandsbanka Verðbólgan 4,1% og fer upp á milli mánaða Bein útsending: Framsýn forysta Opnar stað í anda Kaffi Vest í Fossvoginum Neyslan mikil og sjá ekki að stýrivextir fari hratt lækkandi Sexfölduðu veltuna á einu ári Gjaldeyrisforðinn nálægt billjón króna Rúna nýr innkaupastjóri Banana Úr geimskipaútgerð til Faxaflóahafna Bein útsending: Kynna yfirlýsingu fjármálastöðugleikanefndar Selur Alvogen í Bandaríkjunum með samruna sem skapar risa á lyfjamarkaði Óvissa á alþjóðavettvangi undirstrikar mikilvægi ríflegs gjaldeyrisforða Sjá meira
Daði Már Kristófersson, fjármála- og efnahagsráðherra, ræddi stöðvun rekstrar Play við Berghildi Erlu Bernharðsdóttur fréttamann. Viðtalið við hann má sjá í spilaranum hér að neðan. „Það er alltaf þannig þegar svona atburðir gerast þá er það nú kannski fyrst og fremst starfsfólkið sem við hugsum til með meðaumkun. Þetta er auðvitað erfitt, að missa vinnuna, og að missa vinnuna með stuttum fyrirvara. Það fara í gang ákveðin kerfi til þess að takast á við það. Síðan auðvitað þeir farþegar sem eru á ferðalögum, þar fer líka í gang ákveðið kerfi hjá hinu opinbera.“ Starfsfólk þurfi ekki að hafa áhyggjur Daði Már segir ríkið í mjög góðri stöðu til þess að bregðast við því að fjöldi fólks missi vinnuna á einu bretti. Starfsfólk þurfi ekki að hafa áhyggjur af því að fá ekki greidd laun. Ísland hafi upplifað mikinn stöðugleika á undanförnum árum og staða Ábyrgðarsjóðs launa sé góð. Þá segir hann að borgaraþjónusta utanríkisráðuneytisins hafi verið virkjuð til þess að veita þeim farþegum sem sitja fastir erlendis upplýsingar um réttindi þeirra vegna stöðvunar reksturs Play. Þær upplýsingar má einnig nálgast hér. „Það er auðvitað þannig að það eru mörg félög sem eru með flug til Íslands. Ísland er í mjög góðu sambandi við umheiminn. Það verður bara að leita allra leiða til að finna lausn á málum allra sem eru strandaglópar.“ Högg fyrir ferðaþjónustuna Hann segir ljóst að gjaldþrot flugfélags geti auðvitað verið ákveðið högg fyrir ferðaþjónustuna. Flestir muna eftir gjaldþroti Wow air árið 2019, sem hafði mikil áhrif á þjóðarbúið. Daði Már segir stöðuna nú aðra að því leytinu til að nú hafi fleiri og fleiri flugfélög hafið flug til og frá Íslandi. „Það er auðvitað ákveðin trygging fyrir okkur. Það þýðir að við erum ekki með öll eggin í einni körfu. Varðandi til dæmis næsta sumar, mun markaðurinn örugglega leysa það. Við þurfum að horfa bara til næstu daga hins vegar. Þetta setur strik í reikninginn hjá þeim sem eru á ferðalagi núna eða hyggja á ferðalög og áttu bókaða ferð með Play. Áhrifin af því þurfum við að meta og bregðast við þeim eins og þau falla til.“ Reikna með áföllum Spurður út í áhrif gjaldþrots Play á rekstur ríkisins og fjárlög næsta árs segir hann að ríkið hafi alltaf svigrúm til þess að bregðast við áföllum sem þessu. „Það er bara einfaldlega þannig að það er alltaf gert ráð fyrir því hjá hinu opinbera að ófyrirséð hlutir geti gerst. Þannig að við tökum sérstaklega frá fyrir atburði eins og þessa. Við þurfum síðan bara að skoða hvert umfang aðgerðanna verður. En það þarf enginn að hafa áhyggjur af því að ríkið hafi ekki svigrúm til þess.“
Gjaldþrot Play Play Fréttir af flugi Ríkisstjórn Kristrúnar Frostadóttur Rekstur hins opinbera Gjaldþrot Mest lesið Play er gjaldþrota Viðskipti innlent Þetta eru réttindi þeirra sem eiga bókað með Play Neytendur Kveðjubréf Einars forstjóra til starfsfólks Viðskipti innlent Farþegar Play í Keflavík klóra sér í kollinum Viðskipti innlent Fargjöld ekki hækkuð af ásettu ráði Viðskipti innlent „Við erum ekki með öll eggin í sömu körfu“ Viðskipti innlent „Hver fyrir sig hvað það varðar“ Viðskipti innlent Samgöngustofa fundaði nýlega með Play og fékk gögn frá KPMG Viðskipti innlent „Höfum aldrei þurft að hugsa um þetta áður“ Atvinnulíf Norðlensk framleiðsla sem er að slá í gegn á Íslandi Samstarf Fleiri fréttir Sömu miðarnir kosti nú 370 þúsund Koma fólkinu heim með fimmtán milljóna króna leiguflugi Fargjöld ekki hækkuð af ásettu ráði Samgöngustofa fundaði nýlega með Play og fékk gögn frá KPMG „Við erum ekki með öll eggin í sömu körfu“ „Hver fyrir sig hvað það varðar“ Farþegar Play í Keflavík klóra sér í kollinum Ráðin sölu- og markaðsstjóri hjá Alfreð Kveðjubréf Einars forstjóra til starfsfólks Play er gjaldþrota Bein útsending: Staða aðfluttra á húsnæðismarkaði Spennandi tími til að opna nýjan fjölmiðill Lífsverk og Almenni lífeyrissjóðurinn í eina sæng Lagning gjaldþrota Fyrrverandi bankastjóri nýr forstjóri Thor landeldis Edda María leiðir stafræna markaðsþjónustu Vettvangs Uppsagnir hjá Fjársýslunni Guðný ráðin fræðslustjóri og Kristófer Orri í gjaldeyrismiðlun Kostaði tvo milljarða að selja Íslandsbanka Verðbólgan 4,1% og fer upp á milli mánaða Bein útsending: Framsýn forysta Opnar stað í anda Kaffi Vest í Fossvoginum Neyslan mikil og sjá ekki að stýrivextir fari hratt lækkandi Sexfölduðu veltuna á einu ári Gjaldeyrisforðinn nálægt billjón króna Rúna nýr innkaupastjóri Banana Úr geimskipaútgerð til Faxaflóahafna Bein útsending: Kynna yfirlýsingu fjármálastöðugleikanefndar Selur Alvogen í Bandaríkjunum með samruna sem skapar risa á lyfjamarkaði Óvissa á alþjóðavettvangi undirstrikar mikilvægi ríflegs gjaldeyrisforða Sjá meira