Arnar: Aðrir leikmenn framar en Jóhann Sindri Sverrisson skrifar 1. október 2025 13:24 Jóhann Berg Guðmundsson hefur spilað 99 A-landsleiki og var fyrirliði liðsins. Getty/Filip Filipovic Jóhann Berg Guðmundsson, fyrrverandi landsliðsfyrirliði, þarf áfram að bíða eftir því að spila sinn hundraðasta A-landsleik í fótbolta. Aðrir leikmenn standa honum framar í dag, segir Arnar Gunnlaugsson landsliðsþjálfari. Þetta sagði Arnar á blaðamannafundi í dag þegar hann kynnti landsliðshópinn sem mætir Úkraínu og Frakklandi á troðfullum Laugardalsvelli 10. og 13. október, í undankeppni HM. Fundinn má sjá hér að neðan. Jóhann missti af síðustu landsleikjum, 5-0 sigrinum gegn Aserbaísjan og 2-1 tapinu gegn Frakklandi, en hefur verið að spila með sínu liði í Sameinuðu arabísku furstadæmunum að undanförnu. Meiðsli eru því ekki ástæðan fyrir því að hann var ekki valinn að þessu sinni: „Síðasti gluggi fór mjög vel og hópurinn stóð sína vakt með gríðarlega góðum hætti. Við reyndum að hreyfa sem minnst við hópnum. Tvær breytingar en leikmenn sem eru að spila í hans stöðu eru framar að þessu sinni,“ sagði Arnar. Aðspurður hvernig Jóhann hefði tekið því svaraði Arnar: „Ég tilkynnti honum þetta ekki.“ Arnar valdi hins vegar Aron Einar Gunnarsson í liðið en Aron missti af síðustu landsleikjum vegna meiðsla. Hjörtur Hermannsson, sem var kallaður inn vegna meiðsla í síðustu leikjum, fær hins vegar ekki sæti í hópnum: „Ég vil hrósa honum [Hirti] gríðarlega mikið. Hann kom inn af mikilli fagmennsku og það var súrt að skilja hann eftir núna. Heill Aron er mjög mikilvægur fyrir okkur. Hann er búinn að spila mikið núna og er í góðu standi,“ sagði Arnar. Willum Þór Willumsson er ekki með núna en hann meiddist í síðasta landsliðsverkefni. Andri Fannar Baldursson fær hins vegar sæti á ný í hópnum eftir nokkra bið: „Willum höfum við séð fyrir okkur sem pivot í okkar verkefnum og það er staða sem ég tel hann geta leyst vel með landsliðinu. Við völdum annan pivot í Andra Fannari og það er lógískt. Hann var að spila á San Siro 18 ára og það biðu hans bjartar vonir og væntingar. Svo koma meiðsli og annað en nú er hann kominn á gott ról. Ég fagna því að hann sé kominn aftur til móts við hópinn, aðeins 23 ára,“ sagði Arnar. Landslið karla í fótbolta HM 2026 í fótbolta Mest lesið Fyrirliði Skota hugsaði um Jota allan daginn fyrir eitt besta kvöld lífsins Fótbolti Viðsnúningur á Extra-leikunum: „Margir sem spáðu því að þú myndir tapa 22-0“ Körfubolti Velsk sýning og Austurríki á HM í fyrsta sinn síðan 1998 Fótbolti „Ómetanlegt og mikil reynsla fyrir félagið“ Handbolti Heimir Hallgrímsson og Eyjólfur Sverrisson spá báðir vítakeppni Íslenski boltinn Veiðifagn Stjörnumanna tekið í japönsku deildinni - myndband Íslenski boltinn F1: Campos þakklátur fyrir valið Formúla 1 Skotar á HM í fyrsta sinn í 28 ár Fótbolti Zlatan Ibrahimovic kominn með heiðursbelti í tækvondó Fótbolti Ronaldo hittir Trump í dag Fótbolti Fleiri fréttir Fyrirliði Skota hugsaði um Jota allan daginn fyrir eitt besta kvöld lífsins Velsk sýning og Austurríki á HM í fyrsta sinn síðan 1998 Skotar á HM í fyrsta sinn í 28 ár Óttast að Gabriel verði frá fram á næsta ár Árni Snær áfram milli stanganna hjá Stjörnunni Þriggja marka tap og strákarnir úr leik Reynir að lægja öldurnar eftir stórsjó ævisögunnar Sæti á HM 2026 í boði á Hampden Park í kvöld Sýna frá ræðu Arnars eftir að HM draumurinn varð að engu Danir skjálfa á beinunum: Óttast klúður í kvöld Ronaldo hittir Trump í dag Leikmennirnir skipta 375 milljónum króna á milli sín Orðaður við Liverpool og með 65 milljóna punda riftunarákvæði í janúar Er undankeppni HM í fótbolta ósanngjörn fyrir Ísland og hinar þjóðir Evrópu? Káfaði á rassi Haaland og kom honum í stuð Þurfti að gúgla Heimi sem hefur nú áhrif á næstu kynslóð Íra Forseti FIFA eftir fund með Trump: „Bandaríkin munu bjóða heiminn velkominn“ Mættu með skalla og plastpoka til heiðurs goðsögn Brjálaður fögnuður, nafni flugvallar breytt og T vantaði í tattú Settu upp sýningu og sjö evrópsk lið komin á HM Frá Klaksvík á Krókinn Sesko úr leik fram í desember Sagði fögnuð Norðmanna „aumkunarverðan“ Kane náði Pele og var líka yfirlýsingaglaður eftir leik Þrír úrslitaleikir um HM-sæti næstu tvö kvöld Spænsku stelpurnar mæta þeim ensku á Wembley en ekki þær íslensku Liðsfélagi Fanneyjar máluð öll í gulli Fá jafnstóran klefa og karlarnir í Barcelona Hótað tíu leikja banni fyrir færslu á samfélagsmiðlum Sakaði mótherjana um að nota vúdú Sjá meira
Þetta sagði Arnar á blaðamannafundi í dag þegar hann kynnti landsliðshópinn sem mætir Úkraínu og Frakklandi á troðfullum Laugardalsvelli 10. og 13. október, í undankeppni HM. Fundinn má sjá hér að neðan. Jóhann missti af síðustu landsleikjum, 5-0 sigrinum gegn Aserbaísjan og 2-1 tapinu gegn Frakklandi, en hefur verið að spila með sínu liði í Sameinuðu arabísku furstadæmunum að undanförnu. Meiðsli eru því ekki ástæðan fyrir því að hann var ekki valinn að þessu sinni: „Síðasti gluggi fór mjög vel og hópurinn stóð sína vakt með gríðarlega góðum hætti. Við reyndum að hreyfa sem minnst við hópnum. Tvær breytingar en leikmenn sem eru að spila í hans stöðu eru framar að þessu sinni,“ sagði Arnar. Aðspurður hvernig Jóhann hefði tekið því svaraði Arnar: „Ég tilkynnti honum þetta ekki.“ Arnar valdi hins vegar Aron Einar Gunnarsson í liðið en Aron missti af síðustu landsleikjum vegna meiðsla. Hjörtur Hermannsson, sem var kallaður inn vegna meiðsla í síðustu leikjum, fær hins vegar ekki sæti í hópnum: „Ég vil hrósa honum [Hirti] gríðarlega mikið. Hann kom inn af mikilli fagmennsku og það var súrt að skilja hann eftir núna. Heill Aron er mjög mikilvægur fyrir okkur. Hann er búinn að spila mikið núna og er í góðu standi,“ sagði Arnar. Willum Þór Willumsson er ekki með núna en hann meiddist í síðasta landsliðsverkefni. Andri Fannar Baldursson fær hins vegar sæti á ný í hópnum eftir nokkra bið: „Willum höfum við séð fyrir okkur sem pivot í okkar verkefnum og það er staða sem ég tel hann geta leyst vel með landsliðinu. Við völdum annan pivot í Andra Fannari og það er lógískt. Hann var að spila á San Siro 18 ára og það biðu hans bjartar vonir og væntingar. Svo koma meiðsli og annað en nú er hann kominn á gott ról. Ég fagna því að hann sé kominn aftur til móts við hópinn, aðeins 23 ára,“ sagði Arnar.
Landslið karla í fótbolta HM 2026 í fótbolta Mest lesið Fyrirliði Skota hugsaði um Jota allan daginn fyrir eitt besta kvöld lífsins Fótbolti Viðsnúningur á Extra-leikunum: „Margir sem spáðu því að þú myndir tapa 22-0“ Körfubolti Velsk sýning og Austurríki á HM í fyrsta sinn síðan 1998 Fótbolti „Ómetanlegt og mikil reynsla fyrir félagið“ Handbolti Heimir Hallgrímsson og Eyjólfur Sverrisson spá báðir vítakeppni Íslenski boltinn Veiðifagn Stjörnumanna tekið í japönsku deildinni - myndband Íslenski boltinn F1: Campos þakklátur fyrir valið Formúla 1 Skotar á HM í fyrsta sinn í 28 ár Fótbolti Zlatan Ibrahimovic kominn með heiðursbelti í tækvondó Fótbolti Ronaldo hittir Trump í dag Fótbolti Fleiri fréttir Fyrirliði Skota hugsaði um Jota allan daginn fyrir eitt besta kvöld lífsins Velsk sýning og Austurríki á HM í fyrsta sinn síðan 1998 Skotar á HM í fyrsta sinn í 28 ár Óttast að Gabriel verði frá fram á næsta ár Árni Snær áfram milli stanganna hjá Stjörnunni Þriggja marka tap og strákarnir úr leik Reynir að lægja öldurnar eftir stórsjó ævisögunnar Sæti á HM 2026 í boði á Hampden Park í kvöld Sýna frá ræðu Arnars eftir að HM draumurinn varð að engu Danir skjálfa á beinunum: Óttast klúður í kvöld Ronaldo hittir Trump í dag Leikmennirnir skipta 375 milljónum króna á milli sín Orðaður við Liverpool og með 65 milljóna punda riftunarákvæði í janúar Er undankeppni HM í fótbolta ósanngjörn fyrir Ísland og hinar þjóðir Evrópu? Káfaði á rassi Haaland og kom honum í stuð Þurfti að gúgla Heimi sem hefur nú áhrif á næstu kynslóð Íra Forseti FIFA eftir fund með Trump: „Bandaríkin munu bjóða heiminn velkominn“ Mættu með skalla og plastpoka til heiðurs goðsögn Brjálaður fögnuður, nafni flugvallar breytt og T vantaði í tattú Settu upp sýningu og sjö evrópsk lið komin á HM Frá Klaksvík á Krókinn Sesko úr leik fram í desember Sagði fögnuð Norðmanna „aumkunarverðan“ Kane náði Pele og var líka yfirlýsingaglaður eftir leik Þrír úrslitaleikir um HM-sæti næstu tvö kvöld Spænsku stelpurnar mæta þeim ensku á Wembley en ekki þær íslensku Liðsfélagi Fanneyjar máluð öll í gulli Fá jafnstóran klefa og karlarnir í Barcelona Hótað tíu leikja banni fyrir færslu á samfélagsmiðlum Sakaði mótherjana um að nota vúdú Sjá meira