„Mjög súr og dapur þegar hann hringdi í mig“ Sindri Sverrisson skrifar 1. október 2025 14:56 Orri Steinn Óskarsson lék fyrstu tvo landsleiki Íslands undir stjórn Arnars Gunnlaugssonar og er fyrirliði liðsins. Getty/Alex Nicodim Eftir að Arnar Gunnlaugsson gerði markahrókinn Orra Stein Óskarsson að fyrirliða íslenska landsliðsins í fótbolta hefur Orri aðeins náð að spila tvo af sex leikjum liðsins. Hann missir svo af tveimur til viðbótar, vegna meiðsla, þegar Ísland mætir Úkraínu og Frakklandi 10. og 13. október. Orri hefur ekki getað spilað með Real Sociedad á Spáni síðan í lok ágúst, vegna meiðsla, og tapaði kapphlaupinu við tímann fyrir leikina mikilvægu sem framundan eru, í undankeppni HM. Leiki sem ráða svo miklu um möguleika Íslands á að spila á stærsta sviði fótboltans í Ameríku næsta sumar. „Hann var mjög súr og dapur þegar hann hringdi í mig fyrir nokkrum dögum síðan,“ sagði Arnar á blaðamannafundi í dag. Fundinn má sjá hér að neðan en svör Arnars um Orra koma eftir 6 mínútur og 20 sekúndur af upptökunni. „Þetta verður [fimmti og] sjötti leikurinn sem Orri missir af og þetta er mjög leiðinlegt. Við töldum að það væri skynsamlegt fyrir hann að taka þennan glugga í að ná sér heilum og vera vonandi klár í nóvembergluggann. Ég held að það sé mikil pressa á hann líka í sínu félagsliði, þeim er búið að ganga illa. Leikmaðurinn er alltaf í fyrsta sæti. Hann er alltaf fyrstur þegar við hugsum um liðið og hópinn, og við horfum til framtíðar. Það er langskynsamlegast að hann sitji hjá í þetta skiptið, þó það sé ógeðslega leiðinlegt fyrir hann,“ sagði Arnar. Ætlast til mikils af Alberti Brynjólfur Willumsson og Albert Guðmundsson meiddust í síðasta landsliðsverkefni en eru valdir núna. Eru þeir klárir í að spila báða leikina? „Já, ég held það. Albert spilaði um helgina og Binni er byrjaður að æfa hundrað prósent með sínu félagsliði. Alberts var sárt saknað á móti Frökkum og það er eins hjá honum og Orra að það gengur ekkert sérstaklega hjá þeirra félagsliðum. En það er einhvern veginn alltaf þannig að þó að liðum manna gangi ekki vel þá hafa þeir aldrei tekið það með sér þegar þeir koma til móts við landsliðshópinn. Það er eins og ferskir vindar og nýtt líf fyrir þessa stráka. Ég ætlast til mikils af Alberti, og Binni kom sterkur inn í síðasta glugga. Hvort sem hann er markahæstur í Hollandi eða ekki þá hefur aldrei vantað sjálfstraust í þennan pilt. Hann kemur bara öflugur aftur inn í hópinn,“ sagði Arnar eins og heyra má hér að ofan. Landslið karla í fótbolta HM 2026 í fótbolta Tengdar fréttir Svona var fundur KSÍ þegar Arnar tilkynnti landsliðshópinn Vísir var með beina útsendingu frá blaðamannafundi KSÍ þar sem Arnar Gunnlaugsson tilkynnti hóp karlalandsliðsins í fótbolta fyrir næstu leiki þess. 1. október 2025 12:45 Arnar: Aðrir leikmenn framar en Jóhann Jóhann Berg Guðmundsson, fyrrverandi landsliðsfyrirliði, þarf áfram að bíða eftir því að spila sinn hundraðasta A-landsleik í fótbolta. Aðrir leikmenn standa honum framar í dag, segir Arnar Gunnlaugsson landsliðsþjálfari. 1. október 2025 13:24 Mest lesið Fyrirliði Skota hugsaði um Jota allan daginn fyrir eitt besta kvöld lífsins Fótbolti Viðsnúningur á Extra-leikunum: „Margir sem spáðu því að þú myndir tapa 22-0“ Körfubolti Velsk sýning og Austurríki á HM í fyrsta sinn síðan 1998 Fótbolti „Ómetanlegt og mikil reynsla fyrir félagið“ Handbolti Heimir Hallgrímsson og Eyjólfur Sverrisson spá báðir vítakeppni Íslenski boltinn Veiðifagn Stjörnumanna tekið í japönsku deildinni - myndband Íslenski boltinn F1: Campos þakklátur fyrir valið Formúla 1 Skotar á HM í fyrsta sinn í 28 ár Fótbolti Zlatan Ibrahimovic kominn með heiðursbelti í tækvondó Fótbolti Ronaldo hittir Trump í dag Fótbolti Fleiri fréttir Fyrirliði Skota hugsaði um Jota allan daginn fyrir eitt besta kvöld lífsins Velsk sýning og Austurríki á HM í fyrsta sinn síðan 1998 Skotar á HM í fyrsta sinn í 28 ár Óttast að Gabriel verði frá fram á næsta ár Árni Snær áfram milli stanganna hjá Stjörnunni Þriggja marka tap og strákarnir úr leik Reynir að lægja öldurnar eftir stórsjó ævisögunnar Sæti á HM 2026 í boði á Hampden Park í kvöld Sýna frá ræðu Arnars eftir að HM draumurinn varð að engu Danir skjálfa á beinunum: Óttast klúður í kvöld Ronaldo hittir Trump í dag Leikmennirnir skipta 375 milljónum króna á milli sín Orðaður við Liverpool og með 65 milljóna punda riftunarákvæði í janúar Er undankeppni HM í fótbolta ósanngjörn fyrir Ísland og hinar þjóðir Evrópu? Káfaði á rassi Haaland og kom honum í stuð Þurfti að gúgla Heimi sem hefur nú áhrif á næstu kynslóð Íra Forseti FIFA eftir fund með Trump: „Bandaríkin munu bjóða heiminn velkominn“ Mættu með skalla og plastpoka til heiðurs goðsögn Brjálaður fögnuður, nafni flugvallar breytt og T vantaði í tattú Settu upp sýningu og sjö evrópsk lið komin á HM Frá Klaksvík á Krókinn Sesko úr leik fram í desember Sagði fögnuð Norðmanna „aumkunarverðan“ Kane náði Pele og var líka yfirlýsingaglaður eftir leik Þrír úrslitaleikir um HM-sæti næstu tvö kvöld Spænsku stelpurnar mæta þeim ensku á Wembley en ekki þær íslensku Liðsfélagi Fanneyjar máluð öll í gulli Fá jafnstóran klefa og karlarnir í Barcelona Hótað tíu leikja banni fyrir færslu á samfélagsmiðlum Sakaði mótherjana um að nota vúdú Sjá meira
Orri hefur ekki getað spilað með Real Sociedad á Spáni síðan í lok ágúst, vegna meiðsla, og tapaði kapphlaupinu við tímann fyrir leikina mikilvægu sem framundan eru, í undankeppni HM. Leiki sem ráða svo miklu um möguleika Íslands á að spila á stærsta sviði fótboltans í Ameríku næsta sumar. „Hann var mjög súr og dapur þegar hann hringdi í mig fyrir nokkrum dögum síðan,“ sagði Arnar á blaðamannafundi í dag. Fundinn má sjá hér að neðan en svör Arnars um Orra koma eftir 6 mínútur og 20 sekúndur af upptökunni. „Þetta verður [fimmti og] sjötti leikurinn sem Orri missir af og þetta er mjög leiðinlegt. Við töldum að það væri skynsamlegt fyrir hann að taka þennan glugga í að ná sér heilum og vera vonandi klár í nóvembergluggann. Ég held að það sé mikil pressa á hann líka í sínu félagsliði, þeim er búið að ganga illa. Leikmaðurinn er alltaf í fyrsta sæti. Hann er alltaf fyrstur þegar við hugsum um liðið og hópinn, og við horfum til framtíðar. Það er langskynsamlegast að hann sitji hjá í þetta skiptið, þó það sé ógeðslega leiðinlegt fyrir hann,“ sagði Arnar. Ætlast til mikils af Alberti Brynjólfur Willumsson og Albert Guðmundsson meiddust í síðasta landsliðsverkefni en eru valdir núna. Eru þeir klárir í að spila báða leikina? „Já, ég held það. Albert spilaði um helgina og Binni er byrjaður að æfa hundrað prósent með sínu félagsliði. Alberts var sárt saknað á móti Frökkum og það er eins hjá honum og Orra að það gengur ekkert sérstaklega hjá þeirra félagsliðum. En það er einhvern veginn alltaf þannig að þó að liðum manna gangi ekki vel þá hafa þeir aldrei tekið það með sér þegar þeir koma til móts við landsliðshópinn. Það er eins og ferskir vindar og nýtt líf fyrir þessa stráka. Ég ætlast til mikils af Alberti, og Binni kom sterkur inn í síðasta glugga. Hvort sem hann er markahæstur í Hollandi eða ekki þá hefur aldrei vantað sjálfstraust í þennan pilt. Hann kemur bara öflugur aftur inn í hópinn,“ sagði Arnar eins og heyra má hér að ofan.
Landslið karla í fótbolta HM 2026 í fótbolta Tengdar fréttir Svona var fundur KSÍ þegar Arnar tilkynnti landsliðshópinn Vísir var með beina útsendingu frá blaðamannafundi KSÍ þar sem Arnar Gunnlaugsson tilkynnti hóp karlalandsliðsins í fótbolta fyrir næstu leiki þess. 1. október 2025 12:45 Arnar: Aðrir leikmenn framar en Jóhann Jóhann Berg Guðmundsson, fyrrverandi landsliðsfyrirliði, þarf áfram að bíða eftir því að spila sinn hundraðasta A-landsleik í fótbolta. Aðrir leikmenn standa honum framar í dag, segir Arnar Gunnlaugsson landsliðsþjálfari. 1. október 2025 13:24 Mest lesið Fyrirliði Skota hugsaði um Jota allan daginn fyrir eitt besta kvöld lífsins Fótbolti Viðsnúningur á Extra-leikunum: „Margir sem spáðu því að þú myndir tapa 22-0“ Körfubolti Velsk sýning og Austurríki á HM í fyrsta sinn síðan 1998 Fótbolti „Ómetanlegt og mikil reynsla fyrir félagið“ Handbolti Heimir Hallgrímsson og Eyjólfur Sverrisson spá báðir vítakeppni Íslenski boltinn Veiðifagn Stjörnumanna tekið í japönsku deildinni - myndband Íslenski boltinn F1: Campos þakklátur fyrir valið Formúla 1 Skotar á HM í fyrsta sinn í 28 ár Fótbolti Zlatan Ibrahimovic kominn með heiðursbelti í tækvondó Fótbolti Ronaldo hittir Trump í dag Fótbolti Fleiri fréttir Fyrirliði Skota hugsaði um Jota allan daginn fyrir eitt besta kvöld lífsins Velsk sýning og Austurríki á HM í fyrsta sinn síðan 1998 Skotar á HM í fyrsta sinn í 28 ár Óttast að Gabriel verði frá fram á næsta ár Árni Snær áfram milli stanganna hjá Stjörnunni Þriggja marka tap og strákarnir úr leik Reynir að lægja öldurnar eftir stórsjó ævisögunnar Sæti á HM 2026 í boði á Hampden Park í kvöld Sýna frá ræðu Arnars eftir að HM draumurinn varð að engu Danir skjálfa á beinunum: Óttast klúður í kvöld Ronaldo hittir Trump í dag Leikmennirnir skipta 375 milljónum króna á milli sín Orðaður við Liverpool og með 65 milljóna punda riftunarákvæði í janúar Er undankeppni HM í fótbolta ósanngjörn fyrir Ísland og hinar þjóðir Evrópu? Káfaði á rassi Haaland og kom honum í stuð Þurfti að gúgla Heimi sem hefur nú áhrif á næstu kynslóð Íra Forseti FIFA eftir fund með Trump: „Bandaríkin munu bjóða heiminn velkominn“ Mættu með skalla og plastpoka til heiðurs goðsögn Brjálaður fögnuður, nafni flugvallar breytt og T vantaði í tattú Settu upp sýningu og sjö evrópsk lið komin á HM Frá Klaksvík á Krókinn Sesko úr leik fram í desember Sagði fögnuð Norðmanna „aumkunarverðan“ Kane náði Pele og var líka yfirlýsingaglaður eftir leik Þrír úrslitaleikir um HM-sæti næstu tvö kvöld Spænsku stelpurnar mæta þeim ensku á Wembley en ekki þær íslensku Liðsfélagi Fanneyjar máluð öll í gulli Fá jafnstóran klefa og karlarnir í Barcelona Hótað tíu leikja banni fyrir færslu á samfélagsmiðlum Sakaði mótherjana um að nota vúdú Sjá meira
Svona var fundur KSÍ þegar Arnar tilkynnti landsliðshópinn Vísir var með beina útsendingu frá blaðamannafundi KSÍ þar sem Arnar Gunnlaugsson tilkynnti hóp karlalandsliðsins í fótbolta fyrir næstu leiki þess. 1. október 2025 12:45
Arnar: Aðrir leikmenn framar en Jóhann Jóhann Berg Guðmundsson, fyrrverandi landsliðsfyrirliði, þarf áfram að bíða eftir því að spila sinn hundraðasta A-landsleik í fótbolta. Aðrir leikmenn standa honum framar í dag, segir Arnar Gunnlaugsson landsliðsþjálfari. 1. október 2025 13:24