„Þetta svíður mig mjög sárt“ Valur Páll Eiríksson skrifar 2. október 2025 08:01 Arnar Gunnlaugsson kallar skilaboð til sinna manna í leiknum við Skotland á föstudaginn. Getty/Andrew Milligan Arnar Gunnlaugsson skildi þá Gylfa Þór Sigurðsson og Jóhann Berg Guðmundsson eftir utan landsliðshóps Íslands fyrir komandi leiki en Aron Einar Gunnarsson er með. Hann lætur sig dreyma um sæti á HM á næsta ári. Flestir leikmenn íslenska liðsins eru heilir og til taks fyrir komandi verkefni. Þó ekki Orri Steinn Óskarsson sem er enn að glíma við meiðsli. Margur veltir upp stöðu gamla bandsins, svokallaða, en 36 ára gamall Aron Einar Gunnarsson fær sæti í hópnum á meðan Jóhann Berg Guðmundsson og Gylfi Þór Sigurðsson eru utan hans. Arnar segir þá Jóhann Berg og Gylfa Þór einfaldlega tapa samkeppni við yngri menn sem hafa verið að gera vel á miðju liðsins, sem og með sínum félagsliðum sem leika á hærra stigi en lið þeirra fyrrnefndu. Arnar var spurður hvort landsliðsferli Gylfa væri lokið. „Þetta er alls ekki búið. Þetta svíður mig mjög sárt. Hann er búinn að standa sig mjög vel seinni hluta mótsins og leikstaða hans hefur breyst - hann hefur færst aftar á miðjuna. Hverjir eru aftarlega á miðjunni hjá okkur? Það er bara bullandi samkeppni. Þar eru menn að spila á háu stigi og liðið að standa sig vel. Þetta er bara erfitt,“ segir Arnar í samtali við íþróttadeild og bætir við: „Samkvæmt minni stærðfræði þarf alltaf að taka einn út í staðinn, eða jafnvel tvo. Er það sanngjarnt gagnvart þeim sem eru að standa sig vel, bæði með landsliði og félagsliði? Þá kemst maður að því fyrir þennan glugga: Nei, það er ekki sanngjarnt.“ Erfitt að skilja Hjört eftir Aron Einar fái því sæti vegna þess að hann spilar sem miðvörður, en ekki sem miðjumaður líkt og þeir Gylfi og Jóhann. Það hafi þó verið erfitt að velja milli hans og Hjartar Hermannssonar. „Það er nákvæmlega þannig. Spot on. Þú ert góður í stærðfræði. Þetta er í raun þannig. Hann er hugsaður sem miðvörður í landsliðinu en datt út síðast. Hjörtur kom þá inn og var frábær fyrir okkur. Því miður dettur hann út núna því Aron Einar er heill og við teljum hann betri kost í þennan glugga núna. Ef Aron Einar meiðist eða Sverrir Ingi eða annar þá veit ég að minn maður Hjörtur er klár í kallið,“ segir Arnar. Lætur sig dreyma Komandi leikir hafa gríðarlegt mikilvægi. Ísland er með þrjú stig í öðru sæti riðilsins, fyrir neðan Frakka sem hafa sex en fyrir ofan Úkraínu og Aserbaídsjan sem eru með eitt hvort. Nú eru fram undan tveir heimaleikir við Úkraínu og Frakka. Ljóst er að úr þeim þurfa að fást þrjú stig áður en við taka útileikir við Úkraínumenn og Asera í nóvember. Arnar leyfir sér að dreyma. „Ég er draumóramaður. Ég leyfi mér að dreyma um það að eftir blaðamannafund eftir leik gegn Úkraínu þar sem við förum með sigur af hólmi, að við séum einfaldlega að fara að tala um úrslitaleik við Frakka um að ná fyrsta sætinu. Hversu fáránlegt sem það kann að hljóma þá er það bara staðreynd sem við eigum að fagna og berjast fyrir og gera allt sem í okkar valdi stendur til að upplifa þann draum,“ segir Arnar. Viðtalið í heild má sjá að neðan en fréttina úr Sportpakka gærkvöldsins að ofan. Klippa: Arnar skýrir valið og lætur sig dreyma Landslið karla í fótbolta HM 2026 í fótbolta Mest lesið Enginn blóðugur en einn brjálaður á HM í kvöld Sport Hefur aldrei séð svona ofbeldi: „Þetta var allt of mikið“ Sport Körfuboltakvöld: Tilþrif tímabilsins til þessa Körfubolti Stjarnan fór í dulargervi: Setti stuðningsmann United á óþekka listann Enski boltinn Garnacho skaut Chelsea áfram í undanúrslit Enski boltinn Brasilíumenn byrja vel undir stjórn Menezes - myndband Fótbolti Viktor Gísli stóð vaktina er fullkomið gengi Börsunga hélt áfram Handbolti UFC meistari segir frá fjárkúgun og „fölskum ásökunum“ Sport Milljarðs evra munur á liðunum: Börsungar lentu í brasi gegn þriðju deildar liði Fótbolti Halda Orra og Sporting engin bönd Handbolti Fleiri fréttir Stjarnan fór í dulargervi: Setti stuðningsmann United á óþekka listann Milljarðs evra munur á liðunum: Börsungar lentu í brasi gegn þriðju deildar liði Garnacho skaut Chelsea áfram í undanúrslit Sjáðu flottasta mark í heimi árið 2025 Bonmatí og Dembele best í heimi Vísa á bug fullyrðingum Bruno sem hafa valdið fjaðrafoki Rodgers tekinn til starfa í Sádi-Arabíu Gestgjafar HM bjóða Íslandi heim í leik Hlaut 21 árs dóm fyrir að aka inn í skrúðgönguna í Liverpool Mbappé vann PSG og fær níu milljarða Bjarni segir Newcastle stærra félag en Tottenham Romano segir fólki að fylgjast með Alberti í janúar Moyes ældi alla leiðina til Eyja Bróðirinn sendir Amorim skilaboð: „Frelsið Kobbie Mainoo“ „Besta frammistaða United undir stjórn Amorim“ Segir að Salah muni sjá eftir því að fara í janúar Sjáðu mörkin úr ótrúlegu átta marka jafntefli á Old Trafford Skemmtilegt fyrir fólkið heima og United verðskuldaði sigur „Verið heiður að spila í appelsínugulu með frábærum liðsfélögum“ Jafnt í ótrúlegum átta marka leik á Old Trafford Þekkir Egilshöllina vel og skoraði gegn fyrrum félögum Vildi ekki skýra ummælin um verstu 48 klukkutímana frekar Rodgers á leið til Sádi-Arabíu Maresca hafi tekið blaðsíðu úr bók Salah og gert sér óleik Guardiola gagnrýndi Foden þrátt fyrir markið „Finnst þér ekki eins og hann sé þjakaður af pressu yfir því hvað hann sé lélegur?“ Fyrirliði Newcastle eftir tapið fyrir Sunderland: „Þetta er svo vandræðalegt“ Sjáðu klaufalegt sjálfsmark Woltemade í grannaslagnum og öll hin úr enska Amorim verður ánægður ef Mainoo ræðir við hann um lán „Sé ekkert annað en að dýrasti leikmaður deildarinnar verði áfram á bekknum“ Sjá meira
Flestir leikmenn íslenska liðsins eru heilir og til taks fyrir komandi verkefni. Þó ekki Orri Steinn Óskarsson sem er enn að glíma við meiðsli. Margur veltir upp stöðu gamla bandsins, svokallaða, en 36 ára gamall Aron Einar Gunnarsson fær sæti í hópnum á meðan Jóhann Berg Guðmundsson og Gylfi Þór Sigurðsson eru utan hans. Arnar segir þá Jóhann Berg og Gylfa Þór einfaldlega tapa samkeppni við yngri menn sem hafa verið að gera vel á miðju liðsins, sem og með sínum félagsliðum sem leika á hærra stigi en lið þeirra fyrrnefndu. Arnar var spurður hvort landsliðsferli Gylfa væri lokið. „Þetta er alls ekki búið. Þetta svíður mig mjög sárt. Hann er búinn að standa sig mjög vel seinni hluta mótsins og leikstaða hans hefur breyst - hann hefur færst aftar á miðjuna. Hverjir eru aftarlega á miðjunni hjá okkur? Það er bara bullandi samkeppni. Þar eru menn að spila á háu stigi og liðið að standa sig vel. Þetta er bara erfitt,“ segir Arnar í samtali við íþróttadeild og bætir við: „Samkvæmt minni stærðfræði þarf alltaf að taka einn út í staðinn, eða jafnvel tvo. Er það sanngjarnt gagnvart þeim sem eru að standa sig vel, bæði með landsliði og félagsliði? Þá kemst maður að því fyrir þennan glugga: Nei, það er ekki sanngjarnt.“ Erfitt að skilja Hjört eftir Aron Einar fái því sæti vegna þess að hann spilar sem miðvörður, en ekki sem miðjumaður líkt og þeir Gylfi og Jóhann. Það hafi þó verið erfitt að velja milli hans og Hjartar Hermannssonar. „Það er nákvæmlega þannig. Spot on. Þú ert góður í stærðfræði. Þetta er í raun þannig. Hann er hugsaður sem miðvörður í landsliðinu en datt út síðast. Hjörtur kom þá inn og var frábær fyrir okkur. Því miður dettur hann út núna því Aron Einar er heill og við teljum hann betri kost í þennan glugga núna. Ef Aron Einar meiðist eða Sverrir Ingi eða annar þá veit ég að minn maður Hjörtur er klár í kallið,“ segir Arnar. Lætur sig dreyma Komandi leikir hafa gríðarlegt mikilvægi. Ísland er með þrjú stig í öðru sæti riðilsins, fyrir neðan Frakka sem hafa sex en fyrir ofan Úkraínu og Aserbaídsjan sem eru með eitt hvort. Nú eru fram undan tveir heimaleikir við Úkraínu og Frakka. Ljóst er að úr þeim þurfa að fást þrjú stig áður en við taka útileikir við Úkraínumenn og Asera í nóvember. Arnar leyfir sér að dreyma. „Ég er draumóramaður. Ég leyfi mér að dreyma um það að eftir blaðamannafund eftir leik gegn Úkraínu þar sem við förum með sigur af hólmi, að við séum einfaldlega að fara að tala um úrslitaleik við Frakka um að ná fyrsta sætinu. Hversu fáránlegt sem það kann að hljóma þá er það bara staðreynd sem við eigum að fagna og berjast fyrir og gera allt sem í okkar valdi stendur til að upplifa þann draum,“ segir Arnar. Viðtalið í heild má sjá að neðan en fréttina úr Sportpakka gærkvöldsins að ofan. Klippa: Arnar skýrir valið og lætur sig dreyma
Landslið karla í fótbolta HM 2026 í fótbolta Mest lesið Enginn blóðugur en einn brjálaður á HM í kvöld Sport Hefur aldrei séð svona ofbeldi: „Þetta var allt of mikið“ Sport Körfuboltakvöld: Tilþrif tímabilsins til þessa Körfubolti Stjarnan fór í dulargervi: Setti stuðningsmann United á óþekka listann Enski boltinn Garnacho skaut Chelsea áfram í undanúrslit Enski boltinn Brasilíumenn byrja vel undir stjórn Menezes - myndband Fótbolti Viktor Gísli stóð vaktina er fullkomið gengi Börsunga hélt áfram Handbolti UFC meistari segir frá fjárkúgun og „fölskum ásökunum“ Sport Milljarðs evra munur á liðunum: Börsungar lentu í brasi gegn þriðju deildar liði Fótbolti Halda Orra og Sporting engin bönd Handbolti Fleiri fréttir Stjarnan fór í dulargervi: Setti stuðningsmann United á óþekka listann Milljarðs evra munur á liðunum: Börsungar lentu í brasi gegn þriðju deildar liði Garnacho skaut Chelsea áfram í undanúrslit Sjáðu flottasta mark í heimi árið 2025 Bonmatí og Dembele best í heimi Vísa á bug fullyrðingum Bruno sem hafa valdið fjaðrafoki Rodgers tekinn til starfa í Sádi-Arabíu Gestgjafar HM bjóða Íslandi heim í leik Hlaut 21 árs dóm fyrir að aka inn í skrúðgönguna í Liverpool Mbappé vann PSG og fær níu milljarða Bjarni segir Newcastle stærra félag en Tottenham Romano segir fólki að fylgjast með Alberti í janúar Moyes ældi alla leiðina til Eyja Bróðirinn sendir Amorim skilaboð: „Frelsið Kobbie Mainoo“ „Besta frammistaða United undir stjórn Amorim“ Segir að Salah muni sjá eftir því að fara í janúar Sjáðu mörkin úr ótrúlegu átta marka jafntefli á Old Trafford Skemmtilegt fyrir fólkið heima og United verðskuldaði sigur „Verið heiður að spila í appelsínugulu með frábærum liðsfélögum“ Jafnt í ótrúlegum átta marka leik á Old Trafford Þekkir Egilshöllina vel og skoraði gegn fyrrum félögum Vildi ekki skýra ummælin um verstu 48 klukkutímana frekar Rodgers á leið til Sádi-Arabíu Maresca hafi tekið blaðsíðu úr bók Salah og gert sér óleik Guardiola gagnrýndi Foden þrátt fyrir markið „Finnst þér ekki eins og hann sé þjakaður af pressu yfir því hvað hann sé lélegur?“ Fyrirliði Newcastle eftir tapið fyrir Sunderland: „Þetta er svo vandræðalegt“ Sjáðu klaufalegt sjálfsmark Woltemade í grannaslagnum og öll hin úr enska Amorim verður ánægður ef Mainoo ræðir við hann um lán „Sé ekkert annað en að dýrasti leikmaður deildarinnar verði áfram á bekknum“ Sjá meira