Ónýtir vegir – eina ferðina enn Sigþór Sigurðsson skrifar 2. október 2025 07:32 Undanfarin tæp 20 ár hefur allt of litlu fé verið varið til viðhalds og nýframkvæmda á vegakerfi landsins. Viðhaldsskuldin sem safnast hefur upp frá hruni er metin á 250–300 milljarða króna á núvirði. Hefði eðlilegu viðhaldi og endurbótum verið sinnt eins og vera ber síðustu tvo áratugina væri upphæðin töluvert lægri. Þess í stað hafa vegirnir versnað verulega á sama tíma og útlit er fyrir að erfiðlega geti gengið að snúa þeirri þróun við. Vondir vegir geta skapað stórhættulegar aðstæður fyrir vegfarendur, sem eykur líkur á bæði óhöppum og slysum. Blæðandi klæðing getur valdið hálku sem getur hæglega orðið til þess að bílstjórar missi stjórn á bílnum með ófyrirséðum afleiðingum. Hið sama gildir um hætturnar sem fylgja því að keyra í holur, sprungur, ójöfnur eða aðrar skemmdir í vegum. Fjölmörg óhöpp og slys – jafnvel banaslys – hafa verið rakin beint til ástands vegar. Það eru slys sem hugsanlega hefði verið hægt að koma í veg fyrir, að minnsta kosti minnka verulega líkurnar á. Ríkisvaldið lofar viðbót Þegar langt var liðið á sumarið var samþykkt þriggja milljarða viðbótarframlag til viðhalds vega. Þetta framlag hefur nýst til verkefna um allt land, að stórum hluta á Vesturlandi og Vestfjörðum þar sem viðhald var brýnast. Þetta viðbótarframlag kom ofan á 10-11 milljarða árlega fjárveitingu til viðhalds er gott og blessað, en þegar heildarviðhaldsþörf vegakerfisins er metin á bilinu 18-20 milljarðar á hverju ári og gefur augaleið að þriggja milljarða viðbótarframlag dugar skammt í stóra samhenginu. Við erum enn langt, langt undir þeirri fjárfestingu sem nauðsynleg er til að halda vegakerfinu okkar almennilega við og þá heldur vegakerfið okkar áfram að verða heilt á litið verra og verra með hverju árinu sem líður. Einskiptis framlag dugar skammt. Við verðum að auka heildarfjárveitingar til vegagerðar, viðhalds og endurbóta og ráðast í heildstæða enduruppbyggingu vegakerfisins. Ástand vega versnar áfram Áformuð framlög til viðhalds vega næstu 15 árin eru talin verða um 256 milljarðar króna, eða sem nemur á bilinu 13–17 milljörðum á ári skv. samantekt Samtaka iðnaðarins. Hin 250–300 milljarða viðhaldsskuld mun því líklega ekki lækka mikið yfir sama tímabil, þar sem árleg framlög munu að líkindum ekki anna árlegri árvissri viðhaldsþörf. Þriggja milljarða viðbótarframlag til viðhalds vega á þessu ári nýtist vissulega vel, en kemur því miður ekki til með að hafa mikil áhrif á heildarmyndina til lengri tíma litið. Það eru því allar líkur á því að ástand vegakerfisins muni versna áfram, nema gripið verði rækilega í taumana. Vegaspáin gerir því ráð fyrir holum, sprungum, hjólförum og öðrum skemmdum á vegum hringinn í kringum landið á næstu misserum, með örfáum undantekningum. Víðast hvar má búast við hristingi, skrölti, skoppi og öðrum akstursóþægindum. Vonandi vekur Ónýtuvegahandbókin stjórnvöld Til að vekja athygli á þessu og svo vegfarendur geti áttað sig á stöðunni hefur Colas Ísland gefið út Ónýtuvegahandbókina. Hún inniheldur greinargóða og yfirgripsmikla lýsingu á ástandi vegakerfisins, tillögur að úrbótum og vegafréttaspá fyrir landið allt. Handbókinni fylgir ýtarlegt holukort af Íslandi, sem vegfarendur geta notað til að leggja lykkju á leið sína þegar þeir ferðast um landið. Útgáfu bókarinnar verður fagnað með útgáfuhófi, fimmtudaginn 2. október kl. 18.30, í verslun Pennans Eymundssonar, Austurstræti 18, Reykjavík. Höfundur er framkvæmdastjóri Colas Ísland. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Umferð Umferðaröryggi Samgöngur Rekstur hins opinbera Mest lesið Ójöfnuður í fjármögnun nýsköpunarverkefna Elinóra Inga Sigurðardóttir Skoðun Kirkjur og kynfræðsla Bjarni Karlsson Skoðun Ég þarf ekki að læra íslensku til að búa hérna Halla Hrund Logadóttir Skoðun Barnvæn borg byggist á traustu leikskólakerfi Stefán Pettersson Skoðun Hvað vilja sumarbústaðaeigendur í Grímsnes- og Grafningshreppi? Bergdís Linda Kjartansdóttir Skoðun Ef eitthvað væri að marka Bjarna Gunnar Smári Egilsson Skoðun Tár, kvár og kvennafrídagurinn Kristína Ösp Steinke Skoðun Núll mínútur og þrjátíuogeittþúsund Grétar Birgisson Skoðun Ég á þetta ég má þetta Arnar Atlason Skoðun Er kominn tími til að loka álverinu á Grundartanga og kísilverinu á Húsavík – fyrir framtíð íslands? Sigvaldi Einarsson Skoðun Skoðun Skoðun Barnvæn borg byggist á traustu leikskólakerfi Stefán Pettersson skrifar Skoðun Kirkjur og kynfræðsla Bjarni Karlsson skrifar Skoðun Ójöfnuður í fjármögnun nýsköpunarverkefna Elinóra Inga Sigurðardóttir skrifar Skoðun „Dánaraðstoð er viðurkenning á sjálfræði sjúklings og mannlegri reisn” Ingrid Kuhlman skrifar Skoðun Þjóð án máls – hver þegir, hver fær að tala? Guðjón Heiðar Pálsson skrifar Skoðun Hvað vilja sumarbústaðaeigendur í Grímsnes- og Grafningshreppi? Bergdís Linda Kjartansdóttir skrifar Skoðun Lýðræði og samfélagsmiðlar Ása Berglind Hjálmarsdóttir skrifar Skoðun „Þú þarft ekki að skilja, bara virða“ Hanna Birna Valdimarsdóttir skrifar Skoðun Þetta er ekki tölfræði, heldu líf fólks Sandra B. Franks skrifar Skoðun Stjórnmálaklækir og hræsni Salvör Gullbrá Þórarinsdóttir skrifar Skoðun Samfélag sem stendur saman Benóný Valur Jakobsson skrifar Skoðun Er biðin á enda? Halla Thoroddsen skrifar Skoðun Lífsstílsvísindi og breytingaskeiðið Harpa Lind Hilmarsdóttir skrifar Skoðun Hærri skattar á ferðamenn draga úr tekjum ríkissjóðs Þórir Garðarsson skrifar Skoðun Ég þarf ekki að læra íslensku til að búa hérna Halla Hrund Logadóttir skrifar Skoðun Ósýnilegu bjargráð lögreglumannsins Sigurður Árni Reynisson skrifar Skoðun Allt á einum stað – framtíð stafrænnar þjónustu ríkis og sveitarfélaga Einar Sveinbjörn Guðmundsson skrifar Skoðun Óttast Þorgerður úrskurð EFTA-dómstólsins? Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Jafnréttisþjóðin sem gleymdi dansinum Brogan Davison,Pétur Ármannsson skrifar Skoðun Hver er að væla? Guðríður Eldey Arnardóttir skrifar Skoðun Tár, kvár og kvennafrídagurinn Kristína Ösp Steinke skrifar Skoðun Skattaæfingar tengdar landbúnaðarstarfsemi Björn Bjarki Þorsteinsson skrifar Skoðun Konan - Vinnan - Kjörin í 40 ár Sara Björg Sigurðardóttir skrifar Skoðun Rangfærslur og hræðsluáróður meirihluta sveitarstjórnar Grímsnes- og Grafningshrepps í nafni lýðræðis Ragna Ívarsdóttir,Guðrún Margrét Njálsdóttir,Þröstur Sverrisson skrifar Skoðun Íslenskur her og íslensk leyniþjónusta Steingrímur Jónsson skrifar Skoðun Er jafnrétti fyrir allar? Anna Bergþórsdóttir skrifar Skoðun Ættu konur að fara í háskólanám? Lísa Margrét Gunnarsdóttir,Íris Björk Ágústsdóttir skrifar Skoðun Enn einn dagur í baráttunni Ásta F. Flosadóttir skrifar Skoðun Verðmætasköpunarlaust haust Jón Gunnarsson skrifar Skoðun Enginn grunnur fyrir nýju starfsleyfi Ísteka Rósa Líf Darradóttir,Guðrún Scheving Thorsteinsson skrifar Sjá meira
Undanfarin tæp 20 ár hefur allt of litlu fé verið varið til viðhalds og nýframkvæmda á vegakerfi landsins. Viðhaldsskuldin sem safnast hefur upp frá hruni er metin á 250–300 milljarða króna á núvirði. Hefði eðlilegu viðhaldi og endurbótum verið sinnt eins og vera ber síðustu tvo áratugina væri upphæðin töluvert lægri. Þess í stað hafa vegirnir versnað verulega á sama tíma og útlit er fyrir að erfiðlega geti gengið að snúa þeirri þróun við. Vondir vegir geta skapað stórhættulegar aðstæður fyrir vegfarendur, sem eykur líkur á bæði óhöppum og slysum. Blæðandi klæðing getur valdið hálku sem getur hæglega orðið til þess að bílstjórar missi stjórn á bílnum með ófyrirséðum afleiðingum. Hið sama gildir um hætturnar sem fylgja því að keyra í holur, sprungur, ójöfnur eða aðrar skemmdir í vegum. Fjölmörg óhöpp og slys – jafnvel banaslys – hafa verið rakin beint til ástands vegar. Það eru slys sem hugsanlega hefði verið hægt að koma í veg fyrir, að minnsta kosti minnka verulega líkurnar á. Ríkisvaldið lofar viðbót Þegar langt var liðið á sumarið var samþykkt þriggja milljarða viðbótarframlag til viðhalds vega. Þetta framlag hefur nýst til verkefna um allt land, að stórum hluta á Vesturlandi og Vestfjörðum þar sem viðhald var brýnast. Þetta viðbótarframlag kom ofan á 10-11 milljarða árlega fjárveitingu til viðhalds er gott og blessað, en þegar heildarviðhaldsþörf vegakerfisins er metin á bilinu 18-20 milljarðar á hverju ári og gefur augaleið að þriggja milljarða viðbótarframlag dugar skammt í stóra samhenginu. Við erum enn langt, langt undir þeirri fjárfestingu sem nauðsynleg er til að halda vegakerfinu okkar almennilega við og þá heldur vegakerfið okkar áfram að verða heilt á litið verra og verra með hverju árinu sem líður. Einskiptis framlag dugar skammt. Við verðum að auka heildarfjárveitingar til vegagerðar, viðhalds og endurbóta og ráðast í heildstæða enduruppbyggingu vegakerfisins. Ástand vega versnar áfram Áformuð framlög til viðhalds vega næstu 15 árin eru talin verða um 256 milljarðar króna, eða sem nemur á bilinu 13–17 milljörðum á ári skv. samantekt Samtaka iðnaðarins. Hin 250–300 milljarða viðhaldsskuld mun því líklega ekki lækka mikið yfir sama tímabil, þar sem árleg framlög munu að líkindum ekki anna árlegri árvissri viðhaldsþörf. Þriggja milljarða viðbótarframlag til viðhalds vega á þessu ári nýtist vissulega vel, en kemur því miður ekki til með að hafa mikil áhrif á heildarmyndina til lengri tíma litið. Það eru því allar líkur á því að ástand vegakerfisins muni versna áfram, nema gripið verði rækilega í taumana. Vegaspáin gerir því ráð fyrir holum, sprungum, hjólförum og öðrum skemmdum á vegum hringinn í kringum landið á næstu misserum, með örfáum undantekningum. Víðast hvar má búast við hristingi, skrölti, skoppi og öðrum akstursóþægindum. Vonandi vekur Ónýtuvegahandbókin stjórnvöld Til að vekja athygli á þessu og svo vegfarendur geti áttað sig á stöðunni hefur Colas Ísland gefið út Ónýtuvegahandbókina. Hún inniheldur greinargóða og yfirgripsmikla lýsingu á ástandi vegakerfisins, tillögur að úrbótum og vegafréttaspá fyrir landið allt. Handbókinni fylgir ýtarlegt holukort af Íslandi, sem vegfarendur geta notað til að leggja lykkju á leið sína þegar þeir ferðast um landið. Útgáfu bókarinnar verður fagnað með útgáfuhófi, fimmtudaginn 2. október kl. 18.30, í verslun Pennans Eymundssonar, Austurstræti 18, Reykjavík. Höfundur er framkvæmdastjóri Colas Ísland.
Hvað vilja sumarbústaðaeigendur í Grímsnes- og Grafningshreppi? Bergdís Linda Kjartansdóttir Skoðun
Er kominn tími til að loka álverinu á Grundartanga og kísilverinu á Húsavík – fyrir framtíð íslands? Sigvaldi Einarsson Skoðun
Skoðun „Dánaraðstoð er viðurkenning á sjálfræði sjúklings og mannlegri reisn” Ingrid Kuhlman skrifar
Skoðun Hvað vilja sumarbústaðaeigendur í Grímsnes- og Grafningshreppi? Bergdís Linda Kjartansdóttir skrifar
Skoðun Allt á einum stað – framtíð stafrænnar þjónustu ríkis og sveitarfélaga Einar Sveinbjörn Guðmundsson skrifar
Skoðun Rangfærslur og hræðsluáróður meirihluta sveitarstjórnar Grímsnes- og Grafningshrepps í nafni lýðræðis Ragna Ívarsdóttir,Guðrún Margrét Njálsdóttir,Þröstur Sverrisson skrifar
Skoðun Enginn grunnur fyrir nýju starfsleyfi Ísteka Rósa Líf Darradóttir,Guðrún Scheving Thorsteinsson skrifar
Hvað vilja sumarbústaðaeigendur í Grímsnes- og Grafningshreppi? Bergdís Linda Kjartansdóttir Skoðun
Er kominn tími til að loka álverinu á Grundartanga og kísilverinu á Húsavík – fyrir framtíð íslands? Sigvaldi Einarsson Skoðun