Ónýtir vegir – eina ferðina enn Sigþór Sigurðsson skrifar 2. október 2025 07:32 Undanfarin tæp 20 ár hefur allt of litlu fé verið varið til viðhalds og nýframkvæmda á vegakerfi landsins. Viðhaldsskuldin sem safnast hefur upp frá hruni er metin á 250–300 milljarða króna á núvirði. Hefði eðlilegu viðhaldi og endurbótum verið sinnt eins og vera ber síðustu tvo áratugina væri upphæðin töluvert lægri. Þess í stað hafa vegirnir versnað verulega á sama tíma og útlit er fyrir að erfiðlega geti gengið að snúa þeirri þróun við. Vondir vegir geta skapað stórhættulegar aðstæður fyrir vegfarendur, sem eykur líkur á bæði óhöppum og slysum. Blæðandi klæðing getur valdið hálku sem getur hæglega orðið til þess að bílstjórar missi stjórn á bílnum með ófyrirséðum afleiðingum. Hið sama gildir um hætturnar sem fylgja því að keyra í holur, sprungur, ójöfnur eða aðrar skemmdir í vegum. Fjölmörg óhöpp og slys – jafnvel banaslys – hafa verið rakin beint til ástands vegar. Það eru slys sem hugsanlega hefði verið hægt að koma í veg fyrir, að minnsta kosti minnka verulega líkurnar á. Ríkisvaldið lofar viðbót Þegar langt var liðið á sumarið var samþykkt þriggja milljarða viðbótarframlag til viðhalds vega. Þetta framlag hefur nýst til verkefna um allt land, að stórum hluta á Vesturlandi og Vestfjörðum þar sem viðhald var brýnast. Þetta viðbótarframlag kom ofan á 10-11 milljarða árlega fjárveitingu til viðhalds er gott og blessað, en þegar heildarviðhaldsþörf vegakerfisins er metin á bilinu 18-20 milljarðar á hverju ári og gefur augaleið að þriggja milljarða viðbótarframlag dugar skammt í stóra samhenginu. Við erum enn langt, langt undir þeirri fjárfestingu sem nauðsynleg er til að halda vegakerfinu okkar almennilega við og þá heldur vegakerfið okkar áfram að verða heilt á litið verra og verra með hverju árinu sem líður. Einskiptis framlag dugar skammt. Við verðum að auka heildarfjárveitingar til vegagerðar, viðhalds og endurbóta og ráðast í heildstæða enduruppbyggingu vegakerfisins. Ástand vega versnar áfram Áformuð framlög til viðhalds vega næstu 15 árin eru talin verða um 256 milljarðar króna, eða sem nemur á bilinu 13–17 milljörðum á ári skv. samantekt Samtaka iðnaðarins. Hin 250–300 milljarða viðhaldsskuld mun því líklega ekki lækka mikið yfir sama tímabil, þar sem árleg framlög munu að líkindum ekki anna árlegri árvissri viðhaldsþörf. Þriggja milljarða viðbótarframlag til viðhalds vega á þessu ári nýtist vissulega vel, en kemur því miður ekki til með að hafa mikil áhrif á heildarmyndina til lengri tíma litið. Það eru því allar líkur á því að ástand vegakerfisins muni versna áfram, nema gripið verði rækilega í taumana. Vegaspáin gerir því ráð fyrir holum, sprungum, hjólförum og öðrum skemmdum á vegum hringinn í kringum landið á næstu misserum, með örfáum undantekningum. Víðast hvar má búast við hristingi, skrölti, skoppi og öðrum akstursóþægindum. Vonandi vekur Ónýtuvegahandbókin stjórnvöld Til að vekja athygli á þessu og svo vegfarendur geti áttað sig á stöðunni hefur Colas Ísland gefið út Ónýtuvegahandbókina. Hún inniheldur greinargóða og yfirgripsmikla lýsingu á ástandi vegakerfisins, tillögur að úrbótum og vegafréttaspá fyrir landið allt. Handbókinni fylgir ýtarlegt holukort af Íslandi, sem vegfarendur geta notað til að leggja lykkju á leið sína þegar þeir ferðast um landið. Útgáfu bókarinnar verður fagnað með útgáfuhófi, fimmtudaginn 2. október kl. 18.30, í verslun Pennans Eymundssonar, Austurstræti 18, Reykjavík. Höfundur er framkvæmdastjóri Colas Ísland. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Umferð Umferðaröryggi Samgöngur Rekstur hins opinbera Mest lesið Verður Hvalfjörður gerður að einni stærstu rotþró landsins? Haraldur Eiríksson Skoðun Alvarlegar rangfærslur í Hitamálum Eyþór Eðvarðsson Skoðun Fleiri ásælast Grænland en Trump Hjörtur J. Guðmundsson Skoðun Bandaríkin léku lykilhlutverk í samruna Evrópu sem leiddi til friðar og efnahagslegrar velsældar Kristján Vigfússon Skoðun Er tímabili friðar að ljúka árið 2026? Jun Þór Morikawa Skoðun Þegar þeir sem segjast þjóna þjóðinni ráðast á hana Ágústa Árnadóttir Skoðun Þetta varð í alvöru að lögum! Snorri Másson Skoðun Mótmæli frá grasrótinni eru orðin saga í Evrópu Erna Bjarnadóttir Skoðun VII. Aðförin að Ólafi Jóhannessyni Hafþór S. Ciesielski Skoðun Djöfulsins, helvítis, andskotans pakk Vilhjálmur H. Vilhjálmsson Skoðun Skoðun Skoðun Hinn falski raunveruleiki Kristján Fr. Friðbertsson skrifar Skoðun Bandaríkin léku lykilhlutverk í samruna Evrópu sem leiddi til friðar og efnahagslegrar velsældar Kristján Vigfússon skrifar Skoðun Alvarlegar rangfærslur í Hitamálum Eyþór Eðvarðsson skrifar Skoðun Verður Hvalfjörður gerður að einni stærstu rotþró landsins? Haraldur Eiríksson skrifar Skoðun Fleiri ásælast Grænland en Trump Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Mótmæli frá grasrótinni eru orðin saga í Evrópu Erna Bjarnadóttir skrifar Skoðun Er tímabili friðar að ljúka árið 2026? Jun Þór Morikawa skrifar Skoðun Reykvískir lýðræðisjafnaðarmenn – kjósum oddvita Freyr Snorrason skrifar Skoðun Ástandið, jólavókaflóðið og druslur nútímans Sæunn I. Marinósdóttir skrifar Skoðun Gerið Ásthildi Lóu aftur að ráðherra – taka tvö Eyjólfur Pétur Hafstein skrifar Skoðun Mikilvægi björgunarsveitanna Kristján Þórður Snæbjarnarson skrifar Skoðun Andi hins ókomna á stjórnarheimilinu? Jean-Rémi Chareyre skrifar Skoðun Var ég ekki nógu mikils virði? Kristján Friðbertsson skrifar Skoðun Jólin eru rökfræðilega yfirnáttúruleg – og sagan sem menn dóu fyrir lifir enn Hilmar Kristinsson skrifar Skoðun Þegar jólasveinninn kemur ekki á hverri nóttu Guðlaugur Kristmundsson skrifar Skoðun 100 lítrar á mínútu Sigurður Friðleifsson skrifar Skoðun Stöðugleiki sem viðmið Arnar Laxdal skrifar Skoðun Taktu af skarið – listin að breyta til áður en þú ert tilbúin Þuríður Santos Stefánsdóttir skrifar Skoðun Loftslagsmál: tölur segja sögur en hvaða sögu viljum við? Ingrid Kuhlman skrifar Skoðun Hvaðan koma jólin okkar – og hvað kenna þau okkur um menningu? Margrét Reynisdóttir skrifar Skoðun Náungakærleikur á tímum hátíða Hanna Birna Valdimarsdóttir,Harpa Fönn Sigurjónsdóttir,Helga Edwardsdóttir,Sigríður Elín Ásgeirsdóttir skrifar Skoðun Hver borgar fyrir heimsendinguna? Karen Ósk Nielsen Björnsdóttir skrifar Skoðun Innviðir og öryggi í hættu í höndum ráðherra Magnús Guðmundsson skrifar Skoðun „Steraleikarnir“ Birgir Sverrisson skrifar Skoðun Fínpússuð mannvonska Armando Garcia skrifar Skoðun Fólkið sem hverfur... Kristján Fr. Friðbertsson skrifar Skoðun Gengið til friðar Ingibjörg Haraldsdóttir,Elín Oddný Sigurðardóttir skrifar Skoðun Gerið Ásthildi Lóu aftur að ráðherra Einar Steingrímsson skrifar Skoðun Mótmæli bænda í Brussel eru ekki sjónarspil – þau eru viðvörun Erna Bjarnadóttir skrifar Skoðun Þegar gigtin stjórnar jólunum Hrönn Stefánsdóttir skrifar Sjá meira
Undanfarin tæp 20 ár hefur allt of litlu fé verið varið til viðhalds og nýframkvæmda á vegakerfi landsins. Viðhaldsskuldin sem safnast hefur upp frá hruni er metin á 250–300 milljarða króna á núvirði. Hefði eðlilegu viðhaldi og endurbótum verið sinnt eins og vera ber síðustu tvo áratugina væri upphæðin töluvert lægri. Þess í stað hafa vegirnir versnað verulega á sama tíma og útlit er fyrir að erfiðlega geti gengið að snúa þeirri þróun við. Vondir vegir geta skapað stórhættulegar aðstæður fyrir vegfarendur, sem eykur líkur á bæði óhöppum og slysum. Blæðandi klæðing getur valdið hálku sem getur hæglega orðið til þess að bílstjórar missi stjórn á bílnum með ófyrirséðum afleiðingum. Hið sama gildir um hætturnar sem fylgja því að keyra í holur, sprungur, ójöfnur eða aðrar skemmdir í vegum. Fjölmörg óhöpp og slys – jafnvel banaslys – hafa verið rakin beint til ástands vegar. Það eru slys sem hugsanlega hefði verið hægt að koma í veg fyrir, að minnsta kosti minnka verulega líkurnar á. Ríkisvaldið lofar viðbót Þegar langt var liðið á sumarið var samþykkt þriggja milljarða viðbótarframlag til viðhalds vega. Þetta framlag hefur nýst til verkefna um allt land, að stórum hluta á Vesturlandi og Vestfjörðum þar sem viðhald var brýnast. Þetta viðbótarframlag kom ofan á 10-11 milljarða árlega fjárveitingu til viðhalds er gott og blessað, en þegar heildarviðhaldsþörf vegakerfisins er metin á bilinu 18-20 milljarðar á hverju ári og gefur augaleið að þriggja milljarða viðbótarframlag dugar skammt í stóra samhenginu. Við erum enn langt, langt undir þeirri fjárfestingu sem nauðsynleg er til að halda vegakerfinu okkar almennilega við og þá heldur vegakerfið okkar áfram að verða heilt á litið verra og verra með hverju árinu sem líður. Einskiptis framlag dugar skammt. Við verðum að auka heildarfjárveitingar til vegagerðar, viðhalds og endurbóta og ráðast í heildstæða enduruppbyggingu vegakerfisins. Ástand vega versnar áfram Áformuð framlög til viðhalds vega næstu 15 árin eru talin verða um 256 milljarðar króna, eða sem nemur á bilinu 13–17 milljörðum á ári skv. samantekt Samtaka iðnaðarins. Hin 250–300 milljarða viðhaldsskuld mun því líklega ekki lækka mikið yfir sama tímabil, þar sem árleg framlög munu að líkindum ekki anna árlegri árvissri viðhaldsþörf. Þriggja milljarða viðbótarframlag til viðhalds vega á þessu ári nýtist vissulega vel, en kemur því miður ekki til með að hafa mikil áhrif á heildarmyndina til lengri tíma litið. Það eru því allar líkur á því að ástand vegakerfisins muni versna áfram, nema gripið verði rækilega í taumana. Vegaspáin gerir því ráð fyrir holum, sprungum, hjólförum og öðrum skemmdum á vegum hringinn í kringum landið á næstu misserum, með örfáum undantekningum. Víðast hvar má búast við hristingi, skrölti, skoppi og öðrum akstursóþægindum. Vonandi vekur Ónýtuvegahandbókin stjórnvöld Til að vekja athygli á þessu og svo vegfarendur geti áttað sig á stöðunni hefur Colas Ísland gefið út Ónýtuvegahandbókina. Hún inniheldur greinargóða og yfirgripsmikla lýsingu á ástandi vegakerfisins, tillögur að úrbótum og vegafréttaspá fyrir landið allt. Handbókinni fylgir ýtarlegt holukort af Íslandi, sem vegfarendur geta notað til að leggja lykkju á leið sína þegar þeir ferðast um landið. Útgáfu bókarinnar verður fagnað með útgáfuhófi, fimmtudaginn 2. október kl. 18.30, í verslun Pennans Eymundssonar, Austurstræti 18, Reykjavík. Höfundur er framkvæmdastjóri Colas Ísland.
Bandaríkin léku lykilhlutverk í samruna Evrópu sem leiddi til friðar og efnahagslegrar velsældar Kristján Vigfússon Skoðun
Skoðun Bandaríkin léku lykilhlutverk í samruna Evrópu sem leiddi til friðar og efnahagslegrar velsældar Kristján Vigfússon skrifar
Skoðun Jólin eru rökfræðilega yfirnáttúruleg – og sagan sem menn dóu fyrir lifir enn Hilmar Kristinsson skrifar
Skoðun Taktu af skarið – listin að breyta til áður en þú ert tilbúin Þuríður Santos Stefánsdóttir skrifar
Skoðun Náungakærleikur á tímum hátíða Hanna Birna Valdimarsdóttir,Harpa Fönn Sigurjónsdóttir,Helga Edwardsdóttir,Sigríður Elín Ásgeirsdóttir skrifar
Bandaríkin léku lykilhlutverk í samruna Evrópu sem leiddi til friðar og efnahagslegrar velsældar Kristján Vigfússon Skoðun