Féll á lyfjaprófi á HM íslenska hestsins og missir silfur: „Eins og ég sé glæpamaður“ Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 2. október 2025 06:32 Knapinn Anna Lisa Zingsheim sýndi Glað og er miður sín vegna málsins. @anna.zings Hesturinn Glaður frá Kálfhóli féll á lyfjaprófi á heimsmeistaramóti íslenska hestsins í sumar og góður árangurs hans hefur verið felldur úr gildi. Knapinn er miður sín vegna málsins en sleppur við bann. Á mótinu voru framkvæmdar handahófskenndar lyfjaprófanir í samræmi við reglur FEI um lyfjanotkun í hrossum. Rannsóknarstofa FEI, greindi Cannabidiolicsýru (CBDA) í blóðsýni úr hestinum Glað. Eiðfaxi segir frá. Austurríski knapinn Anna Lisa Zingsheim sýndi Glað og náðu þau öðru sæti í tölti með einkunnina 8,39. Í frétt á heimasíðu FEIF um málið kemur fram að þar sem þetta var fyrsta brot og aðeins um er að ræða eitt lyf úr flokki þeirra sem ekki eru talin árangursaukandi, valdi Anna Lisa að málið ekki lengra. Það hefur í för með sér að allur árangur af viðkomandi móti er felldur niður en ekkert keppnisbann fylgir. View this post on Instagram A post shared by Anna Lisa Zingsheim (@anna.zings) Alltaf mjög varkár Í samtali við Eiðfaxa sagði Anna Lisa að niðurstaða lyfjaprófsins hafi komið henni algjörlega í opna skjöldu. „Ég fékk tilkynninguna þann 11. september og las skilaboðin mörgum sinnum, því ég gat ekki trúað þessu,“ sagði Anna Lísa. „Ég er alltaf mjög varkár með það hvað ég gef hestinum mínum, því maður er alltaf hræddur við að eitthvað svona geti gerst og ólögleg lyf leynist í fóðri eða öðru sem maður notar dags daglega, án þess að maður viti af því,“ sagði Anna Lísa. Fann ekkert sem gæti útskýrt þetta Hún athugaði allar vörurnar sem ég notaði og fóðrið, en fann ekkert sem gæti útskýrt þetta. Anna kannaði möguleikann á því að leita réttar síns en að hennar mati voru möguleikar hennar því afar takmarkaðir. „Ég hafði tvo kosti: annaðhvort að samþykkja niðurstöðuna, sætta mig við að árangur minn yrði þurrkaður út og greiða sekt, eða að óska eftir að annað sýni yrði prófað. Ef það hins vegar hefði reynst líka jákvætt hefði ég staðið frammi fyrir miklu hærri kostnaði og hugsanlegu keppnisbanni. Í ljósi þess að FEIF var ekki tilbúið að hjálpa mér að rannsaka hvort þessi efni gætu hugsanlega komið úr hálmundirburðinum fannst mér ég knúinn til að velja fyrri kostinn,“ sagði Anna Lísa. Mjög sár Anna Lisa segist vera mjög sár yfir niðurstöðunni og áhrifunum sem hún hefur haft. „Ég er mjög stolt af hestinum mínum og öllu sem við áorkuðum á heimsmeistaramótinu. Það er mjög sárt að missa þann árangur á þennan hátt. Mér líður að einhverju leyti eins og ég sé talin glæpamaður. Ég hef aldrei áður fundið fyrir jafn miklu hjálparleysi. Mér fannst skorta á mannúð og samkennd í ferlinu af hendi FEIF, og mér fannst ég ekki fá raunverulegt tækifæri til að skýra málið og hreinsa mig af ásökunum,“ sagði Anna. Hestaíþróttir Mest lesið Þrír af Strákunum okkar í upptalningu á þeim bestu fyrir EM Handbolti Liverpool áfram í bikarnum og mætir Brighton í næstu umferð Enski boltinn Litla liðið í París sló út stórveldi PSG Fótbolti KR ekki í teljandi vandræðum með að tryggja sig í undanúrslit Körfubolti „Eftir síðasta mót sögðu þeir bara strax að þeir vildu fá Ísland“ Handbolti Alonso látinn fara frá Real Madrid Fótbolti Meistaraþjálfari danska landsliðsins segist hafa breytt um stíl Handbolti Þegar Dagur féll á lyfjaprófi: „Var með magasár í hálft ár“ Handbolti Bruno Fernandes hakkaður í gærkvöldi Enski boltinn Velur Tottenham fram yfir Aston Villa Enski boltinn Fleiri fréttir Þrír af Strákunum okkar í upptalningu á þeim bestu fyrir EM Kristín Dís áfram í herbúðum Blika Litla liðið í París sló út stórveldi PSG Liverpool áfram í bikarnum og mætir Brighton í næstu umferð Hetjuþristur er Keflavík sló út ríkjandi bikarmeistara Vals í spennutrylli KR ekki í teljandi vandræðum með að tryggja sig í undanúrslit Velur Tottenham fram yfir Aston Villa Mikael Egill spilaði nær allan leikinn í sterkum sigri Liðsfélagi Ronaldo missti stjórn á skapi sínu og sló andstæðing Mætir spútnikliðinu: Íslendingar í pottinum er dregið var í enska bikarnum Davíð Kristján keyptur til Grikklands Myndi ekki neita ef Carrick byði honum í sitt teymi Segir að Brasilía þurfi á Neymar að halda Alonso látinn fara frá Real Madrid Miðbær Reykjavíkur er Íslandsmeistari Búast við því að Carrick verði kynntur hjá United innan tíðar Katarar vilja halda fyrsta HM félagsliða hjá konunum Mátti ekki koma inn á vegna þess að hún var með eyrnalokk Hannover staðfestir kaupin á Stefáni Teiti KKÍ stefnir að því að spila jólabolta Meistaraþjálfari danska landsliðsins segist hafa breytt um stíl Sjáðu magnaða vörslu hins 43 ára Gordon: „Ein mín besta á ferlinum“ Svarar formanni KKÍ: „Eins og að gráta yfir bensínverði á meðan þú ert á Ferrari“ „Mjög hentugt að fá viku til að koma honum inn í hlutina“ Fæstir leikir hjá Man Utd síðan í fyrri heimsstyrjöld Enn einn Bliki kveður Kópavoginn: Áslaug Munda semur við Parma Á leið á Ólympíuleikana ári eftir að hann missti báða foreldra sína í flugslysi „Eitthvað sem ég þarf að venjast“ Guðjón Valur fær Garðar til Gummersbach Snýr aftur til Íslands og tekur við ÍBV Sjá meira
Á mótinu voru framkvæmdar handahófskenndar lyfjaprófanir í samræmi við reglur FEI um lyfjanotkun í hrossum. Rannsóknarstofa FEI, greindi Cannabidiolicsýru (CBDA) í blóðsýni úr hestinum Glað. Eiðfaxi segir frá. Austurríski knapinn Anna Lisa Zingsheim sýndi Glað og náðu þau öðru sæti í tölti með einkunnina 8,39. Í frétt á heimasíðu FEIF um málið kemur fram að þar sem þetta var fyrsta brot og aðeins um er að ræða eitt lyf úr flokki þeirra sem ekki eru talin árangursaukandi, valdi Anna Lisa að málið ekki lengra. Það hefur í för með sér að allur árangur af viðkomandi móti er felldur niður en ekkert keppnisbann fylgir. View this post on Instagram A post shared by Anna Lisa Zingsheim (@anna.zings) Alltaf mjög varkár Í samtali við Eiðfaxa sagði Anna Lisa að niðurstaða lyfjaprófsins hafi komið henni algjörlega í opna skjöldu. „Ég fékk tilkynninguna þann 11. september og las skilaboðin mörgum sinnum, því ég gat ekki trúað þessu,“ sagði Anna Lísa. „Ég er alltaf mjög varkár með það hvað ég gef hestinum mínum, því maður er alltaf hræddur við að eitthvað svona geti gerst og ólögleg lyf leynist í fóðri eða öðru sem maður notar dags daglega, án þess að maður viti af því,“ sagði Anna Lísa. Fann ekkert sem gæti útskýrt þetta Hún athugaði allar vörurnar sem ég notaði og fóðrið, en fann ekkert sem gæti útskýrt þetta. Anna kannaði möguleikann á því að leita réttar síns en að hennar mati voru möguleikar hennar því afar takmarkaðir. „Ég hafði tvo kosti: annaðhvort að samþykkja niðurstöðuna, sætta mig við að árangur minn yrði þurrkaður út og greiða sekt, eða að óska eftir að annað sýni yrði prófað. Ef það hins vegar hefði reynst líka jákvætt hefði ég staðið frammi fyrir miklu hærri kostnaði og hugsanlegu keppnisbanni. Í ljósi þess að FEIF var ekki tilbúið að hjálpa mér að rannsaka hvort þessi efni gætu hugsanlega komið úr hálmundirburðinum fannst mér ég knúinn til að velja fyrri kostinn,“ sagði Anna Lísa. Mjög sár Anna Lisa segist vera mjög sár yfir niðurstöðunni og áhrifunum sem hún hefur haft. „Ég er mjög stolt af hestinum mínum og öllu sem við áorkuðum á heimsmeistaramótinu. Það er mjög sárt að missa þann árangur á þennan hátt. Mér líður að einhverju leyti eins og ég sé talin glæpamaður. Ég hef aldrei áður fundið fyrir jafn miklu hjálparleysi. Mér fannst skorta á mannúð og samkennd í ferlinu af hendi FEIF, og mér fannst ég ekki fá raunverulegt tækifæri til að skýra málið og hreinsa mig af ásökunum,“ sagði Anna.
Hestaíþróttir Mest lesið Þrír af Strákunum okkar í upptalningu á þeim bestu fyrir EM Handbolti Liverpool áfram í bikarnum og mætir Brighton í næstu umferð Enski boltinn Litla liðið í París sló út stórveldi PSG Fótbolti KR ekki í teljandi vandræðum með að tryggja sig í undanúrslit Körfubolti „Eftir síðasta mót sögðu þeir bara strax að þeir vildu fá Ísland“ Handbolti Alonso látinn fara frá Real Madrid Fótbolti Meistaraþjálfari danska landsliðsins segist hafa breytt um stíl Handbolti Þegar Dagur féll á lyfjaprófi: „Var með magasár í hálft ár“ Handbolti Bruno Fernandes hakkaður í gærkvöldi Enski boltinn Velur Tottenham fram yfir Aston Villa Enski boltinn Fleiri fréttir Þrír af Strákunum okkar í upptalningu á þeim bestu fyrir EM Kristín Dís áfram í herbúðum Blika Litla liðið í París sló út stórveldi PSG Liverpool áfram í bikarnum og mætir Brighton í næstu umferð Hetjuþristur er Keflavík sló út ríkjandi bikarmeistara Vals í spennutrylli KR ekki í teljandi vandræðum með að tryggja sig í undanúrslit Velur Tottenham fram yfir Aston Villa Mikael Egill spilaði nær allan leikinn í sterkum sigri Liðsfélagi Ronaldo missti stjórn á skapi sínu og sló andstæðing Mætir spútnikliðinu: Íslendingar í pottinum er dregið var í enska bikarnum Davíð Kristján keyptur til Grikklands Myndi ekki neita ef Carrick byði honum í sitt teymi Segir að Brasilía þurfi á Neymar að halda Alonso látinn fara frá Real Madrid Miðbær Reykjavíkur er Íslandsmeistari Búast við því að Carrick verði kynntur hjá United innan tíðar Katarar vilja halda fyrsta HM félagsliða hjá konunum Mátti ekki koma inn á vegna þess að hún var með eyrnalokk Hannover staðfestir kaupin á Stefáni Teiti KKÍ stefnir að því að spila jólabolta Meistaraþjálfari danska landsliðsins segist hafa breytt um stíl Sjáðu magnaða vörslu hins 43 ára Gordon: „Ein mín besta á ferlinum“ Svarar formanni KKÍ: „Eins og að gráta yfir bensínverði á meðan þú ert á Ferrari“ „Mjög hentugt að fá viku til að koma honum inn í hlutina“ Fæstir leikir hjá Man Utd síðan í fyrri heimsstyrjöld Enn einn Bliki kveður Kópavoginn: Áslaug Munda semur við Parma Á leið á Ólympíuleikana ári eftir að hann missti báða foreldra sína í flugslysi „Eitthvað sem ég þarf að venjast“ Guðjón Valur fær Garðar til Gummersbach Snýr aftur til Íslands og tekur við ÍBV Sjá meira