Eiga foreldrar í háskólanámi raunverulega jafnan aðgang að námi? Hrund Steinsdóttir skrifar 2. október 2025 11:33 „Jafnrétti er eitt þriggja grunngilda Háskóla Íslands og fjölbreytileiki er ein af fjórum áherslum í stefnu skólans. Í þessum grunngildum felst að mismunun á grundvelli kyns, kyngervis, uppruna, litarháttar, fötlunar, kynhneigðar, kynvitundar, kynþáttar, holdafars, aldurs, heilsufars, trúarbragða, skoðana, búsetu, efnahags, þjóðernis eða memmingar er óheimil innan Háskóla Íslands.“ (Stefna HÍ 2021-2026) Þetta eru falleg og metnaðarfull orð en spyrja má: Endurspeglast þessi gildi í runverulegu háskólanámi? Sem foreldri og nemandi við Háskóla Íslands hef ég á eigin skinni fundið að svo er ekki alltaf. Ég á börn sem þurfa að mæta í leik- og grunnskóla kl. 8:30 á morgnana. Sjálf er ég í námskeiðum sem hefjast kl. 8:20 alla morgna og bý ég í um 40 mínútna fjarlægð frá háskólanum, þ.e. þegar umferð er sem mest. Þetta gerir mér nánast ómögulegt að sinna foreldrahlutverkinu og mæta í tíma í skólanum. Þegar engar upptökur af fyrirlestrum eru í boði er þetta ekki bara óþægindi, heldur raunverulegt misrétti. Ég ásamt fleirum í minni stöðu erum sett í verri stöðu en aðrir nemendur, einfaldlega vegna þess að ég er foreldri. Háskólinn sem vill vera leiðandi í jafnréttismálum Háskóli Íslands leggur mikla áherslu á jafnrétti og fjölbreytileika og talar um að taka beri mið af breytingum í samfélaginu og tryggja að allir hópar hafi jafnan aðgang. Þar ætti að vera ljóst að foreldrar í námi falla undir þann hóp sem þarf að huga sérstaklega að. En í framkvæmd sé ég annað: tímaskipan sem rekst á við skóla- og leikskólatíma barna, engar upptökur og lítið svigrúm fyrir sveigjanleika. Það sem á að vera jafnræði verður að ójafnræði. Lausnin er einföld Það þarf ekki miklar kerfisbreytingar til að bæta þetta. Með því að tryggja upptökur af fyrirlestrum eða annað sveigjanlegt aðgengi væri hægt að koma til móts við foreldra og ekki bara þá. Nemendur sem búa utan höfuðborgarinnar, þeir sem glíma við veikindi eða hafa aðrar skyldur myndu allir hagnast á slíku fyrirkomulagi. Spurningin sem við verðum að velta fyrir okkur Ef jafnrétti er eitt af grunngildum Háskóla Íslands, þá hlytur að vera eðlilegt að spyrja: Eiga foreldra í háskólanámi raunverulega jafnan aðgang að námi – eða eru falleg orð í stefnu skólans orðin að innihaldslausum loforðum? Mitt svar, byggt á minni reynslu, er að við séum ekki þar enn. Hinsvegar er ekki of seint né flókið að breyta því. Höfundur er móðir og háskólanemi. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Hagsmunir stúdenta Skóla- og menntamál Mest lesið Íslenska er leiðinleg Nói Pétur Á Guðnason Skoðun Hverjum voru ráðherrann og RÚV að refsa? Júlíus Valsson Skoðun Þrjú slys á sama stað en svarið er: Það er allt í lagi hér! Róbert Ragnarsson Skoðun Árásir á gyðinga í skugga þjóðarmorðs Helen Ólafsdóttir Skoðun Djöfulsins, helvítis, andskotans pakk Vilhjálmur H. Vilhjálmsson Skoðun Betri en við höldum Hjálmar Gíslason Skoðun Hvernig varð staðan svona í Hafnarfirði? Einar Geir Þorsteinsson Skoðun Eingreiðsla til öryrkja í desember bundin við lögheimili á Íslandi Jón Frímann Jónsson Skoðun „Quiet, piggy“ Harpa Kristbergsdóttir Skoðun Kjósið reið og óupplýst! Ragnheiður Kristín Finnbogadóttir Skoðun Skoðun Skoðun Hverjum voru ráðherrann og RÚV að refsa? Júlíus Valsson skrifar Skoðun Íslenska er leiðinleg Nói Pétur Á Guðnason skrifar Skoðun Þrjú slys á sama stað en svarið er: Það er allt í lagi hér! Róbert Ragnarsson skrifar Skoðun Réttar upplýsingar um rekstur og fjármögnun RÚV Stefán Eiríksson,Björn Þór Hermannsson skrifar Skoðun Kjósið reið og óupplýst! Ragnheiður Kristín Finnbogadóttir skrifar Skoðun Ekkert barn á Íslandi á að búa við fátækt Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir skrifar Skoðun Árásir á gyðinga í skugga þjóðarmorðs Helen Ólafsdóttir skrifar Skoðun Hundrað doktorsgráður Ólafur Eysteinn Sigurjónsson skrifar Skoðun EES: ekki slagorð — heldur réttindi Yngvi Ómar Sigrúnarson skrifar Skoðun Að þjóna íþróttum Rögnvaldur Hreiðarsson skrifar Skoðun „Quiet, piggy“ Harpa Kristbergsdóttir skrifar Skoðun Ísland er ekki í hópi þeirra sem standa sig best í loftslagsmálum Eyþór Eðvarðsson skrifar Skoðun Ísland, öryggi og almennur viðbúnaður Magnús Árni Skjöld Magnússon skrifar Skoðun Um ólaunaða vinnu, velsæld og nýja sýn á hagkerfið Dóra Guðrún Guðmundsdóttir,Soffía S. Sigurgeirsdóttir,Elva Rakel Jónsdóttir skrifar Skoðun Leysum húsnæðisvandann Guðjón Sigurbjartsson skrifar Skoðun Hugleiðing um jól, fæðingu Krists og inngilding á Íslandi Nicole Leigh Mosty skrifar Skoðun Betri en við höldum Hjálmar Gíslason skrifar Skoðun Draumurinn um ESB-samning er uppgjöf – Ekki fórna framtíðinni fyrir falsöryggi Eggert Sigurbergsson skrifar Skoðun Setjum við Ísland í fyrsta sæti? Júlíus Valsson skrifar Skoðun Misskilningur Viðreisnar um áhrif EES-úrsagnar á Íslendinga erlendis Eggert Sigurbergsson skrifar Skoðun Skattahækkanir í felum – árás á heimilin Lóa Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Að fyrirgefa sjálfum sér Sigurður Árni Reynisson skrifar Skoðun Hér starfa líka (alls konar) konur Selma Svavarsdóttir skrifar Skoðun Kílómetragjald í blindgötu – þegar stjórnvöld misskilja ferðaþjónustuna Þórir Garðarsson skrifar Skoðun 5 vaxtalækkanir á einu ári Arna Lára Jónsdóttir skrifar Skoðun Falskur finnst mér tónninn Kristján Fr. Friðbertsson skrifar Skoðun Treystir Viðreisn þjóðinni í raun? Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Frá sr. Friðriki til Eurovision: Sama woke-frásagnarvélin, sama niðurrifsverkefni gegn gyðing-kristnum rótum Vesturlanda Hilmar Kristinsson skrifar Skoðun Þingmaður með hálfsannleik um voffann Úffa Árni Stefán Árnason skrifar Skoðun Allt fyrir ekkert – eða ekkert fyrir allt? Eggert Sigurbergsson skrifar Sjá meira
„Jafnrétti er eitt þriggja grunngilda Háskóla Íslands og fjölbreytileiki er ein af fjórum áherslum í stefnu skólans. Í þessum grunngildum felst að mismunun á grundvelli kyns, kyngervis, uppruna, litarháttar, fötlunar, kynhneigðar, kynvitundar, kynþáttar, holdafars, aldurs, heilsufars, trúarbragða, skoðana, búsetu, efnahags, þjóðernis eða memmingar er óheimil innan Háskóla Íslands.“ (Stefna HÍ 2021-2026) Þetta eru falleg og metnaðarfull orð en spyrja má: Endurspeglast þessi gildi í runverulegu háskólanámi? Sem foreldri og nemandi við Háskóla Íslands hef ég á eigin skinni fundið að svo er ekki alltaf. Ég á börn sem þurfa að mæta í leik- og grunnskóla kl. 8:30 á morgnana. Sjálf er ég í námskeiðum sem hefjast kl. 8:20 alla morgna og bý ég í um 40 mínútna fjarlægð frá háskólanum, þ.e. þegar umferð er sem mest. Þetta gerir mér nánast ómögulegt að sinna foreldrahlutverkinu og mæta í tíma í skólanum. Þegar engar upptökur af fyrirlestrum eru í boði er þetta ekki bara óþægindi, heldur raunverulegt misrétti. Ég ásamt fleirum í minni stöðu erum sett í verri stöðu en aðrir nemendur, einfaldlega vegna þess að ég er foreldri. Háskólinn sem vill vera leiðandi í jafnréttismálum Háskóli Íslands leggur mikla áherslu á jafnrétti og fjölbreytileika og talar um að taka beri mið af breytingum í samfélaginu og tryggja að allir hópar hafi jafnan aðgang. Þar ætti að vera ljóst að foreldrar í námi falla undir þann hóp sem þarf að huga sérstaklega að. En í framkvæmd sé ég annað: tímaskipan sem rekst á við skóla- og leikskólatíma barna, engar upptökur og lítið svigrúm fyrir sveigjanleika. Það sem á að vera jafnræði verður að ójafnræði. Lausnin er einföld Það þarf ekki miklar kerfisbreytingar til að bæta þetta. Með því að tryggja upptökur af fyrirlestrum eða annað sveigjanlegt aðgengi væri hægt að koma til móts við foreldra og ekki bara þá. Nemendur sem búa utan höfuðborgarinnar, þeir sem glíma við veikindi eða hafa aðrar skyldur myndu allir hagnast á slíku fyrirkomulagi. Spurningin sem við verðum að velta fyrir okkur Ef jafnrétti er eitt af grunngildum Háskóla Íslands, þá hlytur að vera eðlilegt að spyrja: Eiga foreldra í háskólanámi raunverulega jafnan aðgang að námi – eða eru falleg orð í stefnu skólans orðin að innihaldslausum loforðum? Mitt svar, byggt á minni reynslu, er að við séum ekki þar enn. Hinsvegar er ekki of seint né flókið að breyta því. Höfundur er móðir og háskólanemi.
Skoðun Réttar upplýsingar um rekstur og fjármögnun RÚV Stefán Eiríksson,Björn Þór Hermannsson skrifar
Skoðun Um ólaunaða vinnu, velsæld og nýja sýn á hagkerfið Dóra Guðrún Guðmundsdóttir,Soffía S. Sigurgeirsdóttir,Elva Rakel Jónsdóttir skrifar
Skoðun Draumurinn um ESB-samning er uppgjöf – Ekki fórna framtíðinni fyrir falsöryggi Eggert Sigurbergsson skrifar
Skoðun Misskilningur Viðreisnar um áhrif EES-úrsagnar á Íslendinga erlendis Eggert Sigurbergsson skrifar
Skoðun Kílómetragjald í blindgötu – þegar stjórnvöld misskilja ferðaþjónustuna Þórir Garðarsson skrifar
Skoðun Frá sr. Friðriki til Eurovision: Sama woke-frásagnarvélin, sama niðurrifsverkefni gegn gyðing-kristnum rótum Vesturlanda Hilmar Kristinsson skrifar