Mikilvægi lágþröskulda þjónustu fyrir geðheilbrigði ungs fólks Eva Rós Ólafsdóttir skrifar 2. október 2025 10:46 Ungt fólk þarf hjálp þegar hún skiptir máli Ungt fólk á rétt á að fá aðstoð þegar það þarf á henni að halda – ekki eftir mánuði eða ár. Geðheilbrigði er ekki aukaatriði heldur grunnstoð í lífi hvers barns og ungmennis. Það hefur bein áhrif á félagsleg tengsl, sjálfsmynd, líðan og framtíðarmöguleika. Reynslan sýnir að hefðbundin heilbrigðisþjónusta nær ekki alltaf utan um þarfir unga fólksins okkar. Ferlar eru oft flóknir, biðlistar langir og hindranir margskonar. Rannsóknir á alþjóðavísu hafa ítrekað sýnt að sveigjanleg og aðgengileg úrræði skipta sköpum. Þegar þjónustan er án hindrana og kostnaðar aukast líkurnar á að ungmenni leiti sér aðstoðar þegar hennar er þörf. Þar koma lágþröskulda úrræði inn sem mikilvæg brú á milli ungs fólks og kerfisins. Hvað felst í lágþröskulda þjónustu? Lágþröskulda þjónusta þýðir að ungmenni geta leitað sér aðstoðar án tilvísunar, án langrar biðar og án þess að greiða háar upphæðir. Hún er sveigjanleg, nálæg og leggur áherslu á að mæta einstaklingnum þar sem hann er staddur hverju sinni. Stuðningurinn er einstaklingsmiðaður, óformlegur og laus við hindranir sem oft letja ungt fólk frá því að sækja sér hjálp. Alþjóðlegar skýrslur, til dæmis frá Evrópuráðinu, hafa bent á að slík þjónusta sé ekki lúxus heldur grundvallarréttindi barna og ungmenna. Með því að brjóta niður félagslegar og efnahagslegar hindranir tryggir hún jafnrétti í aðgengi. Með úrræði eins og Berginu náum við til fleiri ungmenna sem annars hefðu átt á hættu að falla á milli kerfa eða jafnvel forðast að leita sér aðstoðar. Í Berginu hafa ungmenni á aldrinum 12–25 ára aðgang að viðtölum við fagaðila, sér að kostnaðarlausu. Af hverju skiptir þetta máli? Að bregðast sem fyrst við getur skipt sköpum. Þegar ungmenni fá snemmtækan stuðning við kvíða, vanlíðan, áföll eða félagslegar áskoranir aukast líkurnar á að þau byggi upp seiglu og færni til að takast á við framtíðarerfiðleika. Með því að grípa inn í snemma er hægt að draga verulega úr hættunni á alvarlegum geðheilbrigðisvanda síðar meir og létta þar með álagi af sérhæfðari úrræðum á hærra þjónustustigi. Lágþröskulda þjónusta stuðlar einnig að jafnrétti í aðgengi. Mörg ungmenni upplifa að þau passi ekki inn í hefðbundin úrræði eða hafi ekki burði til að nýta þau. Þegar öllum er boðið velkomið – óháð bakgrunni eða stöðu – minnka þær hindranir. Að auki eykst traust til kerfisins þegar ungt fólk er mætt á jafningjagrundvelli og í öruggu umhverfi þar sem þeirra rödd og reynsla eru tekin alvarlega. Hlutverk Bergsins Bergið hefur á undanförnum árum orðið lykilaðili í snemmtækum stuðningi við ungt fólk á Íslandi. Þar geta ungmenni á aldrinum 12–25 ára komið án tilvísunar og fengið viðtal við fagfólk án kostnaðar. Þjónustan er bæði persónuleg og sveigjanleg, þar sem lögð er áhersla á lausnir sem henta hverjum og einum. Á hverju ári leita hundruð ungmenna til Bergsins – mörg þeirra í fyrsta sinn sem þau ræða líðan sína við fagaðila. Fyrir þau er þetta ekki aðeins samtal, heldur nauðsynlegt tækifæri til að taka fyrsta og mikilvægasta skrefið í átt að betri líðan. Samfélagslegur ávinningur Ávinningurinn af lágþröskulda þjónustu er tvíþættur. Fyrir einstaklinginn felst hann í skjótum stuðningi og bættum lífsgæðum. Fyrir samfélagið felst hann í minni kostnaði innan félags- og heilbrigðiskerfisins, aukinni virkni í námi og starfi og sterkari framtíðarkynslóðum. Rannsóknir sýna að fjárfesting í snemmtækri og aðgengilegri geðheilbrigðisþjónustu borgar sig margfalt til lengri tíma. Með henni stöndum við einnig vörð um grundvallarréttindi barna og ungmenna. Veitum aðstoð þegar hún skiptir máli Geðheilbrigði ungs fólks má aldrei vera aukaatriði. Til að mæta raunverulegum þörfum þarf þjónusta að vera sveigjanleg, aðgengileg og laus við hindranir. Lágþröskulda úrræði eins og Bergið eru þar lykilþáttur – þau tryggja að enginn þurfi að ganga einn í gegnum vanlíðan eða áföll. Með því að efla og tryggja framtíð slíkra úrræða leggur samfélagið grunn að heilbrigðari og sterkari framtíðarkynslóðum. Það er okkar mat að lágþröskulda þjónusta og nálgun líkt og Bergið veitir sé ekki aðeins valkostur heldur nauðsynlegt úrræði til að tryggja að ungt fólk fái þá aðstoð sem það á rétt á – þegar hún skiptir mestu máli. Höfundur er félagsráðgjafi og framkvæmdastjóri Bergsins Headspace. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Geðheilbrigði Eva Rós Ólafsdóttir Mest lesið Orkuskipti á pappír en olía í raun: Hvernig bæjarstjórnin keyrði Vestmannaeyjar í strand Jóhann Ingi Óskarsson Skoðun Eru Fjarðarheiðargöng of löng? (og aðrar mýtur í umræðunni) Stefán Ómar Stefánsson van Hagen Skoðun Er ekki kominn tími til að jarða megrunar- og útlitsmenningu? Nanna Kaaber Skoðun 23 borgarfulltrúar á fullum launum í Reykjavík, en 7 í Kaupmannahöfn Róbert Ragnarsson Skoðun Fáar vísbendingar um miklar breytingar í Venesúela Gunnlaugur Snær Ólafsson Skoðun Heiða Björg Hilmisdóttir – forystukona sem leysir hnútana Axel Jón Ellenarson Skoðun Félagslegur stuðningur í fangelsi er ekki munaður heldur nauðsyn Tinna Eyberg Örlygsdóttir Skoðun Þegar rökin þrjóta og ábyrgðarleysið tekur yfir - Hugleiðingar óflokksbundins einstaklings í byrjun árs 2026 Guðmundur Ragnarsson Skoðun Hafnarfjörður er ekki biðstofa Guðbjörg Oddný Jónasdóttir Skoðun Semjum við Trump: Breytt heimsmynd sem tækifæri, ekki ógn Ómar R. Valdimarsson Skoðun Skoðun Skoðun Stórútgerðin og MSC vottunin: Rangtúlkun sem hamlar þjóðhagslegri nýtingu þorsks Kjartan Sveinsson skrifar Skoðun Er netsala áfengis lögleg? Einar Ólafsson skrifar Skoðun Hafnarfjörður er ekki biðstofa Guðbjörg Oddný Jónasdóttir skrifar Skoðun Fáar vísbendingar um miklar breytingar í Venesúela Gunnlaugur Snær Ólafsson skrifar Skoðun Eru Fjarðarheiðargöng of löng? (og aðrar mýtur í umræðunni) Stefán Ómar Stefánsson van Hagen skrifar Skoðun Félagslegur stuðningur í fangelsi er ekki munaður heldur nauðsyn Tinna Eyberg Örlygsdóttir skrifar Skoðun Leikskólar sem jafnréttismál og áskoranir sem þarf að leysa sameiginlega Magnea Marinósdóttir skrifar Skoðun Er ekki kominn tími til að jarða megrunar- og útlitsmenningu? Nanna Kaaber skrifar Skoðun Heiða Björg Hilmisdóttir – forystukona sem leysir hnútana Axel Jón Ellenarson skrifar Skoðun Orkuskipti á pappír en olía í raun: Hvernig bæjarstjórnin keyrði Vestmannaeyjar í strand Jóhann Ingi Óskarsson skrifar Skoðun Áramótaheitið er að fá leikskólapláss Ögmundur Ísak Ögmundsson skrifar Skoðun Hvað er Trump eiginlega að bralla? Jean-Rémi Chareyre skrifar Skoðun Bætum lýðræðið í bænum okkar Gunnar Axel Axelsson skrifar Skoðun Þegar rökin þrjóta og ábyrgðarleysið tekur yfir - Hugleiðingar óflokksbundins einstaklings í byrjun árs 2026 Guðmundur Ragnarsson skrifar Skoðun Leigubílamarkaður á krossgötum: Tæknin er lausnin ekki vandamálið Kristín Hrefna Halldórsdóttir skrifar Skoðun Enga uppgjöf í leikskólamálum Steinunn Gyðu- og Guðjónsdóttir skrifar Skoðun Atvinnuvegaráðherra vill leyfa fyrirtækjum að fara illa með dýr gegn gjaldi Jón Kaldal skrifar Skoðun Þögnin sem ég hélt að myndi bjarga mér Steindór Þórarinsson skrifar Skoðun Lög fyrir hina veiku. Friðhelgi fyrir hina sterku Marko Medic skrifar Skoðun Samruni í blindflugi – þegar menningararfur er settur á færiband Helgi Felixson skrifar Skoðun Málstjóri eldra fólks léttir fjórðu vakt kvenna Sara Björg Sigurðardóttir skrifar Skoðun Ísland og Trump - hvernig samband viljum við nú? Rósa Björk Brynjólfsdóttir skrifar Skoðun Það er ekki sama hvort það sé hvítvínsbelja eða séra hvítvínsbelja Hópur stjórnarmanna í Uppreisn skrifar Skoðun 23 borgarfulltrúar á fullum launum í Reykjavík, en 7 í Kaupmannahöfn Róbert Ragnarsson skrifar Skoðun Sækjum til sigurs í Reykjavík Pétur Marteinsson skrifar Skoðun Öryggismál Íslands eru í uppnámi Arnór Sigurjónsson skrifar Skoðun Pakkaleikur á fjölmiðlamarkaði Ragnar Sigurður Kristjánsson skrifar Skoðun Semjum við Trump: Breytt heimsmynd sem tækifæri, ekki ógn Ómar R. Valdimarsson skrifar Skoðun Hvað á að gerast fyrir 15–24 ára ungmenni ef þau fá ekki innlögn á Vog strax þrátt fyrir að vera tilbúin í meðferð Halldóra Lillý Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Ungmennahús í Hveragerði Dagný Sif Sigurbjörnsdóttir skrifar Sjá meira
Ungt fólk þarf hjálp þegar hún skiptir máli Ungt fólk á rétt á að fá aðstoð þegar það þarf á henni að halda – ekki eftir mánuði eða ár. Geðheilbrigði er ekki aukaatriði heldur grunnstoð í lífi hvers barns og ungmennis. Það hefur bein áhrif á félagsleg tengsl, sjálfsmynd, líðan og framtíðarmöguleika. Reynslan sýnir að hefðbundin heilbrigðisþjónusta nær ekki alltaf utan um þarfir unga fólksins okkar. Ferlar eru oft flóknir, biðlistar langir og hindranir margskonar. Rannsóknir á alþjóðavísu hafa ítrekað sýnt að sveigjanleg og aðgengileg úrræði skipta sköpum. Þegar þjónustan er án hindrana og kostnaðar aukast líkurnar á að ungmenni leiti sér aðstoðar þegar hennar er þörf. Þar koma lágþröskulda úrræði inn sem mikilvæg brú á milli ungs fólks og kerfisins. Hvað felst í lágþröskulda þjónustu? Lágþröskulda þjónusta þýðir að ungmenni geta leitað sér aðstoðar án tilvísunar, án langrar biðar og án þess að greiða háar upphæðir. Hún er sveigjanleg, nálæg og leggur áherslu á að mæta einstaklingnum þar sem hann er staddur hverju sinni. Stuðningurinn er einstaklingsmiðaður, óformlegur og laus við hindranir sem oft letja ungt fólk frá því að sækja sér hjálp. Alþjóðlegar skýrslur, til dæmis frá Evrópuráðinu, hafa bent á að slík þjónusta sé ekki lúxus heldur grundvallarréttindi barna og ungmenna. Með því að brjóta niður félagslegar og efnahagslegar hindranir tryggir hún jafnrétti í aðgengi. Með úrræði eins og Berginu náum við til fleiri ungmenna sem annars hefðu átt á hættu að falla á milli kerfa eða jafnvel forðast að leita sér aðstoðar. Í Berginu hafa ungmenni á aldrinum 12–25 ára aðgang að viðtölum við fagaðila, sér að kostnaðarlausu. Af hverju skiptir þetta máli? Að bregðast sem fyrst við getur skipt sköpum. Þegar ungmenni fá snemmtækan stuðning við kvíða, vanlíðan, áföll eða félagslegar áskoranir aukast líkurnar á að þau byggi upp seiglu og færni til að takast á við framtíðarerfiðleika. Með því að grípa inn í snemma er hægt að draga verulega úr hættunni á alvarlegum geðheilbrigðisvanda síðar meir og létta þar með álagi af sérhæfðari úrræðum á hærra þjónustustigi. Lágþröskulda þjónusta stuðlar einnig að jafnrétti í aðgengi. Mörg ungmenni upplifa að þau passi ekki inn í hefðbundin úrræði eða hafi ekki burði til að nýta þau. Þegar öllum er boðið velkomið – óháð bakgrunni eða stöðu – minnka þær hindranir. Að auki eykst traust til kerfisins þegar ungt fólk er mætt á jafningjagrundvelli og í öruggu umhverfi þar sem þeirra rödd og reynsla eru tekin alvarlega. Hlutverk Bergsins Bergið hefur á undanförnum árum orðið lykilaðili í snemmtækum stuðningi við ungt fólk á Íslandi. Þar geta ungmenni á aldrinum 12–25 ára komið án tilvísunar og fengið viðtal við fagfólk án kostnaðar. Þjónustan er bæði persónuleg og sveigjanleg, þar sem lögð er áhersla á lausnir sem henta hverjum og einum. Á hverju ári leita hundruð ungmenna til Bergsins – mörg þeirra í fyrsta sinn sem þau ræða líðan sína við fagaðila. Fyrir þau er þetta ekki aðeins samtal, heldur nauðsynlegt tækifæri til að taka fyrsta og mikilvægasta skrefið í átt að betri líðan. Samfélagslegur ávinningur Ávinningurinn af lágþröskulda þjónustu er tvíþættur. Fyrir einstaklinginn felst hann í skjótum stuðningi og bættum lífsgæðum. Fyrir samfélagið felst hann í minni kostnaði innan félags- og heilbrigðiskerfisins, aukinni virkni í námi og starfi og sterkari framtíðarkynslóðum. Rannsóknir sýna að fjárfesting í snemmtækri og aðgengilegri geðheilbrigðisþjónustu borgar sig margfalt til lengri tíma. Með henni stöndum við einnig vörð um grundvallarréttindi barna og ungmenna. Veitum aðstoð þegar hún skiptir máli Geðheilbrigði ungs fólks má aldrei vera aukaatriði. Til að mæta raunverulegum þörfum þarf þjónusta að vera sveigjanleg, aðgengileg og laus við hindranir. Lágþröskulda úrræði eins og Bergið eru þar lykilþáttur – þau tryggja að enginn þurfi að ganga einn í gegnum vanlíðan eða áföll. Með því að efla og tryggja framtíð slíkra úrræða leggur samfélagið grunn að heilbrigðari og sterkari framtíðarkynslóðum. Það er okkar mat að lágþröskulda þjónusta og nálgun líkt og Bergið veitir sé ekki aðeins valkostur heldur nauðsynlegt úrræði til að tryggja að ungt fólk fái þá aðstoð sem það á rétt á – þegar hún skiptir mestu máli. Höfundur er félagsráðgjafi og framkvæmdastjóri Bergsins Headspace.
Orkuskipti á pappír en olía í raun: Hvernig bæjarstjórnin keyrði Vestmannaeyjar í strand Jóhann Ingi Óskarsson Skoðun
Þegar rökin þrjóta og ábyrgðarleysið tekur yfir - Hugleiðingar óflokksbundins einstaklings í byrjun árs 2026 Guðmundur Ragnarsson Skoðun
Skoðun Stórútgerðin og MSC vottunin: Rangtúlkun sem hamlar þjóðhagslegri nýtingu þorsks Kjartan Sveinsson skrifar
Skoðun Eru Fjarðarheiðargöng of löng? (og aðrar mýtur í umræðunni) Stefán Ómar Stefánsson van Hagen skrifar
Skoðun Félagslegur stuðningur í fangelsi er ekki munaður heldur nauðsyn Tinna Eyberg Örlygsdóttir skrifar
Skoðun Leikskólar sem jafnréttismál og áskoranir sem þarf að leysa sameiginlega Magnea Marinósdóttir skrifar
Skoðun Orkuskipti á pappír en olía í raun: Hvernig bæjarstjórnin keyrði Vestmannaeyjar í strand Jóhann Ingi Óskarsson skrifar
Skoðun Þegar rökin þrjóta og ábyrgðarleysið tekur yfir - Hugleiðingar óflokksbundins einstaklings í byrjun árs 2026 Guðmundur Ragnarsson skrifar
Skoðun Leigubílamarkaður á krossgötum: Tæknin er lausnin ekki vandamálið Kristín Hrefna Halldórsdóttir skrifar
Skoðun Atvinnuvegaráðherra vill leyfa fyrirtækjum að fara illa með dýr gegn gjaldi Jón Kaldal skrifar
Skoðun Það er ekki sama hvort það sé hvítvínsbelja eða séra hvítvínsbelja Hópur stjórnarmanna í Uppreisn skrifar
Skoðun 23 borgarfulltrúar á fullum launum í Reykjavík, en 7 í Kaupmannahöfn Róbert Ragnarsson skrifar
Skoðun Hvað á að gerast fyrir 15–24 ára ungmenni ef þau fá ekki innlögn á Vog strax þrátt fyrir að vera tilbúin í meðferð Halldóra Lillý Jóhannsdóttir skrifar
Orkuskipti á pappír en olía í raun: Hvernig bæjarstjórnin keyrði Vestmannaeyjar í strand Jóhann Ingi Óskarsson Skoðun
Þegar rökin þrjóta og ábyrgðarleysið tekur yfir - Hugleiðingar óflokksbundins einstaklings í byrjun árs 2026 Guðmundur Ragnarsson Skoðun