Ísland verði leiðandi í þróun varna og viðskipta á Norðurslóðum Elín Margrét Böðvarsdóttir skrifar 3. október 2025 06:47 Ekki fylgir sögunni hvað fékk þau Kristrúnu Frostadóttur, Friedrich Merz, Mark Rutte og Giorgiu Meloni til að brosa út að eyrum á leiðtogafundinum í Kaupmannahöfn í gær. EPA/IDA MARIE ODGAARD Kristrún Frostadóttir forsætisráðherra vill að Ísland sé ekki aðeins þátttakandi heldur gegni leiðandi hlutverki um þróun viðskipta og hvernig varnarmálum verði háttað á Norðurslóðum. Þjóðaröryggisráð kemur saman í dag til að ræða drónaárásir og aðrar fjölþáttaógnir en viðfangsefnið var fyrirferðarmikið á leiðtogafundi sem hún sótti í Danmörku í gær. Kristrún segist þó ekki aðeins hafa mætt til Kaupmannahafnar til að ræða varnarmál. „Ég er hér fyrst og fremst að tala máli Íslands þegar kemur að vörnum, en líka viðskiptum. Vegna þess að það hafa verið miklar breytingar í gangi, bæði á varnasviðinu en líka í breyttum áherslum í frjálsum viðskiptum víða í heiminum,“ sagði Kristrún að loknum fundi Stjórnmálasamfélags Evrópu, EPC í gær. Sjálf leiddi hún til að mynda hringborðsumræður um efnahagslegt öryggi í gær þar sem leiðtogar Grænlands og Færeyja og Þýskalandskanslari voru meðal þátttakenda auk annarra. „Það var niðurstaða þessa hringborðs að Evrópusambandið, og helstu viðskiptaaðilar þess í Evrópu, sem meðal annars Ísland og Noregur og fleiri ríki eru hluti af, þurfi að standa fyrir frjálsum viðskiptum þegar við sjáum kannski önnur ríki vera farin að loka aðeins heiminn frá sér, eða minnsta kosti gera viðskiptin flóknari,“ segir Kristrún. Kristrún var meðal hátt í fimmtíu leiðtoga ríkja og alþjóðastofnanna sem sóttu fund EPC í Danmörku í gær. EPA/THOMAS TRAASDAHL Bæði þurfi að tryggja að það séu ekki hindranir í viðskiptum milli Evrópulanda, hvort sem þau standi innan eða utan Evrópusambandsins. „Líka að við séum einbeitt að því að horfa til annarra landa þar sem við gætum átt hagsmuni. Fyrir Ísland þá snýr þetta náttúrleg að því að færa fókusinn og augu álfunnar norður. Að fólk sjái hagsmuni í því að stunda frjáls viðskipti áfram við Ísland. Og líka, mögulega að fjárfesta í innviðum og taka þátt í uppbyggingu ákveðinna tækifæra á Norðurslóðum. Vegna þess að við viljum auðvitað eiga í samstarfi en fyrst og fremst vera leiðandi á okkar svæði. Við viljum hafa eitthvað um það að segja hvernig varnir og viðskipti þróast á Norðurslóðum,“ segir Kristrún. Efnahagsmál Öryggis- og varnarmál Norðurslóðir Ríkisstjórn Kristrúnar Frostadóttur Evrópusambandið Mest lesið „Enginn í Lottu er á mannsæmandi launum“ Viðskipti innlent Tinna nýr framkvæmdastjóri upplýsingatæknisviðs hjá Innnes Viðskipti innlent Martraðarverktaki Kópavogsbæjar greiddi ekki krónu með gati Viðskipti innlent Tekur við þjálfun kokkalandsliðsins Viðskipti innlent Auglýstu tilboð of títt og fá milljón í sekt Neytendur Stjarna í 66 ár, myndabikar, húmor í þeim gömlu og jólasveinakennsla Atvinnulíf Sá elsti í heiðurshópnum níutíu ára Atvinnulíf Sjónvarpseríur á samfélagsmiðlum og gjörbreytt notkun á Facebook og Instagram Atvinnulíf Brú Talent kaupir Geko Consulting Viðskipti innlent „Ég tel að þessi dómur hafi takmarkað fordæmisgildi“ Viðskipti innlent Fleiri fréttir Tinna nýr framkvæmdastjóri upplýsingatæknisviðs hjá Innnes „Enginn í Lottu er á mannsæmandi launum“ Tekur við þjálfun kokkalandsliðsins Brú Talent kaupir Geko Consulting Halli hins opinbera minnkaði um 39 milljarða Spá aukinni verðbólgu um jólin Skatturinn endurgreiði áfram ofgreiddan skatt Bein útsending: Skattspor ferðaþjónustunnar Ýmsar forsendur Hæstaréttar um skilmálann jákvæðar „Ég tel að þessi dómur hafi takmarkað fordæmisgildi“ Skilmálarnir skýrir og Arion banki sýknaður í vaxtamálinu Martraðarverktaki Kópavogsbæjar greiddi ekki krónu með gati Ætlar að endurreisa Niceair Steinþór aftur sviðsstjóri Orku hjá Eflu DiBiasio og Beaudry til Genis Greiða tryggðar pakkaferðir úr Ferðatryggingasjóði eftir áramót Vaxtamálið: Niðurstaða um verðtryggðu lánin á morgun Kristín og Birta ráðnar til Origo Gengi Skaga tekur dýfu eftir tilkynningu Íslandsbanka Enn að rannsaka samráð í sorphirðu Hluthafar Íslandsbanka krefjast stjórnarkjörs Ferðamálastofa fellir úr gildi starfsleyfi Eagle golfferða Fjöldi erlendra farþega stendur í stað en Íslendingum fækkar Hulda nýr formaður Tækni- og hugverkaráðs SI Eldi verður eitt stærsta félag sinnar tegundar í heiminum Stærsti nóvembermánuður í sögu Icelandair Linda fer ekki fram til áframhaldandi stjórnarsetu Til Borealis Data Center eftir 22 ár hjá Össuri „Verðum að vona að þessi þróun haldi áfram“ Kaffi Ó-le opið á ný Sjá meira
„Ég er hér fyrst og fremst að tala máli Íslands þegar kemur að vörnum, en líka viðskiptum. Vegna þess að það hafa verið miklar breytingar í gangi, bæði á varnasviðinu en líka í breyttum áherslum í frjálsum viðskiptum víða í heiminum,“ sagði Kristrún að loknum fundi Stjórnmálasamfélags Evrópu, EPC í gær. Sjálf leiddi hún til að mynda hringborðsumræður um efnahagslegt öryggi í gær þar sem leiðtogar Grænlands og Færeyja og Þýskalandskanslari voru meðal þátttakenda auk annarra. „Það var niðurstaða þessa hringborðs að Evrópusambandið, og helstu viðskiptaaðilar þess í Evrópu, sem meðal annars Ísland og Noregur og fleiri ríki eru hluti af, þurfi að standa fyrir frjálsum viðskiptum þegar við sjáum kannski önnur ríki vera farin að loka aðeins heiminn frá sér, eða minnsta kosti gera viðskiptin flóknari,“ segir Kristrún. Kristrún var meðal hátt í fimmtíu leiðtoga ríkja og alþjóðastofnanna sem sóttu fund EPC í Danmörku í gær. EPA/THOMAS TRAASDAHL Bæði þurfi að tryggja að það séu ekki hindranir í viðskiptum milli Evrópulanda, hvort sem þau standi innan eða utan Evrópusambandsins. „Líka að við séum einbeitt að því að horfa til annarra landa þar sem við gætum átt hagsmuni. Fyrir Ísland þá snýr þetta náttúrleg að því að færa fókusinn og augu álfunnar norður. Að fólk sjái hagsmuni í því að stunda frjáls viðskipti áfram við Ísland. Og líka, mögulega að fjárfesta í innviðum og taka þátt í uppbyggingu ákveðinna tækifæra á Norðurslóðum. Vegna þess að við viljum auðvitað eiga í samstarfi en fyrst og fremst vera leiðandi á okkar svæði. Við viljum hafa eitthvað um það að segja hvernig varnir og viðskipti þróast á Norðurslóðum,“ segir Kristrún.
Efnahagsmál Öryggis- og varnarmál Norðurslóðir Ríkisstjórn Kristrúnar Frostadóttur Evrópusambandið Mest lesið „Enginn í Lottu er á mannsæmandi launum“ Viðskipti innlent Tinna nýr framkvæmdastjóri upplýsingatæknisviðs hjá Innnes Viðskipti innlent Martraðarverktaki Kópavogsbæjar greiddi ekki krónu með gati Viðskipti innlent Tekur við þjálfun kokkalandsliðsins Viðskipti innlent Auglýstu tilboð of títt og fá milljón í sekt Neytendur Stjarna í 66 ár, myndabikar, húmor í þeim gömlu og jólasveinakennsla Atvinnulíf Sá elsti í heiðurshópnum níutíu ára Atvinnulíf Sjónvarpseríur á samfélagsmiðlum og gjörbreytt notkun á Facebook og Instagram Atvinnulíf Brú Talent kaupir Geko Consulting Viðskipti innlent „Ég tel að þessi dómur hafi takmarkað fordæmisgildi“ Viðskipti innlent Fleiri fréttir Tinna nýr framkvæmdastjóri upplýsingatæknisviðs hjá Innnes „Enginn í Lottu er á mannsæmandi launum“ Tekur við þjálfun kokkalandsliðsins Brú Talent kaupir Geko Consulting Halli hins opinbera minnkaði um 39 milljarða Spá aukinni verðbólgu um jólin Skatturinn endurgreiði áfram ofgreiddan skatt Bein útsending: Skattspor ferðaþjónustunnar Ýmsar forsendur Hæstaréttar um skilmálann jákvæðar „Ég tel að þessi dómur hafi takmarkað fordæmisgildi“ Skilmálarnir skýrir og Arion banki sýknaður í vaxtamálinu Martraðarverktaki Kópavogsbæjar greiddi ekki krónu með gati Ætlar að endurreisa Niceair Steinþór aftur sviðsstjóri Orku hjá Eflu DiBiasio og Beaudry til Genis Greiða tryggðar pakkaferðir úr Ferðatryggingasjóði eftir áramót Vaxtamálið: Niðurstaða um verðtryggðu lánin á morgun Kristín og Birta ráðnar til Origo Gengi Skaga tekur dýfu eftir tilkynningu Íslandsbanka Enn að rannsaka samráð í sorphirðu Hluthafar Íslandsbanka krefjast stjórnarkjörs Ferðamálastofa fellir úr gildi starfsleyfi Eagle golfferða Fjöldi erlendra farþega stendur í stað en Íslendingum fækkar Hulda nýr formaður Tækni- og hugverkaráðs SI Eldi verður eitt stærsta félag sinnar tegundar í heiminum Stærsti nóvembermánuður í sögu Icelandair Linda fer ekki fram til áframhaldandi stjórnarsetu Til Borealis Data Center eftir 22 ár hjá Össuri „Verðum að vona að þessi þróun haldi áfram“ Kaffi Ó-le opið á ný Sjá meira