Ísland verði leiðandi í þróun varna og viðskipta á Norðurslóðum Elín Margrét Böðvarsdóttir skrifar 3. október 2025 06:47 Ekki fylgir sögunni hvað fékk þau Kristrúnu Frostadóttur, Friedrich Merz, Mark Rutte og Giorgiu Meloni til að brosa út að eyrum á leiðtogafundinum í Kaupmannahöfn í gær. EPA/IDA MARIE ODGAARD Kristrún Frostadóttir forsætisráðherra vill að Ísland sé ekki aðeins þátttakandi heldur gegni leiðandi hlutverki um þróun viðskipta og hvernig varnarmálum verði háttað á Norðurslóðum. Þjóðaröryggisráð kemur saman í dag til að ræða drónaárásir og aðrar fjölþáttaógnir en viðfangsefnið var fyrirferðarmikið á leiðtogafundi sem hún sótti í Danmörku í gær. Kristrún segist þó ekki aðeins hafa mætt til Kaupmannahafnar til að ræða varnarmál. „Ég er hér fyrst og fremst að tala máli Íslands þegar kemur að vörnum, en líka viðskiptum. Vegna þess að það hafa verið miklar breytingar í gangi, bæði á varnasviðinu en líka í breyttum áherslum í frjálsum viðskiptum víða í heiminum,“ sagði Kristrún að loknum fundi Stjórnmálasamfélags Evrópu, EPC í gær. Sjálf leiddi hún til að mynda hringborðsumræður um efnahagslegt öryggi í gær þar sem leiðtogar Grænlands og Færeyja og Þýskalandskanslari voru meðal þátttakenda auk annarra. „Það var niðurstaða þessa hringborðs að Evrópusambandið, og helstu viðskiptaaðilar þess í Evrópu, sem meðal annars Ísland og Noregur og fleiri ríki eru hluti af, þurfi að standa fyrir frjálsum viðskiptum þegar við sjáum kannski önnur ríki vera farin að loka aðeins heiminn frá sér, eða minnsta kosti gera viðskiptin flóknari,“ segir Kristrún. Kristrún var meðal hátt í fimmtíu leiðtoga ríkja og alþjóðastofnanna sem sóttu fund EPC í Danmörku í gær. EPA/THOMAS TRAASDAHL Bæði þurfi að tryggja að það séu ekki hindranir í viðskiptum milli Evrópulanda, hvort sem þau standi innan eða utan Evrópusambandsins. „Líka að við séum einbeitt að því að horfa til annarra landa þar sem við gætum átt hagsmuni. Fyrir Ísland þá snýr þetta náttúrleg að því að færa fókusinn og augu álfunnar norður. Að fólk sjái hagsmuni í því að stunda frjáls viðskipti áfram við Ísland. Og líka, mögulega að fjárfesta í innviðum og taka þátt í uppbyggingu ákveðinna tækifæra á Norðurslóðum. Vegna þess að við viljum auðvitað eiga í samstarfi en fyrst og fremst vera leiðandi á okkar svæði. Við viljum hafa eitthvað um það að segja hvernig varnir og viðskipti þróast á Norðurslóðum,“ segir Kristrún. Efnahagsmál Öryggis- og varnarmál Norðurslóðir Ríkisstjórn Kristrúnar Frostadóttur Evrópusambandið Mest lesið Bíllinn þremur milljónum dýrari Viðskipti innlent Fjörutíu ára sögu American Style í Skipholti lokið Viðskipti innlent Ófremdarástand í bílastæðamálum aðhlátursefni Neytendur Lindex lokað á Íslandi Viðskipti innlent Ólafur Orri Ólafsson Ólafssonar nýr forstjóri Samskipa Viðskipti innlent Boðar aðgerðir til að koma reglu á „gjaldskyldufrumskóg“ Neytendur Auddi og Rakel hafa valið nafn og leita að starfskröftum Viðskipti innlent Nýr íslenskur rekstraraðili tekur við Lindex Viðskipti innlent Eldur og Amaroq í sviðsljósi erlendra fjölmiðla Viðskipti innlent Síðasta Heilsuhúsinu brátt lokað Viðskipti innlent Fleiri fréttir Nýr íslenskur rekstraraðili tekur við Lindex Eldur og Amaroq í sviðsljósi erlendra fjölmiðla Bíllinn þremur milljónum dýrari Lindex lokað á Íslandi Ólafur Orri Ólafsson Ólafssonar nýr forstjóri Samskipa Fjörutíu ára sögu American Style í Skipholti lokið Síðasta Heilsuhúsinu brátt lokað Auddi og Rakel hafa valið nafn og leita að starfskröftum Engin innköllun á NAN þurrmjólk á Íslandi Freyr lætur af störfum sem forstjóri Kapps Ingvar Freyr nýr hagfræðingur BHM Sonur tekur við af föður hjá Klöppum Útgáfu ViðskiptaMogga hætt og deildum fækkað Fjögurra milljarða gjaldið gæti hækkað verði ekkert úr áframhaldandi undanþágu Um fimm prósenta hækkun fasteignaverðs spáð á árinu Til í að taka á móti FDA hvenær sem er Grímur hættir hjá Bláa lóninu og Sigríður Margrét tekur við Róbert hættir sem forstjóri Alvotech 54 sagt upp í tveimur hópuppsögnum Icelandair setur nokkur met Lögmenn frá Juris til LEX Visa velur íslenskt félag í þróunarverkefni Úrvalsvísitalan lækkaði á nýliðnu ári Þetta var mest skráða einstaka bíltegundin 2025 Landsbjörg innkallar pakka eftir að rakettur sprungu of snemma „Sterkar vísbendingar“ um minni kostnað með nýrri stefnu Aðlaga lánamál ríkisins að breyttum aðstæðum „Hvernig eigum við unglingar að geta keypt okkur fasteign i framtíðinni?“ Fyrirtæki Elds með málmana sem Trump girnist á Grænlandi Sigla til loðnuleitar í fyrstu viku janúar Sjá meira
„Ég er hér fyrst og fremst að tala máli Íslands þegar kemur að vörnum, en líka viðskiptum. Vegna þess að það hafa verið miklar breytingar í gangi, bæði á varnasviðinu en líka í breyttum áherslum í frjálsum viðskiptum víða í heiminum,“ sagði Kristrún að loknum fundi Stjórnmálasamfélags Evrópu, EPC í gær. Sjálf leiddi hún til að mynda hringborðsumræður um efnahagslegt öryggi í gær þar sem leiðtogar Grænlands og Færeyja og Þýskalandskanslari voru meðal þátttakenda auk annarra. „Það var niðurstaða þessa hringborðs að Evrópusambandið, og helstu viðskiptaaðilar þess í Evrópu, sem meðal annars Ísland og Noregur og fleiri ríki eru hluti af, þurfi að standa fyrir frjálsum viðskiptum þegar við sjáum kannski önnur ríki vera farin að loka aðeins heiminn frá sér, eða minnsta kosti gera viðskiptin flóknari,“ segir Kristrún. Kristrún var meðal hátt í fimmtíu leiðtoga ríkja og alþjóðastofnanna sem sóttu fund EPC í Danmörku í gær. EPA/THOMAS TRAASDAHL Bæði þurfi að tryggja að það séu ekki hindranir í viðskiptum milli Evrópulanda, hvort sem þau standi innan eða utan Evrópusambandsins. „Líka að við séum einbeitt að því að horfa til annarra landa þar sem við gætum átt hagsmuni. Fyrir Ísland þá snýr þetta náttúrleg að því að færa fókusinn og augu álfunnar norður. Að fólk sjái hagsmuni í því að stunda frjáls viðskipti áfram við Ísland. Og líka, mögulega að fjárfesta í innviðum og taka þátt í uppbyggingu ákveðinna tækifæra á Norðurslóðum. Vegna þess að við viljum auðvitað eiga í samstarfi en fyrst og fremst vera leiðandi á okkar svæði. Við viljum hafa eitthvað um það að segja hvernig varnir og viðskipti þróast á Norðurslóðum,“ segir Kristrún.
Efnahagsmál Öryggis- og varnarmál Norðurslóðir Ríkisstjórn Kristrúnar Frostadóttur Evrópusambandið Mest lesið Bíllinn þremur milljónum dýrari Viðskipti innlent Fjörutíu ára sögu American Style í Skipholti lokið Viðskipti innlent Ófremdarástand í bílastæðamálum aðhlátursefni Neytendur Lindex lokað á Íslandi Viðskipti innlent Ólafur Orri Ólafsson Ólafssonar nýr forstjóri Samskipa Viðskipti innlent Boðar aðgerðir til að koma reglu á „gjaldskyldufrumskóg“ Neytendur Auddi og Rakel hafa valið nafn og leita að starfskröftum Viðskipti innlent Nýr íslenskur rekstraraðili tekur við Lindex Viðskipti innlent Eldur og Amaroq í sviðsljósi erlendra fjölmiðla Viðskipti innlent Síðasta Heilsuhúsinu brátt lokað Viðskipti innlent Fleiri fréttir Nýr íslenskur rekstraraðili tekur við Lindex Eldur og Amaroq í sviðsljósi erlendra fjölmiðla Bíllinn þremur milljónum dýrari Lindex lokað á Íslandi Ólafur Orri Ólafsson Ólafssonar nýr forstjóri Samskipa Fjörutíu ára sögu American Style í Skipholti lokið Síðasta Heilsuhúsinu brátt lokað Auddi og Rakel hafa valið nafn og leita að starfskröftum Engin innköllun á NAN þurrmjólk á Íslandi Freyr lætur af störfum sem forstjóri Kapps Ingvar Freyr nýr hagfræðingur BHM Sonur tekur við af föður hjá Klöppum Útgáfu ViðskiptaMogga hætt og deildum fækkað Fjögurra milljarða gjaldið gæti hækkað verði ekkert úr áframhaldandi undanþágu Um fimm prósenta hækkun fasteignaverðs spáð á árinu Til í að taka á móti FDA hvenær sem er Grímur hættir hjá Bláa lóninu og Sigríður Margrét tekur við Róbert hættir sem forstjóri Alvotech 54 sagt upp í tveimur hópuppsögnum Icelandair setur nokkur met Lögmenn frá Juris til LEX Visa velur íslenskt félag í þróunarverkefni Úrvalsvísitalan lækkaði á nýliðnu ári Þetta var mest skráða einstaka bíltegundin 2025 Landsbjörg innkallar pakka eftir að rakettur sprungu of snemma „Sterkar vísbendingar“ um minni kostnað með nýrri stefnu Aðlaga lánamál ríkisins að breyttum aðstæðum „Hvernig eigum við unglingar að geta keypt okkur fasteign i framtíðinni?“ Fyrirtæki Elds með málmana sem Trump girnist á Grænlandi Sigla til loðnuleitar í fyrstu viku janúar Sjá meira