Þetta er námið sem lifir áfram Bryngeir Valdimarsson skrifar 3. október 2025 08:31 Mælingar í skólastarfi skipta máli. Hin ýmsu próf gegna ákveðnu hlutverki og án þeirra myndi okkur vanta mikilvægan grunn til að sjá hvar staðan sé, hvar megi finna styrkleika og veikleika, bæði hjá nemendum sjálfum og skólunum í heild. Þau duga þó ekki ein og sér. Framtíðin krefst meira en réttra svara í formi staðreyndaþekkingar. Hún krefst gagnrýninnar hugsunar, lausnaleitar og hugrekkis til að prófa nýjar leiðir. OECD hefur bent á að samfélög framtíðarinnar byggist ekki eingöngu á því að fólk geti endursagt staðreyndir. Það þarf líka að kunna að spyrja réttu spurninganna og finna lausnir á nýjum verkefnum sem enginn sér fyrir sér í dag. Aðalnámskráin okkar segir það sama. Hún leggur áherslu á hæfniviðmið sem snúast um sköpun, samvinnu og gagnrýna hugsun. Þetta er ekki aukaefni heldur kjarninn í náminu. Menntun er ekki val á milli prófa eða sköpunar. Við þurfum hvort tveggja. Prófin segja okkur ákveðna hluti en þau segja ekki alla söguna. Námsmat getur tekið á sig margar myndir, allt frá verkefnum og samræðum til áhorfs á hvernig nemendur vinna saman eða leysa vandamál. Sköpun og gagnrýnin hugsun gera námið lifandi og tryggja að börn læri að tengja þekkinguna við raunverulegar áskoranir. Þannig verður til menntun sem getur staðið sterk í heimi sem breytist á ógnarhraða. Kennarar verða vitni að þessu í skólastofunni á hverjum degi. Nemandi sem heldur áfram þótt hann hafi gert mistök sýnir seiglu. Nemandi sem spyr spurninga sem enginn hafði hugsað áður sýnir frumkvöðlahugsun. Þetta eru augnablikin sem skila raunverulegum framförum. Hún sést nú þegar í skólastofunum, í sköpun nemenda og í fagmennsku kennara. Það sem vantar er að umræðan og ákvarðanir utan skólans fylgi sama takti. Þar þarf samfélagið að sýna að það trúi á þetta starf og styðji það í verki. Því framtíðarsýn í menntamálum er ekki orðin að veruleika fyrr en hún hefur áhrif bæði í kennslunni og í ákvörðunum sem teknar eru um hana. Spurningin sem eftir situr er þessi: Viljum við halda áfram að mæla börnin út frá fortíðinni, eða ætlum við að undirbúa þau til að skapa framtíðina? Höfundur er kennari. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Skóla- og menntamál Bryngeir Valdimarsson Grunnskólar Mest lesið Iðjuþjálfun í verki Þóra Leósdóttir Skoðun Geta öll dýrin í skóginum verið vinir? Steinar Bragi Sigurjónsson Skoðun Kirkjur og kynfræðsla Bjarni Karlsson Skoðun Stóriðjutíminn á Íslandi er að renna sitt skeið Guðmundur Franklin Jónsson Skoðun Í nafni frelsis og valdeflingar Ragnar Þór Ingólfsson Skoðun Að læra íslensku sem annað mál: ný brú milli íslensku og ensku Guðrún Nordal Skoðun Hamona Benedikt S. Benediktsson Skoðun Stúlka frá Gaza sem að missti allt Asil Jihad Al-Masri Skoðun Mannfræðingar á atvinnumarkaði: opið bréf til íslenskra atvinnuveitenda Elísabet Dröfn Kristjánsdóttir Skoðun Núll mínútur og þrjátíuogeittþúsund Grétar Birgisson Skoðun Skoðun Skoðun Geta öll dýrin í skóginum verið vinir? Steinar Bragi Sigurjónsson skrifar Skoðun Iðjuþjálfun í verki Þóra Leósdóttir skrifar Skoðun Mannfræðingar á atvinnumarkaði: opið bréf til íslenskra atvinnuveitenda Elísabet Dröfn Kristjánsdóttir skrifar Skoðun Íbúðalán Landsbankans og fyrstu kaupendur Helgi Teitur Helgason skrifar Skoðun Að læra íslensku sem annað mál: ný brú milli íslensku og ensku Guðrún Nordal skrifar Skoðun Hamona Benedikt S. Benediktsson skrifar Skoðun Ógn og ofbeldi á vinnustöðum – hvað er til ráða Gísli Níls Einarsson skrifar Skoðun Lesum meira með börnunum okkar Steinn Jóhannsson skrifar Skoðun Kynjajafnrétti á ekki að stöðvast við hurð heilbrigðiskerfisins Elín A. Eyfjörð Ármannsdóttir skrifar Skoðun Stóriðjutíminn á Íslandi er að renna sitt skeið Guðmundur Franklin Jónsson skrifar Skoðun Núll mínútur og þrjátíuogeittþúsund Grétar Birgisson skrifar Skoðun Barnvæn borg byggist á traustu leikskólakerfi Stefán Pettersson skrifar Skoðun Kirkjur og kynfræðsla Bjarni Karlsson skrifar Skoðun Ójöfnuður í fjármögnun nýsköpunarverkefna Elinóra Inga Sigurðardóttir skrifar Skoðun „Dánaraðstoð er viðurkenning á sjálfræði sjúklings og mannlegri reisn” Ingrid Kuhlman skrifar Skoðun Þjóð án máls – hver þegir, hver fær að tala? Guðjón Heiðar Pálsson skrifar Skoðun Hvað vilja sumarbústaðaeigendur í Grímsnes- og Grafningshreppi? Bergdís Linda Kjartansdóttir skrifar Skoðun Lýðræði og samfélagsmiðlar Ása Berglind Hjálmarsdóttir skrifar Skoðun „Þú þarft ekki að skilja, bara virða“ Hanna Birna Valdimarsdóttir skrifar Skoðun Þetta er ekki tölfræði, heldu líf fólks Sandra B. Franks skrifar Skoðun Stjórnmálaklækir og hræsni Salvör Gullbrá Þórarinsdóttir skrifar Skoðun Samfélag sem stendur saman Benóný Valur Jakobsson skrifar Skoðun Er biðin á enda? Halla Thoroddsen skrifar Skoðun Lífsstílsvísindi og breytingaskeiðið Harpa Lind Hilmarsdóttir skrifar Skoðun Hærri skattar á ferðamenn draga úr tekjum ríkissjóðs Þórir Garðarsson skrifar Skoðun Ég þarf ekki að læra íslensku til að búa hérna Halla Hrund Logadóttir skrifar Skoðun Ósýnilegu bjargráð lögreglumannsins Sigurður Árni Reynisson skrifar Skoðun Allt á einum stað – framtíð stafrænnar þjónustu ríkis og sveitarfélaga Einar Sveinbjörn Guðmundsson skrifar Skoðun Óttast Þorgerður úrskurð EFTA-dómstólsins? Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Jafnréttisþjóðin sem gleymdi dansinum Brogan Davison,Pétur Ármannsson skrifar Sjá meira
Mælingar í skólastarfi skipta máli. Hin ýmsu próf gegna ákveðnu hlutverki og án þeirra myndi okkur vanta mikilvægan grunn til að sjá hvar staðan sé, hvar megi finna styrkleika og veikleika, bæði hjá nemendum sjálfum og skólunum í heild. Þau duga þó ekki ein og sér. Framtíðin krefst meira en réttra svara í formi staðreyndaþekkingar. Hún krefst gagnrýninnar hugsunar, lausnaleitar og hugrekkis til að prófa nýjar leiðir. OECD hefur bent á að samfélög framtíðarinnar byggist ekki eingöngu á því að fólk geti endursagt staðreyndir. Það þarf líka að kunna að spyrja réttu spurninganna og finna lausnir á nýjum verkefnum sem enginn sér fyrir sér í dag. Aðalnámskráin okkar segir það sama. Hún leggur áherslu á hæfniviðmið sem snúast um sköpun, samvinnu og gagnrýna hugsun. Þetta er ekki aukaefni heldur kjarninn í náminu. Menntun er ekki val á milli prófa eða sköpunar. Við þurfum hvort tveggja. Prófin segja okkur ákveðna hluti en þau segja ekki alla söguna. Námsmat getur tekið á sig margar myndir, allt frá verkefnum og samræðum til áhorfs á hvernig nemendur vinna saman eða leysa vandamál. Sköpun og gagnrýnin hugsun gera námið lifandi og tryggja að börn læri að tengja þekkinguna við raunverulegar áskoranir. Þannig verður til menntun sem getur staðið sterk í heimi sem breytist á ógnarhraða. Kennarar verða vitni að þessu í skólastofunni á hverjum degi. Nemandi sem heldur áfram þótt hann hafi gert mistök sýnir seiglu. Nemandi sem spyr spurninga sem enginn hafði hugsað áður sýnir frumkvöðlahugsun. Þetta eru augnablikin sem skila raunverulegum framförum. Hún sést nú þegar í skólastofunum, í sköpun nemenda og í fagmennsku kennara. Það sem vantar er að umræðan og ákvarðanir utan skólans fylgi sama takti. Þar þarf samfélagið að sýna að það trúi á þetta starf og styðji það í verki. Því framtíðarsýn í menntamálum er ekki orðin að veruleika fyrr en hún hefur áhrif bæði í kennslunni og í ákvörðunum sem teknar eru um hana. Spurningin sem eftir situr er þessi: Viljum við halda áfram að mæla börnin út frá fortíðinni, eða ætlum við að undirbúa þau til að skapa framtíðina? Höfundur er kennari.
Mannfræðingar á atvinnumarkaði: opið bréf til íslenskra atvinnuveitenda Elísabet Dröfn Kristjánsdóttir Skoðun
Skoðun Mannfræðingar á atvinnumarkaði: opið bréf til íslenskra atvinnuveitenda Elísabet Dröfn Kristjánsdóttir skrifar
Skoðun Kynjajafnrétti á ekki að stöðvast við hurð heilbrigðiskerfisins Elín A. Eyfjörð Ármannsdóttir skrifar
Skoðun „Dánaraðstoð er viðurkenning á sjálfræði sjúklings og mannlegri reisn” Ingrid Kuhlman skrifar
Skoðun Hvað vilja sumarbústaðaeigendur í Grímsnes- og Grafningshreppi? Bergdís Linda Kjartansdóttir skrifar
Skoðun Allt á einum stað – framtíð stafrænnar þjónustu ríkis og sveitarfélaga Einar Sveinbjörn Guðmundsson skrifar
Mannfræðingar á atvinnumarkaði: opið bréf til íslenskra atvinnuveitenda Elísabet Dröfn Kristjánsdóttir Skoðun