Afnám tilfærslu milli skattþrepa Breki Pálsson skrifar 6. október 2025 16:01 Að undanförnu hefur umræða um fyrirhugaðar breytingar á lögum um tekjuskatt, sem fjalla um samsköttun hjóna og sambúðarfólks vakið athygli, samanber Fimm mál ríkisstjórnarinnar sem gætu haft áhrif á þig,Grafið undan grunnstoð samfélagsins, Grafið undan grunnstoð ríka samfélagsins, Þvílíkt „plan“ fyrir íslensk heimili, Eru stjórnarandstæðingar viljandi að misskilja samsköttun? og Eru starfsmenn þingflokks Samfylkingarinnar viljandi að afvegaleiða umræðu um samsköttun?. Sumir vilja meina að verið sé að herja á almennt fjölskyldufólk á meðan aðrir horfa á þetta sem afnám sérsniðins skattaafsláttar fyrir hátekjufólk. Samsköttun er hugtak sem á við um möguleika hjóna eða sambúðarfólks að borga skatt í samræmi við tekjur beggja einstaklinganna í stað þess að vera skattlögð í sitthvoru lagi. Í flestum tilvikum þýðir þetta að einstaklingarnir borga samanlagt minni skatt. Fólk í sambúð má til dæmis samnýta persónuafslátt, sem þýðir að ef tekjulægri einstaklingurinn þénar minna en 200.000 kr. á mánuði að meðaltali þá klárar hann ekki allan persónuafsláttinn og getur því tekjuhærri einstaklingurinn nýtt sér hann í staðinn. Þetta er það ákvæði sem margir hafa nýtt sér og kemur sér vel til dæmis ef annar einstaklingurinn er að vinna og hinn ekki. Þá nýtast laun eins aðila betur til að framfleyta fjölskyldunni. Mikilvægt er að hafa í huga að fyrirhuguð lagabreyting mun ekki fella þetta ákvæði niður. Þess vegna er orðalagið “afnám samsköttunar" misvísandi. Samsköttun mun enn gagnast slíkum pörum vegna samnýtingar á persónuafslætti sama hvaða tekjur viðkomandi er með. Annað ákvæði um hjón/sambúðarfólk segir að tekjuhærri einstaklingurinn megi nýta helminginn af ónotuðu skattþrepi 2 hjá tekjulægri einstaklingnum, en bara ef hann hefur tekjur sem lenda í þriðja skattþrepi. Þetta er ákvæðið sem á að leggja niður. Með öðrum orðum þýðir það að tveir einstaklingar borga 37,99% skatt af tekjum í skattþrepi 3 sem þau þyrftu annars að borga 46,29% af. Með því að nota þessa aðferð þá geta þau fengið allt að 424.855 kr. á ári endurgreitt frá Skattinum. Í dæminu hér að neðan geta hjón flutt 212.563 kr. milli skattþrepa, þessi tilfærsla sparar þeim 17.634 kr. á mánuði sem gerir 212.563 kr. á ári. Hverja mun afnám samsköttunar milli skattþrepa hafa áhrif á? Rúv bendir á fimm mál ríkisstjórnarinnar sem gætu haft áhrif á þig. Eitt þeirra er einmitt breytingar á samsköttun. En hverja mun þetta hafa áhrif á? Á vef stjórnarráðsins er reiknivél þar sem þú getur athugað stöðu þína í núverandi kerfi og hvernig hún myndi breytast við fyrirhugaða lagasetningu. Ég hef einnig sett fram þessi gögn myndrænt, á eftirfarandi slóð. Þín staða merkir hvað þú myndir fá endurgreitt frá Skattinum með þessari tilfærsluaðferð. Í tilvikinu á myndinni eru tveir makar með mánaðarlaun upp á 750.000 kr. og 1.100.000 kr. Það sem grafið sýnir er að þessi löggjöf mun aðeins hafa áhrif á hjón eða sambúðarfólk þar sem annar einstaklingurinn hefur meira en 1.325.127 kr. í tekjur á mánuði að meðaltali og hinn minna. Samkvæmt upplýsingum frá stjórnarráði eru um 6% einstaklinga sem eiga kost á slíkri samsköttun. Þetta verður flóknara ef við ætlum að áætla nákvæmlega hverjir geta nýtt sér þessa tilfærslu vegna þess að ekki eru til opinber gögn um það hver er giftur hverjum og hver laun þeirra eru. Við getum hins vegar litið á þessa tilfærslu sem réttindi tekjuhærri einstaklings til að borga minni skatt í gegnum maka sinn af tekjum sem ættu að fara í skattþrep 3. Ef við lítum nú aðeins á einstaklinga sem eru í fullri vinnu þá kemur í ljós að hlutfall einstaklinga sem gætu mögulega nýtt sér þessa tilfærslu með launatekjum sínum á milli skattþrepa er mismunandi eftir stéttum. Það sem kemur í ljós þegar litið er á gögn frá úrtaksrannsókn Hagstofu Íslands frá tekjuárinu 2024 er að þessi löggjöf mun hafa mest áhrif á stjórnendur þar sem 50% af þeim geta hugsanlega nýtt sér þessa tilfærslu. Hlutfall iðnaðarfólks sem gæti nýtt sér þessa tilfærslu er 25% og breytingin mun hafa nær engin áhrif á skrifstofufólk, verkafólk og fólk í þjónustu og umönnun. Ef við lítum svo á hlutfall þeirra sem geta mögulega fullnýtt sér þessa tilfærslu, það er að segja að fá 424.855 kr. endurgreitt frá skattinum á ári, þá kemur í ljós að 27% af stjórnendum geta gert það en minna en 8% af öllum öðrum hópum. Það er gott að hafa í huga að þetta er aðeins úrtak og endurspeglar ekki allan vinnumarkað á Íslandi. Áhugasamir geta skoðað tekjusöguna til að fá betri mynd af heildardreifingu. Að lokum Hvort sem þú horfir á þetta sem skattaafslátt eða eðlilegan hluta af skattkerfinu þá er skýrt út frá þessum gögnum að þessi nýja löggjöf mun ekki hafa áhrif á hina almennu fjölskyldu. Þau hjón/sambúðarfólk sem þetta mun hafa raunveruleg áhrif á eru með tekjur hjá einum einstakling sem jafnast á við þreföld lágmarkslaun (VR, Efiling, SA). Ef fólk hefur áhyggjur af hag almennra fjölskyldna í landinu þá er mun áhrifameira að ræða um hækkun persónuafsláttar, þá geta allar fjölskyldur í landinu notið góðs af auknum skattaafslætti. Flestum finnst leiðinlegt að borga skatta og það má deila um það hversu mikla skattprósentu við eigum að borga af laununum okkar. En að mála upp þessa löggjöf sem afnám samsköttunar eða herferð gegn venjulegu fjölskyldufólki er blekkjandi og miðar að safna saman fólki úr millistéttinni til að berjast fyrir hagsmunum einstaklinga í efsta hluta tekjudreifingarinnar. Höfundur er stærðfræðingur. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Skattar og tollar Mest lesið Engin eftirspurn eftir Viðreisnar- og Samfylkingarmódelinu Andri Steinn Hilmarsson Skoðun Pabbar, mömmur, afar, ömmur Jón Pétur Zimsen Skoðun Íslenska þjóð, þú ert núna að gleyma Sighvatur Björgvinsson Skoðun Þar sem gervigreind er raunverulega að breyta öllu Björgmundur Örn Guðmundsson Skoðun Þegar heilinn sveltur: Tími til að endurhugsa stefnu í geðheilbrigðismálum Vigdís M. Jónsdóttir Skoðun Opið bréf til umhverfis-, orku- og loftslagsráðherra Bogi Ragnarsson Skoðun Tölum íslensku um bíðandi börn: Uppgjöf, svarthol og lögbrot Vigdís Gunnarsdóttir Skoðun Hefur vanfjármögnun sveitarfélaga áhrif á byggingarkostnað? Jón Ingi Hákonarson Skoðun Vellíðan í vinnu Ingrid Kuhlman Skoðun Afnám tilfærslu milli skattþrepa Breki Pálsson Skoðun Skoðun Skoðun Sótt að réttindum kvenna — núna Svandís Svavarsdóttir skrifar Skoðun Afnám tilfærslu milli skattþrepa Breki Pálsson skrifar Skoðun Þegar heilinn sveltur: Tími til að endurhugsa stefnu í geðheilbrigðismálum Vigdís M. Jónsdóttir skrifar Skoðun Opið bréf til umhverfis-, orku- og loftslagsráðherra Bogi Ragnarsson skrifar Skoðun Íslenska þjóð, þú ert núna að gleyma Sighvatur Björgvinsson skrifar Skoðun Tölum íslensku um bíðandi börn: Uppgjöf, svarthol og lögbrot Vigdís Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Fjórði hver vinnur í verslun og þjónustu Benedikt S. Benediktsson skrifar Skoðun Engin eftirspurn eftir Viðreisnar- og Samfylkingarmódelinu Andri Steinn Hilmarsson skrifar Skoðun Pabbar, mömmur, afar, ömmur Jón Pétur Zimsen skrifar Skoðun Vellíðan í vinnu Ingrid Kuhlman skrifar Skoðun Hefur vanfjármögnun sveitarfélaga áhrif á byggingarkostnað? Jón Ingi Hákonarson skrifar Skoðun Þar sem gervigreind er raunverulega að breyta öllu Björgmundur Örn Guðmundsson skrifar Skoðun Eru vegir fyrir ferðamenn mikilvægari en vegir fyrir fólk sem býr hér? Petrína Þórunn Jónsdóttir skrifar Skoðun Er Evrópa á villigötum? Efnahagsleg hnignun kallar á róttæka endurskoðun Eggert Sigurbergsson skrifar Skoðun Samræmd nálgun að öryggi og skilvirkni á ytri landamærum - Innleiðing EES á Íslandi Arngrímur Guðmundsson skrifar Skoðun Íslenskir flóttamenn - í okkar eigin landi Gunnar Magnús Diego skrifar Skoðun Ísrael á ekki heima á gleðileikum evrópskra sjónvarpsstöðva sem starfa í almannaþágu Stefán Jón Hafstein skrifar Skoðun Mótum framtíðina saman Jónína Hauksdóttir ,Magnús Þór Jónsson skrifar Skoðun Leikskóli þarf meira en þak og veggi. Kópavogsmódelið og Akureyrarleiðin sem leið að aukinni velferð barna Anna Elísa Hreiðarsdóttir,Svava Björg Mörk skrifar Skoðun Jákvæð áhrif dánaraðstoðar á sorgarferli aðstandenda og umönnunaraðila í Viktoríuríki í Ástralíu Ingrid Kuhlman skrifar Skoðun Kæra Epli, skilur þú mig? Lilja Dögg Jónsdóttir skrifar Skoðun Þorgerður og erlendu dómstólarnir Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Barnafjölskyldur í Reykjavík eiga betra skilið Þorbjörg Sigríður Gunnlaugsdóttir skrifar Skoðun Lyftum umræðunni á örlítið hærra plan Jóna Hlíf Halldórsdóttir skrifar Skoðun Lykillinn að hamingju og heilbrigði Auður Kjartansdóttir skrifar Skoðun Staða bænda styrkt Hanna Katrín Friðriksson skrifar Skoðun Transumræðan og ruglið um fjölda kynja Einar Steingrímsson skrifar Skoðun Leikskólar eru ekki munaður Íris Eva Gísladóttir skrifar Skoðun Vísindarannsóknir og þróun – til umhugsunar í tiltekt Þorgerður J. Einarsdóttir skrifar Skoðun 752 dánir vegna geðheilsuvanda – enginn vegna fjölþáttaógnar Grímur Atlason skrifar Sjá meira
Að undanförnu hefur umræða um fyrirhugaðar breytingar á lögum um tekjuskatt, sem fjalla um samsköttun hjóna og sambúðarfólks vakið athygli, samanber Fimm mál ríkisstjórnarinnar sem gætu haft áhrif á þig,Grafið undan grunnstoð samfélagsins, Grafið undan grunnstoð ríka samfélagsins, Þvílíkt „plan“ fyrir íslensk heimili, Eru stjórnarandstæðingar viljandi að misskilja samsköttun? og Eru starfsmenn þingflokks Samfylkingarinnar viljandi að afvegaleiða umræðu um samsköttun?. Sumir vilja meina að verið sé að herja á almennt fjölskyldufólk á meðan aðrir horfa á þetta sem afnám sérsniðins skattaafsláttar fyrir hátekjufólk. Samsköttun er hugtak sem á við um möguleika hjóna eða sambúðarfólks að borga skatt í samræmi við tekjur beggja einstaklinganna í stað þess að vera skattlögð í sitthvoru lagi. Í flestum tilvikum þýðir þetta að einstaklingarnir borga samanlagt minni skatt. Fólk í sambúð má til dæmis samnýta persónuafslátt, sem þýðir að ef tekjulægri einstaklingurinn þénar minna en 200.000 kr. á mánuði að meðaltali þá klárar hann ekki allan persónuafsláttinn og getur því tekjuhærri einstaklingurinn nýtt sér hann í staðinn. Þetta er það ákvæði sem margir hafa nýtt sér og kemur sér vel til dæmis ef annar einstaklingurinn er að vinna og hinn ekki. Þá nýtast laun eins aðila betur til að framfleyta fjölskyldunni. Mikilvægt er að hafa í huga að fyrirhuguð lagabreyting mun ekki fella þetta ákvæði niður. Þess vegna er orðalagið “afnám samsköttunar" misvísandi. Samsköttun mun enn gagnast slíkum pörum vegna samnýtingar á persónuafslætti sama hvaða tekjur viðkomandi er með. Annað ákvæði um hjón/sambúðarfólk segir að tekjuhærri einstaklingurinn megi nýta helminginn af ónotuðu skattþrepi 2 hjá tekjulægri einstaklingnum, en bara ef hann hefur tekjur sem lenda í þriðja skattþrepi. Þetta er ákvæðið sem á að leggja niður. Með öðrum orðum þýðir það að tveir einstaklingar borga 37,99% skatt af tekjum í skattþrepi 3 sem þau þyrftu annars að borga 46,29% af. Með því að nota þessa aðferð þá geta þau fengið allt að 424.855 kr. á ári endurgreitt frá Skattinum. Í dæminu hér að neðan geta hjón flutt 212.563 kr. milli skattþrepa, þessi tilfærsla sparar þeim 17.634 kr. á mánuði sem gerir 212.563 kr. á ári. Hverja mun afnám samsköttunar milli skattþrepa hafa áhrif á? Rúv bendir á fimm mál ríkisstjórnarinnar sem gætu haft áhrif á þig. Eitt þeirra er einmitt breytingar á samsköttun. En hverja mun þetta hafa áhrif á? Á vef stjórnarráðsins er reiknivél þar sem þú getur athugað stöðu þína í núverandi kerfi og hvernig hún myndi breytast við fyrirhugaða lagasetningu. Ég hef einnig sett fram þessi gögn myndrænt, á eftirfarandi slóð. Þín staða merkir hvað þú myndir fá endurgreitt frá Skattinum með þessari tilfærsluaðferð. Í tilvikinu á myndinni eru tveir makar með mánaðarlaun upp á 750.000 kr. og 1.100.000 kr. Það sem grafið sýnir er að þessi löggjöf mun aðeins hafa áhrif á hjón eða sambúðarfólk þar sem annar einstaklingurinn hefur meira en 1.325.127 kr. í tekjur á mánuði að meðaltali og hinn minna. Samkvæmt upplýsingum frá stjórnarráði eru um 6% einstaklinga sem eiga kost á slíkri samsköttun. Þetta verður flóknara ef við ætlum að áætla nákvæmlega hverjir geta nýtt sér þessa tilfærslu vegna þess að ekki eru til opinber gögn um það hver er giftur hverjum og hver laun þeirra eru. Við getum hins vegar litið á þessa tilfærslu sem réttindi tekjuhærri einstaklings til að borga minni skatt í gegnum maka sinn af tekjum sem ættu að fara í skattþrep 3. Ef við lítum nú aðeins á einstaklinga sem eru í fullri vinnu þá kemur í ljós að hlutfall einstaklinga sem gætu mögulega nýtt sér þessa tilfærslu með launatekjum sínum á milli skattþrepa er mismunandi eftir stéttum. Það sem kemur í ljós þegar litið er á gögn frá úrtaksrannsókn Hagstofu Íslands frá tekjuárinu 2024 er að þessi löggjöf mun hafa mest áhrif á stjórnendur þar sem 50% af þeim geta hugsanlega nýtt sér þessa tilfærslu. Hlutfall iðnaðarfólks sem gæti nýtt sér þessa tilfærslu er 25% og breytingin mun hafa nær engin áhrif á skrifstofufólk, verkafólk og fólk í þjónustu og umönnun. Ef við lítum svo á hlutfall þeirra sem geta mögulega fullnýtt sér þessa tilfærslu, það er að segja að fá 424.855 kr. endurgreitt frá skattinum á ári, þá kemur í ljós að 27% af stjórnendum geta gert það en minna en 8% af öllum öðrum hópum. Það er gott að hafa í huga að þetta er aðeins úrtak og endurspeglar ekki allan vinnumarkað á Íslandi. Áhugasamir geta skoðað tekjusöguna til að fá betri mynd af heildardreifingu. Að lokum Hvort sem þú horfir á þetta sem skattaafslátt eða eðlilegan hluta af skattkerfinu þá er skýrt út frá þessum gögnum að þessi nýja löggjöf mun ekki hafa áhrif á hina almennu fjölskyldu. Þau hjón/sambúðarfólk sem þetta mun hafa raunveruleg áhrif á eru með tekjur hjá einum einstakling sem jafnast á við þreföld lágmarkslaun (VR, Efiling, SA). Ef fólk hefur áhyggjur af hag almennra fjölskyldna í landinu þá er mun áhrifameira að ræða um hækkun persónuafsláttar, þá geta allar fjölskyldur í landinu notið góðs af auknum skattaafslætti. Flestum finnst leiðinlegt að borga skatta og það má deila um það hversu mikla skattprósentu við eigum að borga af laununum okkar. En að mála upp þessa löggjöf sem afnám samsköttunar eða herferð gegn venjulegu fjölskyldufólki er blekkjandi og miðar að safna saman fólki úr millistéttinni til að berjast fyrir hagsmunum einstaklinga í efsta hluta tekjudreifingarinnar. Höfundur er stærðfræðingur.
Þegar heilinn sveltur: Tími til að endurhugsa stefnu í geðheilbrigðismálum Vigdís M. Jónsdóttir Skoðun
Skoðun Þegar heilinn sveltur: Tími til að endurhugsa stefnu í geðheilbrigðismálum Vigdís M. Jónsdóttir skrifar
Skoðun Engin eftirspurn eftir Viðreisnar- og Samfylkingarmódelinu Andri Steinn Hilmarsson skrifar
Skoðun Eru vegir fyrir ferðamenn mikilvægari en vegir fyrir fólk sem býr hér? Petrína Þórunn Jónsdóttir skrifar
Skoðun Er Evrópa á villigötum? Efnahagsleg hnignun kallar á róttæka endurskoðun Eggert Sigurbergsson skrifar
Skoðun Samræmd nálgun að öryggi og skilvirkni á ytri landamærum - Innleiðing EES á Íslandi Arngrímur Guðmundsson skrifar
Skoðun Ísrael á ekki heima á gleðileikum evrópskra sjónvarpsstöðva sem starfa í almannaþágu Stefán Jón Hafstein skrifar
Skoðun Leikskóli þarf meira en þak og veggi. Kópavogsmódelið og Akureyrarleiðin sem leið að aukinni velferð barna Anna Elísa Hreiðarsdóttir,Svava Björg Mörk skrifar
Skoðun Jákvæð áhrif dánaraðstoðar á sorgarferli aðstandenda og umönnunaraðila í Viktoríuríki í Ástralíu Ingrid Kuhlman skrifar
Þegar heilinn sveltur: Tími til að endurhugsa stefnu í geðheilbrigðismálum Vigdís M. Jónsdóttir Skoðun