Einelti er dauðans alvara Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir skrifar 7. október 2025 08:03 Nýleg rannsókna Vöndu Sigurgeirsdóttur lektors við menntavísindasvið Háskóla Íslands leiðir í ljós alvarlega þróun. Tvöfalt fleiri börn í sjötta bekk segjast nú upplifa einelti tvisvar til þrisvar í mánuði eða oftar en árið 2006. Einelti er samkvæmt þessu að aukast. Niðurstöður eru fengnar úr tveimur rannsóknum annars vegar Heilsu og lífkjörum skólanema á Íslandi og hins vegar úr Íslensku æskulýðsrannsókninni. Yfir 80 þúsund skólabörn í sjötta, áttunda og tíunda bekk tóku þátt í þessum tveimur rannsóknum frá árinu 2006 til 2025. Samanlagt hlutfall eineltis í öllum bekkjunum, var 5,4 prósent árið 2006 en er komið upp í 8 prósent í ár og í fyrra. Hér þarf að taka til hendinni. Fara þarf í heildræna skoðun. Sem sálfræðingur til rúmlega þrjátíu ára voru eineltismálin ein af mínum sérfræðimálum og í starfi mínu kom ég iðulega að ýmist fræðslu eða úrvinnslu mála. Sem alþingismaður vil ég reyna að fylgjast með hvernig fram vindur og hafa áhrif til að finna megi hvar pottur er brotinn í þessum viðkvæma málaflokki. Í gegnum árin hef ég lagt mikla áherslu á að skólasamfélagið kortleggi reglulega stöðu eineltismála með tilliti til forvarna, viðbragða og vinnsluferla kvörtunarmála. Markmiðið með kortlagningu er að greina hvernig skólar sinna forvörnum, hver viðbrögð þeirra eru við kvörtunum um einelti, hver málastaðan er og hvernig hlúð er að þolendum og hvernig unnið er með gerendum og foreldrum þeirra. Yfirlit af þessu tagi gæti verið grundvöllur úrbóta. Það er mikilvægt að skólarnir standi jafnfætis hvað varðar forvarnir, viðbragðsáætlun og úrvinnsluferli. Að öðrum kosti er verið að mismuna börnum eftir skólum. Í hverjum skóla ætti eftirfarandi að vera til staðar: 1. Tiltækir verkferlar, aðferðir og úrræði, sértæk og almenn til að geta tekið við og unnið úr eineltiskvörtun með faglegum hætti. 2. Tilkynningareyðublað og viðbragðsáætlun á heimasíðu skólans. 3. Lýsing á úrvinnsluferli kvörtunarmála sé aðgengileg nemendum og foreldrum. Upplýsingar um eineltisteymi skólans séu aðgengilegar innan skólans og á heimasíðu hans. Mestu máli skiptir að uppfræða börn um skaðsemi eineltis um leið og þroski þeirra leyfir á orðbundin, táknrænan og myndrænan hátt og útskýra fyrir þeim hvaða hegðun er ekki liðin. Barn sem stríðir og meiðir í leikskóla er í áhættu með að halda því áfram í grunnskóla og til fullorðinsára ef ekki er unnið með vandann strax í byrjun. Það þarf líka að útskýra fyrir börnum að það sé ekki gott að hvetja þann sem beitir einelti áfram með því að standa hlægjandi og aðgerðarlaus hjá þegar einelti og ofbeldi er beitt. Börn þurfa að vita að verði þau vör við stríðni eða annað ofbeldi eigi þau strax að láta einhvern fullorðinn vita. Umræða um góða samskiptahætti þarf að vera dagleg bæði í leik- og grunnskólum, í íþróttum- tómstundum og á frístundaheimilum. Rannsókn Vöndu Sigurgeirsdóttur sýnir að þörf er á samhentu átaki alls skólasamfélagsins til að sporna gegn einelti í skólum og tómstundum. Einelti er dauðans alvara. Okkur ber öllum skylda til að verja hvert einasta barn fyrir einelti og ofbeldi. Höfundur er þingmaður Flokks fólksins. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Flokkur fólksins Börn og uppeldi Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir Mest lesið Af hverju umræðan um Eurovision, Ísrael og jólin hrynur þegar raunveruleikinn bankar upp á Hilmar Kristinsson Skoðun Djöfulsins, helvítis, andskotans pakk Vilhjálmur H. Vilhjálmsson Skoðun Stóra vandamál Kristrúnar er ekki Flokkur fólksins Jens Garðar Helgason Skoðun Svörin voru hroki og yfirlæti Davíð Bergmann Skoðun Þeir sem hafa verulega hagsmuni af því að segja ykkur ósatt Þórður Snær Júlíusson Skoðun Úthaf efnahagsmála – fjárlög 2026 Halla Hrund Logadóttir Skoðun Ný flugstöð á rekstarlausum flugvelli? Magnea Gná Jóhannsdóttir Skoðun Eurovision: Tímasetningin og atburðarásin sögðu meira en ákvörðunin Gunnar Salvarsson Skoðun ESB íhugar að fresta bensín- og dísilbanni til 2040 – Ísland herðir álögur á mótorhjól þrátt fyrir óraunhæfa rafvæðingu Unnar Már Magnússon Skoðun „Við skulum syngja lítið lag...“ Arnar Eggert Thoroddsen Skoðun Skoðun Skoðun Reykjalundur – lífsbjargandi þjónusta í 80 ár Magnús Sigurjón Olsen Guðmundsson skrifar Skoðun Svörin voru hroki og yfirlæti Davíð Bergmann skrifar Skoðun Umönnunarbilið – kapphlaupið við klukkuna og krónurnar Bryndís Elfa Valdemarsdóttir skrifar Skoðun Eurovision: Tímasetningin og atburðarásin sögðu meira en ákvörðunin Gunnar Salvarsson skrifar Skoðun Aðgerðarleysi er það sem kostar ungt fólk Jóhannes Óli Sveinsson skrifar Skoðun Að gera eða vera? Árni Sigurðsson skrifar Skoðun Af hverju umræðan um Eurovision, Ísrael og jólin hrynur þegar raunveruleikinn bankar upp á Hilmar Kristinsson skrifar Skoðun Skattablæti sem bitnar harðast á landsbyggðinni Þorgrímur Sigmundsson skrifar Skoðun Málfrelsi ungu kynslóðarinnar – og ábyrgðin sem bíður okkar Jóhann Ingi Óskarsson skrifar Skoðun „Við skulum syngja lítið lag...“ Arnar Eggert Thoroddsen skrifar Skoðun Norðurlöndin – kaffiklúbbur eða stórveldi? Hrannar Björn Arnarsson,Lars Barfoed,Maiken Poulsen Englund,Pyry Niemi,Torbjörn Nyström skrifar Skoðun Ný flugstöð á rekstarlausum flugvelli? Magnea Gná Jóhannsdóttir skrifar Skoðun ESB íhugar að fresta bensín- og dísilbanni til 2040 – Ísland herðir álögur á mótorhjól þrátt fyrir óraunhæfa rafvæðingu Unnar Már Magnússon skrifar Skoðun Þeir sem hafa verulega hagsmuni af því að segja ykkur ósatt Þórður Snær Júlíusson skrifar Skoðun Ísland: Meistari orkuþríþrautarinnar – sem stendur Jónas Hlynur Hallgrímsson skrifar Skoðun Úthaf efnahagsmála – fjárlög 2026 Halla Hrund Logadóttir skrifar Skoðun Þegar líf liggur við Ingibjörg Isaksen skrifar Skoðun Stóra vandamál Kristrúnar er ekki Flokkur fólksins Jens Garðar Helgason skrifar Skoðun Til stuðnings Fjarðarheiðargöngum Glúmur Björnsson skrifar Skoðun Út með slæma vana, inn með gleði og frið Dagbjört Harðardóttir skrifar Skoðun Markaðsmál eru ekki aukaatriði – þau eru grunnstoð Garðar Ingi Leifsson skrifar Skoðun Orkuþörf í íslenskum matvælaiðnaði á landsbyggðinni Sigurður Blöndal,Alexander Schepsky skrifar Skoðun Vanhugsuð kílómetragjöld og vantalin skattahækkun á árinu 2026 Vilhjálmur Hilmarsson skrifar Skoðun Að læra nýtt tungumál er maraþon, ekki spretthlaup Ólafur G. Skúlason skrifar Skoðun Mannréttindi í mótvindi Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Passaðu púlsinn í desember Sigrún Þóra Sveinsdóttir skrifar Skoðun Að klifra upp í tunnurnar var bara byrjunin Anahita Sahar Babaei skrifar Skoðun Jöfn tækifæri fyrir börn í borginni Stein Olav Romslo skrifar Skoðun Stöndum vörð um mannréttindi Margrét María Sigurðardóttir skrifar Skoðun Reynsla úr heimi endurhæfingar nýtist víðar Svana Helen Björnsdóttir skrifar Sjá meira
Nýleg rannsókna Vöndu Sigurgeirsdóttur lektors við menntavísindasvið Háskóla Íslands leiðir í ljós alvarlega þróun. Tvöfalt fleiri börn í sjötta bekk segjast nú upplifa einelti tvisvar til þrisvar í mánuði eða oftar en árið 2006. Einelti er samkvæmt þessu að aukast. Niðurstöður eru fengnar úr tveimur rannsóknum annars vegar Heilsu og lífkjörum skólanema á Íslandi og hins vegar úr Íslensku æskulýðsrannsókninni. Yfir 80 þúsund skólabörn í sjötta, áttunda og tíunda bekk tóku þátt í þessum tveimur rannsóknum frá árinu 2006 til 2025. Samanlagt hlutfall eineltis í öllum bekkjunum, var 5,4 prósent árið 2006 en er komið upp í 8 prósent í ár og í fyrra. Hér þarf að taka til hendinni. Fara þarf í heildræna skoðun. Sem sálfræðingur til rúmlega þrjátíu ára voru eineltismálin ein af mínum sérfræðimálum og í starfi mínu kom ég iðulega að ýmist fræðslu eða úrvinnslu mála. Sem alþingismaður vil ég reyna að fylgjast með hvernig fram vindur og hafa áhrif til að finna megi hvar pottur er brotinn í þessum viðkvæma málaflokki. Í gegnum árin hef ég lagt mikla áherslu á að skólasamfélagið kortleggi reglulega stöðu eineltismála með tilliti til forvarna, viðbragða og vinnsluferla kvörtunarmála. Markmiðið með kortlagningu er að greina hvernig skólar sinna forvörnum, hver viðbrögð þeirra eru við kvörtunum um einelti, hver málastaðan er og hvernig hlúð er að þolendum og hvernig unnið er með gerendum og foreldrum þeirra. Yfirlit af þessu tagi gæti verið grundvöllur úrbóta. Það er mikilvægt að skólarnir standi jafnfætis hvað varðar forvarnir, viðbragðsáætlun og úrvinnsluferli. Að öðrum kosti er verið að mismuna börnum eftir skólum. Í hverjum skóla ætti eftirfarandi að vera til staðar: 1. Tiltækir verkferlar, aðferðir og úrræði, sértæk og almenn til að geta tekið við og unnið úr eineltiskvörtun með faglegum hætti. 2. Tilkynningareyðublað og viðbragðsáætlun á heimasíðu skólans. 3. Lýsing á úrvinnsluferli kvörtunarmála sé aðgengileg nemendum og foreldrum. Upplýsingar um eineltisteymi skólans séu aðgengilegar innan skólans og á heimasíðu hans. Mestu máli skiptir að uppfræða börn um skaðsemi eineltis um leið og þroski þeirra leyfir á orðbundin, táknrænan og myndrænan hátt og útskýra fyrir þeim hvaða hegðun er ekki liðin. Barn sem stríðir og meiðir í leikskóla er í áhættu með að halda því áfram í grunnskóla og til fullorðinsára ef ekki er unnið með vandann strax í byrjun. Það þarf líka að útskýra fyrir börnum að það sé ekki gott að hvetja þann sem beitir einelti áfram með því að standa hlægjandi og aðgerðarlaus hjá þegar einelti og ofbeldi er beitt. Börn þurfa að vita að verði þau vör við stríðni eða annað ofbeldi eigi þau strax að láta einhvern fullorðinn vita. Umræða um góða samskiptahætti þarf að vera dagleg bæði í leik- og grunnskólum, í íþróttum- tómstundum og á frístundaheimilum. Rannsókn Vöndu Sigurgeirsdóttur sýnir að þörf er á samhentu átaki alls skólasamfélagsins til að sporna gegn einelti í skólum og tómstundum. Einelti er dauðans alvara. Okkur ber öllum skylda til að verja hvert einasta barn fyrir einelti og ofbeldi. Höfundur er þingmaður Flokks fólksins.
Af hverju umræðan um Eurovision, Ísrael og jólin hrynur þegar raunveruleikinn bankar upp á Hilmar Kristinsson Skoðun
ESB íhugar að fresta bensín- og dísilbanni til 2040 – Ísland herðir álögur á mótorhjól þrátt fyrir óraunhæfa rafvæðingu Unnar Már Magnússon Skoðun
Skoðun Umönnunarbilið – kapphlaupið við klukkuna og krónurnar Bryndís Elfa Valdemarsdóttir skrifar
Skoðun Eurovision: Tímasetningin og atburðarásin sögðu meira en ákvörðunin Gunnar Salvarsson skrifar
Skoðun Af hverju umræðan um Eurovision, Ísrael og jólin hrynur þegar raunveruleikinn bankar upp á Hilmar Kristinsson skrifar
Skoðun Norðurlöndin – kaffiklúbbur eða stórveldi? Hrannar Björn Arnarsson,Lars Barfoed,Maiken Poulsen Englund,Pyry Niemi,Torbjörn Nyström skrifar
Skoðun ESB íhugar að fresta bensín- og dísilbanni til 2040 – Ísland herðir álögur á mótorhjól þrátt fyrir óraunhæfa rafvæðingu Unnar Már Magnússon skrifar
Skoðun Orkuþörf í íslenskum matvælaiðnaði á landsbyggðinni Sigurður Blöndal,Alexander Schepsky skrifar
Skoðun Vanhugsuð kílómetragjöld og vantalin skattahækkun á árinu 2026 Vilhjálmur Hilmarsson skrifar
Af hverju umræðan um Eurovision, Ísrael og jólin hrynur þegar raunveruleikinn bankar upp á Hilmar Kristinsson Skoðun
ESB íhugar að fresta bensín- og dísilbanni til 2040 – Ísland herðir álögur á mótorhjól þrátt fyrir óraunhæfa rafvæðingu Unnar Már Magnússon Skoðun