Kyngreint nautasæði kemur vel út Magnús Hlynur Hreiðarsson skrifar 7. október 2025 15:04 Sérstakur kyngreiningarbíll kemur frá Danmörku til landsins með fullkomin tæki til að vinna verkið. Bílinn er í raun rannsóknarstofa á hjólum og er staðsettur við Nautastöð Bændasamtakanna á Hesti í Borgarfirði. Aðsend Kúabændur eru ánægðir með þann árangur sem náðst hefur með kyngreint sæði þegar þeir velja naut til að sæða kýr sínar með. Með sæðinu ræður bóndinn hvort hann fær kvígukálf eða nautkálf í heiminn. Sérstakur kyngreiningarbíll frá Danmörku kemur til landsins til að kyngreina sæðið. Forsvarsmenn deildar nautgripabænda hjá Bændasamtökum Íslands hafa verið á ferð um landið til að funda með kúabændum og nautgripabændum um nýjustu málin í greininni og framtíðarsýn. Einn slíkur fundur fór fram á Flúðum þar sem m.a. var kynnt hvernig gengið hefur með kyngreint nautasæði. Fyrsta kyngreining á slíku sæði fór fram hér á landi í desember á síðasta ári. „Á mannamáli má segja að nú getum við með um 90% vissu valið hvort við fáum nautkálf eða kvígukálf þegar við sæðum kýrnar okkar. Þetta er stórmerkilegt því þetta hefur lengi verið fjarlægur draumur en er nú loksins orðið að veruleika. Fram undan eru því virkilega spennandi tímar,” segir Rafn Bergsson, formaður deildar nautgripabænda hjá Bændasamtökunum. Rafn segir að kúabændur leitist nú við að fá kvígur undan bestu mjólkurkúnum sínum, en geti jafnframt sætt lakari kýrnar með holdanautum til að fá gripi sem henta betur til kjötframleiðslu. Rafn Bergsson, sem er formaður deildar nautgripabænda hjá Bændasamtökunum er hér í ræðustól á fundinum á Flúðum.Magnús Hlynur Hreiðarsson En hvaða breytingar mun kyngreint sæði hafa í för með sér fyrir kúabúskap á Íslandi? „Þetta mun klárlega opna heilmikil tækifæri og vonandi flýta fyrir erfðaframförum. Ég held að til skemmri tíma muni þetta líka auka möguleikana í nautakjötsframleiðslu með meiri blendingum sem henta sérstaklega vel til kjötframleiðslu,” segir Rafn. Sérstakur kyngreiningarbíll kemur frá Danmörku til landsins með fullkomin tæki til að vinna verkið. Bíllinn er í raun rannsóknarstofa á hjólum og er staðsettur við Nautastöð Bændasamtakanna á Hesti í Borgarfirði. Kúabændur, sem mættu á opna fundinn á Flúðum.Magnús Hlynur Hreiðarsson Og þú ert greinilega mjög spenntur fyrir þessu öllu saman? „Já, mjög, þetta er virkilega stór áfangi og spennandi tímar fram undan,” segir Rafn alsæll. Ein af glærunum á fundinum á Flúðum um kyngreinda sæðið.Magnús Hlynur Hreiðarsson Hrunamannahreppur Landbúnaður Nautakjöt Kýr Mest lesið Einmana feður snúa vörn í sókn Innlent Læknir sem sagður er kenna öllum öðrum um sviptur leyfi Innlent Réttarhöld yfir Margréti Löf hefjast Innlent Grunaður um að myrða stúlku sem fannst látin í skotti Teslu hans Erlent Ljóslaust á fjölförnum gatnamótum Innlent Lögregla í Vestmannaeyjum rannsakar mál tengt 764-glæpahópnum Innlent Ísland vildi varnagla í EES-samninginn sem nú er notaður gegn EES-ríkjunum Innlent Sífellt yngra fólk að greinast með heilabilun Innlent Loka síðustu ræðismannsskrifstofu Rússa Erlent Umboðsmaður óskar svara um notkun lögreglu á hrákagrímum Innlent Fleiri fréttir Framhlaup hafið í Dyngjujökli Stór útvegsfyrirtæki meðal stærstu bakhjarla Viðreisnar Ísland vildi varnagla í EES-samninginn sem nú er notaður gegn EES-ríkjunum Mun funda með Karli konungi Stýrivaxtalækkun og áhrif verndaraðgerða ESB metin Samfylkingin blæs til prófkjörs í borginni Skora á Lilju eftir hörfun Einars Sigurður Flosason til liðs við Þjóðkirkjuna Framsóknarmenn í Garðabæ stilla upp og skora á Willum Læknir sem sagður er kenna öllum öðrum um sviptur leyfi Réttarhöld yfir Margréti Löf hefjast Ljóslaust á fjölförnum gatnamótum Umboðsmaður óskar svara um notkun lögreglu á hrákagrímum Rúmlega tvöhundruð skjálftar frá því í gærkvöldi Einmana feður snúa vörn í sókn Lögregla í Vestmannaeyjum rannsakar mál tengt 764-glæpahópnum „Getum ekki setið undir því að menn séu með ögrandi framgöngu af þessu tagi“ Kæra niðurstöðu lögreglu að loka rannsókn á meintu ofbeldi Sífellt yngra fólk að greinast með heilabilun Slökkvilið við hreinsun vegna áreksturs á Hringbraut Íþróttafélög keyra áfengi heim að dyrum Bilunin hjá Cloudflare óvenjulega löng Guðrún líkir Evrópusambandinu við glæpamann Sakborningar undir og yfir tvítugt: „Höfum verið að sjá þetta öðru hvoru á samfélagsmiðlum“ Evrópuólga, handtökur eftir TikTok-myndband og lögregla skoðar bjórsölu Skora á Lilju að bjóða sig fram sem formann Jana vill áfram leiða lista VG á Akureyri Fer ekki í formanninn Óttast að þurfa að loka Berginu fái þau ekki samning Blendin viðbrögð kylfinga við reglum um golfbíla Sjá meira
Forsvarsmenn deildar nautgripabænda hjá Bændasamtökum Íslands hafa verið á ferð um landið til að funda með kúabændum og nautgripabændum um nýjustu málin í greininni og framtíðarsýn. Einn slíkur fundur fór fram á Flúðum þar sem m.a. var kynnt hvernig gengið hefur með kyngreint nautasæði. Fyrsta kyngreining á slíku sæði fór fram hér á landi í desember á síðasta ári. „Á mannamáli má segja að nú getum við með um 90% vissu valið hvort við fáum nautkálf eða kvígukálf þegar við sæðum kýrnar okkar. Þetta er stórmerkilegt því þetta hefur lengi verið fjarlægur draumur en er nú loksins orðið að veruleika. Fram undan eru því virkilega spennandi tímar,” segir Rafn Bergsson, formaður deildar nautgripabænda hjá Bændasamtökunum. Rafn segir að kúabændur leitist nú við að fá kvígur undan bestu mjólkurkúnum sínum, en geti jafnframt sætt lakari kýrnar með holdanautum til að fá gripi sem henta betur til kjötframleiðslu. Rafn Bergsson, sem er formaður deildar nautgripabænda hjá Bændasamtökunum er hér í ræðustól á fundinum á Flúðum.Magnús Hlynur Hreiðarsson En hvaða breytingar mun kyngreint sæði hafa í för með sér fyrir kúabúskap á Íslandi? „Þetta mun klárlega opna heilmikil tækifæri og vonandi flýta fyrir erfðaframförum. Ég held að til skemmri tíma muni þetta líka auka möguleikana í nautakjötsframleiðslu með meiri blendingum sem henta sérstaklega vel til kjötframleiðslu,” segir Rafn. Sérstakur kyngreiningarbíll kemur frá Danmörku til landsins með fullkomin tæki til að vinna verkið. Bíllinn er í raun rannsóknarstofa á hjólum og er staðsettur við Nautastöð Bændasamtakanna á Hesti í Borgarfirði. Kúabændur, sem mættu á opna fundinn á Flúðum.Magnús Hlynur Hreiðarsson Og þú ert greinilega mjög spenntur fyrir þessu öllu saman? „Já, mjög, þetta er virkilega stór áfangi og spennandi tímar fram undan,” segir Rafn alsæll. Ein af glærunum á fundinum á Flúðum um kyngreinda sæðið.Magnús Hlynur Hreiðarsson
Hrunamannahreppur Landbúnaður Nautakjöt Kýr Mest lesið Einmana feður snúa vörn í sókn Innlent Læknir sem sagður er kenna öllum öðrum um sviptur leyfi Innlent Réttarhöld yfir Margréti Löf hefjast Innlent Grunaður um að myrða stúlku sem fannst látin í skotti Teslu hans Erlent Ljóslaust á fjölförnum gatnamótum Innlent Lögregla í Vestmannaeyjum rannsakar mál tengt 764-glæpahópnum Innlent Ísland vildi varnagla í EES-samninginn sem nú er notaður gegn EES-ríkjunum Innlent Sífellt yngra fólk að greinast með heilabilun Innlent Loka síðustu ræðismannsskrifstofu Rússa Erlent Umboðsmaður óskar svara um notkun lögreglu á hrákagrímum Innlent Fleiri fréttir Framhlaup hafið í Dyngjujökli Stór útvegsfyrirtæki meðal stærstu bakhjarla Viðreisnar Ísland vildi varnagla í EES-samninginn sem nú er notaður gegn EES-ríkjunum Mun funda með Karli konungi Stýrivaxtalækkun og áhrif verndaraðgerða ESB metin Samfylkingin blæs til prófkjörs í borginni Skora á Lilju eftir hörfun Einars Sigurður Flosason til liðs við Þjóðkirkjuna Framsóknarmenn í Garðabæ stilla upp og skora á Willum Læknir sem sagður er kenna öllum öðrum um sviptur leyfi Réttarhöld yfir Margréti Löf hefjast Ljóslaust á fjölförnum gatnamótum Umboðsmaður óskar svara um notkun lögreglu á hrákagrímum Rúmlega tvöhundruð skjálftar frá því í gærkvöldi Einmana feður snúa vörn í sókn Lögregla í Vestmannaeyjum rannsakar mál tengt 764-glæpahópnum „Getum ekki setið undir því að menn séu með ögrandi framgöngu af þessu tagi“ Kæra niðurstöðu lögreglu að loka rannsókn á meintu ofbeldi Sífellt yngra fólk að greinast með heilabilun Slökkvilið við hreinsun vegna áreksturs á Hringbraut Íþróttafélög keyra áfengi heim að dyrum Bilunin hjá Cloudflare óvenjulega löng Guðrún líkir Evrópusambandinu við glæpamann Sakborningar undir og yfir tvítugt: „Höfum verið að sjá þetta öðru hvoru á samfélagsmiðlum“ Evrópuólga, handtökur eftir TikTok-myndband og lögregla skoðar bjórsölu Skora á Lilju að bjóða sig fram sem formann Jana vill áfram leiða lista VG á Akureyri Fer ekki í formanninn Óttast að þurfa að loka Berginu fái þau ekki samning Blendin viðbrögð kylfinga við reglum um golfbíla Sjá meira