Málgögn og gervigreind Steinþór Steingrímsson, Einar Freyr Sigurðsson og Helga Hilmisdóttir skrifa 7. október 2025 11:30 Texti og önnur gögn sem geyma upplýsingar um tungumálið eru lykillinn að þróun gervigreindarforrita á borð við ChatGPT, Claude og Gemini. Forritin byggja á mállíkönum sem eru mótuð með greiningu á textagögnum með það markmið að geta líkt eftir tungumálinu og myndað þannig læsilegan texta á öllum þeim málum sem það hefur „séð“ nógu mikið af. Langstærstur hluti þeirra texta sem líkönunum eru sýndir er á ensku. Flest stærstu mállíkönin eru þó fjöltyngd að því leyti að þau geta myndað texta á mörgum tungumálum. Bestu niðurstöðurnar sem fást úr líkönunum eru á málum sem mjög margir tala en tungumál sem færri tala standa ekki eins vel að vígi. Á alþjóðlegum fundi stjórnmálaleiðtoga, fræðimanna og fulltrúa tæknifyrirtækja um gervigreind í febrúar fyrr á þessu ári kom það fram að bæta þyrfti samkeppnisstöðu Evrópu. Meðal annars var rætt um mikilvægi þess að hlúa að þeim fjölmörgu tungumálum sem töluð eru í álfunni. Lykilatriði er að afla nægilegra gagna og vinna úr þeim svo að þau geti nýst til að búa til gervigreindarlíkön sem geta unnið með öll þessi tungumál. Liður í því er verkefnið European Language Data Space sem framkvæmdastjórn Evrópusambandsins hefur sett á laggirnar. Þar geta eigendur gagna og rétthafar samið um notkun við þá sem vilja nýta þau. Árnastofnun hefur verið leiðandi í því að búa til og safna málgögnum á íslensku með það að markmiði að tryggja stöðu íslensku í tækniheiminum. Fimmtudaginn 9. október stendur Árnastofnun fyrir málþingi í samvinnu við framkvæmdastjórn Evrópusambandsins um European Language Data Space-verkefnið. Á málþinginu, Hagnýting málgagna með Language Data Space, tala íslenskir og erlendir sérfræðingar um markmiðið með verkefninu, markað fyrir málgögn og mikilvægi þeirra. Þá verða pallborðsumræður um málgögn, máltækni og gervigreind fyrir íslensku, og hvort og þá hvernig hægt sé að ná sátt um nýtingu textagagna við þróun gervigreindarlíkana. Málþingið er opið öllum áhugasömum og upplýsingar um skráningu má finna á vef Árnastofnunar, arnastofnun.is. Höfundar eru fræðimenn við Stofnun Árna Magnússonar í íslenskum fræðum. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Gervigreind Máltækni Íslensk tunga Mest lesið Það sem voru „bjartari tímar“ í fyrra eru nú bölvaðar skattahækkanir Þórður Snær Júlíusson Skoðun Að kveikja í húsinu af því þú færð ekki að ráða öllu – Sannleikurinn um „fórnarlambið“ Sönnu Guðröður Atli Jónsson Skoðun Ólaunuð vinna kvenna Sigríður Ingibjörg Ingadóttir,Steinunn Bragadóttir Skoðun Íslenska er leiðinleg Nói Pétur Á Guðnason Skoðun Lágpunktur umræðunnar Jón Pétur Zimsen Skoðun Gagnrýni á umfjöllun um loftslagsmál og landnotkun í bókinni Hitamál Eyþór Eðvarðsson Skoðun Ólögmæt mismunun eftir búsetu öryrkja fest í lög á Íslandi Jón Frímann Jónsson Skoðun Ísland er á réttri leið Dagbjört Hákonardóttir Skoðun Hverjum voru ráðherrann og RÚV að refsa? Júlíus Valsson Skoðun Samgöngumálið sem ríkisstjórnin talar ekki um Marko Medic Skoðun Skoðun Skoðun Að kveikja í húsinu af því þú færð ekki að ráða öllu – Sannleikurinn um „fórnarlambið“ Sönnu Guðröður Atli Jónsson skrifar Skoðun Ég ákalla! Eyjólfur Þorkelsson skrifar Skoðun Gagnrýni á umfjöllun um loftslagsmál og landnotkun í bókinni Hitamál Eyþór Eðvarðsson skrifar Skoðun Samgöngumálið sem ríkisstjórnin talar ekki um Marko Medic skrifar Skoðun Mannréttindaglufur og samgönguglufur Gunnar Ármannsson skrifar Skoðun Ólaunuð vinna kvenna Sigríður Ingibjörg Ingadóttir,Steinunn Bragadóttir skrifar Skoðun Stjórnvöld beita sleggjunni og ferðaþjónustan á að liggja undir höggum Þórir Garðarsson skrifar Skoðun Ólögmæt mismunun eftir búsetu öryrkja fest í lög á Íslandi Jón Frímann Jónsson skrifar Skoðun Ísland er á réttri leið Dagbjört Hákonardóttir skrifar Skoðun Sameining vinstrisins Hlynur Már V. skrifar Skoðun Lágpunktur umræðunnar Jón Pétur Zimsen skrifar Skoðun Almenningur og breiðu bök ríkisstjórnarinnar Diljá Mist Einarsdóttir skrifar Skoðun Það sem voru „bjartari tímar“ í fyrra eru nú bölvaðar skattahækkanir Þórður Snær Júlíusson skrifar Skoðun Hverjum voru ráðherrann og RÚV að refsa? Júlíus Valsson skrifar Skoðun Íslenska er leiðinleg Nói Pétur Á Guðnason skrifar Skoðun Þrjú slys á sama stað en svarið er: Það er allt í lagi hér! Róbert Ragnarsson skrifar Skoðun Réttar upplýsingar um rekstur og fjármögnun RÚV Stefán Eiríksson,Björn Þór Hermannsson skrifar Skoðun Kjósið reið og óupplýst! Ragnheiður Kristín Finnbogadóttir skrifar Skoðun Ekkert barn á Íslandi á að búa við fátækt Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir skrifar Skoðun Árásir á gyðinga í skugga þjóðarmorðs Helen Ólafsdóttir skrifar Skoðun Hundrað doktorsgráður Ólafur Eysteinn Sigurjónsson skrifar Skoðun EES: ekki slagorð — heldur réttindi Yngvi Ómar Sigrúnarson skrifar Skoðun Að þjóna íþróttum Rögnvaldur Hreiðarsson skrifar Skoðun „Quiet, piggy“ Harpa Kristbergsdóttir skrifar Skoðun Ísland er ekki í hópi þeirra sem standa sig best í loftslagsmálum Eyþór Eðvarðsson skrifar Skoðun Ísland, öryggi og almennur viðbúnaður Magnús Árni Skjöld Magnússon skrifar Skoðun Um ólaunaða vinnu, velsæld og nýja sýn á hagkerfið Dóra Guðrún Guðmundsdóttir,Soffía S. Sigurgeirsdóttir,Elva Rakel Jónsdóttir skrifar Skoðun Leysum húsnæðisvandann Guðjón Sigurbjartsson skrifar Skoðun Hugleiðing um jól, fæðingu Krists og inngilding á Íslandi Nicole Leigh Mosty skrifar Skoðun Betri en við höldum Hjálmar Gíslason skrifar Sjá meira
Texti og önnur gögn sem geyma upplýsingar um tungumálið eru lykillinn að þróun gervigreindarforrita á borð við ChatGPT, Claude og Gemini. Forritin byggja á mállíkönum sem eru mótuð með greiningu á textagögnum með það markmið að geta líkt eftir tungumálinu og myndað þannig læsilegan texta á öllum þeim málum sem það hefur „séð“ nógu mikið af. Langstærstur hluti þeirra texta sem líkönunum eru sýndir er á ensku. Flest stærstu mállíkönin eru þó fjöltyngd að því leyti að þau geta myndað texta á mörgum tungumálum. Bestu niðurstöðurnar sem fást úr líkönunum eru á málum sem mjög margir tala en tungumál sem færri tala standa ekki eins vel að vígi. Á alþjóðlegum fundi stjórnmálaleiðtoga, fræðimanna og fulltrúa tæknifyrirtækja um gervigreind í febrúar fyrr á þessu ári kom það fram að bæta þyrfti samkeppnisstöðu Evrópu. Meðal annars var rætt um mikilvægi þess að hlúa að þeim fjölmörgu tungumálum sem töluð eru í álfunni. Lykilatriði er að afla nægilegra gagna og vinna úr þeim svo að þau geti nýst til að búa til gervigreindarlíkön sem geta unnið með öll þessi tungumál. Liður í því er verkefnið European Language Data Space sem framkvæmdastjórn Evrópusambandsins hefur sett á laggirnar. Þar geta eigendur gagna og rétthafar samið um notkun við þá sem vilja nýta þau. Árnastofnun hefur verið leiðandi í því að búa til og safna málgögnum á íslensku með það að markmiði að tryggja stöðu íslensku í tækniheiminum. Fimmtudaginn 9. október stendur Árnastofnun fyrir málþingi í samvinnu við framkvæmdastjórn Evrópusambandsins um European Language Data Space-verkefnið. Á málþinginu, Hagnýting málgagna með Language Data Space, tala íslenskir og erlendir sérfræðingar um markmiðið með verkefninu, markað fyrir málgögn og mikilvægi þeirra. Þá verða pallborðsumræður um málgögn, máltækni og gervigreind fyrir íslensku, og hvort og þá hvernig hægt sé að ná sátt um nýtingu textagagna við þróun gervigreindarlíkana. Málþingið er opið öllum áhugasömum og upplýsingar um skráningu má finna á vef Árnastofnunar, arnastofnun.is. Höfundar eru fræðimenn við Stofnun Árna Magnússonar í íslenskum fræðum.
Að kveikja í húsinu af því þú færð ekki að ráða öllu – Sannleikurinn um „fórnarlambið“ Sönnu Guðröður Atli Jónsson Skoðun
Skoðun Að kveikja í húsinu af því þú færð ekki að ráða öllu – Sannleikurinn um „fórnarlambið“ Sönnu Guðröður Atli Jónsson skrifar
Skoðun Gagnrýni á umfjöllun um loftslagsmál og landnotkun í bókinni Hitamál Eyþór Eðvarðsson skrifar
Skoðun Stjórnvöld beita sleggjunni og ferðaþjónustan á að liggja undir höggum Þórir Garðarsson skrifar
Skoðun Það sem voru „bjartari tímar“ í fyrra eru nú bölvaðar skattahækkanir Þórður Snær Júlíusson skrifar
Skoðun Réttar upplýsingar um rekstur og fjármögnun RÚV Stefán Eiríksson,Björn Þór Hermannsson skrifar
Skoðun Um ólaunaða vinnu, velsæld og nýja sýn á hagkerfið Dóra Guðrún Guðmundsdóttir,Soffía S. Sigurgeirsdóttir,Elva Rakel Jónsdóttir skrifar
Að kveikja í húsinu af því þú færð ekki að ráða öllu – Sannleikurinn um „fórnarlambið“ Sönnu Guðröður Atli Jónsson Skoðun