„Ef ég finn leikmann sem ég tel að bæti liðið þá tek ég hann“ Andri Már Eggertsson skrifar 7. október 2025 22:15 Hörður Axel Vilhjálmsson fer yfir málin með sínu liði Anton Brink/Vísir Keflavík vann Hamar/Þór 102-89 í Blue-höllinni í Bónus deild kvenna. Hörður Axel Vilhjálmsson, þjálfari Keflavíkur, var ánægður með liðið eftir þrettán stiga sigur. „Ég var ánægður með liðið í kvöld bæði frammistöðuna og orkuna. Krafturinn sem við gáfum af okkur var góður hjá bæði þeim sem voru inni á vellinum og þeim sem voru út af og þeim sem komu ekki inn á. Mér fannst það standa upp úr,“ sagði Hörður Axel ánægður með liðsheildina í kvöld. Hörður var nokkuð sáttur með fyrri hálfleik liðsins en gestirnir gerðu síðustu sjö stig fyrri hálfleiks og minnkuðu forskot Keflavíkur niður í átta stig 51-43. „Við vorum að klikka aðeins á varnarfærslum sem við höfðum farið yfir en leikurinn var hraður og það voru sumar ákvarðanir sem voru ekkert spes undir lok fyrri hálfleiks en við gerðum svo vel i seinni hálfleik.“ Í þriðja leikhluta fór forskot Keflavíkur minnst niður í þrjú stig en þá tók Hörður leikhlé og Keflvíkingar litu aldrei um öxl eftir það. „Orkustigið breyttist. Við vorum ekki að taka nógu góðar ákvarðanir sóknarlega sem varð til þess að þær gátu keyrt á okkur. Við löguðum það og þá fengum við það sem við vorum að leitast eftir.“ „Þetta var ákveðin skák. Þær eru stórar og sterkar og tóku fullt af fráköstum og við vissum það fyrir leikinn. Við ætluðum að gera betur þar og það er eitthvað sem við þurfum að bæta. Allar sem eru inn á bera ábyrgð á að taka fráköst.“ Leikmannahópur Keflavíkur er aðeins skipaður íslenskum leikmönnum og Hörður sagðist vera að leita af erlendum leikmönnum en væri ekki að flýta sér og ætlaði að finna þær réttu. „Ef ég finn leikmann sem ég tel að bæti liðið þá tek ég hann. Annars er ég ekki að flýta mér í því vegna þess að ég treysti þessum stelpum sem eru hérna,“ Hörður Axel sagði að lokum að hann væri að leita af stórum leikmanni og bakverði. Keflavík ÍF Bónus-deild kvenna Mest lesið Ljósmyndari pompaði á rassinn eftir öskur Kane Körfubolti Draumaprinsinn Benoný sendi aðdáendum kveðju Enski boltinn Þriðji Kaninn mættur til bjargar nýliðunum Körfubolti Zidane gat ekki stöðvað för Nígeríu í undanúrslit Fótbolti „Of margir lykilleikmenn sem fundu sig ekki í dag“ Handbolti Nýr stjóri Chelsea fékk óskabyrjun Enski boltinn Hildur lenti í ótrúlegri hakkavél Fótbolti Stoltur af litla bróður eftir sögulegt afrek Enski boltinn Newcastle áfram eftir bráðabana og mikla dramatík Enski boltinn Utan vallar: Dauði knattspyrnustjórans Enski boltinn Fleiri fréttir Þriðji Kaninn mættur til bjargar nýliðunum Ljósmyndari pompaði á rassinn eftir öskur Kane Nýr stjóri Chelsea fékk óskabyrjun Salah sendi Egypta áfram í undanúrslit Hildur lenti í ótrúlegri hakkavél Frábær sigur Tryggva og félaga Stólarnir léku sér að eldinum en fylgja Grindavík í undanúrslit Draumur Villa lifir en eru dagar Franks taldir? Draumaprinsinn Benoný sendi aðdáendum kveðju Eyjakonur fylgja Val fast eftir og KA/Þór hóf nýja árið af krafti Zidane gat ekki stöðvað för Nígeríu í undanúrslit „Of margir lykilleikmenn sem fundu sig ekki í dag“ Uppgjörið: Keflavík - Haukar 103-78 | Keflavík stakk af í seinni hálfleik og tryggði sér sæti í undanúrslitum Stjarnan sendi Selfoss á botninn Uppgjörið: Fram - Valur 19- 30 | Stórsigur hjá Valskonum Semenyo skoraði eitt af tíu og Hákon hélt hreinu Newcastle áfram eftir bráðabana og mikla dramatík Fer 41 árs Vonn á Ólympíuleika? Róbert með þrennu í sigri KR Varði öll þrjú vítin og Sunderland áfram Stoltur af litla bróður eftir sögulegt afrek Benoný tryggði sigurinn á ögurstundu Utandeildarlið henti meisturunum úr keppni Fram lagði Leiknismenn Glódís þarf að sjá á eftir vinkonu Svindluðu á þolprófi og fá ekki að dæma á EM Dyche æfur eftir tapið Alfreð aðstoðaði Frey á Spáni Týndi gleðinni: „Þetta er mitt heimili“ „Maður fann andrúmsloftið breytast“ Sjá meira
„Ég var ánægður með liðið í kvöld bæði frammistöðuna og orkuna. Krafturinn sem við gáfum af okkur var góður hjá bæði þeim sem voru inni á vellinum og þeim sem voru út af og þeim sem komu ekki inn á. Mér fannst það standa upp úr,“ sagði Hörður Axel ánægður með liðsheildina í kvöld. Hörður var nokkuð sáttur með fyrri hálfleik liðsins en gestirnir gerðu síðustu sjö stig fyrri hálfleiks og minnkuðu forskot Keflavíkur niður í átta stig 51-43. „Við vorum að klikka aðeins á varnarfærslum sem við höfðum farið yfir en leikurinn var hraður og það voru sumar ákvarðanir sem voru ekkert spes undir lok fyrri hálfleiks en við gerðum svo vel i seinni hálfleik.“ Í þriðja leikhluta fór forskot Keflavíkur minnst niður í þrjú stig en þá tók Hörður leikhlé og Keflvíkingar litu aldrei um öxl eftir það. „Orkustigið breyttist. Við vorum ekki að taka nógu góðar ákvarðanir sóknarlega sem varð til þess að þær gátu keyrt á okkur. Við löguðum það og þá fengum við það sem við vorum að leitast eftir.“ „Þetta var ákveðin skák. Þær eru stórar og sterkar og tóku fullt af fráköstum og við vissum það fyrir leikinn. Við ætluðum að gera betur þar og það er eitthvað sem við þurfum að bæta. Allar sem eru inn á bera ábyrgð á að taka fráköst.“ Leikmannahópur Keflavíkur er aðeins skipaður íslenskum leikmönnum og Hörður sagðist vera að leita af erlendum leikmönnum en væri ekki að flýta sér og ætlaði að finna þær réttu. „Ef ég finn leikmann sem ég tel að bæti liðið þá tek ég hann. Annars er ég ekki að flýta mér í því vegna þess að ég treysti þessum stelpum sem eru hérna,“ Hörður Axel sagði að lokum að hann væri að leita af stórum leikmanni og bakverði.
Keflavík ÍF Bónus-deild kvenna Mest lesið Ljósmyndari pompaði á rassinn eftir öskur Kane Körfubolti Draumaprinsinn Benoný sendi aðdáendum kveðju Enski boltinn Þriðji Kaninn mættur til bjargar nýliðunum Körfubolti Zidane gat ekki stöðvað för Nígeríu í undanúrslit Fótbolti „Of margir lykilleikmenn sem fundu sig ekki í dag“ Handbolti Nýr stjóri Chelsea fékk óskabyrjun Enski boltinn Hildur lenti í ótrúlegri hakkavél Fótbolti Stoltur af litla bróður eftir sögulegt afrek Enski boltinn Newcastle áfram eftir bráðabana og mikla dramatík Enski boltinn Utan vallar: Dauði knattspyrnustjórans Enski boltinn Fleiri fréttir Þriðji Kaninn mættur til bjargar nýliðunum Ljósmyndari pompaði á rassinn eftir öskur Kane Nýr stjóri Chelsea fékk óskabyrjun Salah sendi Egypta áfram í undanúrslit Hildur lenti í ótrúlegri hakkavél Frábær sigur Tryggva og félaga Stólarnir léku sér að eldinum en fylgja Grindavík í undanúrslit Draumur Villa lifir en eru dagar Franks taldir? Draumaprinsinn Benoný sendi aðdáendum kveðju Eyjakonur fylgja Val fast eftir og KA/Þór hóf nýja árið af krafti Zidane gat ekki stöðvað för Nígeríu í undanúrslit „Of margir lykilleikmenn sem fundu sig ekki í dag“ Uppgjörið: Keflavík - Haukar 103-78 | Keflavík stakk af í seinni hálfleik og tryggði sér sæti í undanúrslitum Stjarnan sendi Selfoss á botninn Uppgjörið: Fram - Valur 19- 30 | Stórsigur hjá Valskonum Semenyo skoraði eitt af tíu og Hákon hélt hreinu Newcastle áfram eftir bráðabana og mikla dramatík Fer 41 árs Vonn á Ólympíuleika? Róbert með þrennu í sigri KR Varði öll þrjú vítin og Sunderland áfram Stoltur af litla bróður eftir sögulegt afrek Benoný tryggði sigurinn á ögurstundu Utandeildarlið henti meisturunum úr keppni Fram lagði Leiknismenn Glódís þarf að sjá á eftir vinkonu Svindluðu á þolprófi og fá ekki að dæma á EM Dyche æfur eftir tapið Alfreð aðstoðaði Frey á Spáni Týndi gleðinni: „Þetta er mitt heimili“ „Maður fann andrúmsloftið breytast“ Sjá meira
Uppgjörið: Keflavík - Haukar 103-78 | Keflavík stakk af í seinni hálfleik og tryggði sér sæti í undanúrslitum