Vegferð menntunar Bryngeir Valdimarsson skrifar 10. október 2025 07:02 Menntun er ferðalag, vegferð sem endurspeglar það samfélag sem við viljum byggja. Hvert skref sem við stígum í átt að betra skólastarfi segir okkur í raun hver við viljum vera sem þjóð. Það sem gerist innan skólanna er ekki aðeins spegill samfélagsins, heldur mótar það líka framtíð þess. Umræða um menntun er ávallt hávær, og það er ekki að undra. Menntun snertir okkur öll. Hún er hjartans mál hvers foreldris, hvers kennara og hvers samfélags. Við ræðum tölur, samanburð og árangur, en gleymum stundum því sem raunverulega gerist í skólastofunum dag frá degi. Þar fer fram lifandi starf sem mótar framtíðina miklu meira en nokkur skýrsla eða mælikvarði getur gert. Þar læra börn að skilja, hugsa og skapa. Þar vinna kennarar faglega að því að móta hæfni sem nýtist langt út fyrir skólagönguna. Kennarar eru fagfólk. Þeir eru menntaðir til að mennta. Þeir vinna út frá aðalnámskrá sem byggir á rannsóknum, alþjóðlegum viðmiðum og skýrum markmiðum um hæfni, sköpun og samfélagslega ábyrgð. Það er þeirra hlutverk að tengja saman fræði og veruleika, að sjá barnið í heild og skapa aðstæður þar sem nám verður lifandi. Þeir eru lykilhluti af þeirri vegferð sem menntakerfið þarf að fara. Heimurinn breytist hraðar en áður. Ný störf verða til á meðan önnur hverfa. Sjálfbærni, tækni og félagsleg ábyrgð kalla á nýja hæfni og ný viðhorf til náms. Þess vegna verðum við að líta á skólann sem lifandi kerfi sem þróast með samfélaginu, ekki sem staðnaða stofnun. Fjölbreytt nám og inngilding skipta hér höfuðmáli. Við þurfum skóla sem taka við öllum börnum, styðja þau og virkja styrkleika þeirra á ólíkan hátt. Inngilding snýst ekki aðeins um að veita aðgang heldur að tryggja að hvert barn hafi raunverulegt rými til þátttöku og lærdóms. Þetta er ekki aðeins réttlætismál heldur forsenda raunhæfrar og sjálfbærrar menntunar. Þegar öll börn fá tækifæri til að vaxa á sínum forsendum verður skólinn sterkari og hæfari til að takast á við framtíðina. Við þurfum líka að endurhugsa hvað við teljum árangur. Alþjóðlegar rannsóknir, þar á meðal frá OECD og UNESCO, minna á að framtíðin krefst hæfni til að beita þekkingu skapandi, gagnrýnið og með ábyrgð. Það er ekki nóg að kunna staðreyndir; við þurfum að geta unnið með þær, nýtt þær í samvinnu og byggt á þeim nýja þekkingu. Vegferð menntunar krefst þolinmæði, seiglu og trausts á fagmennsku kennara. Það þarf að hlusta á þá sem standa inni í skólastofunum, því þar skapast raunverulegur árangur. Menntun framtíðarinnar verður ekki mótuð af tilskipunum eða pólitískum slagorðum. Hún verður mótuð af samræðu, samvinnu og þeirri trú að við séum öll þátttakendur í verkefni sem er stærra en við sjálf. Ef okkur tekst að halda þessari sýn lifandi, mun vegferð menntunar ekki aðeins byggja betri skóla. Hún mun byggja betra samfélag.Það er vegferð sem við viljum vera á. Höfundur er kennari Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Bryngeir Valdimarsson Grunnskólar Skóla- og menntamál Mest lesið Mamma fékk fjórar milljónir fyrir að eignast þig í apríl Guðfinna Kristín Björnsdóttir Skoðun Síðan hvenær var bannað að hafa gaman? Hópur stjórnarmanna í Uppreisn Skoðun 34 milljónir fyrir póstnúmerið Elliði Vignisson Skoðun Barnaskattur Vilhjálms Árnasonar Þórður Snær Júlíusson Skoðun Virðingarleysið meiðir Sigurbjörg Ottesen Skoðun Þegar Inga Sæland sendir reikninginn á næsta borð Einar Þorsteinsson Skoðun Ísland slítur sig frá þriggja áratuga norrænu menntasamstarfi Hópur fyrrverandi UWC-nema Skoðun Staðreyndir um fasteignagjöld í Reykjanesbæ Guðný Birna Guðmundsdóttir,Sverrir Bergmann Magnússon,Sigurrós Antonsdóttir,Halldóra Fríða Þorvaldsdóttir,Bjarni Páll Tryggvason,Díana Hilmarsdóttir,Helga María Finnbjörnsdóttir Skoðun Kjarninn og hismið Magnús Magnússon Skoðun Stormur í vatnsglasi eða kaldhæðni örlaganna? Arnar Sigurðsson Skoðun Skoðun Skoðun Frá friði til vígvæðingar: Höfnum nýrri varnar- og öryggisstefnu utanríkisráðherra Steinunn Þóra Árnadóttir,Einar Ólafsson skrifar Skoðun Þungaflutningar og vegakerfið okkar Haraldur Þór Jónsson skrifar Skoðun Stærsta öryggismál barna í dag eru samskipti, mörk og viðbrögð við grun um ofbeldi Arnrún María Magnúsdóttir skrifar Skoðun Stöðvum ólöglegan flutning barna Þorbjörg S. Gunnlaugsdóttir skrifar Skoðun Þegar Inga Sæland sendir reikninginn á næsta borð Einar Þorsteinsson skrifar Skoðun Erlendar rætur: Hornsteinn framfara, ekki ógn Nichole Leigh Mosty skrifar Skoðun Virðingarleysið meiðir Sigurbjörg Ottesen skrifar Skoðun Kjarninn og hismið Magnús Magnússon skrifar Skoðun „Hættu að kenna innflytjendum um að tala ekki íslensku. Við erum ekki vandamálið“ Ian McDonald skrifar Skoðun Brjálæðingar taka völdin Elín Ebba Ásmundsdóttir skrifar Skoðun Ég og Dagur barnsins HRÓPUM á úrlausnir … Hvað með þig? Ólafur Grétar Gunnarsson skrifar Skoðun 16 daga átak gegn kynbundnu ofbeldi Guðbjörg S. Bergsdóttir,Rannveig Þórisdóttir skrifar Skoðun Ætti Sundabraut að koma við í Viðey? Ólafur William Hand skrifar Skoðun Ekki klikka! Því það er enginn eins og Julian Íris Björk Hreinsdóttir skrifar Skoðun Þess vegna er vond hugmynd hjá Reykjavíkurborg að tekjutengja leikskólagjöld Halla Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Mamma fékk fjórar milljónir fyrir að eignast þig í apríl Guðfinna Kristín Björnsdóttir skrifar Skoðun 34 milljónir fyrir póstnúmerið Elliði Vignisson skrifar Skoðun Spyrnum við fótum – eflum innlenda fjölmiðla, líka RÚV Kristján Ra. Kristjánsson skrifar Skoðun Staðreyndir um fasteignagjöld í Reykjanesbæ Guðný Birna Guðmundsdóttir,Sverrir Bergmann Magnússon,Sigurrós Antonsdóttir,Halldóra Fríða Þorvaldsdóttir,Bjarni Páll Tryggvason,Díana Hilmarsdóttir,Helga María Finnbjörnsdóttir skrifar Skoðun Þegar rykið sest: Verndartollar ESB og áhrifin á EES Hallgrímur Oddsson skrifar Skoðun Stormur í vatnsglasi eða kaldhæðni örlaganna? Arnar Sigurðsson skrifar Skoðun Síðan hvenær var bannað að hafa gaman? Hópur stjórnarmanna í Uppreisn skrifar Skoðun Ísland slítur sig frá þriggja áratuga norrænu menntasamstarfi Hópur fyrrverandi UWC-nema skrifar Skoðun Frá skjá til skaða - ráð til foreldra um stafrænt ofbeldi Stella Samúelsdóttir skrifar Skoðun Barnaskattur Vilhjálms Árnasonar Þórður Snær Júlíusson skrifar Skoðun Hertar og skýrari reglur í hælisleitendamálum Sigurður Helgi Pálmason skrifar Skoðun Skelin Guðmundur Ingi Þóroddsson skrifar Skoðun Ójöfn atkvæði eða heimastjórn! Sigurður Hjartarson skrifar Skoðun Sirkus Daða Smart Jens Garðar Helgason skrifar Skoðun Bændur fá ekki orðið Jóhanna María Sigmundsdóttir skrifar Sjá meira
Menntun er ferðalag, vegferð sem endurspeglar það samfélag sem við viljum byggja. Hvert skref sem við stígum í átt að betra skólastarfi segir okkur í raun hver við viljum vera sem þjóð. Það sem gerist innan skólanna er ekki aðeins spegill samfélagsins, heldur mótar það líka framtíð þess. Umræða um menntun er ávallt hávær, og það er ekki að undra. Menntun snertir okkur öll. Hún er hjartans mál hvers foreldris, hvers kennara og hvers samfélags. Við ræðum tölur, samanburð og árangur, en gleymum stundum því sem raunverulega gerist í skólastofunum dag frá degi. Þar fer fram lifandi starf sem mótar framtíðina miklu meira en nokkur skýrsla eða mælikvarði getur gert. Þar læra börn að skilja, hugsa og skapa. Þar vinna kennarar faglega að því að móta hæfni sem nýtist langt út fyrir skólagönguna. Kennarar eru fagfólk. Þeir eru menntaðir til að mennta. Þeir vinna út frá aðalnámskrá sem byggir á rannsóknum, alþjóðlegum viðmiðum og skýrum markmiðum um hæfni, sköpun og samfélagslega ábyrgð. Það er þeirra hlutverk að tengja saman fræði og veruleika, að sjá barnið í heild og skapa aðstæður þar sem nám verður lifandi. Þeir eru lykilhluti af þeirri vegferð sem menntakerfið þarf að fara. Heimurinn breytist hraðar en áður. Ný störf verða til á meðan önnur hverfa. Sjálfbærni, tækni og félagsleg ábyrgð kalla á nýja hæfni og ný viðhorf til náms. Þess vegna verðum við að líta á skólann sem lifandi kerfi sem þróast með samfélaginu, ekki sem staðnaða stofnun. Fjölbreytt nám og inngilding skipta hér höfuðmáli. Við þurfum skóla sem taka við öllum börnum, styðja þau og virkja styrkleika þeirra á ólíkan hátt. Inngilding snýst ekki aðeins um að veita aðgang heldur að tryggja að hvert barn hafi raunverulegt rými til þátttöku og lærdóms. Þetta er ekki aðeins réttlætismál heldur forsenda raunhæfrar og sjálfbærrar menntunar. Þegar öll börn fá tækifæri til að vaxa á sínum forsendum verður skólinn sterkari og hæfari til að takast á við framtíðina. Við þurfum líka að endurhugsa hvað við teljum árangur. Alþjóðlegar rannsóknir, þar á meðal frá OECD og UNESCO, minna á að framtíðin krefst hæfni til að beita þekkingu skapandi, gagnrýnið og með ábyrgð. Það er ekki nóg að kunna staðreyndir; við þurfum að geta unnið með þær, nýtt þær í samvinnu og byggt á þeim nýja þekkingu. Vegferð menntunar krefst þolinmæði, seiglu og trausts á fagmennsku kennara. Það þarf að hlusta á þá sem standa inni í skólastofunum, því þar skapast raunverulegur árangur. Menntun framtíðarinnar verður ekki mótuð af tilskipunum eða pólitískum slagorðum. Hún verður mótuð af samræðu, samvinnu og þeirri trú að við séum öll þátttakendur í verkefni sem er stærra en við sjálf. Ef okkur tekst að halda þessari sýn lifandi, mun vegferð menntunar ekki aðeins byggja betri skóla. Hún mun byggja betra samfélag.Það er vegferð sem við viljum vera á. Höfundur er kennari
Staðreyndir um fasteignagjöld í Reykjanesbæ Guðný Birna Guðmundsdóttir,Sverrir Bergmann Magnússon,Sigurrós Antonsdóttir,Halldóra Fríða Þorvaldsdóttir,Bjarni Páll Tryggvason,Díana Hilmarsdóttir,Helga María Finnbjörnsdóttir Skoðun
Skoðun Frá friði til vígvæðingar: Höfnum nýrri varnar- og öryggisstefnu utanríkisráðherra Steinunn Þóra Árnadóttir,Einar Ólafsson skrifar
Skoðun Stærsta öryggismál barna í dag eru samskipti, mörk og viðbrögð við grun um ofbeldi Arnrún María Magnúsdóttir skrifar
Skoðun „Hættu að kenna innflytjendum um að tala ekki íslensku. Við erum ekki vandamálið“ Ian McDonald skrifar
Skoðun Þess vegna er vond hugmynd hjá Reykjavíkurborg að tekjutengja leikskólagjöld Halla Gunnarsdóttir skrifar
Skoðun Mamma fékk fjórar milljónir fyrir að eignast þig í apríl Guðfinna Kristín Björnsdóttir skrifar
Skoðun Staðreyndir um fasteignagjöld í Reykjanesbæ Guðný Birna Guðmundsdóttir,Sverrir Bergmann Magnússon,Sigurrós Antonsdóttir,Halldóra Fríða Þorvaldsdóttir,Bjarni Páll Tryggvason,Díana Hilmarsdóttir,Helga María Finnbjörnsdóttir skrifar
Skoðun Ísland slítur sig frá þriggja áratuga norrænu menntasamstarfi Hópur fyrrverandi UWC-nema skrifar
Staðreyndir um fasteignagjöld í Reykjanesbæ Guðný Birna Guðmundsdóttir,Sverrir Bergmann Magnússon,Sigurrós Antonsdóttir,Halldóra Fríða Þorvaldsdóttir,Bjarni Páll Tryggvason,Díana Hilmarsdóttir,Helga María Finnbjörnsdóttir Skoðun