Ísak lofar að hlaupa mest: „Mjög gaman að sjá fólkið bakka okkur upp“ Sindri Sverrisson skrifar 8. október 2025 22:02 Ísak Bergmann Jóhannesson fór yfir málin á hóteli landsliðsins í dag, tveimur dögum fyrir slaginn mikilvæga við Úkraínu. vísir/Sigurjón „Það er mjög gaman að sjá að fólkið er að bakka okkur upp, og að það sé uppselt á báða leikina. Það er mjög spennandi,“ segir Ísak Bergmann Jóhannesson. Hann ætlar að hlaupa manna mest á Laugardalsvelli á föstudaginn, í leiknum mikilvæga við Úkraínu í undankeppni HM í fótbolta. Ísak er þekktur fyrir mikla hlaupagetu og óbilandi baráttu, í bland við gæðasendingar og mörk, og hljóp Skagamaðurinn mest allra í þýsku 2. deildinni á síðustu leiktíð. Nú er hann orðinn leikmaður Köln sem er óvænt í sjötta sæti efstu deildar Þýskalands og nýtur sín í botn þar. Ísak ræddi um stöðu sína í Þýskalandi og komandi stórleiki í undankeppni HM, í skemmtilegu viðtali við Ágúst Orra Arnarson sem sjá má hér að neðan. Klippa: Ísak ætlar að hlaupa manna mest Ísak átti frábæra leiki í september, þegar Ísland vann Aserbaísjan 5-0 og tapaði afar naumlega gegn Frökkum á útivelli, 2-1. Hlutverk hans í leikjunum voru þó mjög ólík: „Frá því að Arnar [Gunnlaugsson] tók við hefur mér liðið mjög vel í því hlutverki sem hann hefur gefið mér. Tvö mörk í fyrri leiknum og svo ég og Hákon [Arnar Haraldsson] að eiga góðan leik saman á miðjunni á einum erfiðasta útivelli í Evrópufótboltanum. Ég er mjög sáttur með það, líka varnarlega, og við getum byggt ofan á þetta,“ sagði Ísak. Hann er vel meðvitaður um mikilvægi leiksins við Úkraínu: „Þetta verður mjög 50-50 leikur. Ég held að við séum á svipuðum stað og Úkraína, og ef við fáum fólkið með okkur eigum við að vinna alla leiki á heimavelli. Ég held að við vinnum en þetta verður 50-50 leikur.“ Afar ánægður innan sem utan vallar Eins og fyrr segir hefur Skagamanninum gengið afar vel í Þýskalandi, þar sem hann spilar nú með Köln í efstu deild: „Það er mjög erfitt að spila á móti okkur og allir leikirnir hafa verið 50-50 leikir. Ég er gríðarlega ánægður með hlutverkið mitt í liðinu og utan vallar líður mér mjög vel, og kærustunni líka. Ég er mjög sáttur við þetta skref. Við hlaupum held ég næstmest í deildinni, erum mjög þéttir fyrir og erfitt að spila á móti okkur,“ sagði Ísak en er hann aftur sá leikmaður sem hleypur mest allra, eins og í 2. deildinni? „Þjálfarinn hefur verið að taka mig svolítið út af síðustu tíu mínúturnar og þá er erfitt að ná í þessa tölfræði. Í gamla liðinu mínu spilaði ég alltaf allar mínúturnar. En ég reyni að hlaupa þá mest að meðaltali,“ sagði Ísak léttur. Og hann ætlar að hlaupa mest allra á föstudaginn: „Já, hundrað prósent, ef ég næ að spila níutíu mínútur.“ Landslið karla í fótbolta HM 2026 í fótbolta Mest lesið Arsenal jafnaði rúmlega aldargamalt félagsmet Fótbolti Segir Amorim ekki geta gert kraftaverk Fótbolti Liverpool vann risaslaginn Fótbolti Jafnteflin ríkjandi í Meistaradeildinni í kvöld Fótbolti Keflavíkursigur í kaflaskiptum leik Körfubolti Uppgjörið: Njarðvík - Hamar/Þór 88-61 | Auðsóttur sigur Njarðvíkinga Körfubolti Sneypuför danskra til Lundúna Fótbolti Meistararnir lágu á heimavelli Fótbolti Lýsir eftir leiðtoga íslenska landsliðsins Handbolti Ísland lenti í algjörum martraðarriðli Fótbolti Fleiri fréttir Segir Amorim ekki geta gert kraftaverk Arsenal jafnaði rúmlega aldargamalt félagsmet Jafnteflin ríkjandi í Meistaradeildinni í kvöld Liverpool vann risaslaginn Meistararnir lágu á heimavelli Sneypuför danskra til Lundúna Natasha semur við nýliða Grindavíkur/Njarðvíkur Slavia Prag engin fyrirstaða fyrir Arsenal Ráku lærlinga sem fögnuðu marki í beinni Falla fleiri gleðitár hjá fjölskyldu Viktors í kvöld? David Beckham aðlaður: „Ég gæti ekki verið stoltari“ Fram líka fljótt að finna nýja ást Viðtal Kjartans við Carrick: „Þolinmæðin minni og dómharkan meiri í hverri viku“ Steini um martraðarriðilinn: „Ekki draumaandstæðingar“ Veggmynd af Alexander-Arnold skemmd: „Bless, rotta“ Ísland lenti í algjörum martraðarriðli Gyökeres ekki með Arsenal í Prag Þjálfaragoðsögn látin taka pokann sinn: „Ég er undrandi“ Þjálfari Alberts rekinn Of kalt til að Ísland geti mætt Noregi og Svíþjóð Sjáðu glæsilegan einleik Ndiayes og jöfnunarmarkið frá Xhaka „Í ástarsorg er gott að finna sér nýja ást sem fyrst“ Ronaldo kveðst vera betri en Messi: „Vil ekki vera hógvær“ Fannst Tottenham spila eins og fjórðu deildarlið gegn Chelsea Þjálfari sem mætti Víkingi í fyrra lést í miðjum leik Umboðsmaður hótaði leikmanni með byssu O'Neil tekur ekki við Úlfunum á ný Emilía opnaði markareikninginn gegn Ingibjörgu Fyrsti sigur í hús hjá Genoa Yfirburðir Sunderland dugðu ekki til sigurs Sjá meira
Ísak er þekktur fyrir mikla hlaupagetu og óbilandi baráttu, í bland við gæðasendingar og mörk, og hljóp Skagamaðurinn mest allra í þýsku 2. deildinni á síðustu leiktíð. Nú er hann orðinn leikmaður Köln sem er óvænt í sjötta sæti efstu deildar Þýskalands og nýtur sín í botn þar. Ísak ræddi um stöðu sína í Þýskalandi og komandi stórleiki í undankeppni HM, í skemmtilegu viðtali við Ágúst Orra Arnarson sem sjá má hér að neðan. Klippa: Ísak ætlar að hlaupa manna mest Ísak átti frábæra leiki í september, þegar Ísland vann Aserbaísjan 5-0 og tapaði afar naumlega gegn Frökkum á útivelli, 2-1. Hlutverk hans í leikjunum voru þó mjög ólík: „Frá því að Arnar [Gunnlaugsson] tók við hefur mér liðið mjög vel í því hlutverki sem hann hefur gefið mér. Tvö mörk í fyrri leiknum og svo ég og Hákon [Arnar Haraldsson] að eiga góðan leik saman á miðjunni á einum erfiðasta útivelli í Evrópufótboltanum. Ég er mjög sáttur með það, líka varnarlega, og við getum byggt ofan á þetta,“ sagði Ísak. Hann er vel meðvitaður um mikilvægi leiksins við Úkraínu: „Þetta verður mjög 50-50 leikur. Ég held að við séum á svipuðum stað og Úkraína, og ef við fáum fólkið með okkur eigum við að vinna alla leiki á heimavelli. Ég held að við vinnum en þetta verður 50-50 leikur.“ Afar ánægður innan sem utan vallar Eins og fyrr segir hefur Skagamanninum gengið afar vel í Þýskalandi, þar sem hann spilar nú með Köln í efstu deild: „Það er mjög erfitt að spila á móti okkur og allir leikirnir hafa verið 50-50 leikir. Ég er gríðarlega ánægður með hlutverkið mitt í liðinu og utan vallar líður mér mjög vel, og kærustunni líka. Ég er mjög sáttur við þetta skref. Við hlaupum held ég næstmest í deildinni, erum mjög þéttir fyrir og erfitt að spila á móti okkur,“ sagði Ísak en er hann aftur sá leikmaður sem hleypur mest allra, eins og í 2. deildinni? „Þjálfarinn hefur verið að taka mig svolítið út af síðustu tíu mínúturnar og þá er erfitt að ná í þessa tölfræði. Í gamla liðinu mínu spilaði ég alltaf allar mínúturnar. En ég reyni að hlaupa þá mest að meðaltali,“ sagði Ísak léttur. Og hann ætlar að hlaupa mest allra á föstudaginn: „Já, hundrað prósent, ef ég næ að spila níutíu mínútur.“
Landslið karla í fótbolta HM 2026 í fótbolta Mest lesið Arsenal jafnaði rúmlega aldargamalt félagsmet Fótbolti Segir Amorim ekki geta gert kraftaverk Fótbolti Liverpool vann risaslaginn Fótbolti Jafnteflin ríkjandi í Meistaradeildinni í kvöld Fótbolti Keflavíkursigur í kaflaskiptum leik Körfubolti Uppgjörið: Njarðvík - Hamar/Þór 88-61 | Auðsóttur sigur Njarðvíkinga Körfubolti Sneypuför danskra til Lundúna Fótbolti Meistararnir lágu á heimavelli Fótbolti Lýsir eftir leiðtoga íslenska landsliðsins Handbolti Ísland lenti í algjörum martraðarriðli Fótbolti Fleiri fréttir Segir Amorim ekki geta gert kraftaverk Arsenal jafnaði rúmlega aldargamalt félagsmet Jafnteflin ríkjandi í Meistaradeildinni í kvöld Liverpool vann risaslaginn Meistararnir lágu á heimavelli Sneypuför danskra til Lundúna Natasha semur við nýliða Grindavíkur/Njarðvíkur Slavia Prag engin fyrirstaða fyrir Arsenal Ráku lærlinga sem fögnuðu marki í beinni Falla fleiri gleðitár hjá fjölskyldu Viktors í kvöld? David Beckham aðlaður: „Ég gæti ekki verið stoltari“ Fram líka fljótt að finna nýja ást Viðtal Kjartans við Carrick: „Þolinmæðin minni og dómharkan meiri í hverri viku“ Steini um martraðarriðilinn: „Ekki draumaandstæðingar“ Veggmynd af Alexander-Arnold skemmd: „Bless, rotta“ Ísland lenti í algjörum martraðarriðli Gyökeres ekki með Arsenal í Prag Þjálfaragoðsögn látin taka pokann sinn: „Ég er undrandi“ Þjálfari Alberts rekinn Of kalt til að Ísland geti mætt Noregi og Svíþjóð Sjáðu glæsilegan einleik Ndiayes og jöfnunarmarkið frá Xhaka „Í ástarsorg er gott að finna sér nýja ást sem fyrst“ Ronaldo kveðst vera betri en Messi: „Vil ekki vera hógvær“ Fannst Tottenham spila eins og fjórðu deildarlið gegn Chelsea Þjálfari sem mætti Víkingi í fyrra lést í miðjum leik Umboðsmaður hótaði leikmanni með byssu O'Neil tekur ekki við Úlfunum á ný Emilía opnaði markareikninginn gegn Ingibjörgu Fyrsti sigur í hús hjá Genoa Yfirburðir Sunderland dugðu ekki til sigurs Sjá meira