„Ekki alltaf hægt að tala vel um mann“ Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 9. október 2025 09:32 Aron Einar Gunnarsson er reynslumesti leikmaður íslenska landsliðshópsins í dag. Vísir/Sigurjón Aron Einar Gunnarsson segir slæmt umtal undanfarið ekki bíta og telur það jafnvel jákvætt að gagnrýnisraddir heyrist þegar hann er valinn í landsliðshóp. Ágúst Orri Arnarson hitti fyrrum fyrirliða íslenska landsliðsins sem er reynslumesti leikmaður landsliðshópsins með 107 A-landsleiki að baki. Aron þurfti að draga sig úr hópnum í síðasta landsliðsverkefni vegna meiðsla, en verður með liðinu í leikjunum gegn Úkraínu á föstudag og Frakklandi næsta þriðjudag. „Ég rétt missti af síðasta glugga, eins og þú segir, meiddist í leiknum áður en að hópurinn kom saman. Ég var nokkuð fljótur að ná mér eftir það þannig að ég er bara búinn að spila mikið af leikjum úti, er í góðu formi þannig að það er bara virkilega gott,“ sagði Aron Einar. Hef verið að gera þetta síðan 2008 „Þú veist alveg hvað þú færð frá mér. Ég hef verið að gera þetta síðan 2008. Ég kem og legg mig hundrað prósent fram, fórna mér fyrir liðið í hverjum einasta glugga sem ég kem hérna heim,“ sagði Aron Einar. Síðustu keppnisleikir sem hann spilaði með landsliðinu voru umspilsleikir gegn Kósóvó fyrr á þessu ári sem töpuðust illa. Aron fékk rautt spjald í seinni leiknum og í kjölfarið skapaðist neikvæð umræða um fyrrum landsliðsfyrirliðann og hvort hann ætti yfir höfuð enn þá að vera valinn í liðið. En finnst honum það vera vanvirðing? Tek því bara „Nei, nei, allir hafa skoðanir. Fólk má hafa skoðanir á liðum eða liðsvali og það er bara partur af þessu. Ef fólk hefur ekki skoðun á okkur þá erum við bara hættir að skipta máli. Þannig að mér finnst bara gott að það sé, þú veist, umtal, gagnrýni og ég tek því bara. Ég er búinn að vera nógu lengi í því að það er ekki alltaf hægt að tala vel um mann,“ sagði Aron Einar. Hvað hlutverk hans varðar er Aron væntanlega varamaður fyrir miðverjana Daníel Leó og Sverri Inga sem hafa átt fast sæti í síðustu leikjum, en Aron vonast eftir stærra hlutverki. „Ég veit ekki byrjunarliðið en maður vonar það auðvitað. Maður vill leggja sitt af mörkum þannig að maður er náttúrulega tilbúinn ef kallið kemur,“ sagði Aron Einar. Landslið karla í fótbolta HM 2026 í fótbolta Mest lesið Fyrirliði Skota hugsaði um Jota allan daginn fyrir eitt besta kvöld lífsins Fótbolti Viðsnúningur á Extra-leikunum: „Margir sem spáðu því að þú myndir tapa 22-0“ Körfubolti Velsk sýning og Austurríki á HM í fyrsta sinn síðan 1998 Fótbolti „Ómetanlegt og mikil reynsla fyrir félagið“ Handbolti Heimir Hallgrímsson og Eyjólfur Sverrisson spá báðir vítakeppni Íslenski boltinn Veiðifagn Stjörnumanna tekið í japönsku deildinni - myndband Íslenski boltinn F1: Campos þakklátur fyrir valið Formúla 1 Skotar á HM í fyrsta sinn í 28 ár Fótbolti Zlatan Ibrahimovic kominn með heiðursbelti í tækvondó Fótbolti Ronaldo hittir Trump í dag Fótbolti Fleiri fréttir Fyrirliði Skota hugsaði um Jota allan daginn fyrir eitt besta kvöld lífsins Velsk sýning og Austurríki á HM í fyrsta sinn síðan 1998 Skotar á HM í fyrsta sinn í 28 ár Óttast að Gabriel verði frá fram á næsta ár Árni Snær áfram milli stanganna hjá Stjörnunni Þriggja marka tap og strákarnir úr leik Reynir að lægja öldurnar eftir stórsjó ævisögunnar Sæti á HM 2026 í boði á Hampden Park í kvöld Sýna frá ræðu Arnars eftir að HM draumurinn varð að engu Danir skjálfa á beinunum: Óttast klúður í kvöld Ronaldo hittir Trump í dag Leikmennirnir skipta 375 milljónum króna á milli sín Orðaður við Liverpool og með 65 milljóna punda riftunarákvæði í janúar Er undankeppni HM í fótbolta ósanngjörn fyrir Ísland og hinar þjóðir Evrópu? Káfaði á rassi Haaland og kom honum í stuð Þurfti að gúgla Heimi sem hefur nú áhrif á næstu kynslóð Íra Forseti FIFA eftir fund með Trump: „Bandaríkin munu bjóða heiminn velkominn“ Mættu með skalla og plastpoka til heiðurs goðsögn Brjálaður fögnuður, nafni flugvallar breytt og T vantaði í tattú Settu upp sýningu og sjö evrópsk lið komin á HM Frá Klaksvík á Krókinn Sesko úr leik fram í desember Sagði fögnuð Norðmanna „aumkunarverðan“ Kane náði Pele og var líka yfirlýsingaglaður eftir leik Þrír úrslitaleikir um HM-sæti næstu tvö kvöld Spænsku stelpurnar mæta þeim ensku á Wembley en ekki þær íslensku Liðsfélagi Fanneyjar máluð öll í gulli Fá jafnstóran klefa og karlarnir í Barcelona Hótað tíu leikja banni fyrir færslu á samfélagsmiðlum Sakaði mótherjana um að nota vúdú Sjá meira
Ágúst Orri Arnarson hitti fyrrum fyrirliða íslenska landsliðsins sem er reynslumesti leikmaður landsliðshópsins með 107 A-landsleiki að baki. Aron þurfti að draga sig úr hópnum í síðasta landsliðsverkefni vegna meiðsla, en verður með liðinu í leikjunum gegn Úkraínu á föstudag og Frakklandi næsta þriðjudag. „Ég rétt missti af síðasta glugga, eins og þú segir, meiddist í leiknum áður en að hópurinn kom saman. Ég var nokkuð fljótur að ná mér eftir það þannig að ég er bara búinn að spila mikið af leikjum úti, er í góðu formi þannig að það er bara virkilega gott,“ sagði Aron Einar. Hef verið að gera þetta síðan 2008 „Þú veist alveg hvað þú færð frá mér. Ég hef verið að gera þetta síðan 2008. Ég kem og legg mig hundrað prósent fram, fórna mér fyrir liðið í hverjum einasta glugga sem ég kem hérna heim,“ sagði Aron Einar. Síðustu keppnisleikir sem hann spilaði með landsliðinu voru umspilsleikir gegn Kósóvó fyrr á þessu ári sem töpuðust illa. Aron fékk rautt spjald í seinni leiknum og í kjölfarið skapaðist neikvæð umræða um fyrrum landsliðsfyrirliðann og hvort hann ætti yfir höfuð enn þá að vera valinn í liðið. En finnst honum það vera vanvirðing? Tek því bara „Nei, nei, allir hafa skoðanir. Fólk má hafa skoðanir á liðum eða liðsvali og það er bara partur af þessu. Ef fólk hefur ekki skoðun á okkur þá erum við bara hættir að skipta máli. Þannig að mér finnst bara gott að það sé, þú veist, umtal, gagnrýni og ég tek því bara. Ég er búinn að vera nógu lengi í því að það er ekki alltaf hægt að tala vel um mann,“ sagði Aron Einar. Hvað hlutverk hans varðar er Aron væntanlega varamaður fyrir miðverjana Daníel Leó og Sverri Inga sem hafa átt fast sæti í síðustu leikjum, en Aron vonast eftir stærra hlutverki. „Ég veit ekki byrjunarliðið en maður vonar það auðvitað. Maður vill leggja sitt af mörkum þannig að maður er náttúrulega tilbúinn ef kallið kemur,“ sagði Aron Einar.
Landslið karla í fótbolta HM 2026 í fótbolta Mest lesið Fyrirliði Skota hugsaði um Jota allan daginn fyrir eitt besta kvöld lífsins Fótbolti Viðsnúningur á Extra-leikunum: „Margir sem spáðu því að þú myndir tapa 22-0“ Körfubolti Velsk sýning og Austurríki á HM í fyrsta sinn síðan 1998 Fótbolti „Ómetanlegt og mikil reynsla fyrir félagið“ Handbolti Heimir Hallgrímsson og Eyjólfur Sverrisson spá báðir vítakeppni Íslenski boltinn Veiðifagn Stjörnumanna tekið í japönsku deildinni - myndband Íslenski boltinn F1: Campos þakklátur fyrir valið Formúla 1 Skotar á HM í fyrsta sinn í 28 ár Fótbolti Zlatan Ibrahimovic kominn með heiðursbelti í tækvondó Fótbolti Ronaldo hittir Trump í dag Fótbolti Fleiri fréttir Fyrirliði Skota hugsaði um Jota allan daginn fyrir eitt besta kvöld lífsins Velsk sýning og Austurríki á HM í fyrsta sinn síðan 1998 Skotar á HM í fyrsta sinn í 28 ár Óttast að Gabriel verði frá fram á næsta ár Árni Snær áfram milli stanganna hjá Stjörnunni Þriggja marka tap og strákarnir úr leik Reynir að lægja öldurnar eftir stórsjó ævisögunnar Sæti á HM 2026 í boði á Hampden Park í kvöld Sýna frá ræðu Arnars eftir að HM draumurinn varð að engu Danir skjálfa á beinunum: Óttast klúður í kvöld Ronaldo hittir Trump í dag Leikmennirnir skipta 375 milljónum króna á milli sín Orðaður við Liverpool og með 65 milljóna punda riftunarákvæði í janúar Er undankeppni HM í fótbolta ósanngjörn fyrir Ísland og hinar þjóðir Evrópu? Káfaði á rassi Haaland og kom honum í stuð Þurfti að gúgla Heimi sem hefur nú áhrif á næstu kynslóð Íra Forseti FIFA eftir fund með Trump: „Bandaríkin munu bjóða heiminn velkominn“ Mættu með skalla og plastpoka til heiðurs goðsögn Brjálaður fögnuður, nafni flugvallar breytt og T vantaði í tattú Settu upp sýningu og sjö evrópsk lið komin á HM Frá Klaksvík á Krókinn Sesko úr leik fram í desember Sagði fögnuð Norðmanna „aumkunarverðan“ Kane náði Pele og var líka yfirlýsingaglaður eftir leik Þrír úrslitaleikir um HM-sæti næstu tvö kvöld Spænsku stelpurnar mæta þeim ensku á Wembley en ekki þær íslensku Liðsfélagi Fanneyjar máluð öll í gulli Fá jafnstóran klefa og karlarnir í Barcelona Hótað tíu leikja banni fyrir færslu á samfélagsmiðlum Sakaði mótherjana um að nota vúdú Sjá meira