Er verið að blekkja almenning og sjómenn? Einar Hannes Harðarson skrifar 9. október 2025 12:02 Guðmundur Kristjánsson, forstjóri Brims, hefur undanfarið sagt opinberlega að fræða þurfi almenning betur um sjávarútveginn. Það er sjálfsagt og gott mál – því betra sem fólk skilur hvernig verðmæti verða til í greininni, því betri geta umræðurnar orðið. Mig langar að nota þennan vettvang til að spyrja Guðmund um einn fróðleiksmola sem birtist á heimasíðu Brims undir fyrirsögninni: „Er Fiskistofa með röng gögn eða eru lagaákvæði óljós?“ Þar segir orðrétt: „Þorskígildi 10 þúsund tonna af grálúðu eru næstum jafnmörg og þorskígildi 90 þúsund tonna af makríl samkvæmt útreikningum Fiskistofu og því ættu söluverðmætin að vera áþekk […] En svo er alls ekki. Verðmæti 90 þúsund tonna af makríl er þrisvar sinnum meira en verðmæti 10 þúsund tonna af grálúðu.“ Ef ég skil Guðmund rétt þá fullyrðir hann að verðmæti 10 þúsund tonna afla af grálúðu og 30 þúsund tonn afla af makríl sé svipað. Við hjá stéttarfélögum sjómanna vitum hins vegar að raunveruleikinn er allt annar. Á sama tíma og Guðmundur skrifar þetta er munurinn á kílóverði til sjómanna á þessum tveimur tegundum nálægt því tífaldur. Sjómenn fá allt upp undir 1.000 krónur á kíló fyrir grálúðu – en á síðustu makrílvertíð greiddi Brim sínum sjómönnum að meðaltali 114 krónur á kíló. Ef markmið fróðleiksmolans er að sýna fram á ósamræmi í útreikningum Fiskistofu, þá hlýtur ósamræmið að vera enn meira í verðmynduninni sjálfri. Ef þorskígildi eiga að endurspegla verðmæti, og ef sjómenn fá aðeins greitt brot af því sem markaðsverð segir til um, þá hlýtur að vakna spurningin: Er raunverulega verið að blekkja Fiskistofu – eða sjómennina – ásamt því að verið sé að komast undan skatttekjum af sameiginlegum auðlindum? Einnig má spyrja hvort lagaákvæðin séu óljós. Eða hefur útgerðin einfaldlega náð þeim tökum á verðmyndun í gegnum sölufélög og skúffufyrirtæki að hægt sé að flytja verðmæti til, án þess að sjómenn fái sinn sanngjarna hlut? Miðað við tölurnar sem Brim birtir sjálft – og greiðslur sem sjómenn fá í reynd – þá virðast sjómenn vera hlunnfarnir um allt að tvo þriðju af verðmæti fisksins sem þeir veiða. Ég sé ekki annað. Höfundur er formaður Sjómanna- og vélstjórafélags Grindavíkur. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Sjávarútvegur Grindavík Brim Mest lesið Halldór 01.11.25 Halldór Heimilisofbeldi er ekki einkamál – hugleiðing fyrrverandi lögreglumanns Sigurður Árni Reynisson Skoðun Síbrotaferill ríkislögreglustjóra Einar Steingrímsson Skoðun Hvers virði er framtíðin? Um olíuleit við Ísland Jóhanna Malen Skúladóttir Skoðun Velkomin á fjórðu vaktina Árný Ingvarsdóttir Skoðun Hefur þú tíma? Ósk Kristinsdóttir Skoðun Fjölmiðlar í kreppu Stefán Jón Hafstein Skoðun Á rauðu ljósi í Reykjavík Einar Sveinbjörn Guðmundsson Skoðun Vísvitandi verið að skaða atvinnulífið? Hjörtur J. Guðmundsson Skoðun Heilnæm fæða – íslenskur landbúnaður er grunnur öryggis okkar Ragnar Rögnvaldsson Skoðun Skoðun Skoðun Síbrotaferill ríkislögreglustjóra Einar Steingrímsson skrifar Skoðun Velkomin á fjórðu vaktina Árný Ingvarsdóttir skrifar Skoðun Hvers virði er framtíðin? Um olíuleit við Ísland Jóhanna Malen Skúladóttir skrifar Skoðun Vísvitandi verið að skaða atvinnulífið? Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Varaflugvallagjaldið og flugöryggi Njáll Trausti Friðbertsson skrifar Skoðun Heimilisofbeldi er ekki einkamál – hugleiðing fyrrverandi lögreglumanns Sigurður Árni Reynisson skrifar Skoðun Á rauðu ljósi í Reykjavík Einar Sveinbjörn Guðmundsson skrifar Skoðun Hefur þú tíma? Ósk Kristinsdóttir skrifar Skoðun Heilnæm fæða – íslenskur landbúnaður er grunnur öryggis okkar Ragnar Rögnvaldsson skrifar Skoðun Arnaldarvísitalan Starri Reynisson skrifar Skoðun Fjölmiðlar í kreppu Stefán Jón Hafstein skrifar Skoðun Dauðsföll í Gaza-stríðinu og Mogginn Egill Þórir Einarsson skrifar Skoðun Eyðum óvissunni Stefán Vagn Stefánsson skrifar Skoðun Opinberi geirinn og stjórnunarráðgjafar: ástarsaga Adeel Akmal skrifar Skoðun Ættbálkahegðun á stafrænu formi Martha Árnadóttir skrifar Skoðun Kirkjurnar standa en stoðirnar eru sveltar Anton Guðmundsson skrifar Skoðun Martin bakari flýgur heim með látum frá leikvelli auðmanna í Vatnsmýrinni Daði Rafnsson,Haukur Magnússon,Kristján Vigfússon,Margrét Manda Jónsdóttir skrifar Skoðun Stytta þarf veiðitíma svartfugla strax Hólmfríður Arnardóttir,Helga Ögmundardóttir skrifar Skoðun Hver greiðir fyrir breytingarnar? Svanfríður G. Bergvinsdóttir skrifar Skoðun Um Liverpool, Diogo Jota, áföll og sorgina – hugleiðingar sálfræðings Andri Hrafn Sigurðsson skrifar Skoðun Stöndum vörð um Héraðsvötnin! Rakel Hinriksdóttir skrifar Skoðun Við erum búin að missa tökin Ása Berglind Hjálmarsdóttir skrifar Skoðun Hjúkrunarheimili í Þorlákshöfn Gestur Þór Kristjánsson,Sigurbjörg Jenný Jónsdóttir,Grétar Ingi Erlendsson,Erla Sif Markúsdóttir skrifar Skoðun Stöðug uppbygging orkuinnviða Adrian Pike,Bjarni Þórður Bjarnason,Tómas Már Sigurðsson skrifar Skoðun Rýr húsnæðispakki Magnea Gná Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Hrekkjavaka á Landakoti Kristófer Ingi Svavarsson skrifar Skoðun Óvenjulegt fólk Helgi Brynjarsson skrifar Skoðun Hálfrar aldar svívirða Stefán Pálsson skrifar Skoðun $€tjum í$lensku á (mat) $€ðilinn! Ólafur Guðsteinn Kristjánsson skrifar Skoðun Minna tal, meiri uppbygging Guðrún Hafsteinsdóttir skrifar Sjá meira
Guðmundur Kristjánsson, forstjóri Brims, hefur undanfarið sagt opinberlega að fræða þurfi almenning betur um sjávarútveginn. Það er sjálfsagt og gott mál – því betra sem fólk skilur hvernig verðmæti verða til í greininni, því betri geta umræðurnar orðið. Mig langar að nota þennan vettvang til að spyrja Guðmund um einn fróðleiksmola sem birtist á heimasíðu Brims undir fyrirsögninni: „Er Fiskistofa með röng gögn eða eru lagaákvæði óljós?“ Þar segir orðrétt: „Þorskígildi 10 þúsund tonna af grálúðu eru næstum jafnmörg og þorskígildi 90 þúsund tonna af makríl samkvæmt útreikningum Fiskistofu og því ættu söluverðmætin að vera áþekk […] En svo er alls ekki. Verðmæti 90 þúsund tonna af makríl er þrisvar sinnum meira en verðmæti 10 þúsund tonna af grálúðu.“ Ef ég skil Guðmund rétt þá fullyrðir hann að verðmæti 10 þúsund tonna afla af grálúðu og 30 þúsund tonn afla af makríl sé svipað. Við hjá stéttarfélögum sjómanna vitum hins vegar að raunveruleikinn er allt annar. Á sama tíma og Guðmundur skrifar þetta er munurinn á kílóverði til sjómanna á þessum tveimur tegundum nálægt því tífaldur. Sjómenn fá allt upp undir 1.000 krónur á kíló fyrir grálúðu – en á síðustu makrílvertíð greiddi Brim sínum sjómönnum að meðaltali 114 krónur á kíló. Ef markmið fróðleiksmolans er að sýna fram á ósamræmi í útreikningum Fiskistofu, þá hlýtur ósamræmið að vera enn meira í verðmynduninni sjálfri. Ef þorskígildi eiga að endurspegla verðmæti, og ef sjómenn fá aðeins greitt brot af því sem markaðsverð segir til um, þá hlýtur að vakna spurningin: Er raunverulega verið að blekkja Fiskistofu – eða sjómennina – ásamt því að verið sé að komast undan skatttekjum af sameiginlegum auðlindum? Einnig má spyrja hvort lagaákvæðin séu óljós. Eða hefur útgerðin einfaldlega náð þeim tökum á verðmyndun í gegnum sölufélög og skúffufyrirtæki að hægt sé að flytja verðmæti til, án þess að sjómenn fái sinn sanngjarna hlut? Miðað við tölurnar sem Brim birtir sjálft – og greiðslur sem sjómenn fá í reynd – þá virðast sjómenn vera hlunnfarnir um allt að tvo þriðju af verðmæti fisksins sem þeir veiða. Ég sé ekki annað. Höfundur er formaður Sjómanna- og vélstjórafélags Grindavíkur.
Heimilisofbeldi er ekki einkamál – hugleiðing fyrrverandi lögreglumanns Sigurður Árni Reynisson Skoðun
Skoðun Heimilisofbeldi er ekki einkamál – hugleiðing fyrrverandi lögreglumanns Sigurður Árni Reynisson skrifar
Skoðun Martin bakari flýgur heim með látum frá leikvelli auðmanna í Vatnsmýrinni Daði Rafnsson,Haukur Magnússon,Kristján Vigfússon,Margrét Manda Jónsdóttir skrifar
Skoðun Um Liverpool, Diogo Jota, áföll og sorgina – hugleiðingar sálfræðings Andri Hrafn Sigurðsson skrifar
Skoðun Hjúkrunarheimili í Þorlákshöfn Gestur Þór Kristjánsson,Sigurbjörg Jenný Jónsdóttir,Grétar Ingi Erlendsson,Erla Sif Markúsdóttir skrifar
Skoðun Stöðug uppbygging orkuinnviða Adrian Pike,Bjarni Þórður Bjarnason,Tómas Már Sigurðsson skrifar
Heimilisofbeldi er ekki einkamál – hugleiðing fyrrverandi lögreglumanns Sigurður Árni Reynisson Skoðun