Tuchel með fast skot á stuðningsmenn: „Það var algjör þögn á leikvangnum“ Sindri Sverrisson skrifar 9. október 2025 22:45 Thomas Tuchel faðmar Bukayo Saka, einn af markaskorurum Englands í kyrrðinni á Wembley í kvöld. Getty/Catherine Ivill Thomas Tuchel, hinn þýski landsliðsþjálfari Englands, segir það hafa verið sorglegt að sjá hve lítil stemning var á Wembley í kvöld þegar England vann Wales 3-0 í vináttulandsleik í fótbolta. Liðin eru bæði í miðri undankeppni HM en það er aðeins formsatriði fyrir Englendinga að tryggja sér HM-farseðilinn og þeir buðu upp á flottan leik í kvöld. Morgan Rogers, Ollie Watkins og Bukayo Saka skoruðu mörkin á fyrstu tuttugu mínútum leiksins en það virðist ekki hafa dugað til að kveikja í stuðningsmönnum Englands. „Leikvangurinn var alveg hljóður. Við fengum enga orku til baka frá stúkunni. Við gerðum sjálfir allt til að vinna,“ sagði Tuchel í viðtali við ITV strax eftir leik. „Ef að maður heyrir bara í stuðningsmönnum Wales þá er það frekar sorglegt. Liðið átti skilið að fá mikinn stuðning í kvöld,“ sagði Tuchel. „Stend við það sem ég sagði“ Þegar BBC ræddi svo við hann og spurði út í þessi ummæli var Þjóðverjinn enn á sama máli: „Ég stend við það sem ég sagði. Við getum ekki gert mikið meira en unnið 3-0 í svona grannaslag. Ég vildi óska að við hefðum fengið aðeins meiri stuðning þegar það komu erfiðir kaflar. Að þeir hefðu stutt okkur í seinni hálfleiknum því það var aðeins of mikill stuðningur við Wales,“ sagði Tuchel. „Þetta hefði getað hjálpað okkur að fá meiri orku en svona er þetta bara,“ bætti hann við. England hefur átt fullkomna undankeppni til þessa fyrir HM og er með 15 stig eftir fimm leiki, 13 mörk skoruð og ekkert fengið á sig. Liðið er sjö stigum á undan Albaníu og átta á undan Serbíu sem reyndar á fjóra leiki eftir en England þrjá. Enski boltinn HM 2026 í fótbolta Mest lesið Arsenal jafnaði rúmlega aldargamalt félagsmet Fótbolti Segir Amorim ekki geta gert kraftaverk Fótbolti Liverpool vann risaslaginn Fótbolti Jafnteflin ríkjandi í Meistaradeildinni í kvöld Fótbolti Keflavíkursigur í kaflaskiptum leik Körfubolti Uppgjörið: Njarðvík - Hamar/Þór 88-61 | Auðsóttur sigur Njarðvíkinga Körfubolti Sneypuför danskra til Lundúna Fótbolti Meistararnir lágu á heimavelli Fótbolti Lýsir eftir leiðtoga íslenska landsliðsins Handbolti Ísland lenti í algjörum martraðarriðli Fótbolti Fleiri fréttir Segir Amorim ekki geta gert kraftaverk Arsenal jafnaði rúmlega aldargamalt félagsmet Jafnteflin ríkjandi í Meistaradeildinni í kvöld Liverpool vann risaslaginn Meistararnir lágu á heimavelli Sneypuför danskra til Lundúna Natasha semur við nýliða Grindavíkur/Njarðvíkur Slavia Prag engin fyrirstaða fyrir Arsenal Ráku lærlinga sem fögnuðu marki í beinni Falla fleiri gleðitár hjá fjölskyldu Viktors í kvöld? David Beckham aðlaður: „Ég gæti ekki verið stoltari“ Fram líka fljótt að finna nýja ást Viðtal Kjartans við Carrick: „Þolinmæðin minni og dómharkan meiri í hverri viku“ Steini um martraðarriðilinn: „Ekki draumaandstæðingar“ Veggmynd af Alexander-Arnold skemmd: „Bless, rotta“ Ísland lenti í algjörum martraðarriðli Gyökeres ekki með Arsenal í Prag Þjálfaragoðsögn látin taka pokann sinn: „Ég er undrandi“ Þjálfari Alberts rekinn Of kalt til að Ísland geti mætt Noregi og Svíþjóð Sjáðu glæsilegan einleik Ndiayes og jöfnunarmarkið frá Xhaka „Í ástarsorg er gott að finna sér nýja ást sem fyrst“ Ronaldo kveðst vera betri en Messi: „Vil ekki vera hógvær“ Fannst Tottenham spila eins og fjórðu deildarlið gegn Chelsea Þjálfari sem mætti Víkingi í fyrra lést í miðjum leik Umboðsmaður hótaði leikmanni með byssu O'Neil tekur ekki við Úlfunum á ný Emilía opnaði markareikninginn gegn Ingibjörgu Fyrsti sigur í hús hjá Genoa Yfirburðir Sunderland dugðu ekki til sigurs Sjá meira
Liðin eru bæði í miðri undankeppni HM en það er aðeins formsatriði fyrir Englendinga að tryggja sér HM-farseðilinn og þeir buðu upp á flottan leik í kvöld. Morgan Rogers, Ollie Watkins og Bukayo Saka skoruðu mörkin á fyrstu tuttugu mínútum leiksins en það virðist ekki hafa dugað til að kveikja í stuðningsmönnum Englands. „Leikvangurinn var alveg hljóður. Við fengum enga orku til baka frá stúkunni. Við gerðum sjálfir allt til að vinna,“ sagði Tuchel í viðtali við ITV strax eftir leik. „Ef að maður heyrir bara í stuðningsmönnum Wales þá er það frekar sorglegt. Liðið átti skilið að fá mikinn stuðning í kvöld,“ sagði Tuchel. „Stend við það sem ég sagði“ Þegar BBC ræddi svo við hann og spurði út í þessi ummæli var Þjóðverjinn enn á sama máli: „Ég stend við það sem ég sagði. Við getum ekki gert mikið meira en unnið 3-0 í svona grannaslag. Ég vildi óska að við hefðum fengið aðeins meiri stuðning þegar það komu erfiðir kaflar. Að þeir hefðu stutt okkur í seinni hálfleiknum því það var aðeins of mikill stuðningur við Wales,“ sagði Tuchel. „Þetta hefði getað hjálpað okkur að fá meiri orku en svona er þetta bara,“ bætti hann við. England hefur átt fullkomna undankeppni til þessa fyrir HM og er með 15 stig eftir fimm leiki, 13 mörk skoruð og ekkert fengið á sig. Liðið er sjö stigum á undan Albaníu og átta á undan Serbíu sem reyndar á fjóra leiki eftir en England þrjá.
Enski boltinn HM 2026 í fótbolta Mest lesið Arsenal jafnaði rúmlega aldargamalt félagsmet Fótbolti Segir Amorim ekki geta gert kraftaverk Fótbolti Liverpool vann risaslaginn Fótbolti Jafnteflin ríkjandi í Meistaradeildinni í kvöld Fótbolti Keflavíkursigur í kaflaskiptum leik Körfubolti Uppgjörið: Njarðvík - Hamar/Þór 88-61 | Auðsóttur sigur Njarðvíkinga Körfubolti Sneypuför danskra til Lundúna Fótbolti Meistararnir lágu á heimavelli Fótbolti Lýsir eftir leiðtoga íslenska landsliðsins Handbolti Ísland lenti í algjörum martraðarriðli Fótbolti Fleiri fréttir Segir Amorim ekki geta gert kraftaverk Arsenal jafnaði rúmlega aldargamalt félagsmet Jafnteflin ríkjandi í Meistaradeildinni í kvöld Liverpool vann risaslaginn Meistararnir lágu á heimavelli Sneypuför danskra til Lundúna Natasha semur við nýliða Grindavíkur/Njarðvíkur Slavia Prag engin fyrirstaða fyrir Arsenal Ráku lærlinga sem fögnuðu marki í beinni Falla fleiri gleðitár hjá fjölskyldu Viktors í kvöld? David Beckham aðlaður: „Ég gæti ekki verið stoltari“ Fram líka fljótt að finna nýja ást Viðtal Kjartans við Carrick: „Þolinmæðin minni og dómharkan meiri í hverri viku“ Steini um martraðarriðilinn: „Ekki draumaandstæðingar“ Veggmynd af Alexander-Arnold skemmd: „Bless, rotta“ Ísland lenti í algjörum martraðarriðli Gyökeres ekki með Arsenal í Prag Þjálfaragoðsögn látin taka pokann sinn: „Ég er undrandi“ Þjálfari Alberts rekinn Of kalt til að Ísland geti mætt Noregi og Svíþjóð Sjáðu glæsilegan einleik Ndiayes og jöfnunarmarkið frá Xhaka „Í ástarsorg er gott að finna sér nýja ást sem fyrst“ Ronaldo kveðst vera betri en Messi: „Vil ekki vera hógvær“ Fannst Tottenham spila eins og fjórðu deildarlið gegn Chelsea Þjálfari sem mætti Víkingi í fyrra lést í miðjum leik Umboðsmaður hótaði leikmanni með byssu O'Neil tekur ekki við Úlfunum á ný Emilía opnaði markareikninginn gegn Ingibjörgu Fyrsti sigur í hús hjá Genoa Yfirburðir Sunderland dugðu ekki til sigurs Sjá meira