Fjárfesting í réttindum barna bætir fjárhag sveitarfélaga Marín Rós Eyjólfsdóttir skrifar 10. október 2025 10:30 Sveitarfélög standa frammi fyrir margvíslegum áskorunum þegar kemur að fjárfestingu í innviðum og þjónustu fyrir íbúa landsins. Lykilatriði er að fjárfestingar nýtist vel og skili sér í öflugra samfélagi, sérstaklega í ljósi þess að sveitarfélög verja um 60% af fjármunum sínum í málefni barna og fjölskyldna. UNICEF á Íslandi og Kópavogsbær kynntu á dögunum leiðir til þess að auka virði fjárfestinga í málefnum barna á Fjármálaráðstefnu sveitarfélaganna, en UNICEF vinnur með Barnvænum sveitarfélögum um allt land að því að innleiða lög um Barnasáttmála Sameinuðu þjóðanna. Arðbær samfélög virða réttindi barna Þegar fjármunum er ráðstafað í fyrirbyggjandi aðgerðir sem koma í veg fyrir að barn verði fyrir skaða, er það fjárfesting sem kostar samfélagið minna til lengri tíma en aðgerðaleysi með tilheyrandi kostnaði fyrir einstaklinginn og samfélagið.[1] Þannig eru samfélög þar sem réttindi barna eru virt arðbærari en samfélög þar sem brotið er á réttindum barna. Sveitarfélög spila stórt hlutverk í því að tryggja að réttindi barna verði að veruleika og því er nauðsynlegt að horfa til ávinningsins af vandaðri fjárfestingu í þeirra þágu. Fjármálastjórnun sveitarfélaga snýst að miklu leyti um að tryggja jafnvægi milli fjárhagslegrar ábyrgðar og samfélagslegrar skyldu svo þau geti staðið undir skuldbindingum sínum og sinnt lögbundnum verkefnum á sjálfbæran hátt. Arðbær samfélög meta áhrif fjárhagsákvarðana á börn Mat á áhrifum ákvarðana á börn, eða svokallað barnvænt hagsmunamat, getur stutt sveitarfélög í að taka upplýstar fjárhagsákvarðanir sem styðja við réttindi barna. Það er nefnilega ekki bara samfélagslega ábyrgt af sveitarfélögum að innleiða lög um Barnasáttmálann, heldur er það einnig arðbært. Sveitarfélög geta stuðlað að upplýstri ákvörðunartöku og ábyrgri fjárfestingu með því að fylgja eftirfarandi fimm skrefum: Bæta gagnaöflun um réttindi barna í samhengi við fjármál sveitarfélagsins. Meta hagsmuni barni - með sérstakri áherslu á viðkvæma hópa barna. Efla þátttöku barna í fjárhagsferli sveitarfélagsins. Vinna að jafnrétti og koma í veg fyrir mismunun. Tryggja eftirfylgni og mat á árangri. Arðbær samfélög fjárfesta í réttindum barna Til þess að svara spurningunni sem sett er fram í titli greinarinnar: Getur fjárfesting í réttindum barna bætt fjárhag sveitarfélaganna? er svarið: Já! Til þess að tryggja bestu nýtingu þeirra fjármuna sem sveitarfélög verja í málefni barna á ári hverju þarf að tryggja ábyrga fjárfesting í réttindum barna og að þau séu höfð að leiðarljósi við fjárhagsákvarðanir. Ef öll sveitarfélög á Íslandi taka höndum saman og greina fjármál sveitarfélagsins út frá réttindum barna og fjárfesta í aðgerðum sem eru réttindum barna til framdráttar geta þau komið í veg fyrir óþarfa kostnað við að grípa of seint inn í mál þeirra barna sem þurfa stuðning. Með þessu tryggjum við betri nýtingu fjármagns sveitarfélaga og gerum réttindi allra barna að veruleika. Höfundur er sérfræðingur í mannréttindum barna og verkefnastjóri Barnvænna sveitarfélaga hjá UNICEF á Íslandi. World Health Organization, United Nations Children’s Fund, og World Bank Group, Nurturing Care for Early Childhood Development: A Framework for Helping Children Survive and Thrive to Transform Health and Human Potential (Geneva: WHO, 2018), https://apps.who.int/iris/bitstream/handle/10665/272603/9789241514064-eng.pdf Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Réttindi barna Sveitarstjórnarmál Mest lesið Glæpur eða gjörningur? Sigfús Aðalsteinsson,Baldur Borgþórsson Skoðun Bréf til varnar Hamlet eftir Kolfinnu Nikulásdóttur Björg Steinunn Gunnarsdóttir Skoðun Dýrkeypt vinavæðing á vakt lögreglustjórans Ólafur Hauksson Skoðun Stefán Einar og helfarirnar Hjálmtýr Heiðdal Skoðun Börn í biðröð hjá Sýslumanni Helga Vala Helgadóttir Skoðun Skattfrjáls ráðstöfun séreignarsparnaðar – fyrir alla! Anna María Jónsdóttir Skoðun Reykjalundur á tímamótum Sveinn Guðmundsson Skoðun Fúsk við mannvirkjagerð þarf ekki að viðgangast Helga Sigrún Harðardóttir Skoðun Þegar barn verður fyrir kynferðisofbeldi Indíana Rós Ægisdóttir Skoðun Bættar samgöngur og betra samfélag í Hafnarfirði Valdimar Víðisson Skoðun Skoðun Skoðun Enga skammsýni í skammdeginu Ágúst Mogensen skrifar Skoðun Þegar barn verður fyrir kynferðisofbeldi Indíana Rós Ægisdóttir skrifar Skoðun Skattfrjáls ráðstöfun séreignarsparnaðar – fyrir alla! Anna María Jónsdóttir skrifar Skoðun Stefán Einar og helfarirnar Hjálmtýr Heiðdal skrifar Skoðun Bréf til varnar Hamlet eftir Kolfinnu Nikulásdóttur Björg Steinunn Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Skaðabótalög – tímabærar breytingar Styrmir Gunnarsson,Sveinbjörn Claessen skrifar Skoðun Hvers vegna? Ingólfur Sverrisson skrifar Skoðun Fúsk við mannvirkjagerð þarf ekki að viðgangast Helga Sigrún Harðardóttir skrifar Skoðun Reykjalundur á tímamótum Sveinn Guðmundsson skrifar Skoðun Bættar samgöngur og betra samfélag í Hafnarfirði Valdimar Víðisson skrifar Skoðun Áhyggjur af breytingum á eftirliti með mannvirkjagerð og faggilding Ágúst Jónsson skrifar Skoðun Snjall notandi, snjallari gervigreind Agnar Burgess skrifar Skoðun Ráð gegn óhugsandi áhættu Hafsteinn Hauksson,Reynir Smári Atlason skrifar Skoðun Forysta í sjálfbærni á bakslagstímum: Sterk gildi eru enn mikilvægari en áður Dr. Andreas Rasche skrifar Skoðun Fimm ára afmæli Batahúss Agnar Bragason skrifar Skoðun Takk! Borghildur Fjóla Kristjánsdóttir skrifar Skoðun Íslandsklukkan: Markleysa frá upphafi Gunnar Salvarsson skrifar Skoðun Um stöðu íslenskukennslu á Íslandi Kjartan Jónsson skrifar Skoðun Gasa: Löng og torfarin leið til endurreisnar Philippe Lazzarini skrifar Skoðun Pops áttu p? Benedikt S. Benediktsson skrifar Skoðun Ríkisstjórnin hækkar leigu stúdenta Arent Orri J. Claessen,Viktor Pétur Finnsson skrifar Skoðun Annar í feðradegi…og ég leyfi mér að dreyma Ólafur Grétar Gunnarsson skrifar Skoðun Orkuskiptin heima og að heiman Eiríkur Hjálmarsson skrifar Skoðun Fyrir hvað stöndum við? Brynja Hallgrímsdóttir skrifar Skoðun COP30, Ísland, lífsskilyrði og loftslagsvá Kamma Thordarson skrifar Skoðun Dýrkeypt vinavæðing á vakt lögreglustjórans Ólafur Hauksson skrifar Skoðun Svöng Eflingarbörn Guðmundur Ingi Þóroddsson skrifar Skoðun Úr myrkri í von – Saga Grindvíkinga Bryndís Gunnlaugsdóttir skrifar Skoðun Þak yfir höfuðið er mannréttindi ekki forréttindi Kristján Þórður Snæbjarnarson skrifar Skoðun Glæpur eða gjörningur? Sigfús Aðalsteinsson,Baldur Borgþórsson skrifar Sjá meira
Sveitarfélög standa frammi fyrir margvíslegum áskorunum þegar kemur að fjárfestingu í innviðum og þjónustu fyrir íbúa landsins. Lykilatriði er að fjárfestingar nýtist vel og skili sér í öflugra samfélagi, sérstaklega í ljósi þess að sveitarfélög verja um 60% af fjármunum sínum í málefni barna og fjölskyldna. UNICEF á Íslandi og Kópavogsbær kynntu á dögunum leiðir til þess að auka virði fjárfestinga í málefnum barna á Fjármálaráðstefnu sveitarfélaganna, en UNICEF vinnur með Barnvænum sveitarfélögum um allt land að því að innleiða lög um Barnasáttmála Sameinuðu þjóðanna. Arðbær samfélög virða réttindi barna Þegar fjármunum er ráðstafað í fyrirbyggjandi aðgerðir sem koma í veg fyrir að barn verði fyrir skaða, er það fjárfesting sem kostar samfélagið minna til lengri tíma en aðgerðaleysi með tilheyrandi kostnaði fyrir einstaklinginn og samfélagið.[1] Þannig eru samfélög þar sem réttindi barna eru virt arðbærari en samfélög þar sem brotið er á réttindum barna. Sveitarfélög spila stórt hlutverk í því að tryggja að réttindi barna verði að veruleika og því er nauðsynlegt að horfa til ávinningsins af vandaðri fjárfestingu í þeirra þágu. Fjármálastjórnun sveitarfélaga snýst að miklu leyti um að tryggja jafnvægi milli fjárhagslegrar ábyrgðar og samfélagslegrar skyldu svo þau geti staðið undir skuldbindingum sínum og sinnt lögbundnum verkefnum á sjálfbæran hátt. Arðbær samfélög meta áhrif fjárhagsákvarðana á börn Mat á áhrifum ákvarðana á börn, eða svokallað barnvænt hagsmunamat, getur stutt sveitarfélög í að taka upplýstar fjárhagsákvarðanir sem styðja við réttindi barna. Það er nefnilega ekki bara samfélagslega ábyrgt af sveitarfélögum að innleiða lög um Barnasáttmálann, heldur er það einnig arðbært. Sveitarfélög geta stuðlað að upplýstri ákvörðunartöku og ábyrgri fjárfestingu með því að fylgja eftirfarandi fimm skrefum: Bæta gagnaöflun um réttindi barna í samhengi við fjármál sveitarfélagsins. Meta hagsmuni barni - með sérstakri áherslu á viðkvæma hópa barna. Efla þátttöku barna í fjárhagsferli sveitarfélagsins. Vinna að jafnrétti og koma í veg fyrir mismunun. Tryggja eftirfylgni og mat á árangri. Arðbær samfélög fjárfesta í réttindum barna Til þess að svara spurningunni sem sett er fram í titli greinarinnar: Getur fjárfesting í réttindum barna bætt fjárhag sveitarfélaganna? er svarið: Já! Til þess að tryggja bestu nýtingu þeirra fjármuna sem sveitarfélög verja í málefni barna á ári hverju þarf að tryggja ábyrga fjárfesting í réttindum barna og að þau séu höfð að leiðarljósi við fjárhagsákvarðanir. Ef öll sveitarfélög á Íslandi taka höndum saman og greina fjármál sveitarfélagsins út frá réttindum barna og fjárfesta í aðgerðum sem eru réttindum barna til framdráttar geta þau komið í veg fyrir óþarfa kostnað við að grípa of seint inn í mál þeirra barna sem þurfa stuðning. Með þessu tryggjum við betri nýtingu fjármagns sveitarfélaga og gerum réttindi allra barna að veruleika. Höfundur er sérfræðingur í mannréttindum barna og verkefnastjóri Barnvænna sveitarfélaga hjá UNICEF á Íslandi. World Health Organization, United Nations Children’s Fund, og World Bank Group, Nurturing Care for Early Childhood Development: A Framework for Helping Children Survive and Thrive to Transform Health and Human Potential (Geneva: WHO, 2018), https://apps.who.int/iris/bitstream/handle/10665/272603/9789241514064-eng.pdf
Skoðun Forysta í sjálfbærni á bakslagstímum: Sterk gildi eru enn mikilvægari en áður Dr. Andreas Rasche skrifar