Fótbolti

„Tímarnir hafa ein­fald­lega breyst“ hjá þýska lands­liðinu

Óskar Ófeigur Jónsson skrifar
Það er núna pressa á Florian Wirtz og félögum hans í þýska landsliðinu sem mega ekki misstíga sig meira í undankeppni HM.
Það er núna pressa á Florian Wirtz og félögum hans í þýska landsliðinu sem mega ekki misstíga sig meira í undankeppni HM. Getty/ Stuart Franklin

Þjóðverjar eru í vandræðum í undankeppni HM í fótbolta og allt í einu eru líkur á því að við fáum heimsmeistaramót án þýska landsliðsins. Það hefur ekki gerst í 76 ár.

Óvænt 2-0 tap Þjóðverja gegn Slóvakíu í undankeppni HM í síðasta glugga þýðir að liðið hans Julians Nagelsmann gæti þurft að vinna alla sína leiki sem eftir eru í undankeppninni. Liðið þarf að byrja á sigrum gegn Lúxemborg í kvöld og Norður-Írlandi á mánudaginn.

„Allir búast við því að við vinnum alla andstæðinga 5-0, 6-0 en það er ekki lengur hægt,“ sagði miðjumaðurinn Nadiem Amiri við þýsku fréttastofuna DPA.

„Tímarnir hafa einfaldlega breyst. Allir eru góðir, allir geta staðið sig. Fyrir okkur er bara mikilvægt að vinna. Við þurfum sigur á eftir sigri,“ sagði Amiri.

Fyrirkomulag undankeppninnar, fjögurra liða riðill þar sem aðeins sigurvegarinn kemst sjálfkrafa áfram, þýðir að Þýskaland verður að vinna alla sína leiki sem eftir eru nema Slóvakía misstígi sig, og komast líka fram úr Slóvakíu á markamun.

Annað sætið myndi setja Þýskaland í umspil fjögurra liða sem keppa um eitt sæti snemma á næsta ári.

Þar til þeir töpuðu í Slóvakíu í síðasta mánuði höfðu Þjóðverjar aldrei tapað leik í undankeppni HM á útivelli.

Einu skiptin sem þeir hafa misst af HM karla voru á fyrsta þettandi liða mótinu árið 1930, sem þeir slepptu ásamt flestum Evrópuþjóðum, og árið 1950, þegar þeir voru útilokaðir í kjölfar seinni heimsstyrjaldarinnar.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×