Að klúðra með stæl í tilefni alþjóðlega Mistakadagsins Ingrid Kuhlman skrifar 13. október 2025 08:03 Ég mætti einu sinni á Teams-fund, tímanlega, með kaffi og allt, nema hvað, ég var í náttsloppnum. Myndavélin var á og ég fattaði það ekki fyrr en eftir ágætis samtal um starfsánægju. Þegar svona gerist er fyrsta hugsunin sjaldnast: „Þetta var góð reynsla“ heldur frekar „Getur jörðin vinsamlegast gleypt mig?“ Við erum snögg að brosa yfir mistökum annarra, en þegar við sjálf klúðrum einhverju virðist það skyndilega stórmál. Það er eins og við séum öll með innbyggðan „klúðurmæli“ sem segir: „Smá mistök hjá öðrum: fyndið. Smá mistök hjá mér: heimsendir.“ Við erum öll meðlimir í klúðurklúbbnum. Sum okkar eru nýliðar, önnur eru með ævilanga áskrift. En það besta er að það eru engin félagsgjöld, bara góðar sögur og stöðug endurmenntun. Uppruni Mistakadagsins Í dag, 13. október, er alþjóðlegi Mistakadagurinn haldinn hátíðlegur. Dagurinn á rætur sínar í Finnlandi, þar sem hlutirnir ganga svo vel að Finnar urðu að finna upp dag til að ræða það sem gekk ekki. Hugmyndin var einföld: að skapa vettvang þar sem fólk gæti rætt mistök opinberlega, án þess að skammast sín, með húmor, sjálfsgagnrýni og léttleika í stað leyndar og skammar. Markmiðið var að breyta viðhorfi samfélagsins frá skömm og yfir í lærdóm og húmor. Þannig urðu Finnar fyrstir til að finna upp leið til að tala um klúður án þess að hækka blóðþrýstinginn. Hvað segja mistök um okkur? Mistök eru ekki bara óhjákvæmileg, þau eru bókstaflega hluti af námskerfi heilans. Við prófum, klikkum og lagfærum og þannig þróumst við. Ef við gerum aldrei mistök, erum við líklega ekki að gera neitt nýtt. Þegar barn lærir að ganga dettur það þúsund sinnum. En enginn segir: “Æ, þetta barn virðist bara ekki hafa hæfileika til að ganga, við skulum einblína á sitjandi stöður.” Nei, við fögnum, klöppum, hvetjum, tökum myndband og setjum á samfélagsmiðla með #fyrstuskref. En þegar við verðum fullorðin hættum við að fagna þegar við dettum. Við reynum bara að fela marblettina. Kannski eru stærsta mistökin að halda að við eigum að vera fullkomin. Ólík viðhorf til hæfileika, greindar og árangurs Hugmyndin um gróskuhugarfar (e. growth mindset) frá Carol Dweck, sálfræðiprófessor við Stanfordháskóla, tengist Mistakadeginum beint. Hún snýst um það hvernig við skiljum mistök og hvernig við bregðumst við þeim. Dweck greinir á milli tveggja viðhorfa, fastmótaðs hugarfars (e. fixed mindset) og gróskuhugarfars. Fastmótað hugarfar er trúin á að hæfileikar séu meðfæddir og óbreytanlegir. „Ég er bara ekki góður í þessu” eða “Ég get ekki talað fyrir framan fólk.“ Mistök verða þá ógn við sjálfsmyndina, merki um að við séum ekki nógu klár eða hæf. Gróskuhugarfar aftur á móti er trúin á að hæfileikar og kunnátta geti þróast með æfingu, reynslu og mistökum. „Ég er ekki búin/n að ná tökum á þessu… enn.“ Þeir sem tileinka sér gróskuhugarfar sýna meiri þrautseigju, forvitni og sjálfstraust. Þeir hætta ekki þegar eitthvað fer úrskeiðis. Menning mistaka, eða ótti við þau Á vinnustöðum ríkir stundum svokölluð “klúðurlömun” þar sem fólk er hrætt við að gera hluti af ótta við gagnrýni. Enginn þorir að taka ákvörðun án þess að hafa sent fimm tölvupósta, fengið þrjú samþykki og blessun frá alþjóðlegu ráðgjafafyrirtæki. Slíkt drepur nýsköpun, lærdóm og sjálfstraust. Þegar við hættum að gera mistök, hættum við líka að reyna. Mistök eru ekki aðeins óhjákvæmileg, þau eru eldsneyti lífsins. Þau minna okkur á að við erum lifandi, ekki vélmenni, og það er líklega besta ástæðan til að halda áfram að klúðra.3e Að fagna klúðrinu Við gleymum stundum að sumar frægustu uppfinningar heimsins urðu til af hreinu klúðri: Post-it miðinn varð til þegar vísindamaður hjá 3M ætlaði að þróa mjög sterkt lím, sem reyndist algjörlega gagnslaust, nema þá þegar þú þarft lím sem virkar bara stundum. Fyrsta sýklalyfið varð til af hreinni tilviljun þegar Alexander Fleming gleymdi tilraunaskálum í glugga yfir helgi. Þegar hann kom til baka uppgötvaði hann að mygla hafði drepið bakteríurnar. Stundum þarf bara að gleyma vinnunni í tvo daga til að bjarga mannkyninu. Kartöfluflögur urðu til þegar kokkur sneiddi kartöflur of þunnar og steikti þær of mikið. Við þökkum honum fyrir það á hverju föstudagskvöldi. Svo næst þegar þú klúðrar einhverju er spurning hvort þú sért á barmi stórkostlegrar uppfinningar. Höldum mánaðarlegan klúðurfund Á vinnustöðum mætti halda „klúðurfund“ einu sinni í mánuði þar sem fólk deilir mistökum sínum. “Sigurvegarinn að þessu sinni er Anna, sem náði að eyða starfsmannaskránni!“ Að geta hlegið að eigin klúðri er tákn um styrk, ekki veikleika. Þegar við hlæjum saman að mistökum, hættum við að óttast þau, og vinnustaðurinn verður miklu skemmtilegri. Mistök eru kennslustund í dulargervi Við erum öll með ótal mistök í farteskinu. Sum þeirra voru sársaukafull, önnur fyndin og sum enn í vinnslu. En öll þessi mistök, stór og smá, eru hluti af sögunni okkar. Þau móta karakterinn okkar, húmorinn, samkenndina og seigluna. Þau gera okkur að áhugaverðari manneskjum. Fullkomið fólk, eins og við vitum, er ekki sérstaklega áhugavert. Ég hvet þig til að gera mistök á alþjóðlega Mistakadeginum. Því lífið er til að lifa, reyna og klúðra, með reisn (og slökktu á myndavélinni í tæka tíð). Greinarhöfundur er leiðbeinandi hjá Þekkingarmiðlun, með meistaragráðu í jákvæðri sálfræði, og óformlegt doktorsnám í að gera mistök með stæl 😊 Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Ingrid Kuhlman Mest lesið Þegar skynjun ráðherra verður að lögum Heiðrún Lind Marteinsdóttir Skoðun Kvartað yfir erlendum aðilum? Hjörtur J. Guðmundsson Skoðun Verkfærið sem vantar í fjármálastjórnun sveitarfélaga Marín Rós Eyjólfsdóttir Skoðun Ég þori að veðja Jóhann Karl Ásgeirsson Gígja Skoðun Frá torfkofum til tækifæra Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir Skoðun Að klúðra með stæl í tilefni alþjóðlega Mistakadagsins Ingrid Kuhlman Skoðun Frá lögreglunni yfir á geðdeildina Sigurður Árni Reynisson Skoðun Samfélagsmiðlar og ósýnilegu börnin Ásdís Bergþórsdóttir Skoðun Munum eftir baráttu kvenna alltaf og alls staðar Hólmfríður Jennýjar Árnadóttir Skoðun Rétthafar framtíðarinnar Erna Mist Skoðun Skoðun Skoðun Samfélagsmiðlar og ósýnilegu börnin Ásdís Bergþórsdóttir skrifar Skoðun Ég þori að veðja Jóhann Karl Ásgeirsson Gígja skrifar Skoðun Munum eftir baráttu kvenna alltaf og alls staðar Hólmfríður Jennýjar Árnadóttir skrifar Skoðun Verkfærið sem vantar í fjármálastjórnun sveitarfélaga Marín Rós Eyjólfsdóttir skrifar Skoðun Að klúðra með stæl í tilefni alþjóðlega Mistakadagsins Ingrid Kuhlman skrifar Skoðun Kvartað yfir erlendum aðilum? Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Þegar skynjun ráðherra verður að lögum Heiðrún Lind Marteinsdóttir skrifar Skoðun Frá torfkofum til tækifæra Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Rétthafar framtíðarinnar Erna Mist skrifar Skoðun Er íslenskt samfélag barnvænt? Salvör Nordal skrifar Skoðun Ákall til forsætisráðherra - konur í skugga heilbrigðiskerfisins Auður Gestsdóttir skrifar Skoðun Fálmandi í myrkrinu? Gunnar Hólmsteinn Ársælsson skrifar Skoðun Milljarðar af almannafé í rekstur Fjölskyldu- og húsdýragarðsins Friðjón R. Friðjónsson skrifar Skoðun Göngudeild gigtar - með þér í liði! Pétur Jónsson skrifar Skoðun Börn og steinefnadrykkir: Yfirlýsing frá næringarfræðingum Hópur næringarfræðinga skrifar Skoðun Fámenn sveitarfélög eru öflug og vel rekin sveitarfélög Haraldur Þór Jónsson skrifar Skoðun Margar íslenskur Sigurjón Njarðarson skrifar Skoðun Er Vegagerðin við völd á Íslandi? Gauti Kristmannsson,Lilja S. Jónsdóttir skrifar Skoðun Rannsókn lögreglunnar í Keflavík á Geirfinnsmálinu Valtýr Sigurðsson skrifar Skoðun Frá lögreglunni yfir á geðdeildina Sigurður Árni Reynisson skrifar Skoðun Lukkudagar lífsins Lóa Björk Ólafsdóttir skrifar Skoðun Framtíðin samkvæmt Geoffrey Hinton: Gervigreindin er að læra að sjá heiminn eins og við Sigvaldi Einarsson skrifar Skoðun Heimsveldið má vera evrópskt Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Laxness, Njáll og Egill við góða heilsu í FÁ! Helgi Sæmundur Helgason skrifar Skoðun Hvað á Selfoss sameiginlegt með Róm, Berlín, Prag og París? Axel Sigurðsson skrifar Skoðun „Reykjavíkurleiðin“ – skref að sanngjarnara og stöðugra leikskólastarfi Einar Sveinbjörn Guðmundsson skrifar Skoðun Eflum geðheilsu alla daga Guðbjörg Sveinsdóttir skrifar Skoðun Getur fólk með gigt látið drauma sína rætast? Hrönn Stefánsdóttir skrifar Skoðun Réttlæti hins sterka. Hvernig hinn sterki getur unnið nánast öll dómsmál Jörgen Ingimar Hansson skrifar Skoðun Við sem lifum með POTS höfum verið yfirgefin af kerfinu Elín A. Eyfjörð Ármannsdóttir skrifar Sjá meira
Ég mætti einu sinni á Teams-fund, tímanlega, með kaffi og allt, nema hvað, ég var í náttsloppnum. Myndavélin var á og ég fattaði það ekki fyrr en eftir ágætis samtal um starfsánægju. Þegar svona gerist er fyrsta hugsunin sjaldnast: „Þetta var góð reynsla“ heldur frekar „Getur jörðin vinsamlegast gleypt mig?“ Við erum snögg að brosa yfir mistökum annarra, en þegar við sjálf klúðrum einhverju virðist það skyndilega stórmál. Það er eins og við séum öll með innbyggðan „klúðurmæli“ sem segir: „Smá mistök hjá öðrum: fyndið. Smá mistök hjá mér: heimsendir.“ Við erum öll meðlimir í klúðurklúbbnum. Sum okkar eru nýliðar, önnur eru með ævilanga áskrift. En það besta er að það eru engin félagsgjöld, bara góðar sögur og stöðug endurmenntun. Uppruni Mistakadagsins Í dag, 13. október, er alþjóðlegi Mistakadagurinn haldinn hátíðlegur. Dagurinn á rætur sínar í Finnlandi, þar sem hlutirnir ganga svo vel að Finnar urðu að finna upp dag til að ræða það sem gekk ekki. Hugmyndin var einföld: að skapa vettvang þar sem fólk gæti rætt mistök opinberlega, án þess að skammast sín, með húmor, sjálfsgagnrýni og léttleika í stað leyndar og skammar. Markmiðið var að breyta viðhorfi samfélagsins frá skömm og yfir í lærdóm og húmor. Þannig urðu Finnar fyrstir til að finna upp leið til að tala um klúður án þess að hækka blóðþrýstinginn. Hvað segja mistök um okkur? Mistök eru ekki bara óhjákvæmileg, þau eru bókstaflega hluti af námskerfi heilans. Við prófum, klikkum og lagfærum og þannig þróumst við. Ef við gerum aldrei mistök, erum við líklega ekki að gera neitt nýtt. Þegar barn lærir að ganga dettur það þúsund sinnum. En enginn segir: “Æ, þetta barn virðist bara ekki hafa hæfileika til að ganga, við skulum einblína á sitjandi stöður.” Nei, við fögnum, klöppum, hvetjum, tökum myndband og setjum á samfélagsmiðla með #fyrstuskref. En þegar við verðum fullorðin hættum við að fagna þegar við dettum. Við reynum bara að fela marblettina. Kannski eru stærsta mistökin að halda að við eigum að vera fullkomin. Ólík viðhorf til hæfileika, greindar og árangurs Hugmyndin um gróskuhugarfar (e. growth mindset) frá Carol Dweck, sálfræðiprófessor við Stanfordháskóla, tengist Mistakadeginum beint. Hún snýst um það hvernig við skiljum mistök og hvernig við bregðumst við þeim. Dweck greinir á milli tveggja viðhorfa, fastmótaðs hugarfars (e. fixed mindset) og gróskuhugarfars. Fastmótað hugarfar er trúin á að hæfileikar séu meðfæddir og óbreytanlegir. „Ég er bara ekki góður í þessu” eða “Ég get ekki talað fyrir framan fólk.“ Mistök verða þá ógn við sjálfsmyndina, merki um að við séum ekki nógu klár eða hæf. Gróskuhugarfar aftur á móti er trúin á að hæfileikar og kunnátta geti þróast með æfingu, reynslu og mistökum. „Ég er ekki búin/n að ná tökum á þessu… enn.“ Þeir sem tileinka sér gróskuhugarfar sýna meiri þrautseigju, forvitni og sjálfstraust. Þeir hætta ekki þegar eitthvað fer úrskeiðis. Menning mistaka, eða ótti við þau Á vinnustöðum ríkir stundum svokölluð “klúðurlömun” þar sem fólk er hrætt við að gera hluti af ótta við gagnrýni. Enginn þorir að taka ákvörðun án þess að hafa sent fimm tölvupósta, fengið þrjú samþykki og blessun frá alþjóðlegu ráðgjafafyrirtæki. Slíkt drepur nýsköpun, lærdóm og sjálfstraust. Þegar við hættum að gera mistök, hættum við líka að reyna. Mistök eru ekki aðeins óhjákvæmileg, þau eru eldsneyti lífsins. Þau minna okkur á að við erum lifandi, ekki vélmenni, og það er líklega besta ástæðan til að halda áfram að klúðra.3e Að fagna klúðrinu Við gleymum stundum að sumar frægustu uppfinningar heimsins urðu til af hreinu klúðri: Post-it miðinn varð til þegar vísindamaður hjá 3M ætlaði að þróa mjög sterkt lím, sem reyndist algjörlega gagnslaust, nema þá þegar þú þarft lím sem virkar bara stundum. Fyrsta sýklalyfið varð til af hreinni tilviljun þegar Alexander Fleming gleymdi tilraunaskálum í glugga yfir helgi. Þegar hann kom til baka uppgötvaði hann að mygla hafði drepið bakteríurnar. Stundum þarf bara að gleyma vinnunni í tvo daga til að bjarga mannkyninu. Kartöfluflögur urðu til þegar kokkur sneiddi kartöflur of þunnar og steikti þær of mikið. Við þökkum honum fyrir það á hverju föstudagskvöldi. Svo næst þegar þú klúðrar einhverju er spurning hvort þú sért á barmi stórkostlegrar uppfinningar. Höldum mánaðarlegan klúðurfund Á vinnustöðum mætti halda „klúðurfund“ einu sinni í mánuði þar sem fólk deilir mistökum sínum. “Sigurvegarinn að þessu sinni er Anna, sem náði að eyða starfsmannaskránni!“ Að geta hlegið að eigin klúðri er tákn um styrk, ekki veikleika. Þegar við hlæjum saman að mistökum, hættum við að óttast þau, og vinnustaðurinn verður miklu skemmtilegri. Mistök eru kennslustund í dulargervi Við erum öll með ótal mistök í farteskinu. Sum þeirra voru sársaukafull, önnur fyndin og sum enn í vinnslu. En öll þessi mistök, stór og smá, eru hluti af sögunni okkar. Þau móta karakterinn okkar, húmorinn, samkenndina og seigluna. Þau gera okkur að áhugaverðari manneskjum. Fullkomið fólk, eins og við vitum, er ekki sérstaklega áhugavert. Ég hvet þig til að gera mistök á alþjóðlega Mistakadeginum. Því lífið er til að lifa, reyna og klúðra, með reisn (og slökktu á myndavélinni í tæka tíð). Greinarhöfundur er leiðbeinandi hjá Þekkingarmiðlun, með meistaragráðu í jákvæðri sálfræði, og óformlegt doktorsnám í að gera mistök með stæl 😊
Skoðun Ákall til forsætisráðherra - konur í skugga heilbrigðiskerfisins Auður Gestsdóttir skrifar
Skoðun Milljarðar af almannafé í rekstur Fjölskyldu- og húsdýragarðsins Friðjón R. Friðjónsson skrifar
Skoðun Framtíðin samkvæmt Geoffrey Hinton: Gervigreindin er að læra að sjá heiminn eins og við Sigvaldi Einarsson skrifar
Skoðun „Reykjavíkurleiðin“ – skref að sanngjarnara og stöðugra leikskólastarfi Einar Sveinbjörn Guðmundsson skrifar
Skoðun Réttlæti hins sterka. Hvernig hinn sterki getur unnið nánast öll dómsmál Jörgen Ingimar Hansson skrifar
Skoðun Við sem lifum með POTS höfum verið yfirgefin af kerfinu Elín A. Eyfjörð Ármannsdóttir skrifar