Vildu bregðast við sterku ákalli fólks sem hafði misst skyndilega Lovísa Arnardóttir skrifar 15. október 2025 06:47 Anna Guðný Hermannsdóttir leiðir verkefnið Hjálp48 hjá Sorgarmiðstöð. Vísir/Anton Brink Hjálp48 er nýtt úrræði Sorgarmiðstöðvar sem hefur það markmið að grípa aðstandendur eftir skyndilegan ástvinamissi utan sjúkrahússtofnana og veita þeim viðeigandi stuðning og eftirfylgd. Til að byrja með verður þjónustan afmörkuð fyrir þau sem missa í sjálfsvígi en mun svo færast yfir á annan skyndilegan og ótímabæran missi. Í þessari grein er fjallað um sjálfsvíg. Fólki með sjálfsvígshugsanir er bent á upplýsingasíma heilsugæslunnar s.1700, netspjallið heilsuvera.is, Hjálparsíma Rauða krossins s.1717, á netspjallið 1717.is og á Píeta símann s.552-2218. Undirbúningsvinna og mótun verkefnis hófst árið 2021 en opnað var formlega fyrir þjónustuna í haust. Fyrst verður aðeins boðið upp á þjónustuna á Akureyri og nágrenni en Sorgarmiðstöð stefnir á að innleiða verkefnið í aðra landshluta fáist fjármagn til þess. Eins og stendur er til fjármagn til að reka úrræðið á Akureyri í tvö ár. „Það var bara svo sterkt ákall,“ segir Anna Guðný Hermannsdóttir, verkefnastjóri Hjálp48, um uppruna verkefnisins. Það hafi frá upphafi margir leitað til Sorgarmiðstöðvar vegna skyndilegs og ótímabærs missis og þau hafi flest haft sömu sögu að segja varðandi viðbragð eftir ótímabært andlát þeirra aðstandenda. „Fólk hefur ítrekað lýst því að enginn hafi komið og ekkert skipulagt viðbragð hafi verið. Það hafi sárlega vantað eitthvað til að grípa þau og hjálpa þeim,“ segir Anna Guðný. Verkefnið hefur þegar hafið göngu sína á Akureyri. Vísir/Viktor Freyr Sorgarmiðstöð hafi þess vegna hafið undirbúning að verkefninu. Verklagið byggir á verklagi sem þegar er notað innanlands í stuðningi við aðstandendur langveikra einstaklinga en að auki var byggt á gagnreyndum aðferðum frá Bretlandi, Írlandi og Bandaríkjunum. Anna Guðný segir stærð samfélagsins á Akureyri hafa spilað stórt hlutverk þegar valið var hvar ætti að hefja þjónustuna. Boðleiðir eru stuttar og það er auðvelt að ná samtali og samvinnu við alla helstu viðbragðsaðila svo sem lögreglu, sjúkraflutningamenn, heilsugæslu, presta, Rauða krossinn, félagsþjónustu, skólasamfélagið og aðra fagaðila. Lögreglan býður fólki upp á þjónustu teymisins Teymið hefur þegar hafið störf á Akureyri og hefur farið sinnt þjónustu við aðstandendur. „Það hefur sýnt sig að fólk þiggur þjónustuna þegar hún er í boði, og að þau eru ótrúlega þakklát fyrir. Við finnum að við erum að veita stuðning sem vantar. Sorgarmiðstöð er búin að finna þetta öll þessi ár, sérstaklega frá þeim sem missa skyndilega og upplifa að hafa ekki fengið viðeigandi stuðning og þjónustu.“ Anna Guðný segir fólk ítrekað hafa lýst því í sorgarhópum og öðrum úrræðum miðstöðvarinnar að ekkert hafi gripið þau við andlát. Vísir/Anton Brink Anna Guðný segir fyrsta boð um þjónustuna yfirleitt koma frá rannsóknarlögreglunni. „Rannsóknarlögreglan er alltaf kölluð á vettvang í þessum tilfellum og þau bjóða svo aðstandendum upp á þjónustuna okkar. Ef þau þiggja hana hringjum við svo í þau og bjóðum upp á aðstoð,“ segir Anna Guðný en nafnið á þjónustunni vísar til þess að haft verði samband innan 48 klukkustunda hafi syrgjandi þegið boð um aðstoð. Anna Guðný segir þau þó alltaf reyna að hafa samband miklu fyrr en það. „Þannig að þetta er frumkvæðisboð, fólk þarf ekki að leita að þjónustunni heldur er boðið upp á hana.“ Í hverju teymi eru tvær manneskjur sem fara heim til aðstandenda og bjóða upp á sálræna fyrstu hjálp, aðstoð við praktísk mál og veita upplýsingar um næstu skref, réttindi og úrræði og fræðslu um sorgarviðbrögð og bjargráð í sorg. Heimsækja fólk og fylgja þeim eftir Gert er ráð fyrir þremur heimsóknum og eftirfylgd eftir þrjá og sex mánuði. „Þá hringjum við, tökum stöðuna og leiðbeinum fólki í annan stuðning, eins og til dæmis í stuðningshópaúrræði Sorgarmiðstöðvar en ekki er ráðlagt að byrja í því fyrr en í fyrsta lagi fjórum til sex mánuðum frá andláti,“ segir hún og að teymið reyni að vísa fólki í þau úrræði sem henta hverju sinni. Það geti verið hjá samtökum eins og Píeta eða öðrum fagaðilum. „Það eru færri að koma í heimsókn á þessum tíma en fólk getur enn þurft á alls konar aðstoð að halda.“ Anna Guðný segir teymið einnig horfa til nærumhverfis þess látna, maka þess eða barna og til dæmis bjóða upp á stuðning og fræðslu inni á vinnustaði, skóla, tómstundir eða aðra staði sem tengjast hinum látna. „Við erum að taka stöðuna þar og bjóða upp á stuðning, ráðgjöf og fyrirlestra þar líka. Sorgarúrvinnsla með stuðningi eins og Sorgarmiðstöð er að veita er talin geta fækkað komum á heilsugæslu, dregið úr geðheilbrigðisvandamálum og flýtt félagslegri endurhæfingu syrgjenda. Þetta eru lágþröskuldaúrræði sem sannarlega eru lýðheilsumál,“ segir Anna Guðný að lokum. Í þessari grein er fjallað um sjálfsvíg. Fólki með sjálfsvígshugsanir er bent á upplýsingasíma heilsugæslunnar s.1700, netspjallið heilsuvera.is, Hjálparsíma Rauða krossins s.1717, á netspjallið 1717.is og á Píeta símann s.552-2218. Þau sem misst hafa ástvin í sjálfsvígi er bent á stuðning í Sorgarmiðstöð s. 551-4141, upplýsingasíma heilsugæslunnar s.1700, netspjallið heilsuvera.is og á Píeta símann s.552-2218. Sorg Geðheilbrigði Heilbrigðismál Lögreglan Mest lesið Þessi sóttu um hjá Höllu Innlent „Málið er að ástandið fer versnandi“ Innlent Mistök ollu því að sumir fengu ekki boð Innlent Trump-liðar hóta fauta Maduros sömu örlögum eða dauða Erlent Þingmaður Svíþjóðardemókrata tekin full undir stýri með kókaín í poka Erlent „Trúið ekki þessari áróðursvél“ Erlent Sex á slysadeild og bílarnir óökufærir Innlent Veginum lokað við Skaftafell og fólk leitar í fjöldahjálparstöð Veður Ungt barn með mislinga á Landspítalanum Innlent Trump dregur enn frekar úr þátttöku Bandaríkjanna á alþjóðasviðinu Erlent Fleiri fréttir Bæjarfulltrúar slást um oddvitasætið í Hafnarfirði Ekki fengið kvartanir um Grok-myndir af íslenskum konum Neyðarástand í uppsiglingu takist ekki að fjölga sjúkraliðum Mistök ollu því að sumir fengu ekki boð Þessi sóttu um hjá Höllu Kynferðisbrot gegn dreng í Hafnarfirði komið til saksóknara Ungt barn með mislinga á Landspítalanum Halda í opinbera heimsókn til Eyja Ekki komið til héraðssaksóknara Gjaldskylduskógurinn verði grisjaður Stormur í aðsigi: Ræða sviptingar í alþjóðastjórnmálum í pallborði Sex á slysadeild og bílarnir óökufærir Leigubílstjóri sem keypti vændi fær ekki að starfa áfram Meðalaldur hjúkrunarfræðinga, sjúkraliða og ljósmæðra heldur áfram að hækka „Málið er að ástandið fer versnandi“ Ekið inn í verslun og á ljósastaur Þvag, saur og uppköst í klefum Leitar afkomenda Ungverjanna sem komu til Íslands fyrir sjötíu árum Símabann skilað góðum árangri þó sumir stelist í símann „Svartir sauðir misnoti réttindin“ og Reykjavík ræðst í aðgerðir Hildur hlýtur Íslensku bjartsýnisverðlaunin Rússneskt skip í íslenskri lögsögu og nemendur eiga erfitt með símabann Kleip og sparkaði í fjölda lögreglumanna og látin dúsa í einangrun mánuðum saman Árekstur á Álftanesvegi Tvennu vísað úr landi Munu skoða hvort tilefni sé til að hægja á inntöku nýrra barna Útlendingastofnun tilkynnir starfsmanninn til lögreglu Hægt að skíða í Ártúnsbrekku síðar í dag Börnin verði heima einn og hálfan dag í viku Mikill áhugi á fyrsta sæti hjá Viðreisn Sjá meira
Í þessari grein er fjallað um sjálfsvíg. Fólki með sjálfsvígshugsanir er bent á upplýsingasíma heilsugæslunnar s.1700, netspjallið heilsuvera.is, Hjálparsíma Rauða krossins s.1717, á netspjallið 1717.is og á Píeta símann s.552-2218. Undirbúningsvinna og mótun verkefnis hófst árið 2021 en opnað var formlega fyrir þjónustuna í haust. Fyrst verður aðeins boðið upp á þjónustuna á Akureyri og nágrenni en Sorgarmiðstöð stefnir á að innleiða verkefnið í aðra landshluta fáist fjármagn til þess. Eins og stendur er til fjármagn til að reka úrræðið á Akureyri í tvö ár. „Það var bara svo sterkt ákall,“ segir Anna Guðný Hermannsdóttir, verkefnastjóri Hjálp48, um uppruna verkefnisins. Það hafi frá upphafi margir leitað til Sorgarmiðstöðvar vegna skyndilegs og ótímabærs missis og þau hafi flest haft sömu sögu að segja varðandi viðbragð eftir ótímabært andlát þeirra aðstandenda. „Fólk hefur ítrekað lýst því að enginn hafi komið og ekkert skipulagt viðbragð hafi verið. Það hafi sárlega vantað eitthvað til að grípa þau og hjálpa þeim,“ segir Anna Guðný. Verkefnið hefur þegar hafið göngu sína á Akureyri. Vísir/Viktor Freyr Sorgarmiðstöð hafi þess vegna hafið undirbúning að verkefninu. Verklagið byggir á verklagi sem þegar er notað innanlands í stuðningi við aðstandendur langveikra einstaklinga en að auki var byggt á gagnreyndum aðferðum frá Bretlandi, Írlandi og Bandaríkjunum. Anna Guðný segir stærð samfélagsins á Akureyri hafa spilað stórt hlutverk þegar valið var hvar ætti að hefja þjónustuna. Boðleiðir eru stuttar og það er auðvelt að ná samtali og samvinnu við alla helstu viðbragðsaðila svo sem lögreglu, sjúkraflutningamenn, heilsugæslu, presta, Rauða krossinn, félagsþjónustu, skólasamfélagið og aðra fagaðila. Lögreglan býður fólki upp á þjónustu teymisins Teymið hefur þegar hafið störf á Akureyri og hefur farið sinnt þjónustu við aðstandendur. „Það hefur sýnt sig að fólk þiggur þjónustuna þegar hún er í boði, og að þau eru ótrúlega þakklát fyrir. Við finnum að við erum að veita stuðning sem vantar. Sorgarmiðstöð er búin að finna þetta öll þessi ár, sérstaklega frá þeim sem missa skyndilega og upplifa að hafa ekki fengið viðeigandi stuðning og þjónustu.“ Anna Guðný segir fólk ítrekað hafa lýst því í sorgarhópum og öðrum úrræðum miðstöðvarinnar að ekkert hafi gripið þau við andlát. Vísir/Anton Brink Anna Guðný segir fyrsta boð um þjónustuna yfirleitt koma frá rannsóknarlögreglunni. „Rannsóknarlögreglan er alltaf kölluð á vettvang í þessum tilfellum og þau bjóða svo aðstandendum upp á þjónustuna okkar. Ef þau þiggja hana hringjum við svo í þau og bjóðum upp á aðstoð,“ segir Anna Guðný en nafnið á þjónustunni vísar til þess að haft verði samband innan 48 klukkustunda hafi syrgjandi þegið boð um aðstoð. Anna Guðný segir þau þó alltaf reyna að hafa samband miklu fyrr en það. „Þannig að þetta er frumkvæðisboð, fólk þarf ekki að leita að þjónustunni heldur er boðið upp á hana.“ Í hverju teymi eru tvær manneskjur sem fara heim til aðstandenda og bjóða upp á sálræna fyrstu hjálp, aðstoð við praktísk mál og veita upplýsingar um næstu skref, réttindi og úrræði og fræðslu um sorgarviðbrögð og bjargráð í sorg. Heimsækja fólk og fylgja þeim eftir Gert er ráð fyrir þremur heimsóknum og eftirfylgd eftir þrjá og sex mánuði. „Þá hringjum við, tökum stöðuna og leiðbeinum fólki í annan stuðning, eins og til dæmis í stuðningshópaúrræði Sorgarmiðstöðvar en ekki er ráðlagt að byrja í því fyrr en í fyrsta lagi fjórum til sex mánuðum frá andláti,“ segir hún og að teymið reyni að vísa fólki í þau úrræði sem henta hverju sinni. Það geti verið hjá samtökum eins og Píeta eða öðrum fagaðilum. „Það eru færri að koma í heimsókn á þessum tíma en fólk getur enn þurft á alls konar aðstoð að halda.“ Anna Guðný segir teymið einnig horfa til nærumhverfis þess látna, maka þess eða barna og til dæmis bjóða upp á stuðning og fræðslu inni á vinnustaði, skóla, tómstundir eða aðra staði sem tengjast hinum látna. „Við erum að taka stöðuna þar og bjóða upp á stuðning, ráðgjöf og fyrirlestra þar líka. Sorgarúrvinnsla með stuðningi eins og Sorgarmiðstöð er að veita er talin geta fækkað komum á heilsugæslu, dregið úr geðheilbrigðisvandamálum og flýtt félagslegri endurhæfingu syrgjenda. Þetta eru lágþröskuldaúrræði sem sannarlega eru lýðheilsumál,“ segir Anna Guðný að lokum. Í þessari grein er fjallað um sjálfsvíg. Fólki með sjálfsvígshugsanir er bent á upplýsingasíma heilsugæslunnar s.1700, netspjallið heilsuvera.is, Hjálparsíma Rauða krossins s.1717, á netspjallið 1717.is og á Píeta símann s.552-2218. Þau sem misst hafa ástvin í sjálfsvígi er bent á stuðning í Sorgarmiðstöð s. 551-4141, upplýsingasíma heilsugæslunnar s.1700, netspjallið heilsuvera.is og á Píeta símann s.552-2218.
Í þessari grein er fjallað um sjálfsvíg. Fólki með sjálfsvígshugsanir er bent á upplýsingasíma heilsugæslunnar s.1700, netspjallið heilsuvera.is, Hjálparsíma Rauða krossins s.1717, á netspjallið 1717.is og á Píeta símann s.552-2218.
Í þessari grein er fjallað um sjálfsvíg. Fólki með sjálfsvígshugsanir er bent á upplýsingasíma heilsugæslunnar s.1700, netspjallið heilsuvera.is, Hjálparsíma Rauða krossins s.1717, á netspjallið 1717.is og á Píeta símann s.552-2218. Þau sem misst hafa ástvin í sjálfsvígi er bent á stuðning í Sorgarmiðstöð s. 551-4141, upplýsingasíma heilsugæslunnar s.1700, netspjallið heilsuvera.is og á Píeta símann s.552-2218.
Sorg Geðheilbrigði Heilbrigðismál Lögreglan Mest lesið Þessi sóttu um hjá Höllu Innlent „Málið er að ástandið fer versnandi“ Innlent Mistök ollu því að sumir fengu ekki boð Innlent Trump-liðar hóta fauta Maduros sömu örlögum eða dauða Erlent Þingmaður Svíþjóðardemókrata tekin full undir stýri með kókaín í poka Erlent „Trúið ekki þessari áróðursvél“ Erlent Sex á slysadeild og bílarnir óökufærir Innlent Veginum lokað við Skaftafell og fólk leitar í fjöldahjálparstöð Veður Ungt barn með mislinga á Landspítalanum Innlent Trump dregur enn frekar úr þátttöku Bandaríkjanna á alþjóðasviðinu Erlent Fleiri fréttir Bæjarfulltrúar slást um oddvitasætið í Hafnarfirði Ekki fengið kvartanir um Grok-myndir af íslenskum konum Neyðarástand í uppsiglingu takist ekki að fjölga sjúkraliðum Mistök ollu því að sumir fengu ekki boð Þessi sóttu um hjá Höllu Kynferðisbrot gegn dreng í Hafnarfirði komið til saksóknara Ungt barn með mislinga á Landspítalanum Halda í opinbera heimsókn til Eyja Ekki komið til héraðssaksóknara Gjaldskylduskógurinn verði grisjaður Stormur í aðsigi: Ræða sviptingar í alþjóðastjórnmálum í pallborði Sex á slysadeild og bílarnir óökufærir Leigubílstjóri sem keypti vændi fær ekki að starfa áfram Meðalaldur hjúkrunarfræðinga, sjúkraliða og ljósmæðra heldur áfram að hækka „Málið er að ástandið fer versnandi“ Ekið inn í verslun og á ljósastaur Þvag, saur og uppköst í klefum Leitar afkomenda Ungverjanna sem komu til Íslands fyrir sjötíu árum Símabann skilað góðum árangri þó sumir stelist í símann „Svartir sauðir misnoti réttindin“ og Reykjavík ræðst í aðgerðir Hildur hlýtur Íslensku bjartsýnisverðlaunin Rússneskt skip í íslenskri lögsögu og nemendur eiga erfitt með símabann Kleip og sparkaði í fjölda lögreglumanna og látin dúsa í einangrun mánuðum saman Árekstur á Álftanesvegi Tvennu vísað úr landi Munu skoða hvort tilefni sé til að hægja á inntöku nýrra barna Útlendingastofnun tilkynnir starfsmanninn til lögreglu Hægt að skíða í Ártúnsbrekku síðar í dag Börnin verði heima einn og hálfan dag í viku Mikill áhugi á fyrsta sæti hjá Viðreisn Sjá meira