Hvað á Selfoss sameiginlegt með Róm, Berlín, Prag og París? Axel Sigurðsson skrifar 11. október 2025 07:00 Allar þessar borgir eru árborgir – byggðar við S-laga hlykkju við ár. Vatnið tengir saman fólk, skapar líf og hefur frá öndverðu verið grunnur að samfélögum. Selfoss er okkar árborg – og hún er á hraðri siglingu inn í framtíðina. En Árborg er meira en Selfoss. Hún er líka Eyrarbakki og Stokkseyri – sjávarbyggðir með ríka sögu, menningu og einstakt umhverfi sem styrkja heildina. . Í Árborg fjölgar íbúum um 500 á ári. Það jafngildir því að á hverju ári rísi heilt nýtt hverfi, með öllum þeim áskorunum og tækifærum sem fylgja. Þetta er ekki bara tölfræði – þetta er samfélagsleg umbreyting. Sem íbúi og varabæjarfulltrúi sé ég hvernig við stöndum frammi fyrir stærstu stefnumótun í sögu sveitarfélagsins. Þetta má samt ekki bara vera spurning um fleiri hús, mikilvægast af öllu er að við byggjum upp aðlaðandi og gott samfélag, Við sem höfum séð heiminn vitum að fólk sækir ekki aðeins í atvinnu eða húsnæði. Það velur sér heimili út frá gæðum lífsins. Í Berlín og Vín er það menningin og þjónustan. Í París er það mannlífið, göngugötur og kaffihús. Árborg hefur tækifæri til að skapa sína eigin útgáfu – þar sem náttúran, menningin og nærumhverfið eru í forgrunni og blómstrandi mannlífi. Gerum Árborg að eftirsóttasta svæði landsins! Viðreisn leggur áherslu á að þessi vöxtur verði mótaður með: Sjálfbærri skipulagsstefnu – Ný hverfi sem eru hönnuð fyrir fólk, ekki bara bíla. Á Eyrarbakka og Stokkseyri þarf að styrkja innviði án þess að skerða sérstöðu og menningararf. Sterku menningarlífi – listir, skapandi greinar og afþreying eru lykill að því að halda í ungt fólk og fjölskyldur, bæði í þéttbýlinu og í sjávarbyggðunum. Framsækinni þjónustu – leikskólar, grunnskólar, heilbrigðisþjónusta og samgöngur þurfa að vaxa í takt við íbúafjölgun og tryggja aðgengi allra. Nýsköpun og atvinnu – Árborg getur orðið miðstöð nýsköpunar, en einnig eru tækifæri í ferðaþjónustu, menningu og skapandi atvinnugreinum. Viðreisn í Árborg er flokkur framtíðarsýnar. Við trúum því að Selfoss, Eyrarbakki og Stokkseyri geti vaxið saman sem ein heild – þar sem fjölbreytni, saga og framtíð mætast. Árborg á að verða ekki aðeins stærsta sveitarfélag Suðurlands – heldur eftirsóttasti staður landsins til að búa á. Það er okkar verkefni, og Viðreisn er tilbúin til að leiða þá vegferð. Viðreisn þorir, má bjóða þér að vera með? Höfundur er formaður Viðreisnar í Árnessýslu. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Mest lesið „Múslimahjörðin“ að taka yfir Ísland? Árni Þór Þórsson Skoðun Skipulagt svelti í framhaldsskólum Guðjón Hreinn Hauksson Skoðun Að breyta borg: Frá sálrænum akkerum til staðleysu Páll Jakob Líndal Skoðun Íþróttasukk Grímur Atlason Skoðun Sjálfstæðisflokkurinn yfirgefur okkur Lárus Bl. Sigurðsson Skoðun Manst þú eftir hverfinu þínu? Pétur Marteinsson Skoðun Farsæld barna kemur ekki af sjálfu sér Birgir Örn Guðjónsson Skoðun Styttum nám lækna Haraldur F. Gíslason Skoðun Atvinna handa öllum Vilhjálmur Árnason Skoðun Málið of stórt fyrir þjóðina Hjörtur J. Guðmundsson Skoðun Skoðun Skoðun Golfvöllur er heilsuauðlind Steinn Baugur Gunnarsson skrifar Skoðun Farsæld barna kemur ekki af sjálfu sér Birgir Örn Guðjónsson skrifar Skoðun Íþróttasukk Grímur Atlason skrifar Skoðun Skipulagt svelti í framhaldsskólum Guðjón Hreinn Hauksson skrifar Skoðun Atvinna handa öllum Vilhjálmur Árnason skrifar Skoðun Að breyta borg: Frá sálrænum akkerum til staðleysu Páll Jakob Líndal skrifar Skoðun Þegar samhengi breytist – og orðræðan með Bogi Ragnarsson skrifar Skoðun Íþróttaskuld Kristinn Albertsson skrifar Skoðun Traust: Hinn ósýnilegi hornsteinn íslenskrar heilbrigðisþjónustu Jón Magnús Kristjánsson skrifar Skoðun Að vera vakandi karlmaður Sigurður Árni Reynisson skrifar Skoðun Mýtuvaxtarverkin - inngangskúrs í loftslagsafneitun Sveinn Atli Gunnarsson skrifar Skoðun Af hverju efast fólk enn – þegar loftslagsvísindin eru skýr? Eyþór Eðvarðsson skrifar Skoðun Reykjavík má ekki bregðast eldri borgurum Gunnar Einarsson skrifar Skoðun Að elska nóg til að sleppa takinu Ingrid Kuhlman skrifar Skoðun Ábyrgð og aðgerðir – fyrsta ár Flokks fólksins í meirihluta borgarstjórnar Einar Sveinbjörn Guðmundsson skrifar Skoðun Ný kynslóð Björg Magnúsdóttir skrifar Skoðun Manst þú eftir hverfinu þínu? Pétur Marteinsson skrifar Skoðun Málið of stórt fyrir þjóðina Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Sjálfstæðisflokkurinn yfirgefur okkur Lárus Bl. Sigurðsson skrifar Skoðun Bókun 35: Þegar Alþingi missir síðasta orðið Júlíus Valsson skrifar Skoðun „Múslimahjörðin“ að taka yfir Ísland? Árni Þór Þórsson skrifar Skoðun Ahhh! Þess vegna vill Trump eignast Grænland! Ágúst Kvaran skrifar Skoðun 35% aukning í millilandaflugi um Akureyrarflugvöll Ásthildur Sturludóttir skrifar Skoðun Við erum hjartað í boltanum Ásgeir Sveinsson skrifar Skoðun Áramótaheit sem endast Sigrún Þóra Sveinsdóttir skrifar Skoðun Vernd hvala er þjóðaröryggismál Micah Garen skrifar Skoðun Tímabært að koma böndum á gjaldskyldufrumskóginn Hanna Katrín Friðriksson skrifar Skoðun Uppgjöf í barnamálum Bozena Raczkowska skrifar Skoðun Að óttast að það verði sem orðið er Helga Þórólfsdóttir skrifar Skoðun Börnin okkar eiga betra skilið en ókunnugar afleysingar Kristín Kolbrún Waage Kolbeinsdóttir skrifar Sjá meira
Allar þessar borgir eru árborgir – byggðar við S-laga hlykkju við ár. Vatnið tengir saman fólk, skapar líf og hefur frá öndverðu verið grunnur að samfélögum. Selfoss er okkar árborg – og hún er á hraðri siglingu inn í framtíðina. En Árborg er meira en Selfoss. Hún er líka Eyrarbakki og Stokkseyri – sjávarbyggðir með ríka sögu, menningu og einstakt umhverfi sem styrkja heildina. . Í Árborg fjölgar íbúum um 500 á ári. Það jafngildir því að á hverju ári rísi heilt nýtt hverfi, með öllum þeim áskorunum og tækifærum sem fylgja. Þetta er ekki bara tölfræði – þetta er samfélagsleg umbreyting. Sem íbúi og varabæjarfulltrúi sé ég hvernig við stöndum frammi fyrir stærstu stefnumótun í sögu sveitarfélagsins. Þetta má samt ekki bara vera spurning um fleiri hús, mikilvægast af öllu er að við byggjum upp aðlaðandi og gott samfélag, Við sem höfum séð heiminn vitum að fólk sækir ekki aðeins í atvinnu eða húsnæði. Það velur sér heimili út frá gæðum lífsins. Í Berlín og Vín er það menningin og þjónustan. Í París er það mannlífið, göngugötur og kaffihús. Árborg hefur tækifæri til að skapa sína eigin útgáfu – þar sem náttúran, menningin og nærumhverfið eru í forgrunni og blómstrandi mannlífi. Gerum Árborg að eftirsóttasta svæði landsins! Viðreisn leggur áherslu á að þessi vöxtur verði mótaður með: Sjálfbærri skipulagsstefnu – Ný hverfi sem eru hönnuð fyrir fólk, ekki bara bíla. Á Eyrarbakka og Stokkseyri þarf að styrkja innviði án þess að skerða sérstöðu og menningararf. Sterku menningarlífi – listir, skapandi greinar og afþreying eru lykill að því að halda í ungt fólk og fjölskyldur, bæði í þéttbýlinu og í sjávarbyggðunum. Framsækinni þjónustu – leikskólar, grunnskólar, heilbrigðisþjónusta og samgöngur þurfa að vaxa í takt við íbúafjölgun og tryggja aðgengi allra. Nýsköpun og atvinnu – Árborg getur orðið miðstöð nýsköpunar, en einnig eru tækifæri í ferðaþjónustu, menningu og skapandi atvinnugreinum. Viðreisn í Árborg er flokkur framtíðarsýnar. Við trúum því að Selfoss, Eyrarbakki og Stokkseyri geti vaxið saman sem ein heild – þar sem fjölbreytni, saga og framtíð mætast. Árborg á að verða ekki aðeins stærsta sveitarfélag Suðurlands – heldur eftirsóttasti staður landsins til að búa á. Það er okkar verkefni, og Viðreisn er tilbúin til að leiða þá vegferð. Viðreisn þorir, má bjóða þér að vera með? Höfundur er formaður Viðreisnar í Árnessýslu.
Skoðun Traust: Hinn ósýnilegi hornsteinn íslenskrar heilbrigðisþjónustu Jón Magnús Kristjánsson skrifar
Skoðun Ábyrgð og aðgerðir – fyrsta ár Flokks fólksins í meirihluta borgarstjórnar Einar Sveinbjörn Guðmundsson skrifar
Skoðun Börnin okkar eiga betra skilið en ókunnugar afleysingar Kristín Kolbrún Waage Kolbeinsdóttir skrifar