Náði því sem bara Bill Russell hefur gert í sögu NBA og WNBA Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 11. október 2025 12:02 A'ja Wilson fagnar með liðsfélögum sínum í Las Vegas Aces í nótt. Getty/Christian Petersen Las Vegas Aces tryggði sér WNBA-meistaratitilinn í körfubolta í nótt en liðið vann alla fjóra leikina í lokaúrslitunum á móti Phoenix Mercury. Aces vann fjórða leikinn 97-86 og yfirburðirnir voru miklir. Las Vegas Aces liðið vann þar með sinn þriðja WNBA-meistaratitil á fjórum árum. Risastjarna Aces og fjórfaldur verðmætasti leikmaður deildarinnar, A'ja Wilson, leiddi liðið í lokaleiknum með 31 stigi, 9 fráköstum, 4 stoðsendingum og 3 vörðum skotum. Það tryggði henni titilinn verðmætasti leikmaður úrslitakeppninnar. Hún var með 28,5 stig, 11,8 fráköst og 2 varin skot að meðaltali í úrslitunum. „Þú hefur þitt Mount Rushmore, hún er ein á Everest,“ sagði Becky Hammon, þjálfari Aces. „Það er enginn nálægt henni.“ A'ja Wilson var þarna að ná því sem bara Bill Russell hefur náð í sögu NBA og WNBA. Á síðustu fjórum árum hefur hún unnið þrjá meistaratitla og þrisvar sinnum verið kosin verðmætasti leikmaður deildarinnar. Fram að því hafi Russel, mesti sigurvegarinn í sögu NBA, verið sá eini í þessum klúbbi í sögu deildanna tveggja. View this post on Instagram A post shared by WNBA (@wnba) Fyrstu tvo mánuði tímabilsins náðu leikmenn Aces ekki saman. Þær töpuðu fyrsta leik tímabilsins með fjórtán stiga mun í New York, sveifluðust síðan í kringum fimmtíu prósent vinningshlutfall í júní og júlí og voru með fleiri tapað en sigra allt fram til 25. júlí. Sextán leikja sigurganga undir lok deildarkeppninnar tryggði Aces sér annað sætið í úrslitakeppninni og þær komust í gegnum erfiðar viðureignir í fyrstu umferð og undanúrslitum sem fóru í oddaleik áður en þær sýndu yfirburði í lokaúrslitunum. „Ég elska að vera þjálfari þeirra, ég elska að vera vinur þeirra. Að ýta þeim stundum aðeins meira en þær vilja,“ sagði Hammon, sem tók við sem þjálfari Aces árið 2022 og er með 10-2 árangur í lokaúrslitum WNBA. „Þessi sigur er öðruvísi vegna þess að hann var öðruvísi. Það var líklega mun meira mótlæti en nokkur okkar bjóst við. Við erum öll mannleg og við erum manneskjur sem vildu gera hlutina rétt, og gera þá rétt saman,“ sagði Hammon. View this post on Instagram A post shared by Las Vegas Aces (@lvaces) WNBA NBA Mest lesið Knorr lofaði Alfreð: Enginn egóisti og róaði okkur Handbolti Dagur henti tveimur leikmönnum sínum upp í stúku Handbolti Utan vallar: Ég get ekki meir Handbolti „Besta íslenska landslið sem við höfum mætt“ Handbolti Aldrei hlegið jafnmikið og við að horfa á Nablann Körfubolti Átján ára orðin næstfljótust í sögu Íslands Sport Ísland - Ungverjaland | Úrslitaleikur um efsta sætið í riðlinum Sport „Sumir ungir þjálfarar nú til dags eru hrokafullir“ Enski boltinn Gleðin snerist í sorg hjá Danmörku Handbolti „Hræddir erum við ekki“ Sport Fleiri fréttir Tímabilið búið hjá Butler Aldrei hlegið jafnmikið og við að horfa á Nablann Bað um að fara frá Keflavík Risaleikir í undanúrslitum bikarsins Justin James aftur á Álftanesið Blóðugt tap gegn Börsungum Fá martraðir um Tryggva eftir leik kvöldsins Martin framlagshæstur í sigri Alba Berlin Elvar öflugur í mikilvægum sigri Segir ekkert til í því að Justin James sé á leið á Krókinn Uppgjörið: Njarðvík - ÍA 84-71| Langþráður sigur Njarðvíkur skilur ÍA eftir í slæmum málum Uppgjörið: Grindavík - Álftanes 83-78 | Sigurganga toppliðsins heldur áfram eftir mikla spennu Stjörnuleikmaður fékk borgaðar tugi milljóna fyrir að spila illa „Ég held að þetta verði bara betra héðan í frá“ „Hættum að spila okkar leik“ Uppgjörið: Þór Þ. - KR 123-126 | Endurkoma, framlenging og dramatík í Þorlákshöfn „Var í raun bara verið að yfirspila okkur“ Bragi: Er að þroskast mikið sem leikmaður Uppgjör: Ármann - Valur 94-77 | Frábær sigur Ármanns á lánlausum Valsmönnum Uppgjörið: Stjarnan - Keflavík 116-98 | Keflvíkingar kafsigldir í Garðabæ Tindastóll - ÍR 101-90 | Stólarnir fóru létt með Breiðhyltinga Sektaðir um hálfa milljón: Kane og þjálfarar þriggja liða borga mest „Hann hefði bara átt að kyngja þessu, vera stór og halda áfram úti“ Uppgjörið:Grindavík - Njarðvík 89-79| Stórkostlegur seinni hálfleikur hjá Grindavík Haukar stálu sigri af Hamar/Þór Tryggvi lét til sín taka er Bilbao tyllti sér í toppsætið Stjarnan og Valur á sigurbraut í Bónus deildinni Umfjöllun: KR 82-64 Tindastóll | KR-ingar hefndu sín Harden upp fyrir Shaq á stigalistanum: „Mikill heiður“ Extra-leikarnir: „Fannst þessi einkunnagjöf lykta af smá Kópavogsmeðvirkni“ Sjá meira
Aces vann fjórða leikinn 97-86 og yfirburðirnir voru miklir. Las Vegas Aces liðið vann þar með sinn þriðja WNBA-meistaratitil á fjórum árum. Risastjarna Aces og fjórfaldur verðmætasti leikmaður deildarinnar, A'ja Wilson, leiddi liðið í lokaleiknum með 31 stigi, 9 fráköstum, 4 stoðsendingum og 3 vörðum skotum. Það tryggði henni titilinn verðmætasti leikmaður úrslitakeppninnar. Hún var með 28,5 stig, 11,8 fráköst og 2 varin skot að meðaltali í úrslitunum. „Þú hefur þitt Mount Rushmore, hún er ein á Everest,“ sagði Becky Hammon, þjálfari Aces. „Það er enginn nálægt henni.“ A'ja Wilson var þarna að ná því sem bara Bill Russell hefur náð í sögu NBA og WNBA. Á síðustu fjórum árum hefur hún unnið þrjá meistaratitla og þrisvar sinnum verið kosin verðmætasti leikmaður deildarinnar. Fram að því hafi Russel, mesti sigurvegarinn í sögu NBA, verið sá eini í þessum klúbbi í sögu deildanna tveggja. View this post on Instagram A post shared by WNBA (@wnba) Fyrstu tvo mánuði tímabilsins náðu leikmenn Aces ekki saman. Þær töpuðu fyrsta leik tímabilsins með fjórtán stiga mun í New York, sveifluðust síðan í kringum fimmtíu prósent vinningshlutfall í júní og júlí og voru með fleiri tapað en sigra allt fram til 25. júlí. Sextán leikja sigurganga undir lok deildarkeppninnar tryggði Aces sér annað sætið í úrslitakeppninni og þær komust í gegnum erfiðar viðureignir í fyrstu umferð og undanúrslitum sem fóru í oddaleik áður en þær sýndu yfirburði í lokaúrslitunum. „Ég elska að vera þjálfari þeirra, ég elska að vera vinur þeirra. Að ýta þeim stundum aðeins meira en þær vilja,“ sagði Hammon, sem tók við sem þjálfari Aces árið 2022 og er með 10-2 árangur í lokaúrslitum WNBA. „Þessi sigur er öðruvísi vegna þess að hann var öðruvísi. Það var líklega mun meira mótlæti en nokkur okkar bjóst við. Við erum öll mannleg og við erum manneskjur sem vildu gera hlutina rétt, og gera þá rétt saman,“ sagði Hammon. View this post on Instagram A post shared by Las Vegas Aces (@lvaces)
WNBA NBA Mest lesið Knorr lofaði Alfreð: Enginn egóisti og róaði okkur Handbolti Dagur henti tveimur leikmönnum sínum upp í stúku Handbolti Utan vallar: Ég get ekki meir Handbolti „Besta íslenska landslið sem við höfum mætt“ Handbolti Aldrei hlegið jafnmikið og við að horfa á Nablann Körfubolti Átján ára orðin næstfljótust í sögu Íslands Sport Ísland - Ungverjaland | Úrslitaleikur um efsta sætið í riðlinum Sport „Sumir ungir þjálfarar nú til dags eru hrokafullir“ Enski boltinn Gleðin snerist í sorg hjá Danmörku Handbolti „Hræddir erum við ekki“ Sport Fleiri fréttir Tímabilið búið hjá Butler Aldrei hlegið jafnmikið og við að horfa á Nablann Bað um að fara frá Keflavík Risaleikir í undanúrslitum bikarsins Justin James aftur á Álftanesið Blóðugt tap gegn Börsungum Fá martraðir um Tryggva eftir leik kvöldsins Martin framlagshæstur í sigri Alba Berlin Elvar öflugur í mikilvægum sigri Segir ekkert til í því að Justin James sé á leið á Krókinn Uppgjörið: Njarðvík - ÍA 84-71| Langþráður sigur Njarðvíkur skilur ÍA eftir í slæmum málum Uppgjörið: Grindavík - Álftanes 83-78 | Sigurganga toppliðsins heldur áfram eftir mikla spennu Stjörnuleikmaður fékk borgaðar tugi milljóna fyrir að spila illa „Ég held að þetta verði bara betra héðan í frá“ „Hættum að spila okkar leik“ Uppgjörið: Þór Þ. - KR 123-126 | Endurkoma, framlenging og dramatík í Þorlákshöfn „Var í raun bara verið að yfirspila okkur“ Bragi: Er að þroskast mikið sem leikmaður Uppgjör: Ármann - Valur 94-77 | Frábær sigur Ármanns á lánlausum Valsmönnum Uppgjörið: Stjarnan - Keflavík 116-98 | Keflvíkingar kafsigldir í Garðabæ Tindastóll - ÍR 101-90 | Stólarnir fóru létt með Breiðhyltinga Sektaðir um hálfa milljón: Kane og þjálfarar þriggja liða borga mest „Hann hefði bara átt að kyngja þessu, vera stór og halda áfram úti“ Uppgjörið:Grindavík - Njarðvík 89-79| Stórkostlegur seinni hálfleikur hjá Grindavík Haukar stálu sigri af Hamar/Þór Tryggvi lét til sín taka er Bilbao tyllti sér í toppsætið Stjarnan og Valur á sigurbraut í Bónus deildinni Umfjöllun: KR 82-64 Tindastóll | KR-ingar hefndu sín Harden upp fyrir Shaq á stigalistanum: „Mikill heiður“ Extra-leikarnir: „Fannst þessi einkunnagjöf lykta af smá Kópavogsmeðvirkni“ Sjá meira