Körfubolti

Kristófer: Það er nú bara októ­ber

Árni Jóhannsson skrifar
Kristófer Acox stóð sig vel í kvöld en það dugði ekki til.
Kristófer Acox stóð sig vel í kvöld en það dugði ekki til. Vísir / Guðmundur

Kristófer Acox átti stórgóðan leik í tapi gegn Stjörnunni í annarri umferð Bónus deildar karla í körfubolta fyrr í kvöld. Kappinn skoraði skoraði 15 stig og tók 13 fráköst en það dugði ekki til því Stjarnan vann 94-91.

„Ég bara svekktur auðvitað. Það skiptir ekki máli hvernig við töpum leikjum við ætluðum að sjálfsögðu að labba héðan út með sigur í kvöld“, sagði Kristófer við blaðamann strax eftir leik.

Valur byrjaði vel, missti tökin á leiknum en unnu sig aftur í það að vera við stýrið í lok leiksins. Kristófer var beðinn um að fara yfir málin og hvað var að gerast í leiknum.

„Þetta er bara búið að vera staðan í þessum fyrstu þremur leikjum tímabilsins ef við tökum Meistari meistaranna með. Það er búið að byrja ágætlega en svo lendum við langt undir og gerum þessa leiki spennandi, svo er þetta bara 50/50 leikur undir lokin. Við höfum verið lið sem klárar svona leik í gegnum tíðina en erum núna búnir að tapa þremur leikjum í röð sem svíður en við vitum að við erum ekki að leggjast niður og gefast upp og það er það jákvæða sem hægt er að taka út úr þessu.“

Er nokkuð panic þótt að þrír leikir hafi tapast?

„Nei nei, meistari meistaranna telur ekki en það er auðvitað leiðinlegt að tapa leikjunum svona. Það er nú bara október og það er langt tímabil framundan og við vitum að við þurfum að slípa liðið saman og þá kemur þetta.“


Tengdar fréttir




Fleiri fréttir

Sjá meira


×