Fámenn sveitarfélög eru öflug og vel rekin sveitarfélög Haraldur Þór Jónsson skrifar 12. október 2025 08:01 Í Bændablaðinu þann 9. október 2025 er grein eftir Innviðaráðherra undir fyrirsögninni “Stærri og öflugri sveitarfélög”. Þar segir Innviðaráðherra orðrétt í inngangi greinarinnar: “Við viljum öll búa í samfélagi þar sem grunnstoðirnar eru sterkar, þar sem börnin okkar ganga í góða skóla, samgöngur eru greiðar og stjórnsýsla skilvirk og þjónustar íbúum sínum. Þetta er forsenda fyrir jöfnum búsetuskilyrðum og jákvæðri byggðaþróun um land allt. Til að tryggja góða þjónustu um land allt þurfa sveitarfélögin að geta tekist á við stór og flókin verkefni. Nýlegar rannsóknir sýna að stærri og fjölmennari sveitarfélög eru betur í stakk búin til að sinna verkefnum sínum. Þau veita betri og hagkvæmari þjónustu, laða að sé hæfara starfsfólk og hafa meiri slagkraft til að byggja upp innviði.” Síðar í greininni er reynt að rökstyðja að eina rétta sé að svipta íbúa fámennustu sveitarfélaga landsins réttinum til að taka ákvörðun um tilvist sveitarfélags síns með því að fyrirskipa sameiningar. Með þessu er helgasti réttur sveitarstjórnarstigsins, íbúalýðræðið, afnumið og valtað yfir ákvörðunarvald sveitarfélaga, ekki aðeins hinna fámennustu, heldur einnig þeirra sveitarfélaga sem þeim verður uppálagt að sameinast. Verði ráðherra veitt vald til þess að hlutast til um sameiningu sveitarfélaga með þessum hætti er gerður að engu sá réttur íbúa til þess að kjósa sér fulltrúa til þess að fara með umboð og málefni viðkomandi sveitarfélags. Um er að ræða skref sem grefur undan lýðræði og hlutverki kjörinna fulltrúa. En skoðum staðreyndir málsins nánar og hvort fullyrðingar ráðherranns standist skoðun. Ráðherrann segir að við viljum öll búa í samfélagi þar sem samgöngur eru greiðar. Þá verður að benda ráðherranum á að uppbygging, rekstur og viðhald samgöngukerfisins á Íslandi er á ábyrgð Innviðaráðherra og eins og allir íbúar á landsbyggðinni vita, þá eru vegir landsins víða að hruni komnir og er það á ábyrgð ráðherranns að hafa samgöngur greiðar en ekki minni sveitarfélaga. Einnig ber ráðherrann ábyrgð á snjómokstri á landsbyggðinni, en allir vita að á veturna er ekki tryggð viðunandi vetrarþjónusta sem tryggir greiðar samgöngur á landsbyggðinni, allt í boði of lítilla fjárveitinga frá Alþingi. Sum minni sveitarfélög veita verulegum fjármunum í snjómokstur á vegum sem ætti að koma frá ríkinu, en þar eru það einmitt íbúarnir í nærumhverfinu sem hafa áhrif á slíkar ákvarðanir í gegnum sitt sveitarfélag. Kannski er bara markmið ráðherrans að leggja af byggð í minni sveitarfélögum til þess að þurfa ekki að viðhalda samgöngum og vetrarþjónustu í dreifbýlinu! Ráðherrann segir að stærri sveitarfélög veiti betri og hagkvæmari þjónustu. Slík fullyrðing þarfnast frekari útskýringar frá ráðherranum. Á nýlegum ársfundi Jöfnunarsjóðs sveitarfélaga sem Innviðaráðuneytið hélt var sérstök umfjöllun um málefni fatlaðra sem sveitarfélögin bera ábyrgð á. Þar kom fram að mikill halli væri enn á málaflokknum þrátt fyrir verulega aukningu af fjármagni frá ríki til sveitarfélaga síðustu ár til að standa undir rekstri málaflokks fatlaðra. Í gögnum sem kynnt voru á fundinum, þá kom fram að margra milljarða halli væri á málaflokki fatlaðra í Reykjavík og að kostnaður á hvern þjónustuþega væri 39 milljónir á ári í Reykjavík. Þrettán sveitarfélög á Suðurlandi, það fámennasta með rúmlega 300 íbúa og það fjölmennasta með um 12.000 íbúa, reka saman byggðasamlagið Bergrisann sem sér um málaflokk fatlaðra á Suðurlandi. Eins og fram kom í gögnunum á fundinum, þá var kostnaður á hvern þjónustuþega á Suðurlandi 21 milljón á ári og málaflokkurinn í heild rekinn með um 500 milljóna afgangi. Slíkar tölfræðilega staðreyndir sýna skýrt að minni sveitarfélög virðast halda betur um reksturinn heldur en stærsta sveitarfélag landsins. En skoðum nánar rekstur sveitarfélaga á Íslandi. Sex stóru sveitarfélögin sem mynda höfuðborgarsvæðið eru með þeim sveitarfélögum á Íslandi sem eru mest skuldsett. Skuldahlutfall A-hluta sveitarfélaganna á höfuðborgarsvæðinu er á bilinu 95 – 141 % og veltufé frá rekstri er á bilinu 3-7 %. Bæði er skuldsetningin verulega há og veltufé frá rekstri langt frá því að vera nægjanlegt til að geta staðið að fullu undir nauðsynlegum fjárfestingum. T.d. er ekkert sveitarfélag á höfuðborgarsvæðinu sem tekur á móti öllum börnum á leikskóla frá 12 mánaða aldri. Ef við tökum til samanburðar sveitarfélögin í Uppsveitum Árnessýslu, þ.e.a.s. Skeiða- og Gnúpverjahrepp, Grímsnes- og Grafningshrepp, Bláskógabyggð og Hrunamannahrepp. Íbúafjöldi hvers sveitarfélags frá 650 – 1.500. Skuldahlutfall A-hluta sveitarfélaganna er á bilinu 36 – 103 % og veltufjárhlutfall 6 – 16 %. Öll þessi sveitarfélög reka grunnskóla og flest þeirra taka inn börn á leikskóla frá 12 mánaða aldri. Sveitarfélögin á höfuðborgarsvæðinu – Skuldahlutfall og veltufé frá rekstri Sveitarfélögin í Uppsveitum Árnessýslu – Skuldahlutfall og veltufé frá rekstri Það er mitt mat að fyrst og fremst viljum við öll búa við lýðræði, þar sem lýðræðislegur réttur íbúanna er virtur. Alþingi má ekki falla í þá gryfju að veita einum ráðherra slíkt alræðisvald að þvinga fram sameiningar í samfélögum úti á landi. Samfélögum sem ráðherrann hefur engin tengsl við og jafnvel aldrei komið til. Ég vil hvetja Innviðaráðherra til þess að draga til baka áform um þvingaðar sameiningar sveitarfélaga með færri en 250 íbúa áður en frumvarpið verður lagt fram á Alþingi. Einungis 0,15% íbúa landsins búa í þessum sveitarfélögum, sem öll eru verulega landstór og í dreifbýli. Þar skiptir máli að hlusta á vilja íbúanna. Stöndum vörð um lýðræðið og tryggjum fjölbreytta búsetu um land allt, bæði fyrir fjölmenn og fámenn samfélög. Höfundur er oddviti Skeiða- og Gnúpverjahrepps Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Haraldur Þór Jónsson Sveitarstjórnarmál Mest lesið Tala aldrei um annað en vextina Hjörtur J. Guðmundsson Skoðun Akranes hefur vaxið hratt – nú er tími til að hlúa að fólkinu Liv Åse Skarstad Skoðun Þeytivinda í sundlaugina og börnin að heiman Guðmundur Ari Sigurjónsson Skoðun Stefán Einar og helfarirnar Hjálmtýr Heiðdal Skoðun Stafræn sjálfstæðisbarátta Íslands á 21. öldinni. Tungan, sagan og menningin undir Björgmundur Örn Guðmundsson Skoðun Bréf til varnar Hamlet eftir Kolfinnu Nikulásdóttur Björg Steinunn Gunnarsdóttir Skoðun Er íslenskan sjálfsagt mál? Logi Einarsson Skoðun Þegar barn verður fyrir kynferðisofbeldi Indíana Rós Ægisdóttir Skoðun Reykjalundur á tímamótum Sveinn Guðmundsson Skoðun Skattfrjáls ráðstöfun séreignarsparnaðar – fyrir alla! Anna María Jónsdóttir Skoðun Skoðun Skoðun Hver ákveður hver tilheyrir – og hvenær? Jasmina Vajzović skrifar Skoðun Er íslenskan sjálfsagt mál? Logi Einarsson skrifar Skoðun Stafræn sjálfstæðisbarátta Íslands á 21. öldinni. Tungan, sagan og menningin undir Björgmundur Örn Guðmundsson skrifar Skoðun Tala aldrei um annað en vextina Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Akranes hefur vaxið hratt – nú er tími til að hlúa að fólkinu Liv Åse Skarstad skrifar Skoðun Þeytivinda í sundlaugina og börnin að heiman Guðmundur Ari Sigurjónsson skrifar Skoðun Enga skammsýni í skammdeginu Ágúst Mogensen skrifar Skoðun Þegar barn verður fyrir kynferðisofbeldi Indíana Rós Ægisdóttir skrifar Skoðun Skattfrjáls ráðstöfun séreignarsparnaðar – fyrir alla! Anna María Jónsdóttir skrifar Skoðun Stefán Einar og helfarirnar Hjálmtýr Heiðdal skrifar Skoðun Bréf til varnar Hamlet eftir Kolfinnu Nikulásdóttur Björg Steinunn Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Skaðabótalög – tímabærar breytingar Styrmir Gunnarsson,Sveinbjörn Claessen skrifar Skoðun Hvers vegna? Ingólfur Sverrisson skrifar Skoðun Fúsk við mannvirkjagerð þarf ekki að viðgangast Helga Sigrún Harðardóttir skrifar Skoðun Reykjalundur á tímamótum Sveinn Guðmundsson skrifar Skoðun Bættar samgöngur og betra samfélag í Hafnarfirði Valdimar Víðisson skrifar Skoðun Áhyggjur af breytingum á eftirliti með mannvirkjagerð og faggilding Ágúst Jónsson skrifar Skoðun Snjall notandi, snjallari gervigreind Agnar Burgess skrifar Skoðun Ráð gegn óhugsandi áhættu Hafsteinn Hauksson,Reynir Smári Atlason skrifar Skoðun Forysta í sjálfbærni á bakslagstímum: Sterk gildi eru enn mikilvægari en áður Dr. Andreas Rasche skrifar Skoðun Fimm ára afmæli Batahúss Agnar Bragason skrifar Skoðun Takk! Borghildur Fjóla Kristjánsdóttir skrifar Skoðun Íslandsklukkan: Markleysa frá upphafi Gunnar Salvarsson skrifar Skoðun Um stöðu íslenskukennslu á Íslandi Kjartan Jónsson skrifar Skoðun Gasa: Löng og torfarin leið til endurreisnar Philippe Lazzarini skrifar Skoðun Pops áttu p? Benedikt S. Benediktsson skrifar Skoðun Ríkisstjórnin hækkar leigu stúdenta Arent Orri J. Claessen,Viktor Pétur Finnsson skrifar Skoðun Annar í feðradegi…og ég leyfi mér að dreyma Ólafur Grétar Gunnarsson skrifar Skoðun Orkuskiptin heima og að heiman Eiríkur Hjálmarsson skrifar Skoðun Fyrir hvað stöndum við? Brynja Hallgrímsdóttir skrifar Sjá meira
Í Bændablaðinu þann 9. október 2025 er grein eftir Innviðaráðherra undir fyrirsögninni “Stærri og öflugri sveitarfélög”. Þar segir Innviðaráðherra orðrétt í inngangi greinarinnar: “Við viljum öll búa í samfélagi þar sem grunnstoðirnar eru sterkar, þar sem börnin okkar ganga í góða skóla, samgöngur eru greiðar og stjórnsýsla skilvirk og þjónustar íbúum sínum. Þetta er forsenda fyrir jöfnum búsetuskilyrðum og jákvæðri byggðaþróun um land allt. Til að tryggja góða þjónustu um land allt þurfa sveitarfélögin að geta tekist á við stór og flókin verkefni. Nýlegar rannsóknir sýna að stærri og fjölmennari sveitarfélög eru betur í stakk búin til að sinna verkefnum sínum. Þau veita betri og hagkvæmari þjónustu, laða að sé hæfara starfsfólk og hafa meiri slagkraft til að byggja upp innviði.” Síðar í greininni er reynt að rökstyðja að eina rétta sé að svipta íbúa fámennustu sveitarfélaga landsins réttinum til að taka ákvörðun um tilvist sveitarfélags síns með því að fyrirskipa sameiningar. Með þessu er helgasti réttur sveitarstjórnarstigsins, íbúalýðræðið, afnumið og valtað yfir ákvörðunarvald sveitarfélaga, ekki aðeins hinna fámennustu, heldur einnig þeirra sveitarfélaga sem þeim verður uppálagt að sameinast. Verði ráðherra veitt vald til þess að hlutast til um sameiningu sveitarfélaga með þessum hætti er gerður að engu sá réttur íbúa til þess að kjósa sér fulltrúa til þess að fara með umboð og málefni viðkomandi sveitarfélags. Um er að ræða skref sem grefur undan lýðræði og hlutverki kjörinna fulltrúa. En skoðum staðreyndir málsins nánar og hvort fullyrðingar ráðherranns standist skoðun. Ráðherrann segir að við viljum öll búa í samfélagi þar sem samgöngur eru greiðar. Þá verður að benda ráðherranum á að uppbygging, rekstur og viðhald samgöngukerfisins á Íslandi er á ábyrgð Innviðaráðherra og eins og allir íbúar á landsbyggðinni vita, þá eru vegir landsins víða að hruni komnir og er það á ábyrgð ráðherranns að hafa samgöngur greiðar en ekki minni sveitarfélaga. Einnig ber ráðherrann ábyrgð á snjómokstri á landsbyggðinni, en allir vita að á veturna er ekki tryggð viðunandi vetrarþjónusta sem tryggir greiðar samgöngur á landsbyggðinni, allt í boði of lítilla fjárveitinga frá Alþingi. Sum minni sveitarfélög veita verulegum fjármunum í snjómokstur á vegum sem ætti að koma frá ríkinu, en þar eru það einmitt íbúarnir í nærumhverfinu sem hafa áhrif á slíkar ákvarðanir í gegnum sitt sveitarfélag. Kannski er bara markmið ráðherrans að leggja af byggð í minni sveitarfélögum til þess að þurfa ekki að viðhalda samgöngum og vetrarþjónustu í dreifbýlinu! Ráðherrann segir að stærri sveitarfélög veiti betri og hagkvæmari þjónustu. Slík fullyrðing þarfnast frekari útskýringar frá ráðherranum. Á nýlegum ársfundi Jöfnunarsjóðs sveitarfélaga sem Innviðaráðuneytið hélt var sérstök umfjöllun um málefni fatlaðra sem sveitarfélögin bera ábyrgð á. Þar kom fram að mikill halli væri enn á málaflokknum þrátt fyrir verulega aukningu af fjármagni frá ríki til sveitarfélaga síðustu ár til að standa undir rekstri málaflokks fatlaðra. Í gögnum sem kynnt voru á fundinum, þá kom fram að margra milljarða halli væri á málaflokki fatlaðra í Reykjavík og að kostnaður á hvern þjónustuþega væri 39 milljónir á ári í Reykjavík. Þrettán sveitarfélög á Suðurlandi, það fámennasta með rúmlega 300 íbúa og það fjölmennasta með um 12.000 íbúa, reka saman byggðasamlagið Bergrisann sem sér um málaflokk fatlaðra á Suðurlandi. Eins og fram kom í gögnunum á fundinum, þá var kostnaður á hvern þjónustuþega á Suðurlandi 21 milljón á ári og málaflokkurinn í heild rekinn með um 500 milljóna afgangi. Slíkar tölfræðilega staðreyndir sýna skýrt að minni sveitarfélög virðast halda betur um reksturinn heldur en stærsta sveitarfélag landsins. En skoðum nánar rekstur sveitarfélaga á Íslandi. Sex stóru sveitarfélögin sem mynda höfuðborgarsvæðið eru með þeim sveitarfélögum á Íslandi sem eru mest skuldsett. Skuldahlutfall A-hluta sveitarfélaganna á höfuðborgarsvæðinu er á bilinu 95 – 141 % og veltufé frá rekstri er á bilinu 3-7 %. Bæði er skuldsetningin verulega há og veltufé frá rekstri langt frá því að vera nægjanlegt til að geta staðið að fullu undir nauðsynlegum fjárfestingum. T.d. er ekkert sveitarfélag á höfuðborgarsvæðinu sem tekur á móti öllum börnum á leikskóla frá 12 mánaða aldri. Ef við tökum til samanburðar sveitarfélögin í Uppsveitum Árnessýslu, þ.e.a.s. Skeiða- og Gnúpverjahrepp, Grímsnes- og Grafningshrepp, Bláskógabyggð og Hrunamannahrepp. Íbúafjöldi hvers sveitarfélags frá 650 – 1.500. Skuldahlutfall A-hluta sveitarfélaganna er á bilinu 36 – 103 % og veltufjárhlutfall 6 – 16 %. Öll þessi sveitarfélög reka grunnskóla og flest þeirra taka inn börn á leikskóla frá 12 mánaða aldri. Sveitarfélögin á höfuðborgarsvæðinu – Skuldahlutfall og veltufé frá rekstri Sveitarfélögin í Uppsveitum Árnessýslu – Skuldahlutfall og veltufé frá rekstri Það er mitt mat að fyrst og fremst viljum við öll búa við lýðræði, þar sem lýðræðislegur réttur íbúanna er virtur. Alþingi má ekki falla í þá gryfju að veita einum ráðherra slíkt alræðisvald að þvinga fram sameiningar í samfélögum úti á landi. Samfélögum sem ráðherrann hefur engin tengsl við og jafnvel aldrei komið til. Ég vil hvetja Innviðaráðherra til þess að draga til baka áform um þvingaðar sameiningar sveitarfélaga með færri en 250 íbúa áður en frumvarpið verður lagt fram á Alþingi. Einungis 0,15% íbúa landsins búa í þessum sveitarfélögum, sem öll eru verulega landstór og í dreifbýli. Þar skiptir máli að hlusta á vilja íbúanna. Stöndum vörð um lýðræðið og tryggjum fjölbreytta búsetu um land allt, bæði fyrir fjölmenn og fámenn samfélög. Höfundur er oddviti Skeiða- og Gnúpverjahrepps
Stafræn sjálfstæðisbarátta Íslands á 21. öldinni. Tungan, sagan og menningin undir Björgmundur Örn Guðmundsson Skoðun
Skoðun Stafræn sjálfstæðisbarátta Íslands á 21. öldinni. Tungan, sagan og menningin undir Björgmundur Örn Guðmundsson skrifar
Skoðun Forysta í sjálfbærni á bakslagstímum: Sterk gildi eru enn mikilvægari en áður Dr. Andreas Rasche skrifar
Stafræn sjálfstæðisbarátta Íslands á 21. öldinni. Tungan, sagan og menningin undir Björgmundur Örn Guðmundsson Skoðun