Rétthafar framtíðarinnar Erna Mist skrifar 12. október 2025 16:30 Á tímum margmiðlunar rennur fjölmiðlaumhverfið, hið pólitíska landslag og afþreyingariðnaðurinn saman í eitt. Hitamálin, hagsmunaágreiningarnir og hugtakaslagirnir spretta æ sjaldnar upp úr tilfinnanlegum veruleika og oftar upp úr hreinræktuðum smellibeitubisness, þar sem vettvangur manna stækkar eftir því sem viðrögðin sem þeir vekja ýkjast. Ný tegund af pólitíkusum koma fram á sjónarsviðið; þeir sem eru ekki bara stjórnmálamenn heldur hugmyndafræðilegir viðskiptamenn í hagkerfi athyglinnar. Þeir sjá tækifærin í einfaldaðri og fjöldaframleiddri heimsmynd, og nýta sér straumlínulögun veruleikans til að selja einfalda útskýringu á flóknum vandamálum heimsins. Í heimi pólitískrar upplausnar þar sem stríð í Evrópu og uppsiglandi borgarastyrjöld í Bandaríkjunum smitast inn í okkar daglega líf, er skiljanlegt að vilja sannfærast um slíka einföldun á heiminum; hún veitir falska öryggistilfinningu og lætur fólki líða eins og það tilheyri hópi fólks sem sameinast um að útiloka þá sem deila ekki sömu heimsmynd. Þessi popúlismi einskorðast hvorki við hægrið né vinstrið, þetta er ein af birtingarmyndum yfirstandandi tæknibyltingar sem einkennist af gagnkvæmum samruna manns og vélar - tölvur verða skapandi og mannleg hegðun verður vélræn; fyrirsjáanleg og afleidd. Þeir sem upplifa málstað sinn heilagan sjá enga ástæðu til að rökstyðja hann á óhliðhollum vettvangi. Þetta bergmálshellaheilkenni hefur átt ríkan þátt í að grafa gjánna milli ólíkra sjónarmiða, og nú getum við varla minnst á þjóðfélagsumræðuna án þess að tala um „menningarstríð.“ Þegar málsvarar ólíkra þjóðfélagshópa finnast þeir yfir það hafnir að þýða málstað sinn yfir á tungumál sem aðrir þjóðfélagshópar skilja hrekkur þjóðfélagsumræðan í tilgangslaust skilgreingarstríð, þar sem andverðir pólar skiptast á einræðum, skoðanaskipti víkja fyrir viðhorfsyfirlýsingum, algóriþmískar netleiðir breyta þjóðfélagshópum í markhópa og markhópameðvitund stjórnmálamanna lamar umræðuna. Móralskt yfirlæti dyggðaskreyttra vinstrimanna er álíka algóryþmískt og sjálfsvorkunarrant hægrimanna um þöggunartilburði woke-sins. Báðar hliðar telja heimsmynd sinni ógnað af óæðri hugmyndafræði, báðar álíta sig kyndilbera hins siðmenntaða samfélags og rétthafar framtíðarinnar. Flokkun landsmanna í hægri og vinstri er auðvitað hluti vandans, slík tvíhyggja er í eðli sínu popúlísk því hún gefur sér að pólitík sér álíka einföld og íþróttakeppni, þar sem tvö lið berjast til sigurs þar til annað sigrar. En pólitík er ekki leikur, pólitík er vettvangur þar sem skipulagning samfélagsins á sér stað. Lýðræðislegt velferðarsamfélag grundvallast á hæfni okkar til að vega og meta ólíka hagsmuni ólíkra þjóðfélagshópa til að stuðla að einhverskonar jafnvægi - en hvað verður um þessa hæfni þegar lögmál athyglishagkerfisins gerir okkur þröngsýnni og afdráttarlausari? Kannski er þessi svartsýni enn ein aukaverkunin af algóriþmískum veruleika, en á meðan önnur vestræn lýðræðisríki þróast í átt að hernaðardrifnum alræðisríkjum er ekki nema von að maður spyrji hvort þetta sé hápunktur sundrungarinnar, eða hvort hún sé rétt að byrja. Höfundur er listmálari Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Erna Mist Mest lesið Ég á þetta ég má þetta Arnar Atlason Skoðun Draugagangur Fanney Birna Jónsdóttir Fastir pennar Að fá óvæntan skatt í jólagjöf Tina Paic Skoðun Eingreiðsla til öryrkja í desember bundin við lögheimili á Íslandi Jón Frímann Jónsson Skoðun Erfðafjárskattur og vondir skattar Helgi Tómasson Skoðun Er komið að næsta skrefi í jafnréttisbaráttu kvenna? Guðmundur Ingi Þóroddsson Skoðun Sögulegur dagur Inga Lind Karlsdóttir Skoðun Hækkaði Sjálfstæðisflokkurinn erfðafjárskatt um 6,3 milljarða? Þórður Snær Júlíusson Skoðun Heilbrigðiskerfi Íslands - landsbyggðin, lýðheilsa og lækningar Victor Guðmundsson Skoðun Falleg heimasíða — tóm kirkja Hilmar Kristinsson Skoðun Skoðun Skoðun Meðferð ungmenna í vanda er miklu meira en takmörkuð sálfræðimeðferð og lyfjagjafir. Davíð Bergmann skrifar Skoðun Lesblindir og vinnustaður framtíðarinnar Guðmundur S. Johnsen skrifar Skoðun Réttarríki barna: Færum tálmun úr geðþótta í lögbundið ferli Halldóra Lillý Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Kaffistofa Samhjálpar og minnstu bræður okkar Einar Baldvin skrifar Skoðun Erfðafjárskattur og vondir skattar Helgi Tómasson skrifar Skoðun Sagan um þorskinn og sjálfstæðið Svanur Guðmundsson skrifar Skoðun Hvatning til Seðlabankans um að slaka á lánþegaskilyrðum Halla Gunnarsdóttir,Sigurður Hannesson skrifar Skoðun Réttlæti í almannatryggingum Eggert Sigurbergsson skrifar Skoðun Veljum íslensk jólatré – styðjum skógrækt og umhverfið Ragnhildur Freysteinsdóttir skrifar Skoðun Er komið að næsta skrefi í jafnréttisbaráttu kvenna? Guðmundur Ingi Þóroddsson skrifar Skoðun Mikilvægi málumhverfis í leikskólum Kristín Kolbrún Waage Kolbeinsdóttir skrifar Skoðun Heilbrigðiskerfi Íslands - landsbyggðin, lýðheilsa og lækningar Victor Guðmundsson skrifar Skoðun Framlög aukin til fjölmargra málaflokka Ragnar Þór Ingólfsson skrifar Skoðun Er ekki bara best að sleppa hagræðingu þegar kemur að líðan barna og ungmenna? Bjarnveig Birta Bjarnadóttir skrifar Skoðun Hver á nektarmynd af þér? Lísa Margrét Gunnarsdóttir,Íris Björk Ágústsdóttir skrifar Skoðun Spörum við áfram aurinn og hendum krónunni? Kristján Ra. Kristjánsson skrifar Skoðun Ríkisstjórn Kristrúnar Frostadóttur grefur undan EES Diljá Mist Einarsdóttir skrifar Skoðun Samvirkni íslenskrar ferðaþjónustu mun fyrst nást með skemmtiferðaskipum Unnur Elva Arnardóttir,Emma Kjartansdóttir skrifar Skoðun Áhyggjur af stöðu tónlistarmenntunar á degi tónlistar Aron Örn Óskarsson,Edda Austmann,Sigrún Grendal skrifar Skoðun Hækkaði Sjálfstæðisflokkurinn erfðafjárskatt um 6,3 milljarða? Þórður Snær Júlíusson skrifar Skoðun Að fá óvæntan skatt í jólagjöf Tina Paic skrifar Skoðun Falleg heimasíða — tóm kirkja Hilmar Kristinsson skrifar Skoðun Samvera er heilsuefling Þröstur V. Söring skrifar Skoðun Skuldaskellir, nýr jólasveinn sveitarfélaga? Þuríður Harpa Sigurðardóttir skrifar Skoðun Fullveldi á okkar forsendum Guðrún Hafsteinsdóttir skrifar Skoðun Ferðaþjónustan er ekki vandamálið – hún heldur hjólum landsins gangandi Þórir Garðarsson skrifar Skoðun Gagnaver – reynsla frá Danmörku Hallgrímur Óskarsson skrifar Skoðun Ofbeldi barna og verkferlar Kennarasambandsins Ásdís Bergþórsdóttir skrifar Skoðun Móðurást milli rimlanna Rósa Líf Darradóttir,Darri Gunnarsson skrifar Skoðun Sögulegur dagur Inga Lind Karlsdóttir skrifar Sjá meira
Á tímum margmiðlunar rennur fjölmiðlaumhverfið, hið pólitíska landslag og afþreyingariðnaðurinn saman í eitt. Hitamálin, hagsmunaágreiningarnir og hugtakaslagirnir spretta æ sjaldnar upp úr tilfinnanlegum veruleika og oftar upp úr hreinræktuðum smellibeitubisness, þar sem vettvangur manna stækkar eftir því sem viðrögðin sem þeir vekja ýkjast. Ný tegund af pólitíkusum koma fram á sjónarsviðið; þeir sem eru ekki bara stjórnmálamenn heldur hugmyndafræðilegir viðskiptamenn í hagkerfi athyglinnar. Þeir sjá tækifærin í einfaldaðri og fjöldaframleiddri heimsmynd, og nýta sér straumlínulögun veruleikans til að selja einfalda útskýringu á flóknum vandamálum heimsins. Í heimi pólitískrar upplausnar þar sem stríð í Evrópu og uppsiglandi borgarastyrjöld í Bandaríkjunum smitast inn í okkar daglega líf, er skiljanlegt að vilja sannfærast um slíka einföldun á heiminum; hún veitir falska öryggistilfinningu og lætur fólki líða eins og það tilheyri hópi fólks sem sameinast um að útiloka þá sem deila ekki sömu heimsmynd. Þessi popúlismi einskorðast hvorki við hægrið né vinstrið, þetta er ein af birtingarmyndum yfirstandandi tæknibyltingar sem einkennist af gagnkvæmum samruna manns og vélar - tölvur verða skapandi og mannleg hegðun verður vélræn; fyrirsjáanleg og afleidd. Þeir sem upplifa málstað sinn heilagan sjá enga ástæðu til að rökstyðja hann á óhliðhollum vettvangi. Þetta bergmálshellaheilkenni hefur átt ríkan þátt í að grafa gjánna milli ólíkra sjónarmiða, og nú getum við varla minnst á þjóðfélagsumræðuna án þess að tala um „menningarstríð.“ Þegar málsvarar ólíkra þjóðfélagshópa finnast þeir yfir það hafnir að þýða málstað sinn yfir á tungumál sem aðrir þjóðfélagshópar skilja hrekkur þjóðfélagsumræðan í tilgangslaust skilgreingarstríð, þar sem andverðir pólar skiptast á einræðum, skoðanaskipti víkja fyrir viðhorfsyfirlýsingum, algóriþmískar netleiðir breyta þjóðfélagshópum í markhópa og markhópameðvitund stjórnmálamanna lamar umræðuna. Móralskt yfirlæti dyggðaskreyttra vinstrimanna er álíka algóryþmískt og sjálfsvorkunarrant hægrimanna um þöggunartilburði woke-sins. Báðar hliðar telja heimsmynd sinni ógnað af óæðri hugmyndafræði, báðar álíta sig kyndilbera hins siðmenntaða samfélags og rétthafar framtíðarinnar. Flokkun landsmanna í hægri og vinstri er auðvitað hluti vandans, slík tvíhyggja er í eðli sínu popúlísk því hún gefur sér að pólitík sér álíka einföld og íþróttakeppni, þar sem tvö lið berjast til sigurs þar til annað sigrar. En pólitík er ekki leikur, pólitík er vettvangur þar sem skipulagning samfélagsins á sér stað. Lýðræðislegt velferðarsamfélag grundvallast á hæfni okkar til að vega og meta ólíka hagsmuni ólíkra þjóðfélagshópa til að stuðla að einhverskonar jafnvægi - en hvað verður um þessa hæfni þegar lögmál athyglishagkerfisins gerir okkur þröngsýnni og afdráttarlausari? Kannski er þessi svartsýni enn ein aukaverkunin af algóriþmískum veruleika, en á meðan önnur vestræn lýðræðisríki þróast í átt að hernaðardrifnum alræðisríkjum er ekki nema von að maður spyrji hvort þetta sé hápunktur sundrungarinnar, eða hvort hún sé rétt að byrja. Höfundur er listmálari
Skoðun Meðferð ungmenna í vanda er miklu meira en takmörkuð sálfræðimeðferð og lyfjagjafir. Davíð Bergmann skrifar
Skoðun Réttarríki barna: Færum tálmun úr geðþótta í lögbundið ferli Halldóra Lillý Jóhannsdóttir skrifar
Skoðun Hvatning til Seðlabankans um að slaka á lánþegaskilyrðum Halla Gunnarsdóttir,Sigurður Hannesson skrifar
Skoðun Veljum íslensk jólatré – styðjum skógrækt og umhverfið Ragnhildur Freysteinsdóttir skrifar
Skoðun Heilbrigðiskerfi Íslands - landsbyggðin, lýðheilsa og lækningar Victor Guðmundsson skrifar
Skoðun Er ekki bara best að sleppa hagræðingu þegar kemur að líðan barna og ungmenna? Bjarnveig Birta Bjarnadóttir skrifar
Skoðun Samvirkni íslenskrar ferðaþjónustu mun fyrst nást með skemmtiferðaskipum Unnur Elva Arnardóttir,Emma Kjartansdóttir skrifar
Skoðun Áhyggjur af stöðu tónlistarmenntunar á degi tónlistar Aron Örn Óskarsson,Edda Austmann,Sigrún Grendal skrifar
Skoðun Hækkaði Sjálfstæðisflokkurinn erfðafjárskatt um 6,3 milljarða? Þórður Snær Júlíusson skrifar
Skoðun Ferðaþjónustan er ekki vandamálið – hún heldur hjólum landsins gangandi Þórir Garðarsson skrifar