Mótum framtíðina saman Magnús Þór Jónsson skrifar 15. október 2025 07:31 Skólamál hafa á undanförnum vikum, mánuðum og árum verið umfangsmikil í samfélagsumræðunni hér á landi. Það er vel, enda er menntun fjárfesting í framtíðinni. Menntun er lykillinn að tækifærum, grunnur að velferð og forsenda þess að Ísland verði áfram samfélag þar sem hver og einn fær að vaxa og dafna. Menntun snýst ekki aðeins um skóla, kennslu eða námsmat. Hún snýst um börnin sjálf – um líðan þeirra, hvatningu og tækifæri til að verða þau sem þau vilja vera. Þegar við fjárfestum í skólakerfinu, fjárfestum við í framtíðinni. Stöðugleiki og fagmennska í kennslu eru ekki bara hugtök á blaði – þau eru grundvallarþættir í líðan, námi og árangri barna. Þar sem kennarar fá að blómstra, þar dafna börn. Þar verður samfélagið sterkara. Það hefur sýnt sig að þjóðir sem virða kennarastéttina, tryggja henni gott starfsumhverfi, laun og traust, ná meiri árangri í menntun og búa við meira jafnrétti. Við höfum farið yfir mikilvægi fjárfestingar í kennurum til að efla fagmennsku og stöðugleika allra skólagerða, í kjölfar samtals og samstarfs lykilaðila. Sú varða sem var lögð síðasta vetur, og var byggð á samtali, er sú sem skilar mestum árangri. Virk þátttaka kennara, ráðgjafa og stjórnenda í umræðum um ólíka þætti skólastarfs skiptir máli. Þannig náum við að koma saman og móta sameiginlega sýn um framtíðina og hlutverk allra lykilaðila skólastarfs. Tenging draums og veruleika Við höfum kallað það verkefni sem við viljum leggja til í umræðuna nú „Mótum framtíðina saman“. Það byggir á forvitni og von okkar allra. Börn og unglingar sem skrifa „Ég eftir 20 ár“ minna okkur á að framtíðin er ekki fjarlæg draumsýn – hún byrjar hér og nú. Þegar barnið sem dreymir um að verða hjúkrunarfræðingur, smiður eða flugmaður stendur frammi fyrir kennara sem kveikir neista, þá er framtíðin að taka á sig mynd. Það er þessi tenging milli draums og veruleika sem kennarar skapa. Framtíð Íslands er björt þar sem manneskjur framtíðarinnar fá að vaxa við öflugt skólastarf og við sem samfélag stöndum að baki þeim sem kenna, leiða og styðja börnin okkar á þeirri leið. Saman fyrir börnin, framtíðina og samfélagið Þess vegna er hlutverk kennara, ráðgjafa og stjórnenda í ólíkum skólagerðum svo ómetanlegt. Þeir skapa vettvang þar sem hæfileikar barna fá að njóta sín, þar sem trú á eigin getu rætist og þar sem draumar um framtíðina verða að raunverulegum möguleikum. Samfélag sem hlúir vel að börnum sínum, veitir þeim jöfn tækifæri og tryggir kennurum svigrúm til að sinna starfi sínu af metnaði, byggir á sterkum grunni. Það samfélag verður ekki aðeins menntað – það verður réttlátt, skapandi og mannlegt. Samstaða sem mótar framtíðina Í kjölfar langrar baráttu fyrir jöfnuði, virðingu og bættum kjörum hefur íslensk kennarastétt sýnt að samstaðan er hennar sterkasta afl. Hún er afl sem getur breytt viðhorfum, skilað árangri og skapað nýja framtíðarsýn. Við leggjum mikla áherslu á að samfélagið í heild sé hluti af þeirri samstöðu. Að samfélagið haldi áfram að standa með kennurum, styðji við menntun og minni okkur á að hvert barn sem fær tækifæri til að blómstra er sigur fyrir allt samfélagið. Það má ekki líta á menntun sem útgjöld – menntun er fjárfesting. Hún er aðgangur að velferð, jöfnuði og mannréttindum. Hún er brú milli kynslóða, milli drauma og veruleika. Mótum framtíðina saman Við sjáum ekki inn í framtíðina, en við vitum að hún kemur. Við vitum líka, af reynslu, að hún verður betri ef við bregðumst við saman. Kennarasamband Íslands talar til þjóðarinnar – ekki aðeins kennara. Við erum öll í þessu liði. Við mótum framtíðina saman með því að virða, hlusta, styðja og fjárfesta í þeim sem leiða börnin okkar inn í framtíðina. Framtíð Íslands er björt þegar við mótum hana saman. Höfundur er formaður Kennarasambands Íslands. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Magnús Þór Jónsson Skóla- og menntamál Mest lesið Ég á þetta ég má þetta Arnar Atlason Skoðun Að fá óvæntan skatt í jólagjöf Tina Paic Skoðun Draugagangur Fanney Birna Jónsdóttir Fastir pennar Erfðafjárskattur og vondir skattar Helgi Tómasson Skoðun Hækkaði Sjálfstæðisflokkurinn erfðafjárskatt um 6,3 milljarða? Þórður Snær Júlíusson Skoðun Sögulegur dagur Inga Lind Karlsdóttir Skoðun Heilbrigðiskerfi Íslands - landsbyggðin, lýðheilsa og lækningar Victor Guðmundsson Skoðun Falleg heimasíða — tóm kirkja Hilmar Kristinsson Skoðun Er komið að næsta skrefi í jafnréttisbaráttu kvenna? Guðmundur Ingi Þóroddsson Skoðun Eingreiðsla til öryrkja í desember bundin við lögheimili á Íslandi Jón Frímann Jónsson Skoðun Skoðun Skoðun Meðferð ungmenna í vanda er miklu meira en takmörkuð sálfræðimeðferð og lyfjagjafir. Davíð Bergmann skrifar Skoðun Lesblindir og vinnustaður framtíðarinnar Guðmundur S. Johnsen skrifar Skoðun Réttarríki barna: Færum tálmun úr geðþótta í lögbundið ferli Halldóra Lillý Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Kaffistofa Samhjálpar og minnstu bræður okkar Einar Baldvin skrifar Skoðun Erfðafjárskattur og vondir skattar Helgi Tómasson skrifar Skoðun Sagan um þorskinn og sjálfstæðið Svanur Guðmundsson skrifar Skoðun Hvatning til Seðlabankans um að slaka á lánþegaskilyrðum Halla Gunnarsdóttir,Sigurður Hannesson skrifar Skoðun Réttlæti í almannatryggingum Eggert Sigurbergsson skrifar Skoðun Veljum íslensk jólatré – styðjum skógrækt og umhverfið Ragnhildur Freysteinsdóttir skrifar Skoðun Er komið að næsta skrefi í jafnréttisbaráttu kvenna? Guðmundur Ingi Þóroddsson skrifar Skoðun Mikilvægi málumhverfis í leikskólum Kristín Kolbrún Waage Kolbeinsdóttir skrifar Skoðun Heilbrigðiskerfi Íslands - landsbyggðin, lýðheilsa og lækningar Victor Guðmundsson skrifar Skoðun Framlög aukin til fjölmargra málaflokka Ragnar Þór Ingólfsson skrifar Skoðun Er ekki bara best að sleppa hagræðingu þegar kemur að líðan barna og ungmenna? Bjarnveig Birta Bjarnadóttir skrifar Skoðun Hver á nektarmynd af þér? Lísa Margrét Gunnarsdóttir,Íris Björk Ágústsdóttir skrifar Skoðun Spörum við áfram aurinn og hendum krónunni? Kristján Ra. Kristjánsson skrifar Skoðun Ríkisstjórn Kristrúnar Frostadóttur grefur undan EES Diljá Mist Einarsdóttir skrifar Skoðun Samvirkni íslenskrar ferðaþjónustu mun fyrst nást með skemmtiferðaskipum Unnur Elva Arnardóttir,Emma Kjartansdóttir skrifar Skoðun Áhyggjur af stöðu tónlistarmenntunar á degi tónlistar Aron Örn Óskarsson,Edda Austmann,Sigrún Grendal skrifar Skoðun Hækkaði Sjálfstæðisflokkurinn erfðafjárskatt um 6,3 milljarða? Þórður Snær Júlíusson skrifar Skoðun Að fá óvæntan skatt í jólagjöf Tina Paic skrifar Skoðun Falleg heimasíða — tóm kirkja Hilmar Kristinsson skrifar Skoðun Samvera er heilsuefling Þröstur V. Söring skrifar Skoðun Skuldaskellir, nýr jólasveinn sveitarfélaga? Þuríður Harpa Sigurðardóttir skrifar Skoðun Fullveldi á okkar forsendum Guðrún Hafsteinsdóttir skrifar Skoðun Ferðaþjónustan er ekki vandamálið – hún heldur hjólum landsins gangandi Þórir Garðarsson skrifar Skoðun Gagnaver – reynsla frá Danmörku Hallgrímur Óskarsson skrifar Skoðun Ofbeldi barna og verkferlar Kennarasambandsins Ásdís Bergþórsdóttir skrifar Skoðun Móðurást milli rimlanna Rósa Líf Darradóttir,Darri Gunnarsson skrifar Skoðun Sögulegur dagur Inga Lind Karlsdóttir skrifar Sjá meira
Skólamál hafa á undanförnum vikum, mánuðum og árum verið umfangsmikil í samfélagsumræðunni hér á landi. Það er vel, enda er menntun fjárfesting í framtíðinni. Menntun er lykillinn að tækifærum, grunnur að velferð og forsenda þess að Ísland verði áfram samfélag þar sem hver og einn fær að vaxa og dafna. Menntun snýst ekki aðeins um skóla, kennslu eða námsmat. Hún snýst um börnin sjálf – um líðan þeirra, hvatningu og tækifæri til að verða þau sem þau vilja vera. Þegar við fjárfestum í skólakerfinu, fjárfestum við í framtíðinni. Stöðugleiki og fagmennska í kennslu eru ekki bara hugtök á blaði – þau eru grundvallarþættir í líðan, námi og árangri barna. Þar sem kennarar fá að blómstra, þar dafna börn. Þar verður samfélagið sterkara. Það hefur sýnt sig að þjóðir sem virða kennarastéttina, tryggja henni gott starfsumhverfi, laun og traust, ná meiri árangri í menntun og búa við meira jafnrétti. Við höfum farið yfir mikilvægi fjárfestingar í kennurum til að efla fagmennsku og stöðugleika allra skólagerða, í kjölfar samtals og samstarfs lykilaðila. Sú varða sem var lögð síðasta vetur, og var byggð á samtali, er sú sem skilar mestum árangri. Virk þátttaka kennara, ráðgjafa og stjórnenda í umræðum um ólíka þætti skólastarfs skiptir máli. Þannig náum við að koma saman og móta sameiginlega sýn um framtíðina og hlutverk allra lykilaðila skólastarfs. Tenging draums og veruleika Við höfum kallað það verkefni sem við viljum leggja til í umræðuna nú „Mótum framtíðina saman“. Það byggir á forvitni og von okkar allra. Börn og unglingar sem skrifa „Ég eftir 20 ár“ minna okkur á að framtíðin er ekki fjarlæg draumsýn – hún byrjar hér og nú. Þegar barnið sem dreymir um að verða hjúkrunarfræðingur, smiður eða flugmaður stendur frammi fyrir kennara sem kveikir neista, þá er framtíðin að taka á sig mynd. Það er þessi tenging milli draums og veruleika sem kennarar skapa. Framtíð Íslands er björt þar sem manneskjur framtíðarinnar fá að vaxa við öflugt skólastarf og við sem samfélag stöndum að baki þeim sem kenna, leiða og styðja börnin okkar á þeirri leið. Saman fyrir börnin, framtíðina og samfélagið Þess vegna er hlutverk kennara, ráðgjafa og stjórnenda í ólíkum skólagerðum svo ómetanlegt. Þeir skapa vettvang þar sem hæfileikar barna fá að njóta sín, þar sem trú á eigin getu rætist og þar sem draumar um framtíðina verða að raunverulegum möguleikum. Samfélag sem hlúir vel að börnum sínum, veitir þeim jöfn tækifæri og tryggir kennurum svigrúm til að sinna starfi sínu af metnaði, byggir á sterkum grunni. Það samfélag verður ekki aðeins menntað – það verður réttlátt, skapandi og mannlegt. Samstaða sem mótar framtíðina Í kjölfar langrar baráttu fyrir jöfnuði, virðingu og bættum kjörum hefur íslensk kennarastétt sýnt að samstaðan er hennar sterkasta afl. Hún er afl sem getur breytt viðhorfum, skilað árangri og skapað nýja framtíðarsýn. Við leggjum mikla áherslu á að samfélagið í heild sé hluti af þeirri samstöðu. Að samfélagið haldi áfram að standa með kennurum, styðji við menntun og minni okkur á að hvert barn sem fær tækifæri til að blómstra er sigur fyrir allt samfélagið. Það má ekki líta á menntun sem útgjöld – menntun er fjárfesting. Hún er aðgangur að velferð, jöfnuði og mannréttindum. Hún er brú milli kynslóða, milli drauma og veruleika. Mótum framtíðina saman Við sjáum ekki inn í framtíðina, en við vitum að hún kemur. Við vitum líka, af reynslu, að hún verður betri ef við bregðumst við saman. Kennarasamband Íslands talar til þjóðarinnar – ekki aðeins kennara. Við erum öll í þessu liði. Við mótum framtíðina saman með því að virða, hlusta, styðja og fjárfesta í þeim sem leiða börnin okkar inn í framtíðina. Framtíð Íslands er björt þegar við mótum hana saman. Höfundur er formaður Kennarasambands Íslands.
Skoðun Meðferð ungmenna í vanda er miklu meira en takmörkuð sálfræðimeðferð og lyfjagjafir. Davíð Bergmann skrifar
Skoðun Réttarríki barna: Færum tálmun úr geðþótta í lögbundið ferli Halldóra Lillý Jóhannsdóttir skrifar
Skoðun Hvatning til Seðlabankans um að slaka á lánþegaskilyrðum Halla Gunnarsdóttir,Sigurður Hannesson skrifar
Skoðun Veljum íslensk jólatré – styðjum skógrækt og umhverfið Ragnhildur Freysteinsdóttir skrifar
Skoðun Heilbrigðiskerfi Íslands - landsbyggðin, lýðheilsa og lækningar Victor Guðmundsson skrifar
Skoðun Er ekki bara best að sleppa hagræðingu þegar kemur að líðan barna og ungmenna? Bjarnveig Birta Bjarnadóttir skrifar
Skoðun Samvirkni íslenskrar ferðaþjónustu mun fyrst nást með skemmtiferðaskipum Unnur Elva Arnardóttir,Emma Kjartansdóttir skrifar
Skoðun Áhyggjur af stöðu tónlistarmenntunar á degi tónlistar Aron Örn Óskarsson,Edda Austmann,Sigrún Grendal skrifar
Skoðun Hækkaði Sjálfstæðisflokkurinn erfðafjárskatt um 6,3 milljarða? Þórður Snær Júlíusson skrifar
Skoðun Ferðaþjónustan er ekki vandamálið – hún heldur hjólum landsins gangandi Þórir Garðarsson skrifar