Lífsbjörg okkar er í veði Hanna Katrín Friðriksson skrifar 15. október 2025 07:01 Svona komst Geir Hallgrímsson, þáverandi forsætisráðherra, að orði í ávarpi til þjóðarinnar í Morgunblaðinu þann 15. október 1975. Tilefnið var að á miðnætti hafði reglugerð um 200 sjómílna fiskveiðilögsögu Íslands tekið gildi en Matthías Bjarnason, þáverandi sjávarútvegsráðherra, undirritaði reglugerðina þá um sumarið. Mánuði eftir að reglugerðin tók gildi rann bráðabirgðasamningur við Breta frá árinu 1973 um veiðar innan íslensku lögsögunnar út, og í kjölfarið braust út þriðja og síðasta þorskastríðið. Því lauk með samkomulagi sumarið 1976 þar sem kveðið var á um að breskir togarar fengju að veiða innan íslensku lögsögunnar næstu sex mánuðina. Síðustu bresku togararnir sigldu því út úr íslenskri landhelgi þann 1. desember 1976. Sex árum síðar var Hafréttarsamningur Sameinuðu þjóðanna samþykktur, en með honum var staðfest að strandríki eiga landgrunn allt að 200 sjómílum frá grunnlínum sem víðátta landhelginnar er mæld frá. Stórhuga og framsækin Það er engum blöðum um það að fletta að ákvörðun íslenskra stjórnvalda fyrir hálfri öld síðan, sem tekin var einhliða, var stórhuga og framsækin enda var Ísland á meðal fyrstu þjóða heims til þess að færa landhelgina út í 200 mílur. Með þessu var stigið lokaskrefið í að ná stjórn á veiðum íslenskra stofna og það gert mögulegt að nýta þá í þágu íslenskra hagsmuna. Mikilvægi þessarar ákvörðunar fyrir íslenska þjóðarbúið er ótvírætt enda var hlutfall sjávarútvegs í útflutningstekjum þjóðarinnar árið 1975 um 80%. Þótt það hlutfall hafi lækkað á síðustu árum þá er það vegna tilkomu annarra mikilvægra útflutningsgreina sem hafa rutt sér til rúms, en sjávarútvegur er og verður áfram burðarás í íslensku samfélagi. Það sést ekki hvað síst í því að verðmætasköpun í íslenskum sjávarútvegi hefur aldrei verið meiri. Ákvörðun íslenskra stjórnvalda um útfærslu fiskveiðilögsögunnar á fyrstu áratugum sjálfstæðis sýnir að fámennar þjóðir geta haft mikilvæga og afgerandi rödd á alþjóðavettvangi, m.a. þegar kemur að mótun þjóðréttarreglna. Ákvörðunin sýnir einnig mikilvægi þess að stjórnvöld á hverjum tíma hafi kjark og þor til að taka stórar ákvarðanir með framtíð þjóðarinnar og langtímahagsmuni hennar að leiðarljósi. Höfundur er atvinnuvegaráðherra. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Sjávarútvegur Þorskastríðin Hanna Katrín Friðriksson Mest lesið „Múslimahjörðin“ að taka yfir Ísland? Árni Þór Þórsson Skoðun Halldór 10.01.2026 Halldór Sjálfstæðisflokkurinn yfirgefur okkur Lárus Bl. Sigurðsson Skoðun Málið of stórt fyrir þjóðina Hjörtur J. Guðmundsson Skoðun Af hverju efast fólk enn – þegar loftslagsvísindin eru skýr? Eyþór Eðvarðsson Skoðun Þegar samhengi breytist – og orðræðan með Bogi Ragnarsson Skoðun Manst þú eftir hverfinu þínu? Pétur Marteinsson Skoðun Að elska nóg til að sleppa takinu Ingrid Kuhlman Skoðun Reykjavík má ekki bregðast eldri borgurum Gunnar Einarsson Skoðun Traust: Hinn ósýnilegi hornsteinn íslenskrar heilbrigðisþjónustu Jón Magnús Kristjánsson Skoðun Skoðun Skoðun Þegar samhengi breytist – og orðræðan með Bogi Ragnarsson skrifar Skoðun Íþróttaskuld Kristinn Albertsson skrifar Skoðun Traust: Hinn ósýnilegi hornsteinn íslenskrar heilbrigðisþjónustu Jón Magnús Kristjánsson skrifar Skoðun Að vera vakandi karlmaður Sigurður Árni Reynisson skrifar Skoðun Mýtuvaxtarverkin - inngangskúrs í loftslagsafneitun Sveinn Atli Gunnarsson skrifar Skoðun Af hverju efast fólk enn – þegar loftslagsvísindin eru skýr? Eyþór Eðvarðsson skrifar Skoðun Reykjavík má ekki bregðast eldri borgurum Gunnar Einarsson skrifar Skoðun Að elska nóg til að sleppa takinu Ingrid Kuhlman skrifar Skoðun Ábyrgð og aðgerðir – fyrsta ár Flokks fólksins í meirihluta borgarstjórnar Einar Sveinbjörn Guðmundsson skrifar Skoðun Ný kynslóð Björg Magnúsdóttir skrifar Skoðun Manst þú eftir hverfinu þínu? Pétur Marteinsson skrifar Skoðun Málið of stórt fyrir þjóðina Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Sjálfstæðisflokkurinn yfirgefur okkur Lárus Bl. Sigurðsson skrifar Skoðun Bókun 35: Þegar Alþingi missir síðasta orðið Júlíus Valsson skrifar Skoðun „Múslimahjörðin“ að taka yfir Ísland? Árni Þór Þórsson skrifar Skoðun Ahhh! Þess vegna vill Trump eignast Grænland! Ágúst Kvaran skrifar Skoðun 35% aukning í millilandaflugi um Akureyrarflugvöll Ásthildur Sturludóttir skrifar Skoðun Við erum hjartað í boltanum Ásgeir Sveinsson skrifar Skoðun Áramótaheit sem endast Sigrún Þóra Sveinsdóttir skrifar Skoðun Vernd hvala er þjóðaröryggismál Micah Garen skrifar Skoðun Tímabært að koma böndum á gjaldskyldufrumskóginn Hanna Katrín Friðriksson skrifar Skoðun Uppgjöf í barnamálum Bozena Raczkowska skrifar Skoðun Að óttast að það verði sem orðið er Helga Þórólfsdóttir skrifar Skoðun Börnin okkar eiga betra skilið en ókunnugar afleysingar Kristín Kolbrún Waage Kolbeinsdóttir skrifar Skoðun Að nýta atvinnustefnu til að móta hagvöxt Mariana Mazzucato skrifar Skoðun Villi er allt sem þarf Birgir Liljar Soltani skrifar Skoðun Börnin borga verðið þegar kerfið bregst Svava Björg Mörk skrifar Skoðun Ómissandi innviðir – undirstaða öryggis og viðnáms samfélagsins Sólrún Kristjánsdóttir skrifar Skoðun Atvinnuþátttaka eldra fólks og sjálfbærni Halldór S. Guðmundsson,Kolbeinn H. Stefánsson skrifar Skoðun Mannasættir Teitur Atlason skrifar Sjá meira
Svona komst Geir Hallgrímsson, þáverandi forsætisráðherra, að orði í ávarpi til þjóðarinnar í Morgunblaðinu þann 15. október 1975. Tilefnið var að á miðnætti hafði reglugerð um 200 sjómílna fiskveiðilögsögu Íslands tekið gildi en Matthías Bjarnason, þáverandi sjávarútvegsráðherra, undirritaði reglugerðina þá um sumarið. Mánuði eftir að reglugerðin tók gildi rann bráðabirgðasamningur við Breta frá árinu 1973 um veiðar innan íslensku lögsögunnar út, og í kjölfarið braust út þriðja og síðasta þorskastríðið. Því lauk með samkomulagi sumarið 1976 þar sem kveðið var á um að breskir togarar fengju að veiða innan íslensku lögsögunnar næstu sex mánuðina. Síðustu bresku togararnir sigldu því út úr íslenskri landhelgi þann 1. desember 1976. Sex árum síðar var Hafréttarsamningur Sameinuðu þjóðanna samþykktur, en með honum var staðfest að strandríki eiga landgrunn allt að 200 sjómílum frá grunnlínum sem víðátta landhelginnar er mæld frá. Stórhuga og framsækin Það er engum blöðum um það að fletta að ákvörðun íslenskra stjórnvalda fyrir hálfri öld síðan, sem tekin var einhliða, var stórhuga og framsækin enda var Ísland á meðal fyrstu þjóða heims til þess að færa landhelgina út í 200 mílur. Með þessu var stigið lokaskrefið í að ná stjórn á veiðum íslenskra stofna og það gert mögulegt að nýta þá í þágu íslenskra hagsmuna. Mikilvægi þessarar ákvörðunar fyrir íslenska þjóðarbúið er ótvírætt enda var hlutfall sjávarútvegs í útflutningstekjum þjóðarinnar árið 1975 um 80%. Þótt það hlutfall hafi lækkað á síðustu árum þá er það vegna tilkomu annarra mikilvægra útflutningsgreina sem hafa rutt sér til rúms, en sjávarútvegur er og verður áfram burðarás í íslensku samfélagi. Það sést ekki hvað síst í því að verðmætasköpun í íslenskum sjávarútvegi hefur aldrei verið meiri. Ákvörðun íslenskra stjórnvalda um útfærslu fiskveiðilögsögunnar á fyrstu áratugum sjálfstæðis sýnir að fámennar þjóðir geta haft mikilvæga og afgerandi rödd á alþjóðavettvangi, m.a. þegar kemur að mótun þjóðréttarreglna. Ákvörðunin sýnir einnig mikilvægi þess að stjórnvöld á hverjum tíma hafi kjark og þor til að taka stórar ákvarðanir með framtíð þjóðarinnar og langtímahagsmuni hennar að leiðarljósi. Höfundur er atvinnuvegaráðherra.
Traust: Hinn ósýnilegi hornsteinn íslenskrar heilbrigðisþjónustu Jón Magnús Kristjánsson Skoðun
Skoðun Traust: Hinn ósýnilegi hornsteinn íslenskrar heilbrigðisþjónustu Jón Magnús Kristjánsson skrifar
Skoðun Ábyrgð og aðgerðir – fyrsta ár Flokks fólksins í meirihluta borgarstjórnar Einar Sveinbjörn Guðmundsson skrifar
Skoðun Börnin okkar eiga betra skilið en ókunnugar afleysingar Kristín Kolbrún Waage Kolbeinsdóttir skrifar
Skoðun Ómissandi innviðir – undirstaða öryggis og viðnáms samfélagsins Sólrún Kristjánsdóttir skrifar
Skoðun Atvinnuþátttaka eldra fólks og sjálfbærni Halldór S. Guðmundsson,Kolbeinn H. Stefánsson skrifar
Traust: Hinn ósýnilegi hornsteinn íslenskrar heilbrigðisþjónustu Jón Magnús Kristjánsson Skoðun