Aðeins tuttugu sæti enn laus á HM Sindri Sverrisson skrifar 14. október 2025 22:03 Sadio Mané er búinn að koma Senegal inn á HM. Getty/Cem Ozdel Sex þjóðir bættust í kvöld í hóp þeirra sem tryggt hafa sér sæti á HM karla í fótbolta sem fram fer í Bandaríkjunum, Mexíkó og Kanada næsta sumar. Aðeins tuttugu sæti eru enn laus á þessu stærsta heimsmeistaramóti sögunnar. Eftir úrslit kvöldsins eru alls 28 þjóðir öruggar inn á HM sem nú verður í fyrsta sinn með 48 liðum í stað 32 á síðustu mótum. 28/48 ✅@Aramco | #WeAre26 pic.twitter.com/eaksBnrBYM— FIFA World Cup (@FIFAWorldCup) October 14, 2025 Í kvöld bættist England í hópinn með stórsigri sínum gegn Lettum en einnig bættust við tvö lið frá Asíu og þrjú frá Afríku. Síðustu og verðandi gestgjafar verða með Katarar, gestgjafar síðasta HM, tryggðu sér farseðilinn til Ameríku með 2-1 sigri gegn Sameinuðu arabísku furstadæmunum í dag. Boualem Khoukhi og Pedro MIguel skoruðu mörk Katar sem þar með vann þriggja liða riðil sinn. Sádi-Arabía, gestgjafi HM 2034, vann einnig sinn þriggja liða riðil, með markalausu jafntefli við Írak á heimavelli, og kom sér inn á HM. Six nations (🆕) qualified for the 2026 World Cup on 14 October 2025.Here are the 28 countries that have confirmed their place at next summer's tournament.🇨🇦 Canada🇲🇽 Mexico🇺🇸 USA🇦🇺 Australia🇮🇷 Iran🇯🇵 Japan🇯🇴 Jordan🇰🇷 South Korea🇶🇦 Qatar 🆕🇸🇦 Saudi Arabia 🆕🇺🇿… pic.twitter.com/elUBGd7o5n— The Athletic | Football (@TheAthleticFC) October 14, 2025 Írak og Sameinuðu arabísku furstadæmin geta enn komist á HM en þau mætast í umspilsleikjum í nóvember og mun sigurliðið svo fara í umspil við lið úr öðrum heimsálfum í mars. Mané og Diallo skoruðu og komust inn á HM Fílabeinsströndin, Senegal og Suður-Afríka tryggðu sig svo áfram úr undankeppninni í Afríku. Sadio Mané skoraði tvö marka Senegal í 4-0 sigri gegn Máritaníu í dag sem dugði til að enda fyrir ofan Kongó í baráttunni um efsta sæti B-riðils. Fílabeinsströndin vann Kenía 3-0, þar sem Manchester United-maðurinn Amad Diallo skoraði lokamarkið, og endaði stigi fyrir ofan Gabon á toppi F-riðils. Suður-Afríka vann svo Rúanda og endaði stigi fyrir ofan Nígeríu og Benín í C-riðli. Nígería, Gabon, Kamerún og Kongó munu svo í næsta mánuði berjast um eitt laust sæti í umspilinu við lið úr öðrum heimsálfum í mars. HM 2026 í fótbolta Mest lesið Umboðsmaður hótaði leikmanni með byssu Fótbolti Emilía opnaði markareikninginn gegn Ingibjörgu Fótbolti Söguleg byrjun OKC á tímabilinu Körfubolti O'Neil tekur ekki við Úlfunum á ný Fótbolti Yfirburðir Sunderland dugðu ekki til sigurs Enski boltinn Alfreð klæddist kvennatreyjunni á leiknum við Ísland Handbolti „Ísland í hópi með Norður-Kóreu og Íran“ Sport Spence og van de Ven báðust afsökunar Fótbolti Fyrsti sigur í hús hjá Genoa Fótbolti „Búnt á skenkinn, Halli Egils á vegginn“ Sport Fleiri fréttir Umboðsmaður hótaði leikmanni með byssu O'Neil tekur ekki við Úlfunum á ný Emilía opnaði markareikninginn gegn Ingibjörgu Fyrsti sigur í hús hjá Genoa Yfirburðir Sunderland dugðu ekki til sigurs Segir Wirtz enn vera að venjast leikjaálaginu Spence og van de Ven báðust afsökunar Telja United mun líklegra til að enda í sjöunda en öðru sæti Rekinn eftir aðeins fimm mánuði í starfi Leitin heldur áfram og Lúðvík leysir af Fanndís hefur ekkert heyrt frá Val og íhugar að hætta Ósammála um Gyökeres: „Hefðirðu verið ánægður með fjögur mörk?“ Eigandi Forest býður fram aðstoð eftir stunguárásina Gæti tekið við Úlfunum ellefu mánuðum eftir að hafa verið rekinn frá þeim Sjáðu mörkin úr kærkomnum sigri West Ham og tvennu Haalands Van Dijk frábiður sér letilega gagnrýni Rooneys Segir allt tal um leiðinlegan fótbolta hjá Arsenal heimskulegt Guardiola segir að dómararnir hafi verið á móti City í áratug Viðtökurnar á Anfield munu ekki breyta neinu „Örugglega nokkrir Fantasy-þjálfarar ósáttir“ Lygilega jafnt á toppnum eftir sigur AC Milan „Haaland er þetta góður“ Spánarmeistararnir halda í við toppliðið „Það verður hundleiðinlegt að spila við Val“ Hermann tekinn við Val Viðar Ari lagði upp tvö í Íslendingaslag Daníel Leó hetjan í dramatískum sigri Ísak Bergmann og félagar nálgast Evrópusæti Annað tap spútnikliðsins kom í Manchester Loksins West Ham-sigur í London Sjá meira
Eftir úrslit kvöldsins eru alls 28 þjóðir öruggar inn á HM sem nú verður í fyrsta sinn með 48 liðum í stað 32 á síðustu mótum. 28/48 ✅@Aramco | #WeAre26 pic.twitter.com/eaksBnrBYM— FIFA World Cup (@FIFAWorldCup) October 14, 2025 Í kvöld bættist England í hópinn með stórsigri sínum gegn Lettum en einnig bættust við tvö lið frá Asíu og þrjú frá Afríku. Síðustu og verðandi gestgjafar verða með Katarar, gestgjafar síðasta HM, tryggðu sér farseðilinn til Ameríku með 2-1 sigri gegn Sameinuðu arabísku furstadæmunum í dag. Boualem Khoukhi og Pedro MIguel skoruðu mörk Katar sem þar með vann þriggja liða riðil sinn. Sádi-Arabía, gestgjafi HM 2034, vann einnig sinn þriggja liða riðil, með markalausu jafntefli við Írak á heimavelli, og kom sér inn á HM. Six nations (🆕) qualified for the 2026 World Cup on 14 October 2025.Here are the 28 countries that have confirmed their place at next summer's tournament.🇨🇦 Canada🇲🇽 Mexico🇺🇸 USA🇦🇺 Australia🇮🇷 Iran🇯🇵 Japan🇯🇴 Jordan🇰🇷 South Korea🇶🇦 Qatar 🆕🇸🇦 Saudi Arabia 🆕🇺🇿… pic.twitter.com/elUBGd7o5n— The Athletic | Football (@TheAthleticFC) October 14, 2025 Írak og Sameinuðu arabísku furstadæmin geta enn komist á HM en þau mætast í umspilsleikjum í nóvember og mun sigurliðið svo fara í umspil við lið úr öðrum heimsálfum í mars. Mané og Diallo skoruðu og komust inn á HM Fílabeinsströndin, Senegal og Suður-Afríka tryggðu sig svo áfram úr undankeppninni í Afríku. Sadio Mané skoraði tvö marka Senegal í 4-0 sigri gegn Máritaníu í dag sem dugði til að enda fyrir ofan Kongó í baráttunni um efsta sæti B-riðils. Fílabeinsströndin vann Kenía 3-0, þar sem Manchester United-maðurinn Amad Diallo skoraði lokamarkið, og endaði stigi fyrir ofan Gabon á toppi F-riðils. Suður-Afríka vann svo Rúanda og endaði stigi fyrir ofan Nígeríu og Benín í C-riðli. Nígería, Gabon, Kamerún og Kongó munu svo í næsta mánuði berjast um eitt laust sæti í umspilinu við lið úr öðrum heimsálfum í mars.
HM 2026 í fótbolta Mest lesið Umboðsmaður hótaði leikmanni með byssu Fótbolti Emilía opnaði markareikninginn gegn Ingibjörgu Fótbolti Söguleg byrjun OKC á tímabilinu Körfubolti O'Neil tekur ekki við Úlfunum á ný Fótbolti Yfirburðir Sunderland dugðu ekki til sigurs Enski boltinn Alfreð klæddist kvennatreyjunni á leiknum við Ísland Handbolti „Ísland í hópi með Norður-Kóreu og Íran“ Sport Spence og van de Ven báðust afsökunar Fótbolti Fyrsti sigur í hús hjá Genoa Fótbolti „Búnt á skenkinn, Halli Egils á vegginn“ Sport Fleiri fréttir Umboðsmaður hótaði leikmanni með byssu O'Neil tekur ekki við Úlfunum á ný Emilía opnaði markareikninginn gegn Ingibjörgu Fyrsti sigur í hús hjá Genoa Yfirburðir Sunderland dugðu ekki til sigurs Segir Wirtz enn vera að venjast leikjaálaginu Spence og van de Ven báðust afsökunar Telja United mun líklegra til að enda í sjöunda en öðru sæti Rekinn eftir aðeins fimm mánuði í starfi Leitin heldur áfram og Lúðvík leysir af Fanndís hefur ekkert heyrt frá Val og íhugar að hætta Ósammála um Gyökeres: „Hefðirðu verið ánægður með fjögur mörk?“ Eigandi Forest býður fram aðstoð eftir stunguárásina Gæti tekið við Úlfunum ellefu mánuðum eftir að hafa verið rekinn frá þeim Sjáðu mörkin úr kærkomnum sigri West Ham og tvennu Haalands Van Dijk frábiður sér letilega gagnrýni Rooneys Segir allt tal um leiðinlegan fótbolta hjá Arsenal heimskulegt Guardiola segir að dómararnir hafi verið á móti City í áratug Viðtökurnar á Anfield munu ekki breyta neinu „Örugglega nokkrir Fantasy-þjálfarar ósáttir“ Lygilega jafnt á toppnum eftir sigur AC Milan „Haaland er þetta góður“ Spánarmeistararnir halda í við toppliðið „Það verður hundleiðinlegt að spila við Val“ Hermann tekinn við Val Viðar Ari lagði upp tvö í Íslendingaslag Daníel Leó hetjan í dramatískum sigri Ísak Bergmann og félagar nálgast Evrópusæti Annað tap spútnikliðsins kom í Manchester Loksins West Ham-sigur í London Sjá meira