Að henda bókum í börn Hildur Ýr Ísberg skrifar 15. október 2025 06:47 Þessa dagana hefur starf mitt verið á dagskrá á kaffistofum og í heitum pottum þessa lands. Ég er nefnilega íslenskukennari í Menntaskólanum við Hamrahlíð, einum af þeim fjórum skólum sem skylda nemendur sína til þess að lesa Sjálfstætt fólk eftir nóbelskáldið Halldór Laxness. Það er mér því ljúft og skylt að útskýra af hverju mér finnst að við eigum að kenna einmitt þessa bók eftir einmitt þennan mann. Galdurinn við Sjálfstætt fólk er sá að hún er mjög krefjandi fyrir lesandann að því leyti að aðalpersónan Bjartur er ekkert sérstaklega góð manneskja. Þetta á raunar líka við um Jón Hreggviðsson, aðalpersónu Íslandsklukkunnar, sem heitu pottunum finnst líka of flókin til að „henda í“ nemendur og mér finnst líka mjög gaman að kenna. Lesandi bókmennta á að samsama sig með aðalpersónum, finna til með þeim og spegla sig í þeim, en öll slík hegðun gagnvart þeim félögum er afskaplega óþægileg. Þrátt fyrir þetta er augljóst fyrir lesandann að báðir eiga þeir skilið réttlæti í sínum samfélögum. Það á nefnilega ekki að þurfa að sýna fram á manngæsku sína eða siðferði til þess að eiga skilið réttlæti og sanngirni. Þessi krefjandi afstaða gagnvart bókinni reynist ýmsum flókin, bæði nemendum og rígfullorðnu fólki. Þess vegna er Bjartur í Sumarhúsum stundum hylltur sem einhvers konar hetja þrátt fyrir alla hans vankanta, af því að í samfélagi, þar sem öll umræða er pólariseruð og svarthvít, ræður fólk illa við að líka ekki við aðalpersónu bókarinnar, en hafa samúð með aðstæðum hennar og finnast þær ranglátar. Þó er þetta einmitt sú ástæða sem mér finnst vega þyngst í þeirri ákvörðun að halda áfram að kenna þessa erfiðu bók. Ungmenni sem við lok íslenskunáms á þriðja þrepi eiga, samkvæmt aðalnámskrá að „átta sig á samfélagslegum skírskotunum og ná duldum boðskap og hugmyndum, sýna þroskaða siðferðisvitund, víðsýni, sköpunarhæfni og samlíðan í málflutningi sínum, umfjöllun og verkum“ verða að geta lesið bókmenntir sem reyna á þessa þætti, bókmenntir þar sem lesandinn er krafinn um að geta haft flóknar tilfinningar og tekið flókna afstöðu. Það er ekki auðvelt að læra Sjálfstætt fólk. Það er raunar ekki alltaf auðvelt að kenna Sjálfstætt fólk. En það á heldur ekki alltaf að vera auðvelt að vera í námi. Ég kæri mig alls ekki um að vera kennari sem „mætir nemendum þar sem þau eru“. Ég lít ekki á það sem mitt hlutverk eða starf. Mitt starf er að hjálpa nemendum að þroskast og vaxa, að fá þau einmitt til þess að hætta að vera þar sem þau eru þegar þau koma til mín og gera þau reiðubúin til að takast á við lífið á nýjan hátt. Nám verður að vera erfitt og krefjandi, annars erum við ekki að sinna okkar skyldum. Nemendur okkar í MH eru yfirleitt stoltir og ánægðir með sig eftir að hafa lesið þessa krefjandi bókmennt, enda mega þau alveg vera það. Það er alveg sérstök tilfinning sem fylgir því fyrir unga manneskju að ráða við erfitt og flókið verkefni sem hún hefði ekkert endilega ráðist í nema tilneydd og uppgötva að þó það hafi verið erfitt, þá réði hún við það. Eftir Sjálfstætt fólk virka aðrar bækur auðveldari en áður og það að halda því fram að ungt fólk geti ekki eða eigi ekki að lesa þessa bók af því að hún sé of flókin er að gera lítið úr þessu frábæra fólki sem leggur sig virkilega fram við að lesa, þroskast og læra. Og ég fer fram á það að samfélagið hætti að gera lítið úr nemendum mínum. Höfundur er íslensku- og bókmenntafræðingur Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Skóla- og menntamál Bókmenntir Framhaldsskólar Mest lesið Þorgerður í sömu vörn og varðstjórinn Tómas Þór Þórðarson Skoðun Láttu ekki svindla á þér við jólainnkaupin Inga María Backman Skoðun Mamma fékk fjórar milljónir fyrir að eignast þig í apríl Guðfinna Kristín Björnsdóttir Skoðun Horfir barnið þitt á klám? Lísa Margrét Gunnarsdóttir Skoðun Duga aðgerðir ríkistjórnarinnar til að rífa fjölda eldri borgara úr fátæktargildrunni? Björn Snæbjörnsson Skoðun „Hugsanleg áhrif“ Íslands innan ESB Hjörtur J. Guðmundsson Skoðun 34 milljónir fyrir póstnúmerið Elliði Vignisson Skoðun Túlkun gagna er ábyrgð Joanna Marcinkowska Skoðun Hvaða einkennir góðan stjórnmálamann? Berglind Guðmundsdóttir Skoðun Lestrarkunnátta barna batnar ekki með einni bók á hverja fimmtán nemendur Eydís Inga Valsdóttir Skoðun Skoðun Skoðun Jákvæð áhrif millilandaflugs til Akureyrar eru miklu meiri en þú heldur Lára Halldóra Eiríksdóttir skrifar Skoðun Fögnum degi sjúkraliða og störfum þeirra alla daga Alma D. Möller skrifar Skoðun Þegar stórútgerðin gleypir allt – er kominn tími á norskar lausnir? Kjartan Sveinsson skrifar Skoðun Óstaðsettir í hús Guðmunda G. Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Flokkur fólksins hefur bætt hag aldraðra og öryrkja Sigurður Helgi Pálmason skrifar Skoðun Láttu ekki svindla á þér við jólainnkaupin Inga María Backman skrifar Skoðun Duga aðgerðir ríkistjórnarinnar til að rífa fjölda eldri borgara úr fátæktargildrunni? Björn Snæbjörnsson skrifar Skoðun Túlkun gagna er ábyrgð Joanna Marcinkowska skrifar Skoðun Lífsstílshljómkviðan: öndun í köldum potti Gunnar Salvarsson skrifar Skoðun Bandaríkjaher, upphaf og innleiðing vatnsúðakerfa Snæbjörn R Rafnsson skrifar Skoðun Sameinumst í að enda stafrænt ofbeldi gegn fötluðum konum Anna Lára Steindal skrifar Skoðun Er munur á trú og trúarbrögðum? Árni Gunnarsson skrifar Skoðun Hvaða einkennir góðan stjórnmálamann? Berglind Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Samstarf og samhæfing á breiðum grunni þjóðaröryggis Víðir Reynisson skrifar Skoðun 10 tonn af textíl á dag Birgitta Stefánsdóttir,Freyja Pétursdóttir skrifar Skoðun Sjúkraliðar er fólkið sem skiptir máli Sandra B. Franks skrifar Skoðun Hversu ört getur höfuðborgin stefnt að breyttum ferðavenjum? Samúel Torfi Pétursson skrifar Skoðun Horfir barnið þitt á klám? Lísa Margrét Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Frá friðarsjálfsblekkingu til raunverulegs öryggis Daði Freyr Ólafsson skrifar Skoðun Lestrarkunnátta barna batnar ekki með einni bók á hverja fimmtán nemendur Eydís Inga Valsdóttir skrifar Skoðun Þorgerður í sömu vörn og varðstjórinn Tómas Þór Þórðarson skrifar Skoðun Hver er staða fæðuöryggis á Íslandi? Hanna Katrín Friðriksson skrifar Skoðun „Hugsanleg áhrif“ Íslands innan ESB Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Frá friði til vígvæðingar: Höfnum nýrri varnar- og öryggisstefnu utanríkisráðherra Steinunn Þóra Árnadóttir,Einar Ólafsson skrifar Skoðun Þungaflutningar og vegakerfið okkar Haraldur Þór Jónsson skrifar Skoðun Stærsta öryggismál barna í dag eru samskipti, mörk og viðbrögð við grun um ofbeldi Arnrún María Magnúsdóttir skrifar Skoðun Stöðvum ólöglegan flutning barna Þorbjörg S. Gunnlaugsdóttir skrifar Skoðun Þegar Inga Sæland sendir reikninginn á næsta borð Einar Þorsteinsson skrifar Skoðun Erlendar rætur: Hornsteinn framfara, ekki ógn Nichole Leigh Mosty skrifar Skoðun Virðingarleysið meiðir Sigurbjörg Ottesen skrifar Sjá meira
Þessa dagana hefur starf mitt verið á dagskrá á kaffistofum og í heitum pottum þessa lands. Ég er nefnilega íslenskukennari í Menntaskólanum við Hamrahlíð, einum af þeim fjórum skólum sem skylda nemendur sína til þess að lesa Sjálfstætt fólk eftir nóbelskáldið Halldór Laxness. Það er mér því ljúft og skylt að útskýra af hverju mér finnst að við eigum að kenna einmitt þessa bók eftir einmitt þennan mann. Galdurinn við Sjálfstætt fólk er sá að hún er mjög krefjandi fyrir lesandann að því leyti að aðalpersónan Bjartur er ekkert sérstaklega góð manneskja. Þetta á raunar líka við um Jón Hreggviðsson, aðalpersónu Íslandsklukkunnar, sem heitu pottunum finnst líka of flókin til að „henda í“ nemendur og mér finnst líka mjög gaman að kenna. Lesandi bókmennta á að samsama sig með aðalpersónum, finna til með þeim og spegla sig í þeim, en öll slík hegðun gagnvart þeim félögum er afskaplega óþægileg. Þrátt fyrir þetta er augljóst fyrir lesandann að báðir eiga þeir skilið réttlæti í sínum samfélögum. Það á nefnilega ekki að þurfa að sýna fram á manngæsku sína eða siðferði til þess að eiga skilið réttlæti og sanngirni. Þessi krefjandi afstaða gagnvart bókinni reynist ýmsum flókin, bæði nemendum og rígfullorðnu fólki. Þess vegna er Bjartur í Sumarhúsum stundum hylltur sem einhvers konar hetja þrátt fyrir alla hans vankanta, af því að í samfélagi, þar sem öll umræða er pólariseruð og svarthvít, ræður fólk illa við að líka ekki við aðalpersónu bókarinnar, en hafa samúð með aðstæðum hennar og finnast þær ranglátar. Þó er þetta einmitt sú ástæða sem mér finnst vega þyngst í þeirri ákvörðun að halda áfram að kenna þessa erfiðu bók. Ungmenni sem við lok íslenskunáms á þriðja þrepi eiga, samkvæmt aðalnámskrá að „átta sig á samfélagslegum skírskotunum og ná duldum boðskap og hugmyndum, sýna þroskaða siðferðisvitund, víðsýni, sköpunarhæfni og samlíðan í málflutningi sínum, umfjöllun og verkum“ verða að geta lesið bókmenntir sem reyna á þessa þætti, bókmenntir þar sem lesandinn er krafinn um að geta haft flóknar tilfinningar og tekið flókna afstöðu. Það er ekki auðvelt að læra Sjálfstætt fólk. Það er raunar ekki alltaf auðvelt að kenna Sjálfstætt fólk. En það á heldur ekki alltaf að vera auðvelt að vera í námi. Ég kæri mig alls ekki um að vera kennari sem „mætir nemendum þar sem þau eru“. Ég lít ekki á það sem mitt hlutverk eða starf. Mitt starf er að hjálpa nemendum að þroskast og vaxa, að fá þau einmitt til þess að hætta að vera þar sem þau eru þegar þau koma til mín og gera þau reiðubúin til að takast á við lífið á nýjan hátt. Nám verður að vera erfitt og krefjandi, annars erum við ekki að sinna okkar skyldum. Nemendur okkar í MH eru yfirleitt stoltir og ánægðir með sig eftir að hafa lesið þessa krefjandi bókmennt, enda mega þau alveg vera það. Það er alveg sérstök tilfinning sem fylgir því fyrir unga manneskju að ráða við erfitt og flókið verkefni sem hún hefði ekkert endilega ráðist í nema tilneydd og uppgötva að þó það hafi verið erfitt, þá réði hún við það. Eftir Sjálfstætt fólk virka aðrar bækur auðveldari en áður og það að halda því fram að ungt fólk geti ekki eða eigi ekki að lesa þessa bók af því að hún sé of flókin er að gera lítið úr þessu frábæra fólki sem leggur sig virkilega fram við að lesa, þroskast og læra. Og ég fer fram á það að samfélagið hætti að gera lítið úr nemendum mínum. Höfundur er íslensku- og bókmenntafræðingur
Duga aðgerðir ríkistjórnarinnar til að rífa fjölda eldri borgara úr fátæktargildrunni? Björn Snæbjörnsson Skoðun
Lestrarkunnátta barna batnar ekki með einni bók á hverja fimmtán nemendur Eydís Inga Valsdóttir Skoðun
Skoðun Jákvæð áhrif millilandaflugs til Akureyrar eru miklu meiri en þú heldur Lára Halldóra Eiríksdóttir skrifar
Skoðun Þegar stórútgerðin gleypir allt – er kominn tími á norskar lausnir? Kjartan Sveinsson skrifar
Skoðun Duga aðgerðir ríkistjórnarinnar til að rífa fjölda eldri borgara úr fátæktargildrunni? Björn Snæbjörnsson skrifar
Skoðun Lestrarkunnátta barna batnar ekki með einni bók á hverja fimmtán nemendur Eydís Inga Valsdóttir skrifar
Skoðun Frá friði til vígvæðingar: Höfnum nýrri varnar- og öryggisstefnu utanríkisráðherra Steinunn Þóra Árnadóttir,Einar Ólafsson skrifar
Skoðun Stærsta öryggismál barna í dag eru samskipti, mörk og viðbrögð við grun um ofbeldi Arnrún María Magnúsdóttir skrifar
Duga aðgerðir ríkistjórnarinnar til að rífa fjölda eldri borgara úr fátæktargildrunni? Björn Snæbjörnsson Skoðun
Lestrarkunnátta barna batnar ekki með einni bók á hverja fimmtán nemendur Eydís Inga Valsdóttir Skoðun