Kartöflurnar eru of dýrar til að kasta í veiðiþjófa Heiðrún Lind Marteinsdóttir skrifar 15. október 2025 10:32 „Um eitt erum vér Íslendingar allir sammála, en það er nauðsyn þjóðarinnar á rúmgóðri landhelgi. Það er lífsskilyrði framtíðar og farsældar og vor náttúrlegi réttur, sem ríður [brýtur] hvorki í bág við alþjóðalög né samþykktir er sett hafa verið.“ Svo mælti Ásgeir Ásgeirsson forseti Íslands í áramótaræðu sinni árið 1959. Hugtakið „þorskastríð“ kemur fyrst fram í íslensku dagblaði, Tímanum, 26. ágúst árið 1959 ef marka má vefinn timarit.is. Það var endursögn á forystugrein sem birst hafði í danska blaðinu Ekstrabladet degi fyrr. Þar var því lýst að „… eftir nokkra daga verður svo komið, að ein af minnstu þjóðum heims, sem jafnframt er náskyld oss, hefur í heilt ár lifað við aðstæður sem nálgast styrjaldarástand. Þessu veldur eitt af fremstu stórveldum heims.“ Þessi átök sem svo voru kölluð áttu rætur sínar í kröfu Íslendinga um 12 mílna „fiskveiðitakmörk“. Bretar sættu sig ekki við það og breskir togarar veiddu hér við land undir vernd breska flotans. Þetta þótti höfundi forystugreinar Ekstrablaðsins lítilmannleg framkoma af hendi Breta. „Bæði skynsemi og siðferði er Íslands megin í þessu máli,“ segir blaðið og bendir á að stuðningur Dana og Norðmanna við Íslendinga sé lítill sem enginn. Þótt orðið þorskastríð finnist fyrst í íslenskum fjölmiðlum árið 1959 má lesa um núning milli Íslendinga og Breta mun fyrr. Í Morgunblaðinu frá árinu 1958 bendir til dæmis Þórarinn Björnsson, skipherra á Ægi, á að Íslendingar hafi aldrei tapað stríði þótt Bretum hafi ekki verið það ljóst. Ekki virðist hafa verið mikill þungi í hernaðaraðgerðum í fyrstu. Þorbjörn Aðalbjörnsson, háseti á Óðni var spurður að því í sama Morgunblaði hvort skipverjar á Óðni hefðu, „ … átt í fisk- og kartöflukasti við þá bresku,“. Hann þvertók ekki fyrir það og sagði að eitt sigið ýsuband hefði verið látið fljúga til þeirra bresku. Kartöflum væri þó ekki hent frá borði. Þær væru allt of dýrar til að kasta í breska veiðiþjófa! Þetta var þó aðeins upphafið að ágreiningi Íslendinga og aðallega Breta um lögsögu Íslands og fleira en fisksporðar og kannski stöku kartafla gekk á milli áður en yfir lauk um miðjan áttunda áratuginn. Ábending Þórarins skipherra stóðst tímans tönn, Íslendingar unnu þetta þorskastríð og tvö til viðbótar. Fyrst var landhelgin færð í tólf mílur, svo fimmtíu og að lokum í tvö hundruð mílur. Guðni Th. Jóhannesson, sagnfræðingur og fyrrverandi forseti, telur að þrír þættir hafi einkum leitt til þess að Ísland hafði betur í þessari baráttu. Fyrst ber að nefna að íslenskir ráðamenn gátu bent á að ef Bretar beittu sér af miklum þunga gegn Íslendingum gæti komið til þess að Íslendingar segðu sig úr Atlantshafsbandalaginu og rækju bandaríska herinn úr landi. Þá var alþjóðleg þróun Íslendingum í hag og margir höfðu samúð með smáþjóð í baráttu við gamla heimsveldið. Þá var að lokum öllum ljóst að togveiðar undir vernd herskipa myndu aldrei ganga til lengdar. Þótt oft hafi slegið heiftarlega í brýnu milli Íslendinga og Breta á miðunum hlaust þó ekki mannsbani af í sjálfum átökunum. Eina dauðsfallið sem varð, og tengist þorskastríðunum, varð í lok ágúst 1973 þegar vélstjóri á varðskipinu Ægi fékk raflost við viðgerð eftir að breska freigátan Appollo sigldi á skipið. Þess er minnst í dag, 15. október, að hálf öld er liðin frá því að efnahagslögsagan var stækkuð í 200 mílur. Það er vert að minnast atburða sem haft hafa mikil áhrif gang sögunnar. Þorskastríð Íslendinga voru öðrum þræði sjálfstæðisbarátta ungrar þjóðar á leið til bjargálna. Sjávarútvegur var langöflugasta hryggjarstykkið í íslensku efnahagslífi alla 20. öldina. Yfirráð yfir miðunum við Ísland skiptu þar afar miklu máli. Hart hafði verið sótt að íslenskum fiskistofnum um langa hríð og sumarið 1975 birti Hafrannsóknastofnun skýrslu um ástand nytjastofna. Skýrslan fékk hið fræga nafn; svarta skýrslan og er enn þekkt undir því heiti. Í henni var varað við alvarlegum afleiðingum ofveiði undangenginna ára og að minnka þyrfti þorskveiðar um helming. Mönnum var ljóst á þeim tíma að eina leiðin væri að útlendir togarar hyrfu með öllu af Íslandsmiðum. Það gekk eftir. Þessi saga má ekki gleymast því hún sýnir svo ágætlega að hagur þjóðar er fyrst og síðast í hennar eigin höndum. Því það er fátítt að stórþjóðir, í samskiptum við hinar smærri, sýni meiri rausn en þeim er þröngvað til. Einkum þegar efnahagslegir hagsmunir eiga í hlut. Þess vegna er mikilvægt að minnast þess hvaða sigra lítil þjóð vinnur og til hvers baráttan var háð. Það þurfti að vernda hagsmuni Íslands þá og þess þarf enn. Þeir sem andvígir eru þeirri skoðun ættu að íhuga hvað hefði gerst ef Íslendingar hefðu ekki staðið á rétti sínum. Höfundur er framkvæmdastjóri Samtaka fyrirtækja í sjávarútvegi. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Heiðrún Lind Marteinsdóttir Sjávarútvegur Mest lesið Kæra heilbrigðisráðherra, Alma Möller Arnar Helgi Lárusson Skoðun Nýi Landspítalinn: klúður sem enginn þorir lengur að ræða Sigurður Sigurðsson Skoðun U-beygja framundan Eyjólfur Ármannsson Skoðun Maðurinn sem ég kynntist í löggunni Þuríður B. Ægisdóttir Skoðun Ef þetta er ekki þrælahald – hvað er það þá? Ágústa Árnadóttir Skoðun Ríkisborgararéttur – sömu reglur eiga að gilda fyrir alla Katrín Haukdal Magnúsdóttir Skoðun Af hverju þurfa börn að borga í strætó? Sanna Magdalena Mörtudóttir Skoðun Flóttamannavegurinn er loksins fundinn Árni Rúnar Þorvaldsson Skoðun 3,7 milljarða skattalækkun í Hafnarfirði Orri Björnsson Skoðun Nokkur orð um rekstrarkostnað Arnar Már Jóhannesson,Ásgerður Ágústsdóttir Skoðun Skoðun Skoðun Stúka við Kórinn mun skera niður framtíð HK í fótbolta! Ómar Stefánsson skrifar Skoðun Hlúum að hjarta skólans skrifar Skoðun Ef þetta er ekki þrælahald – hvað er það þá? Ágústa Árnadóttir skrifar Skoðun Af hverju þurfa börn að borga í strætó? Sanna Magdalena Mörtudóttir skrifar Skoðun Flóttamannavegurinn er loksins fundinn Árni Rúnar Þorvaldsson skrifar Skoðun Ríkisborgararéttur – sömu reglur eiga að gilda fyrir alla Katrín Haukdal Magnúsdóttir skrifar Skoðun Hafnarfjörður fyrir fólk á öllum æviskeiðum Helga Björg Loftsdóttir skrifar Skoðun 3,7 milljarða skattalækkun í Hafnarfirði Orri Björnsson skrifar Skoðun Nokkur orð um rekstrarkostnað Arnar Már Jóhannesson,Ásgerður Ágústsdóttir skrifar Skoðun ESB er (enn) ekki varnarbandalag Hallgrímur Oddsson skrifar Skoðun Ekkert styður fullyrðingar um lélegan árangur af Byrjendalæsi Guðmundur Engilbertsson,Gunnar Gíslason,Jenný Gunnbjörnsdóttir,Ragnheiður Lilja Bjarnadóttir,Rannveig Oddsdóttir,Rúnar Sigþórsson skrifar Skoðun Suðurlandsbraut á skilið umhverfismat Þórir Garðarsson skrifar Skoðun Loforðin ein vinna ekki á verðbólgunni Ólafur Adolfsson skrifar Skoðun Ástæða góðs árangurs í handbolta Lárus Bl. Sigurðsson skrifar Skoðun Skaðlegt stafrænt umhverfi barna Sigurður Sigurðsson skrifar Skoðun U-beygja framundan Eyjólfur Ármannsson skrifar Skoðun Ríkisstjórnin ræður ekki við verkefnið Guðrún Hafsteinsdóttir skrifar Skoðun Kæra heilbrigðisráðherra, Alma Möller Arnar Helgi Lárusson skrifar Skoðun Súkkulaðisnúðurinn segir sannleikann Björn Ólafsson skrifar Skoðun Samtalið er hafið – farsældarráðin eru lykillinn Arna Ír Gunnarsdóttir,Bára Daðadóttir,Erna Lea Bergsteinsdóttir,Hanna Borg Jónsdóttir,Hjördís Eva Þórðardóttir,Nína Hrönn Gunnarsdóttir,Sara Björk Þorsteinsdóttir,Þorleifur Kr. Níelsson skrifar Skoðun Setjum ekki skátastarf á varamannabekkinn Óskar Eiríksson skrifar Skoðun Björg fyrir Reykvíkinga Þorbjörg Helga Vigfúsdóttir,Þórey Vilhjálmsdóttir skrifar Skoðun Enn má Daði leiðrétta Benedikt S. Benediktsson skrifar Skoðun Ég sá Jesú í fréttunum Daníel Ágúst Gautason skrifar Skoðun Ógnarstjórn talmafíunnar Vigdís Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Andstæðingar dýrahalds og hagnaðardrifið dýraverndarstarf Hallgerður Ljósynja Hauksdóttir skrifar Skoðun Leiðtogi með reynslu, kjark og mannlega nálgun Kristín María Birgisdóttir skrifar Skoðun Hundrað–múrinn rofinn! Anna Björg Jónsdóttir skrifar Skoðun Hvert stefnum við? Jasmina Vajzović skrifar Skoðun Hrunamannahreppur 5 - Kópavogur 0 Gunnar Gylfason skrifar Sjá meira
„Um eitt erum vér Íslendingar allir sammála, en það er nauðsyn þjóðarinnar á rúmgóðri landhelgi. Það er lífsskilyrði framtíðar og farsældar og vor náttúrlegi réttur, sem ríður [brýtur] hvorki í bág við alþjóðalög né samþykktir er sett hafa verið.“ Svo mælti Ásgeir Ásgeirsson forseti Íslands í áramótaræðu sinni árið 1959. Hugtakið „þorskastríð“ kemur fyrst fram í íslensku dagblaði, Tímanum, 26. ágúst árið 1959 ef marka má vefinn timarit.is. Það var endursögn á forystugrein sem birst hafði í danska blaðinu Ekstrabladet degi fyrr. Þar var því lýst að „… eftir nokkra daga verður svo komið, að ein af minnstu þjóðum heims, sem jafnframt er náskyld oss, hefur í heilt ár lifað við aðstæður sem nálgast styrjaldarástand. Þessu veldur eitt af fremstu stórveldum heims.“ Þessi átök sem svo voru kölluð áttu rætur sínar í kröfu Íslendinga um 12 mílna „fiskveiðitakmörk“. Bretar sættu sig ekki við það og breskir togarar veiddu hér við land undir vernd breska flotans. Þetta þótti höfundi forystugreinar Ekstrablaðsins lítilmannleg framkoma af hendi Breta. „Bæði skynsemi og siðferði er Íslands megin í þessu máli,“ segir blaðið og bendir á að stuðningur Dana og Norðmanna við Íslendinga sé lítill sem enginn. Þótt orðið þorskastríð finnist fyrst í íslenskum fjölmiðlum árið 1959 má lesa um núning milli Íslendinga og Breta mun fyrr. Í Morgunblaðinu frá árinu 1958 bendir til dæmis Þórarinn Björnsson, skipherra á Ægi, á að Íslendingar hafi aldrei tapað stríði þótt Bretum hafi ekki verið það ljóst. Ekki virðist hafa verið mikill þungi í hernaðaraðgerðum í fyrstu. Þorbjörn Aðalbjörnsson, háseti á Óðni var spurður að því í sama Morgunblaði hvort skipverjar á Óðni hefðu, „ … átt í fisk- og kartöflukasti við þá bresku,“. Hann þvertók ekki fyrir það og sagði að eitt sigið ýsuband hefði verið látið fljúga til þeirra bresku. Kartöflum væri þó ekki hent frá borði. Þær væru allt of dýrar til að kasta í breska veiðiþjófa! Þetta var þó aðeins upphafið að ágreiningi Íslendinga og aðallega Breta um lögsögu Íslands og fleira en fisksporðar og kannski stöku kartafla gekk á milli áður en yfir lauk um miðjan áttunda áratuginn. Ábending Þórarins skipherra stóðst tímans tönn, Íslendingar unnu þetta þorskastríð og tvö til viðbótar. Fyrst var landhelgin færð í tólf mílur, svo fimmtíu og að lokum í tvö hundruð mílur. Guðni Th. Jóhannesson, sagnfræðingur og fyrrverandi forseti, telur að þrír þættir hafi einkum leitt til þess að Ísland hafði betur í þessari baráttu. Fyrst ber að nefna að íslenskir ráðamenn gátu bent á að ef Bretar beittu sér af miklum þunga gegn Íslendingum gæti komið til þess að Íslendingar segðu sig úr Atlantshafsbandalaginu og rækju bandaríska herinn úr landi. Þá var alþjóðleg þróun Íslendingum í hag og margir höfðu samúð með smáþjóð í baráttu við gamla heimsveldið. Þá var að lokum öllum ljóst að togveiðar undir vernd herskipa myndu aldrei ganga til lengdar. Þótt oft hafi slegið heiftarlega í brýnu milli Íslendinga og Breta á miðunum hlaust þó ekki mannsbani af í sjálfum átökunum. Eina dauðsfallið sem varð, og tengist þorskastríðunum, varð í lok ágúst 1973 þegar vélstjóri á varðskipinu Ægi fékk raflost við viðgerð eftir að breska freigátan Appollo sigldi á skipið. Þess er minnst í dag, 15. október, að hálf öld er liðin frá því að efnahagslögsagan var stækkuð í 200 mílur. Það er vert að minnast atburða sem haft hafa mikil áhrif gang sögunnar. Þorskastríð Íslendinga voru öðrum þræði sjálfstæðisbarátta ungrar þjóðar á leið til bjargálna. Sjávarútvegur var langöflugasta hryggjarstykkið í íslensku efnahagslífi alla 20. öldina. Yfirráð yfir miðunum við Ísland skiptu þar afar miklu máli. Hart hafði verið sótt að íslenskum fiskistofnum um langa hríð og sumarið 1975 birti Hafrannsóknastofnun skýrslu um ástand nytjastofna. Skýrslan fékk hið fræga nafn; svarta skýrslan og er enn þekkt undir því heiti. Í henni var varað við alvarlegum afleiðingum ofveiði undangenginna ára og að minnka þyrfti þorskveiðar um helming. Mönnum var ljóst á þeim tíma að eina leiðin væri að útlendir togarar hyrfu með öllu af Íslandsmiðum. Það gekk eftir. Þessi saga má ekki gleymast því hún sýnir svo ágætlega að hagur þjóðar er fyrst og síðast í hennar eigin höndum. Því það er fátítt að stórþjóðir, í samskiptum við hinar smærri, sýni meiri rausn en þeim er þröngvað til. Einkum þegar efnahagslegir hagsmunir eiga í hlut. Þess vegna er mikilvægt að minnast þess hvaða sigra lítil þjóð vinnur og til hvers baráttan var háð. Það þurfti að vernda hagsmuni Íslands þá og þess þarf enn. Þeir sem andvígir eru þeirri skoðun ættu að íhuga hvað hefði gerst ef Íslendingar hefðu ekki staðið á rétti sínum. Höfundur er framkvæmdastjóri Samtaka fyrirtækja í sjávarútvegi.
Skoðun Ríkisborgararéttur – sömu reglur eiga að gilda fyrir alla Katrín Haukdal Magnúsdóttir skrifar
Skoðun Ekkert styður fullyrðingar um lélegan árangur af Byrjendalæsi Guðmundur Engilbertsson,Gunnar Gíslason,Jenný Gunnbjörnsdóttir,Ragnheiður Lilja Bjarnadóttir,Rannveig Oddsdóttir,Rúnar Sigþórsson skrifar
Skoðun Samtalið er hafið – farsældarráðin eru lykillinn Arna Ír Gunnarsdóttir,Bára Daðadóttir,Erna Lea Bergsteinsdóttir,Hanna Borg Jónsdóttir,Hjördís Eva Þórðardóttir,Nína Hrönn Gunnarsdóttir,Sara Björk Þorsteinsdóttir,Þorleifur Kr. Níelsson skrifar
Skoðun Andstæðingar dýrahalds og hagnaðardrifið dýraverndarstarf Hallgerður Ljósynja Hauksdóttir skrifar