Ný og góð veröld í Reykjavíkurborg? Diljá Mist Einarsdóttir skrifar 16. október 2025 09:31 Það hafa verið vonbrigði að fylgjast með nýlegri umræðu um aðgengi hreyfihamlaðs fólks í tengslum við fyrirætlanir vinstri meirihlutans í Reykjavík í skipulagsmálum. Barátta sem margir töldu að væri vel á veg komin hefur þurft að vera endurvakin og áfangar sem við töldum að hefði verið náð í þessum málaflokki eru heillum horfnir í huga flokkanna sem nú stýra borginni. Þannig hefur baráttufólk fyrir hagsmunum hreyfihamlaðs fólks bent á að skipulagsáætlanir nýrra hverfa í Reykjavík gangi freklega gegn grunnréttindum þeirra - fari jafnvel gegn lagaskyldum um aðgengi. Ítrekaðar kröfur, ábendingar og athugasemdir frá þeim hafa þó engar undirtektir fengið frá meirihlutanum í borginni. Ég tók málið því upp á Alþingi í formi fyrirspurnar til ráðherra málaflokks fatlaðs fólks, Ingu Sæland, en flokkur hennar fer auðvitað einnig með völd í Reykjavíkurborg. Meðal þess sem er augljóst brot á réttindum þessa hóps eru áform meirihlutans í Reykjavík um að útrýma bílastæðum og uppbygging einhvers konar miðlægra bílastæðahúsa í úthverfum. Framtíðarsýn sem gerir ekki ráð fyrir fjölskyldum með lítil börn. Fyrir eldra fólki. Fyrir fólki með fötlun. Sem á sér ákveðna samsvörun í skáldsögu Huxleys Veröld ný og góð. Það er auðvitað ótrúleg staða sem upp er komin, og mikið skref aftur á bak, þegar hreyfihamlað fólk þarf að lúslesa torskilin og oft á tíðum falin skipulagsgögn til að tryggja grundvallaraðgengi. Rétt sem við höfum tryggt kirfilega í lögum og reglugerðum. Jafnvel hefur verið fullyrt að með framferði sínu sé meirihlutinn í Reykjavík að færa aðgengismál 30 ár aftur í tímann. Ráðherrann er einörð baráttukona fyrir réttindum fólks með fötlun. Mér þótti því mikilvægt að kalla fram afstöðu hennar til þessara mála. Í svörum hennar í þinginu rakti hún í löngu máli gildandi lög og reglur um skipulagsmál, en gerði þó lítið úr aðkomu Flokks fólksins að stjórn Reykjavíkurborgar. Að lokum fékkst þó upp úr ráðherranum að flokkurinn myndi gera „allt sem í þeirra valdi stæði“ til að gæta að aðgengismálum hreyfihamlaðs fólks. Ég hefði gjarnan viljað heyra afdráttarlausari yfirlýsingar frá formanni Flokks fólksins, en fulltrúar flokksins gegna nú margvíslegum valdastöðum bæði hjá ríki og borg. Yfirlýsingar um að það myndi ekki gerast á þeirra vakt, í þeirra umboði, að hreyfihömluðu fólki yrði úthýst af stórum svæðum höfuðborgarinnar. Höfundur er þingmaður Sjálfstæðisflokksins. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Diljá Mist Einarsdóttir Reykjavík Málefni fatlaðs fólks Skipulag Mest lesið Flott hjá læknum! Siv Friðleifsdóttir Skoðun Tiltekt í Reykjavík Aðalsteinn Leifsson Skoðun Getur Samfylkingin leitt breytingar í Reykjavík? Jóhannes Óli Sveinsson Skoðun Byggjum á því jákvæða! Ólína Þorleifsdóttir Skoðun Endurvekjum Reykjavíkurlistann Stefán Jón Hafstein Skoðun Á bak við tært vatn sundlauganna, ósýnilegt hlutverk heilbrigðiseftirlits Kolbrún Georgsdóttir Skoðun Hvers vegna læra börnin þín ekki neitt? Svarið gæti verið í speglinum Jónas Sen Skoðun Afnám jafnlaunavottunar Þorbjörg Sigríður Gunnlaugsdóttir Skoðun Styðjum Skúla - í okkar þágu Sindri Freysson Skoðun Hverju ertu til í að fórna? María Rut Ágústsdóttir Skoðun Skoðun Skoðun Hverju ertu til í að fórna? María Rut Ágústsdóttir skrifar Skoðun Tvær akgreinar í hvora átt frá Rauðavatni að Markarfljóti Arnar Freyr Ólafsson skrifar Skoðun Leikskóli er grunnþjónusta, ekki lúxus Örn Arnarson skrifar Skoðun Byggjum á því jákvæða! Ólína Þorleifsdóttir skrifar Skoðun Sundabraut á forsendum Reykvíkinga skrifar Skoðun Endurvekjum Reykjavíkurlistann Stefán Jón Hafstein skrifar Skoðun Börnin geta ekki beðið lengur. Hættum að ræða og byrjum að framkvæma Róbert Ragnarsson skrifar Skoðun Ég vil Vor til vinstri! Rakel Hildardóttir skrifar Skoðun Styðjum Skúla - í okkar þágu Sindri Freysson skrifar Skoðun Hverfur Gleðigangan? Guðmundur Ingi Þórodsson skrifar Skoðun Samvinna en ekki einangrun Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Afnám jafnlaunavottunar Þorbjörg Sigríður Gunnlaugsdóttir skrifar Skoðun Flott hjá læknum! Siv Friðleifsdóttir skrifar Skoðun Tökum skrefið lengra í stuðningi við börn og ungmenni í viðkvæmri stöðu og skimum fyrir vellíðan Magnea Marinósdóttir skrifar Skoðun Getur Samfylkingin leitt breytingar í Reykjavík? Jóhannes Óli Sveinsson skrifar Skoðun Á bak við tært vatn sundlauganna, ósýnilegt hlutverk heilbrigðiseftirlits Kolbrún Georgsdóttir skrifar Skoðun Nýtum kennsluaðferðir sem skila betri árangri Skúli Helgason skrifar Skoðun Tiltekt í Reykjavík Aðalsteinn Leifsson skrifar Skoðun Hvers vegna læra börnin þín ekki neitt? Svarið gæti verið í speglinum Jónas Sen skrifar Skoðun Ég reyndi að byggja ódýrar íbúðir í Reykjavík Pétur Marteinsson skrifar Skoðun Aðför að heildrænni endurhæfingu: Skammsýni á Reykjalundi Þórunn Hanna Halldórsdóttir,Elísabet Arnardóttir,Sigríður Magnúsdóttir,Þóra Másdóttir skrifar Skoðun Framhaldsskólinn: horfum til framtíðar og finnum lausnir Simon Cramer Larsen skrifar Skoðun Um taugafjölbreytileika Svava Ólafsdóttir skrifar Skoðun Ódýrt á pappír, dýrt í raun – og þjóðin blæðir Vilhelm Jónsson skrifar Skoðun Samvinna, en ekki einangrun María Malmquist skrifar Skoðun 900 metrar sem geta breytt Grafarvogi Friðjón Friðjónsson skrifar Skoðun Kerfi sem kosta skattgreiðendur Sölvi Breiðfjörð skrifar Skoðun Ákall til önugra femínista – Steinunni í borgarstjórn! Hrafnhildur Kjerúlf Sigmarsdóttir skrifar Skoðun Er skóli án aðgreiningar barn síns tíma? Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir skrifar Skoðun Alvöru aðför að einkabílnum Búi Bjarmar Aðalsteinsson skrifar Sjá meira
Það hafa verið vonbrigði að fylgjast með nýlegri umræðu um aðgengi hreyfihamlaðs fólks í tengslum við fyrirætlanir vinstri meirihlutans í Reykjavík í skipulagsmálum. Barátta sem margir töldu að væri vel á veg komin hefur þurft að vera endurvakin og áfangar sem við töldum að hefði verið náð í þessum málaflokki eru heillum horfnir í huga flokkanna sem nú stýra borginni. Þannig hefur baráttufólk fyrir hagsmunum hreyfihamlaðs fólks bent á að skipulagsáætlanir nýrra hverfa í Reykjavík gangi freklega gegn grunnréttindum þeirra - fari jafnvel gegn lagaskyldum um aðgengi. Ítrekaðar kröfur, ábendingar og athugasemdir frá þeim hafa þó engar undirtektir fengið frá meirihlutanum í borginni. Ég tók málið því upp á Alþingi í formi fyrirspurnar til ráðherra málaflokks fatlaðs fólks, Ingu Sæland, en flokkur hennar fer auðvitað einnig með völd í Reykjavíkurborg. Meðal þess sem er augljóst brot á réttindum þessa hóps eru áform meirihlutans í Reykjavík um að útrýma bílastæðum og uppbygging einhvers konar miðlægra bílastæðahúsa í úthverfum. Framtíðarsýn sem gerir ekki ráð fyrir fjölskyldum með lítil börn. Fyrir eldra fólki. Fyrir fólki með fötlun. Sem á sér ákveðna samsvörun í skáldsögu Huxleys Veröld ný og góð. Það er auðvitað ótrúleg staða sem upp er komin, og mikið skref aftur á bak, þegar hreyfihamlað fólk þarf að lúslesa torskilin og oft á tíðum falin skipulagsgögn til að tryggja grundvallaraðgengi. Rétt sem við höfum tryggt kirfilega í lögum og reglugerðum. Jafnvel hefur verið fullyrt að með framferði sínu sé meirihlutinn í Reykjavík að færa aðgengismál 30 ár aftur í tímann. Ráðherrann er einörð baráttukona fyrir réttindum fólks með fötlun. Mér þótti því mikilvægt að kalla fram afstöðu hennar til þessara mála. Í svörum hennar í þinginu rakti hún í löngu máli gildandi lög og reglur um skipulagsmál, en gerði þó lítið úr aðkomu Flokks fólksins að stjórn Reykjavíkurborgar. Að lokum fékkst þó upp úr ráðherranum að flokkurinn myndi gera „allt sem í þeirra valdi stæði“ til að gæta að aðgengismálum hreyfihamlaðs fólks. Ég hefði gjarnan viljað heyra afdráttarlausari yfirlýsingar frá formanni Flokks fólksins, en fulltrúar flokksins gegna nú margvíslegum valdastöðum bæði hjá ríki og borg. Yfirlýsingar um að það myndi ekki gerast á þeirra vakt, í þeirra umboði, að hreyfihömluðu fólki yrði úthýst af stórum svæðum höfuðborgarinnar. Höfundur er þingmaður Sjálfstæðisflokksins.
Á bak við tært vatn sundlauganna, ósýnilegt hlutverk heilbrigðiseftirlits Kolbrún Georgsdóttir Skoðun
Skoðun Börnin geta ekki beðið lengur. Hættum að ræða og byrjum að framkvæma Róbert Ragnarsson skrifar
Skoðun Tökum skrefið lengra í stuðningi við börn og ungmenni í viðkvæmri stöðu og skimum fyrir vellíðan Magnea Marinósdóttir skrifar
Skoðun Á bak við tært vatn sundlauganna, ósýnilegt hlutverk heilbrigðiseftirlits Kolbrún Georgsdóttir skrifar
Skoðun Aðför að heildrænni endurhæfingu: Skammsýni á Reykjalundi Þórunn Hanna Halldórsdóttir,Elísabet Arnardóttir,Sigríður Magnúsdóttir,Þóra Másdóttir skrifar
Skoðun Ákall til önugra femínista – Steinunni í borgarstjórn! Hrafnhildur Kjerúlf Sigmarsdóttir skrifar
Á bak við tært vatn sundlauganna, ósýnilegt hlutverk heilbrigðiseftirlits Kolbrún Georgsdóttir Skoðun