Víðerni verndar og virkjana Björg Eva Erlendsdóttir skrifar 17. október 2025 06:31 Það er krefjandi vinna fyrir sama manninn að vernda ósnortin víðerni og nýta þau sem hraðast um leið. Umhverfisráðherrann talar af krafti um vernd víðerna og orkumálaráðherrann talar um öfluga orkuframleiðslu til hagvaxtar á sömu víðernum. Jóhann Páll Jóhannsson, umhverfisráðherra lýsti því á umhverfisþingi í september, við mjög góðar undirtektir að ríkisstjórnin sé byrjuð að taka til hendinni í friðlýsingum og verndum íslenskrar náttúru og gæta að stærstu ósnortnu víðernum Evrópu, með virkri vernd í þágu okkar allra. “40% af öllum ósnortnum víðernum Evrópu eru á Íslandi. Þetta leggur okkur skyldur á herðar. Sagði ráðherrann. Hvað er að gerast, hvaða skyldur og hvernig verða þær uppfylltar? Jú, Vatnsfjörður fær að halda sínum sess sem friðlýst svæði án virkjunar og þar eru víðerni. En hvaða fleiri svæði sem nú eru í hættu á að vernda? Víðerni orkumálaráðherra Jóhann Páll Jóhannsson, orkumálaráðherra boðar risa framkvæmdir í öllum landshlutum, stóraukna orkuöflun og einföldun ferla til að flýta nýtingu. Ráðherra leggur til að Kjalölduveita, Héraðsvötn og Hamarsvirkju, allar á víðernum, fái ekki vernd eins og verkefnisstjórn hefur endurtekið ráðlagt og að vindorkuver í Garpsdal fari í nýtingu. Landsvirkjun leggur nú ”traustan steypugrunn” að vindorkuveri við Vaðöldu sem mun sjást víða að af hálendinu, víðerni Vestfjarða skerðast af Hvalárvirkjun. Á fimmta tug vindorkuvera eru á teikniborðinu og ekkert svæði hefur verið verndað gegn vindorku ennþá. Stjórnarandstæðingar ganga enn lengra en ríkisstjórnin og leggja til flýtimeðferð á fimm virkjunum framhjá lýðræðislegum ferlum. Vernd í Undralandi Mótsagnakenndar staðhæfingar um nýtingu og vernd rugla fólk og enginn veit lengur hvað snýr upp eða niður. Upplýsingaóreiða? Ég trúi því að umhverfis/loftslagsáðherrann vilji verja náttúruna. En á meðan orkumálaráðherra boðar hraðleiðir orkuöflunar á víðernunum okkar er tal um vernd eins og úr Lísu í Undralandi. Þrýstingurinn á orkuráðherrann er mikill. Virkjun á verndarsvæðum hugnast orkugeiranum og stórnotendum mjög vel, því þeir líta svo á að ”ekki sé sérstök ástæða til að friða náttúruna sérstaklega gegn grænni orkuöflun.” Skáletruð tilvitnun er úr umsögn Samorku og endurspeglar viðhorf sem hefur verið básúnað af krafti síðustu misserin og leggst á Alþingi og sveitarstjórnir eins og skæð veirupest. Sýking sem ógnar víðernunum og er sérstaklega hættuleg inni í ráðuneyti sem hýsir verndun náttúru og loftslags. Óskalisti orkugeirans Verndargildi náttúrunnar felst líka í verndun votlendis, tegunda, fugla og líffræðilegs fjölbreytileika. Um allt þetta og meira til er fjallað í rammaáætlun og í stjórnarsáttmála ríkisstjórnarinnar. En auk áherslu á orkuöflun segir í sáttmálanum “stutt verði við líffræðilega fjölbreytni og ráðist í aðgerðir til verndar ósnortnum víðernum. Rammaáætlun gegni lykilhlutverki í að tryggja jafnvægi milli orkunýtingar og náttúruverndar.“ Sérfræðingar rammaáætlunarinnar hafa unnið við gagnaöflun og greiningar, vegið og metið hugmyndir um virkjanir á marga ólíka mælikvarða og lagt fram tillögur um hvaða svæði megi nýta og hver vernda. Alþingi hefur síðasta orðið og ráðherra getur lagt fram aðrar tillögur og gerir það nú - í átt til nýtingar. Þær tilllögur fela ekki í sér boðaðar aðgerðir úr stjórnarsáttmálanum um vernd ósnortinna víðerna. Virða stjórnmálin tillögur rammaáætlunar eða er hún óskalisti nýtingar? Á laugardag verður opið málþing þar sem sérfræðingar úr faghópum rammaáætlunar og fólk úr náttúruvernd ræðir stöðuna gagnvart verndun landsvæða og víðerna. Ég hvet áhugafólk um náttúruna og framtíð Íslands til að mæta. Höfundur er framkvæmdastjóri Landverndar. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Björg Eva Erlendsdóttir Umhverfismál Mest lesið Snýst um deilur Dags og Kristrúnar Hjörtur J. Guðmundsson Skoðun Halldór 15.11.2025 Halldór Milljarðakostnaður sérfræðinga Vilhjálmur Hilmarsson Skoðun Ég á þetta ég má þetta Arnar Atlason Skoðun „Mamma, eru loftgæðin á grænu?“ Sara björg Sigurðardóttir Skoðun Ef eitthvað væri að marka Bjarna Gunnar Smári Egilsson Skoðun Fúsk eða laumuspil? Eva Hauksdóttir Skoðun Kynjuð vísindi, leikskólaráð á villigötum, klámsýki, svipmyndir frá Norður-Kóreu Fastir pennar Fjör á fjármálamarkaði Fastir pennar Landsbyggðin án háskóla? Ketill Sigurður Jóelsson Skoðun Skoðun Skoðun Nýjar lóðir í betri og bjartari borg Einar Sveinbjörn Guðmundsson skrifar Skoðun Tími kominn til að hugsa um landið allt Ingibjörg Isaksen skrifar Skoðun Milljarðakostnaður sérfræðinga Vilhjálmur Hilmarsson skrifar Skoðun Snýst um deilur Dags og Kristrúnar Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun „Mamma, eru loftgæðin á grænu?“ Sara björg Sigurðardóttir skrifar Skoðun Rangfærslur utanríkisráðherra Sigurður G. Guðjónsson skrifar Skoðun Samfélag þar sem börn mæta afgangi Grímur Atlason skrifar Skoðun „Samræði“ við barn er ekki til - það er alltaf ofbeldi Guðný S. Bjarnadóttir skrifar Skoðun Staða íslenskrar fornleifafræði Gylfi Helgason skrifar Skoðun Saman náum við lengra. Af hverju þverfagleg endurhæfing skiptir máli Rúnar Helgi Andrason skrifar Skoðun Hefjumst handa við endurskoðun laga um Menntasjóð námsmanna Kolbrún Halldórsdóttir,Lísa Margrét Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Tími jarðefnaeldsneytis að líða undir lok Nótt Thorberg skrifar Skoðun Ósanngjarnar hækkanir á vörugjöldum án fyrirvara – ábyrgðarleysi gagnvart atvinnulífi Friðrik Ingi Friðriksson skrifar Skoðun Ríkið græðir á eigin framkvæmdum Jónína Brynjólfsdóttir skrifar Skoðun Íslenska módelið í forvörnum – leiðarljós sem við erum að slökkva á Árni Guðmundsson skrifar Skoðun Íslenska sem annað tungumál Guðmundur Ingi Kristinsson skrifar Skoðun Sykursýki snýst ekki bara um tölur Erla Kristófersdóttir,Kristín Linnet Einarsdóttir skrifar Skoðun Íslenskan er í góðum höndum Anna María Jónsdóttir skrifar Skoðun Ójafn leikur á Atlantshafi Björn Brynjúlfur Björnsson skrifar Skoðun Höfnum óráðsíunni og blásum til sóknar Guðbergur Reynisson skrifar Skoðun Stór baráttumál Flokks fólksins orðin að lögum Inga Sæland skrifar Skoðun Víð Sýn Páll Ásgrímsson skrifar Skoðun Hvenær er nóg orðið nóg? Guðrún Ósk Þórudóttir skrifar Skoðun Hringekjuspuni bankastjórans: Kjósum frekar breytilega og háa vexti Hjalti Þórisson skrifar Skoðun Þegar útborgunin hverfur: Svona geta fjölskyldur tapað öllu Már Wolfgang Mixa skrifar Skoðun Skattar lækka um 3,7 milljarða en fötluð börn bíða áfram eftir þjónustu Sigurbjörg Erla Egilsdóttir skrifar Skoðun Hugleiðingar um Sundabraut Kristín Helga Birgisdóttir skrifar Skoðun Leikskólar sem virka: Garðabær í fremstu röð Almar Guðmundsson,Margrét Bjarnadóttir skrifar Skoðun Að búa við öryggi – ekki óvissu og skuldir Kolbrún Halldórsdóttir skrifar Skoðun Þröng Sýn Hallmundur Albertsson skrifar Sjá meira
Það er krefjandi vinna fyrir sama manninn að vernda ósnortin víðerni og nýta þau sem hraðast um leið. Umhverfisráðherrann talar af krafti um vernd víðerna og orkumálaráðherrann talar um öfluga orkuframleiðslu til hagvaxtar á sömu víðernum. Jóhann Páll Jóhannsson, umhverfisráðherra lýsti því á umhverfisþingi í september, við mjög góðar undirtektir að ríkisstjórnin sé byrjuð að taka til hendinni í friðlýsingum og verndum íslenskrar náttúru og gæta að stærstu ósnortnu víðernum Evrópu, með virkri vernd í þágu okkar allra. “40% af öllum ósnortnum víðernum Evrópu eru á Íslandi. Þetta leggur okkur skyldur á herðar. Sagði ráðherrann. Hvað er að gerast, hvaða skyldur og hvernig verða þær uppfylltar? Jú, Vatnsfjörður fær að halda sínum sess sem friðlýst svæði án virkjunar og þar eru víðerni. En hvaða fleiri svæði sem nú eru í hættu á að vernda? Víðerni orkumálaráðherra Jóhann Páll Jóhannsson, orkumálaráðherra boðar risa framkvæmdir í öllum landshlutum, stóraukna orkuöflun og einföldun ferla til að flýta nýtingu. Ráðherra leggur til að Kjalölduveita, Héraðsvötn og Hamarsvirkju, allar á víðernum, fái ekki vernd eins og verkefnisstjórn hefur endurtekið ráðlagt og að vindorkuver í Garpsdal fari í nýtingu. Landsvirkjun leggur nú ”traustan steypugrunn” að vindorkuveri við Vaðöldu sem mun sjást víða að af hálendinu, víðerni Vestfjarða skerðast af Hvalárvirkjun. Á fimmta tug vindorkuvera eru á teikniborðinu og ekkert svæði hefur verið verndað gegn vindorku ennþá. Stjórnarandstæðingar ganga enn lengra en ríkisstjórnin og leggja til flýtimeðferð á fimm virkjunum framhjá lýðræðislegum ferlum. Vernd í Undralandi Mótsagnakenndar staðhæfingar um nýtingu og vernd rugla fólk og enginn veit lengur hvað snýr upp eða niður. Upplýsingaóreiða? Ég trúi því að umhverfis/loftslagsáðherrann vilji verja náttúruna. En á meðan orkumálaráðherra boðar hraðleiðir orkuöflunar á víðernunum okkar er tal um vernd eins og úr Lísu í Undralandi. Þrýstingurinn á orkuráðherrann er mikill. Virkjun á verndarsvæðum hugnast orkugeiranum og stórnotendum mjög vel, því þeir líta svo á að ”ekki sé sérstök ástæða til að friða náttúruna sérstaklega gegn grænni orkuöflun.” Skáletruð tilvitnun er úr umsögn Samorku og endurspeglar viðhorf sem hefur verið básúnað af krafti síðustu misserin og leggst á Alþingi og sveitarstjórnir eins og skæð veirupest. Sýking sem ógnar víðernunum og er sérstaklega hættuleg inni í ráðuneyti sem hýsir verndun náttúru og loftslags. Óskalisti orkugeirans Verndargildi náttúrunnar felst líka í verndun votlendis, tegunda, fugla og líffræðilegs fjölbreytileika. Um allt þetta og meira til er fjallað í rammaáætlun og í stjórnarsáttmála ríkisstjórnarinnar. En auk áherslu á orkuöflun segir í sáttmálanum “stutt verði við líffræðilega fjölbreytni og ráðist í aðgerðir til verndar ósnortnum víðernum. Rammaáætlun gegni lykilhlutverki í að tryggja jafnvægi milli orkunýtingar og náttúruverndar.“ Sérfræðingar rammaáætlunarinnar hafa unnið við gagnaöflun og greiningar, vegið og metið hugmyndir um virkjanir á marga ólíka mælikvarða og lagt fram tillögur um hvaða svæði megi nýta og hver vernda. Alþingi hefur síðasta orðið og ráðherra getur lagt fram aðrar tillögur og gerir það nú - í átt til nýtingar. Þær tilllögur fela ekki í sér boðaðar aðgerðir úr stjórnarsáttmálanum um vernd ósnortinna víðerna. Virða stjórnmálin tillögur rammaáætlunar eða er hún óskalisti nýtingar? Á laugardag verður opið málþing þar sem sérfræðingar úr faghópum rammaáætlunar og fólk úr náttúruvernd ræðir stöðuna gagnvart verndun landsvæða og víðerna. Ég hvet áhugafólk um náttúruna og framtíð Íslands til að mæta. Höfundur er framkvæmdastjóri Landverndar.
Skoðun Saman náum við lengra. Af hverju þverfagleg endurhæfing skiptir máli Rúnar Helgi Andrason skrifar
Skoðun Hefjumst handa við endurskoðun laga um Menntasjóð námsmanna Kolbrún Halldórsdóttir,Lísa Margrét Gunnarsdóttir skrifar
Skoðun Ósanngjarnar hækkanir á vörugjöldum án fyrirvara – ábyrgðarleysi gagnvart atvinnulífi Friðrik Ingi Friðriksson skrifar
Skoðun Íslenska módelið í forvörnum – leiðarljós sem við erum að slökkva á Árni Guðmundsson skrifar
Skoðun Skattar lækka um 3,7 milljarða en fötluð börn bíða áfram eftir þjónustu Sigurbjörg Erla Egilsdóttir skrifar